Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. ágúst - Bls. 49-80 Þverpólitískt kvennaframboð leysir engan vanda — öðru máli gegnir um sérframboð kvenna innan stjórnmálaflokkanna Morgunbladið/ KrLstján. Samtal við Auði Auðuns fyrrum ráðherra um líf hennar og störf Arið 1911 voru sett lög um stofn- un Háskóla íslands. Þetta sama ár öðluðust konur sama rétt og karlar til náms, námsstyrkja og embætta með lagasetningu. Hvort tveggja var mikilvægt skref í átt til sjálfstæðis landsins. Góð menntun karla jafnt sem kvenna hlaut að verða sú undirstaða, sem íslend- ingar áttu eftir að byggja á sjálfsætt lýðveldi sitt síðar. En í fyrstu reynd- ust venjur og almenningsálit Þránd- ur í Götu þeirra kvenna, sem vildu nýta sér hin nýju tækifæri, sem í lögunum frá 1911 fólust. Þær urðu að hleypa í sig kjarki og leiða hjá sér allt tal um, að konum bæri einungis að sjá um heimili sín og menntun væri þeim óþörf. Frelsið til mennta lagði konum ábyrgð á herðar. Þeim voru opnaðar dyr þekkingar og vís- inda, en um leið gert að gegna mik- ilvægara hlutverki í þjóðfélaginu, en þær höfðu gert nokkru sinni áður. Ein þeirra kvenna, sem óhikað tók á sig þessa miklu ábyrgð var Auður Auðuns. Auður Auðuns fæddist 18. febrúar 1911 á ísafirði. Hún er dóttir Jóns Auðuns Jónssonar alþingismanns og forstjóra og konu hans Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Jón Auðunn varð al- þingismaður fyrir ísafjarðarkaup- stað 1919 og sat fyrir kaupstaðinn á þingi til 1923, er hann var kjör- inn þingmaður fyrir Norður- Ísafjarðarsýslu. Árið 1929 samein- uðust íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndiflokkurinn og mynduðu Sjálfstæðisflokkinn undir for- mennsku Jóns Þorlákssonar. Jón Auðunn hafði verið þingmaður íhaldsflokksins, en gekk nú í hinn nýstofnaða flokk og sat því sleitu- laust á þingi frá 1923 til 1933, en 1934 var hann aftur þingmaður og þá frám til ársins 1937. Systkini Auðar Auðuns voru þrjú sem upp komust. Sigríður heitir systir hennar, Jón og Árni voru bræð- urnir. Jón Auðunn Jónsson var elstur sjö systkina og við fráfall foreldra hans tóku þau Margrét að sér um- sjá systkinanna og gekk Margrét þeim þremur yngstu í móðurstað. Það var því mannmargt á heimili Auðar Áuðuns, auk bess sem gestakomur voru tíðar. I bók sinni Líf og lífsviðhorf, segir sr. Jón Auðuns dómprófastur, bróðir Auðar: „Einkum var það á þing- mennskuárum föður míns, að gestakomur voru ótrúlega miklar á heimili okkar. Þá kom sér oft vel, að gamla húsið var stórt, sex svefnherbergi auk stofanna. Þó kom stundum fyrir, að við bræður vorum látnir sofa hjá vinafólki úti í bæ, og ósjaldan urðum við börnin að standa upp frá borðum til að rýma fyrir óvæntum gestum." Heimili Auðar Auðuns var mikið menningar- og rausnarheimili. „Móðir ykkar var kona, sem ég gæti ekki gleymt þótt ég vildi, og vildi ekki gleyma þótt ég gæti,“ skrifaði Guðrún Tómásdóttir, ekkja Karls Bjarnasonar við Cam- bridge-háskóla, systkinum Auðar, er þau héldu aldarminningu móð- ur sinnar. Og víst er, að frú Mar- grét átti snaran þátt í velgengni eiginmanns síns sem þingmanns á Vestfjörðum. Heimili Auðar á tsafirði var hvort tveggja í senn, fallegt kaup- staðaheimili öðrum þræði, en jafnframt heimili reist á grunni gamallar sveitamenningar. For- eldrar hennar ráku búskap í smá- um stíl á sínum fyrstu árum á ísa- firði, en Jón Auðunn, faðir Auðar, gegndi starfi útibússtjóra Lands- bankans frá 1914 til 1923, er hann gerðist forstjóri ýmissa fyrir- tækja á ísafirði. Þetta var borg- aralegt heimili, en sjálf sagði Auður í samtali okkar: „Ég er alin upp í borgaralegum hugsunar- hætti eins og hann gerist bestur og fellur hann saman við stefnu- yfirlýsingu míns flokks, Sjálf- stæðisflokksins. Hann feist í virð- ingunni fyrir einstaklingnum og frjálsræði hans og þeirri ábyrgð- artilfinningu, sem hver einstakl- ingur þarf að hafa.“ Aheimili sínu komst Auður snemma í kynni við stjórn- mál og sjálfstæðismál. Hún ólst upp við umræður um lands- og bæjarmál, en tók framan af ekki þátt í flokksstarfi. „Ég hafði mín- ar skoðanir og dró ekki dul á þær,“ sagði hún við mig, en afskipti hennar af stjórnmálum hófust ekki fyrr en aillöngu eftir að hún fór til Reykjavíkur til náms í Menntaskólanum 1926. „Við Sigríður Kjerulf höfðum lesið saman á ísafirði og héldum til Reykjavíkur í febrúar 1926 til að taka inntökupróf inn í 4. bekk í Menntaskólanum. Við leituðum eftir tímum hjá kennurunum, svo við fengjum nasasjón af því, hvers var að vænta um vorið." Auður hóf síðan nám í 4. bekk máladeild- ar um haustið. Á þessum tíma var Menntaskólinn starfandi í sex bekkjum. Fyrstu þrír bekkirnir nefndust gagnfræðadeild og var lokapróf úr 3. bekk nefnt gagn- fræðapróf. Þrír efstu bekkirnir nefndust lærdómsdeild og skiptust í mála- og stærðfræðideild. Rektor skólans fyrstu tvö ár Auðar var Geir Zoéga, en í apríl 1928 lést hann eftir 15 ár í rektorsstarfi. Þorleifur H. Bjarnason yfirkenn- ari tók við eftir andlát Geirs og starfaði sem rektor Menntaskól- ans í eitt ár, eða þar til Pálmi Hannesson var skipaður í stöðuna 1929. Þegar ég spurði Auði nánar út í veruna í skólanum, sagði hún það hafa verið einkennandi hve lítið stúlkur höfðu sig í frammi utan námsins. „Á þessum tíma voru þrjár stúlkur í bekknum á undan mér,“ sagði hún. „Hins vegar byrj- uðum við átta stúlkur haustið 1926. Ein dó í skóla og tvær hættu námi, en við sem eftir vorum, brautskráðumst 1929 og vorum allar úr máladeild. Við vorum þrjár í 6.-A: Ég, Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Liv Ellingsen. í 6.-B voru þær Else M. Nielsen og Elín Jóhannesdóttir, en við Ella vorum góðar vinkonur og kom ég nokkrum sinnum í Suðurgötu 4. Ég hitti þar foreldra hennar, Jó- hannes Jóhannesson bæjarfógéta og frú Jósefínu Lárusdóttur, og heilsaði ég þeim jafnan með virð- ingu. Jóhannes sat á þingi með föður mínum, en síðar sat ég skamman tíma á þingi ásamt Lár- usi syni hans. Lárus var einstakt ljúfmenni. Eiginkona hans, Stef- anía Guðjónsdóttir og Jón bróðir minn voru samtímis í skóla. Þá kynntist ég einnig síðar Önnu, eldri dóttur bæjarfógetahjónanna. Eg held, að þegar þarna var komið, hafi Svanhildur Ólafsdótt- ir, dóttir ólafs Daníelssonar, verið eina konan, sem hafi útskrifast úr stærðfræðideild, en það var 1924.“ Á skólaárum Auðar Auðuns var öðruvísi umhorfs í Menntaskólan- um í Reykjavík en nú er. Þegar dansleikir voru haldnir, fóru þeir fram í hátíðarsal gamla skóla- hússins á miðhæð og voru kennslustofurnar næstar norður- enda hússins innréttaðar m.a. til veitingasölu. í suðurenda var hins vegar rektorsíbúð og á efstu hæð teikni- og náttúrufræðistofur. Á jarðhæð voru kennslustofur beggja vegna við gang norður- álmu, en í suðurálmu voru ein- ungis kennslustofur þeim megin gangsins, er vísar út að Lækjar- götu. Portnersíbúðin, eða húsvarð- aríbúðin, sneri út í port þá sem nú, en í suðurenda var hins vegar kennarastofa, gagnstætt því sem nú er. Nánar hefur þó verið skýrt frá húsnæði Menntaskólans í við- tali undirritaðs við rektor hans, Guðna Guðmundsson, en það birt- ist í Mbl. í júnímánuði. „Ég tók haustpróf 1927 í kenn- arastofunni á jarðhæð þegar ég var í 4.-A og gat ekki tekið vor- prófið vegna veikinda. Nemandi úr neðri bekk var að taka veikinda- próf í enskum stíl og sat andspæn- is mér við borðið. Þegar leið á skammtaðan tíma, var laumað til mín yfir borðið löngum lista með íslenskum orðum og stóru spurn- ingarmerki. Að vörmu spori var listinn sendur aftur til heimahús- anna útfylltur. Það er ljótt að segja frá, en þarna brugðumst við trúnaði, sem okkur var sýndur með afar mildilegu eftirliti. Hins vegar hefur samt miskunnsami Samverjinn löngum þótt falleg fyrirmynd í samskiptum við nauðstadda,“ sagði Auður og brosti. En það var fleira, sem komi menntaskólanemum til að brosa á þessum árum. Margt var ritað um húfumálið svokallaða. Fyrsta vet- urinn sem Auður sat Menntaskól- ann hófust umræður um skólahúf- ur. Höfðu menn ýmsar skoðanir á ágæti húfanna. Töldu margir skólahúfur vera hið mesta þarfa- SJÁ MIÐOPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.