Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 53 í 5 herbergjum og eldhúsi og börnin fyrir sunnan," segir hún og bætir við: „Og sit þar sem fastast." En hvernig stóð á því að Hulda gerðist kennari? „Vetur- inn áður en ég vann á Reykja- lundi og eftir að Árni veiktist, þá fór ég að kenna í barnaskólanum í stundakennslu. Fékk 25 tíma á viku. Ég hefði svarið fyrir það að mér mundi þykja svona skemmtilegt að vera með börn- um — en ekki við verslunar- störf," bætir Hulda við sposk. „Raunar hafði mér þótt gaman að því að afgreiða, en gat ekki hugsað mér að sitja á skrifstofu. En ég komst þokkalega frá kennslunni, held ég, og fannst þetta starf mjög áhugavert. Samt gerðist ég matráðskona í sjúkraskýlinu eftir að ég kom heim aftur. Svo sótti ég um kennslu 1973, en þá komu tveir réttindakennarar, sem kenndu þann vetur. Ég leigði þeim íbúð- ina á móti mér og sjálf var ég með handavinnukennslu og einn- ig hjálparkennslu heima, tók pilt sem þurfti og átti rétt á hjálp. En það dugði mér ekki. Þá kom togarinn til Þingeyrar og ég fór að skrá bónusinn í frystihúsinu. Það var nú meiri vinnan. Ég vann frá kl. 7 á morgnana til klukkan 7 á kvöldin í frystihús- inu, var að borða kvöldverð þeg- ar aðrir voru að fá sér kvöldkaffi og var svo með uppgjörið á happ- drættinu á nóttunni. En þetta var í eina skiptið sem ég hefi komist í hátekjur, sem kom mér aldeilis í koll árið eftir, þegar ég hætti og varð réttindalaus kenn- ari í 11. launaflokki. Og síðan 1975 hefi ég kennt í barnaskól- Vil umgangast allar kynslóðir — Og líkaði það svo vel að þú ákvaðst að gera það að ævi- starfi? „Kennarastarfið er oft erfitt og krefjandi, en einn góður dag- ur bætir upp marga daga þegar lítið virðist miða áfram. Mér þykir skemmtilegt að kenna. Ég slitna þá heldur ekki úr tengsl- um við þann aldursflokk. Svo leigi ég alltaf piltum á aldri við krakkana mína, sem verða mitt heimilisfólk úr því þau eru ann- ars staðar. Vil hafa í kring um mig ungt fólk á þeirra aldri. Fólk á mínum aldri er ekki gjaldgeng- ir leigjendur hjá mér. Kunningj- ana hitti ég annars staðar og þeir koma í heimsókn til mín. En ég vil heyra önnur sjónarmið en minnar eigin kynslóðar". Hulda er aldrei lengi hátíðleg í einu og nú hlær hún dátt og bætir við: „Þá fæ ég líka að vera þeim mamma og get ráðskast með þá." — Ekki er það þó næg skýring þess að þú lagðir í þetta erfiða nám? „Sumarið 1979 fór ég á stærðfræðinámskeið fyrir kenn- ara í Reykjavík og var þá í fyrsta skipti á ævinni í heimavist í Sjó- mannaskólahúsinu. Var ekki fyrr heimavistarhæf. Þar frétti ég að ætti að fara að hefja rétt- indanám. Eitt kvöldið sló ég því fram við krakkana mína, hvort ég ætti ekki bara að sækja um það. Mig vantaði svolítið upp á þau 4 ár við kennslu, sem krafist var, en sérkennslan bætti það upp. Svo fannst mér þetta vera fjarstæða og geymdi umsóknar- eyðublöðin. Loks fyllti ég þau út og hugsaði með mér að ég mundi fá nei, og þá gæti ég hætt að hugsa um þetta. Svarið var já- kvætt. Ég bæði gladdist og fór að kvíða fyrir því að byrja aftur margra ára nám eftir 37 ár og það í háskóla. Var raunar eins og Sveinn Dúfa við þetta. Ég þurfti að taka 2 valgreinar og allar uppeldisgreinarnar. Valdi mér yngribarnakennslu og íslensku og þeim áfanga lauk ég 1981." SJÁ NÆSTU SÍÐU Sprengisandur — Kjölur Feröafólk Erum með fferdir meö leiösögn um Sprengisand og Kjöl. Fariö frá Reykjavík noröur Sprengisand og til Akur- eyrar mánudaga og fimmtudaga kl. 8.00. Frá Akur- eyri um Kjöl til Reykjavíkur miövikudaga og laugar- daga kl. 8.30. Fariö er á einum degi hvora leiö. Verö aöra leiöina kr. 1.600,00. Báöar leiöir kr. 2.900,00. Innifaliö í veroi er leiösögn og matur þrisvar á dag. Þaulkunnugur fararstjóri. Ferö sem seint gleymist. Noröurleið Félag, Far stöð vaeigenda á íslandi vekur athygli á eftirfarandi Samkvæmt tilkynningu samgönguráöherra dags. 3. febrúar 1983 sem birt var í Stjórnartíöindum B 28. febr. 1983 hefti B5 nr. 37—65 um skipan 40 rás- anna, vekjum viö athygli á aö eftirtaldar rásir eru úthlutaöar Félagi farstöövaeigenda á islandi: Rás-6 kallrás félagsmanna, rásir 10, 11, 12, 14, 15, 30, 31, 32, 33, 34 og 35 samtalsrásir. Félaginu er í mun aö skipan ráöherra sé virt hvað varöar notkun rásanna, félagsmönnum og öörum landsmönnum til öryggis og heilla. Félag farstöövaeígenda á íslandí. Landsstjórn. fKAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHHÁR Bananar Del Monte — Appelsinur Outspan — 56/72/88 Klementínu Menolas — Epli rauö PASM — Epli rauð Argentína — Epli rauö NZ — Epli rauö Chile — Epli frönsk Golden — Epli græn Granny Smith ARG — Sítrónur Outspan — Grapefruit OS — Grapefruit Ruby Read — Gular melónur HD — Vatnsmelónur ítalía — Vínber blá — Vínber græn — Perur Ástralia — Plómur rauðar — Ferskiur — Nektarínur — Döölur — Avocado — Ananas — ferskur — Kókoshnetur. EGGERT KRISTJANSSOIM HF Sundagörðum 4, sími 85300 E« Blðið á meðan smurt er eða skíljið bílinn eftir. Látídsmyna bílínn regfólega Meö því að láta smyrja bifreiöina reglulega, eykur þú þar meö endingu, jafnframt því sem endursöluverð bifreiðarinnar verður hærra. Við hjá Heklu hf. bjóðum uppá fullkomna smurþjónustu á öllum tegundum bifreiða í smurstöö okkar. Líttu við hjá okkur, næst þegar bifreiðin þarfnast smurningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.