Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 Viðtal við Ólaf Jensson yfirlækni um rannsóknir á erfðaþáttum heilablæðinga Vitum um heilaæðaskemmdir, sem bundnar eru við ættir RANNSÓKNIR á erföaþáttum heilablæðinga og Vísindasjóðsstyrk- ur til Blóðbankans vegna þeirra, vöktu athygli blaöamanns. Nýaf- staðin þáttaröð í sjónvarpi um margbrotna starfsemi heilans gerir lítt vísindafróðu fólki kannski auðveldara að skilja hvað þar fer fram. Og með lengri lífslíkum og hraðvaxandi fjölda aldraðra er skerðing á heilastarfsemi nú meira áberandi í samfélaginu, þar sem allt upp undir fimmti hluti af aldurshópum er á einhvers konar stofnunum og flestar fjölskyldur þekkja í nálægð öldrunarsjúkdóma af því tagi. Við fórum því fram á viðtal við Ólaf Jensson, yfiriækni Blóðbankans, sem staðið hefur fyrir þessum rannsóknum, til að fræðast um rannsóknir á íslandi á þessum þætti. En meðan athyglin hefur af eðlilegum ástæðum beinst meira að hjartanu að undanfórnu og áföllum í sambandi við það líffæri vegna tíðni þeirra í yngri aldursflokkum, er í heilanum og miðtaugakerfinu heill óþekktur heimur, sem sannarlega er nú orðið brýnt að snúa sér af alefli að. Og eins og Ólafur komst að orði: Finni maður galla í einhverju kerfi, verður hann eins og kastljós á það sem heilbrigt er. Það kom fram hjá Olafi Jens- syni, þegar leitað var upplýsinga um rannsóknir á erfðaþáttum heilablæðinga, sem nú fara fram, að rætur þeirra teygja sig raun- verulega allt aftur til rannsókna Árna Árnasonar héraðslæknis í Berufirði um arfgenga slagaveiki og doktorsritgerðar hans um hana frá árinu 1935. Annar markverður rannsóknaráfangi á þessu sviði varð svo 1972 á vegum læknanna Gunnars Guðmundssonar, Jónas- ar Hallgrímssonar, Tómasar A. Jónssonar og Ólafs Bjarnasonar, sem sýndu fram á hvaða efna- flokkar það eru sem eru orsök skemmdanna í heilaæðunum. Síð- an 1972 hefur Blóðbankinn svo í samvinnu við taugadeild Land- spítalans, Rannsóknastofu HÍ við Barónsstíg og Rannsóknastofu i efnafræði við Háskólann stundað og skipulagt rannsóknir, þar sem leitast er við að einangra betur þennan efnaþátt er veldur æða- skemmdum og kanna hvers eðlis þau efni eru og erfðagerð þeirra og finna hvernig þau greinast frá heilbrigðri erfðagerð. Og á sl. ári tók Blóðbankinn upp samvinnu við vísindamenn við læknisfræðideild New York háskóla, sem hafa ald- arfjórðungs reynslu í rannsóknum af þessu tagi. En innan skamms mun birtast grein í Journal of Experimental Medicin, einu virt- asta tímariti af því tagi í heimi, um þessar rannsóknir á heila- blæðisjúkdómum og erfðaþáttum, og kemur nýr mikilvægur áfangi við þessar rannsóknir frá íslandi. Er Ólafur Jensson höfundur ásamt þremur bandarískum vís- indamönnum. Þar er fjallað um efni, sem lítur út fyrir að vera taugahormón eða svipar mjög til þess og eru taldar miklar líkur til að þetta efni beri í sér afbrigði- lega erfðagerð. Þetta beinir vænt- anlega athyglinni að sjálfu erfða- efni nu DNA við næstu rann- sóknaráfanga. Samflot erfðaþátta og sjúkdóma í samtalinu við fréttamann Mbl. gerði Ólafur Jensson í upphafi ofurlitla grein fyrir aðdraganda þessara rannsókna og setti verk- efnið þar í samhengi. Sl. 10—11 ár hefur Blóðbankinn verið með fjöl- þættar erfðarannsóknir, sem hóf- ust 1972 á vegum Erfðafræði- nefndar Háskólans og tengdust fjölþjóðarannsóknum á íslenskum hjónum, sem voru systkynabörn að skyldleika og börnum þeirra. Síðan höfum við, sagði hann, haft í gangi samhliða rannsóknaáætl- anir í samvinnu við aðrar deildir Landspítalans. M.a. vegna gigt- arsjúkdóma, sykursýki og fleiri innkirtlasjúkdóma. Ymsir normal erfðaþættir, sem nú eru rannsak- aðir í stórum stíl, koma fyrir meira en eðlilegt getur talist í sambandi við ákveðna sjúkdóma. Því hefur ónæmiskerfið og vefja- flokkarnir verið tekið svo mjög til rannsóknar á undanförnum árum í sambandi við sjúkdóma, sem geta átt sér ónæmisástæður. Þarna inn í kemur svo leit að fylgni þessara erfðaþátta við sjúkdóminn. — Þegar þú talar um fylgni, hvað áttu þá við? — Þegar við tölum um fylgni í þessu sambandi, þá er það tilgátan að erfðaþættirnir, sem við grein- um og köllum erfðamörk, séu svo nálægt genum sem gera menn næma fyrir sjúkdómnum, að þau fylgist að milli ættliða, hafi sam- flot. — Skýrðu nánar hvað það er sem veldur heilablæðingum og hvað þið eruð að rannsaka í sam- bandi við þær. — Þarna er aðallega um tvennt að ræða. Algengasta ástæða heila- blæðinga er háþrýstingur, sem veldur því að æðar bresta í heila. Hár blóðþrýstingur fer líka illa með hjarta og augnbotna, sem kunnugt er. Hins vegar verður heilablæðing oft vegna kölkunar heilaæða í fólki. Það er sú tegund heilablæðinga, sem verður einkum á síðasta hluta æviskeiðsins. Þar geta líka verið erfðaþættir, eins og kemur fram í sjúkrasögu margra, sem verða fyrir þessu hvað eftir annað. Æðarnar bresta í fleiri en einu líffæri og viðgerðarkraftur líkamans sjálfs er sífellt að lag- færa það. I rauninni hafa okkar rannsóknir helst beinst að þátt- um, sem geta hlaðist upp á heila- æðaveggjunum. — Og hver er helsta ástæðan til þess? — Á undanförnum áratugum hefur athyglin beinst mjög að hjartanu, sem valdið hefur mikl- um fjölda dauðsfalla. En á sl. 10—15 árum, eftir að svo margir fóru að ná háum aldri og vistast á heimilum, þá verður skert heila- starfsemi mjög áberandi. Nauðsyn stórátaks í vísindalegum rann- sóknum á sjúkdómum, sem valda skerðingu á heilastarfsemi og elli- hrumleika, er orðin knýjandi. Enn sem komið er, eru rannsókna- kennileiti til sjúkdómsgreininga á tegund og stigi í sumum stærstu meinaflokkum alls ófullnægjandi. Hér í Blóðbankanum hefur athygli okkar einkum vaknað af því að við vitum um heilaæðaskemmdir, sem bundnar eru við ættir hér á landi. Ólafur Jensson, yfirUeknir Blóðbankans. Höfum vitneskju um hvaða efni það er sem veldur skemmdunum. Vitum einnig að það efni kemur við sögu við ellibreytingar á æðum heilans. Og að þar geta erfðir komið við sögu, eins og í al- zheimer-sjúkdóminum eða við svokallað presenilitas, þegar fólk eldist fyrir aldur fram. — Vitið þið hve stórt umfang heilaskemmda af þessu tagi er meðal aldraðra? Viögerðarkraftar skemmdir — Hér á landi höfum við ekki nægar nýlegar heimildir um þetta. Áhugi hefur verið að aukast á þessum málum hér með tilkomu öldrunarsjúkdómadeilda og nýjar upplýsingar eru teknar að birtast, sbr. nýja grein sem mér var að berast eftir læknana Ársæl Jóns- son og Jónas Hallgrímsson. Hún birtist nýverið í læknaritinu „Age and Agening". En í Bandaríkjun- um er alzheimer fjórða algengasta banameinið. Þessi sjúkdómur hrjáir 1,5 millj. manns þar í landi, helming allra þeirra sem vistast á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Ársútgjöld vegna þessa sjúkdóms eru þar áætluð 20 milljarðar doll- ara. Talið er að ein fjölskylda af hverjum þremur sjái annað for- eldri sitt verða fyrir þessum sjúkdómi. En einkennin koma víð- ar fram en hjá öldruðum. Ein- staklingar, sem eru mongólítar og ná miðjum aldri, hafa gjarnan haft þau. Talið er að viðgerðar- kraftur líkama þeirra sé þannig skemmdur að þeir fá öldrunarein- kenni. — Þú talaðir um kölkun í æðum og háþrýsting blóðsins sem orsak- ir heilablóðfalla. Hvar kemur arfgengi svo við sögu? — Arfgengir efnaskiptagallar eru betur rannsakaðir en æða- sjúkdómar. En örðugt er að vita hvaða þættir eru frumorsök við skerta heilastarfsemi. Aðflutning- ur með blóðinu til heilans skiptir óskaplega miklu máli og getur truflun á því gefið svipaða sjúk- dómsmynd og arfbundin skerðing heilastarfsemi. Viðbrögð heilans við sýkingu eru breytileg frá einni manneskjunni til annarrar. ónæmiskerfið er misjafnt. Sumir hrista af sér sjúkdóma í mið- taugakerfinu og verða fyrir litlum varanlegum skemmdum. Varnar- kerfið er misvel undir það búið að eiga við sóttkveikjur. Það fer líka eftir líffærum. Sýkillinn velur sér ákveðið líffæri. Óg það er háð því líffæri og varnarkerfi líkamans hvernig hann losar sig við áreiti. Oft mynda vissir erfðaþættir og erfðasjúkdómar sérstakt rann- sóknakerfi, sem nefna má tilraun- ir náttúrunnar sjálfrar. Það opnar okkur svo aftur rannsóknaleiðir. Þetta er sérstaklega þekkt í sam- bandi við storkuþætti blóðsins. Þannig hefur vísindamönnum tek- ist að greina hvernig blæðing stöðvast, sbr. rannsóknir á dreyrasýki. Af þessu leiðir að viss- ir erfðaþættir tengdir heilablæð- ingum verða best rannsakaðir í ákveðnum ættum. Og það getur svo orðið til að varpa ljósi á ein- staka þætti, sem eru áunnir og þá spil þeirra og erfðaþáttanna. Þetta leiðir hugann að viðfangs- efnum vistfræðinnar (ecogenetics) og mætti þá gera allt málið flókn- ara með því að tala um fæðuefni, lyfjanotkun og ýmsar tegundir mengunar annars vegar og erfð- aupplagsins hinsvegar. Efni sem skemmir heilaæðar — Þá erum við komin að þeim rannsóknum, sem þið eruð núna að vinna að og sóttuð um styrk til. Er það til einhvers afmarkaðs þáttar? — í rannsóknaráætlun, sem gerð var í janúar 1979 vegna rann- sókna á amyloidosis í heilaæðum, var fyrsti rannsóknaáfangi sem unninn var á fáum mánuðum í sumarvinnu. Haustið 1981 var ráðinn maður, dr. Bjarni Ás- geirsson, sem hefur til þessa unnið að mestu að einangrun amyloid- efnis úr sýktum vef, en það er ein- mitt efnið sem skemmir heilaæð- ar, eins og ég nefndi áður, og veld- ur heilavefjaskemmdum í alz- heimer-sjúkdóminum eða presen- iliteti. Núna er sérstaklega unnið að því að sundurgreina aminó- sýrur í efninu, til að sýna á hvern hátt það er öðruvísi en skyld efni í líkamanum. Þessi afmarkaða rannsókn hefur orðið til þess að sýna fram á að þetta sé náskylt efni sem fyrir er í líkamanum. Talið vera hormón eða innkirtla- safi. Og framundan er það við- fangsefni að finna hver er munur- inn á þessu efni sem veldur skemmdum í heilanum og því sem eðlilega er fyrir hendi. — Getið þið fengið efnivið til þessara rannsókna hér heima? Og eru þessar rannsóknir stundaðar annars staðar en á fslandi? — Já, nokkrir einstaklingar, sem um árabil hafa verið haldnir þessum sjúkdómi, hafa lagt til rannsóknanna. En þegar rannsaka á heila, þá verður að varðveita heilann tiltölulega fljótt eftir and- lát. Erlendis eru til heilabankar. Hvað snertir sérstöðu okkar í þessum rannsóknum, þá vitum við að í Hollandi hefur verið lýst ámóta sjúkdómstilfeilum en ekki er ljóst hvort rannsóknir þeirra eru komnar á sama stig og okkar. Það er líka óupplýst hvort þarna er um sama fyrirbrigði að ræða eða sama efnið sem skemmir heilaæðarnar. — Er þetta efni utanaðkom- andi? — Það eina sem vitað er um það er að það gerir fyrst vart við sig á kynþroskaaldrinum. í langflestum tilfellum verður þess vart á aldr- inum 20—40 ára, áður en vana- legar aldursbreytingar segja til sín. Það lítur út fyrir að þetta efni, sem fundist hefur, sé skylt tauga- hormóni. Það sé úr taugainn- kirtlakerfinu. Sé arfbundin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.