Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 57 Sjúklingur f ristilspeglun. Hann liggur á hliðinni og Uetur fara vel um sig í góðri umsjá læknis og hjúkrunarkonu. og endaþarmi. Það er jafnframt talið, að ákveðinni gerð (villous adenomas) svo og ákveðinni stærð góðkynja slímhúðaræxla (adeno- matous polyps, meira en 1 cm. í þvermál) sé sérstaklega hætt við myndun illkynja æxla (illkynja breytingar í góðkynja slímhúðar- æxli geta tekið frá 5 og upp í 20 ár). Misjafnlega stór góðkynja slímhúðaræxli finnast í 2—17% þeirra, sem leitað er hjá. Þá er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að 3—6% þeirra sjúklinga, sem greinst hafa með krabbamein í ristli hafa krabbamein annars staðar í ristl- inum samtímis (synchronous). Þá hafa einnig tæp 2% sjúklinga með nýgreint krabbamein áður haft krabbamein í ristli og endaþarmi (metachronous). Finnist eitt slíkt æxli hjá sjúklingi, þarf vissulega að skoða endaþarm og allan ristil- inn vandlega, því miklar líkur (45—50%) eru á því, að eitt eða fleiri slík séu til staðar. Svonefndar krabbameinsfjöl- skyldur (cancer families), þar sem krabbamein í mörgum líffærum eins og legi, eggjastokkum, brjóst- um og ristli virðist fara saman, hafa nú verið auðkenndar. Afkom- endur krabbameinssjúklinga (í 1. ættlið), sem hafa haft ristil- krabbamein eru í þrefalt meiri hættu á að fá krabbamein í sama líffæri en sjúklingar, sem ekki hafa þennan áhættuþátt. Þeir eru venjulega yngri, auk þess, sem æxlið er gjarnan staðsett ofar í ristlinum. Það er því augljóslega mikil- vægt að bera kennsl á það fólk, sem telst til há-áhættuhópsins. Krabbameinsleit og reglulegt eft- irlit þarf að byrja fyrr meðal þessa fólks. Oft þarf einnig að beita öðrum leitaraðferðum en notaðar eru við leit hjá einstakl- ing, sem telst til meðaláhættu- hópsins." — í hverju verður krabbameins- leitin hjá Krabbameinsfélagi íslands fólgin? „Ef farið verður af stað með hópskoðun á vegum Krabbameins- félags íslands, verður hún í gróf- um dráttum tvíþætt. Annars veg- ar leit að staðbundnu krabbameini í ristli og endaþarmi. Mögulegt verði á þennan hátt að beita skurðaðgerð í von um fulla lækn- ingu á einkennalausu krabbameini í þessum líffærum. Hins vegar mun leitin beinast að góðkynja slímhúðaræxlum (adenomatous polyps). Tengsi þeirra og illkynja æxlisvaxtar eru nú augljós og með greiningu þessara sepa og brott- námi þeirra má vafalítið koma í veg fyrir myndun illkyjna æxla hjá þessum sjúklingum og forða þeim frá umfangsmiklum skurð- aðgerðum. Þessir separ yrðu' fjar- lægðir með endaþarms- eða ristil- speglunartæki. Mörg hinna góð- kynja slímhúðaræxla eru á stilki. Separnir byrja sem góðkynja æxli, en vegna áreitni verða frumu- breytingar á yfirborði þeirra — krabbamein verður til. Það kann að vaxa inn í sepann, síðan inn í stilkinn. í þessum sepum eru sog- æðabrautir og æðar. Krabbamein- ið getur vaxið inn í æðarnar og sogæðabrautirnar og breiðst frek- ar út til eitla og fjarlægari líf- færa. Langmestur hluti krabba- meins í ristli kemur frá þessum sepum, eða um 75%.“ — Hvaða rannsóknaraðferðum er beitt við rannsókn á ristli og enda- þarmi? „Fyrst skulum við nefna ein- földustu leitaraðferðina, sem er ómissandi þáttur í góðri líkams- skoðun, en það er þreifing á enda- þarmi. Hún getur leitt til grein- ingar á um 15% allra þeirra ill- kynja slímhúðaræxla, sem mynd- ast í ristli og endaþarmi. Næst ber að nefna endaþarmsspeglun (sig- moidoscopy). Rétt er að taka fram, að endaþarmsspeglun leysir ekki þreifingu á endaþarmi af hólmi. Þá vísa ég sérstaklega til grein- ingar á æxlum, sem kunna að leynast neðarlega á afturvegg endaþarmsins og í endaþarms- gangi (anal canal). Til eru tvenns konar endaþarmsspeglunartæki. Annað er stíft (rigid sigmoido- scope), en hitt er sveigjanlegt (fiberoptic sigmoidoscope). Að undanförnu hefur áhugi vaknað á því síðarnefnda. Við höfum lengst af notað það stífa hér á landi til speglunar á endaþarmi, en það er um 25 cm. langt. Um 50% góð- og illkynja æxla (adenomas og aden- ocarcinoma), er myndast í ristli og endaþarmi, finnast á fyrstu 25 sm. frá endaþarmsopi. Rannsóknir hafa þó sýnt, að tækið nær ekki að skoða að meðaltali ofar 16 sm. frá endaþarmsopi. Því er hætt við, að æxli (á bilinu 16—25 sm. frá enda- þarmsopi) greinist ekki með þess- ari aðferð. Hliðarverkanir af endaþarms- speglun eru fáar. Aðeins 0,002—0.007% sjúklinga verða fyrir rofi í þarmavegg. Hins vegar er rannsóknin stundum óþægileg fyrir sjúklinginn og reynist því gjarnan erfitt að fá hann í endur- teknar speglanir, sem rýrir nota- gildi rannsóknaraðferðarinnar." — Hefur sveigjanlegt speglunar- tæki marga kosti umfram hið stífa? „Sé notkun sveigjanlegs enda- þarmsspeglunartækis borin sam- an við notkun stífa tækisins, virð- ist hið fyrra hafa mikla yfirburði. Margir hafa gengið svo langt að telja stífa speglunartækið óáreið- anlegt við leit að einkennalausum æxlum í endaþarmi og neðsta hluta ristils. Gallinn er þó sá, að speglunin er helmingi tímafrek- ari, um 10 mínútur í stað 5 með hinu stífa. Til eru tvenns konar sveigjanleg speglunartæki. Annað er um 60 sm. langt og krefst sérþjálfunar. Aukaverkanir eru svipaðar og þær, sem fylgja stífa tækinu. Það er talið, að mögulegt sé að skoða allt að 50 sm. af vinstri hluta rist- ils, þar sem finna má um 85% góð- og illkynja æxla. Hitt sveigjanlega tækið er um 30 sm. langt og hefur þá kosti, að auðvelt er að skoða upp í ristilinn að 30 sm. frá enda- þarmsopi. Það hefur sömu kosti og hið lengra. Rannsóknin með þessu tæki er næsta óþæginda- og hættulaus fyrir sjúklinginn, sem er einn af stærstu kostunum. Þá gefur það einnig meiri möguleika þar sem notkun þess krefst ekki mikillar sérþjálfunar. Búast má við, að í náinni framtíð verði ein- göngu þessi tæki notuð til skoðun- ar endaþarms og neðsta hluta ristilsins." — En hvernig er ristillinn sjálfur skoðaður? „Við getum speglað hann eins og endaþarm, eða tekið ristilmyndir. Aðallega er um tvær útgáfur rist- ilmyndatöku að ræða. í fyrsta lagi er hin sígilda baríum-rannsókn (single contrast). Um áreiðanleika þessarar gerðar myndatöku hafa staðið nokkrar deilur. í öðru lagi er loft-ristilmynd (air contrast, double contrast). Flestir eru sam- mála um það, að hún sé nákvæm- ari í greiningu smærri æxla í ristli. Sýnt hefur verið, að með loft-ristilmynd sé unnt að greina um 90% góðkynja slímhúðaræxla (rangar, jákvæðar niðurstöður um 3,5%). Það hefur verið deilt um það, hvor aðferðin við ristil- myndatöku sé nákvæmari við krabbameinsleit hjá einkenna- lausum sjúklingum. Menn eru þó sammála um ágæti myndatöku við krabbameinsleit hjá sjúklingum með jákvætt saurpróf fyrir blóði." „Með ristilspeglunartæki er í 85—90% tilfella unnt að skoða all- an ristilinn. Það er hægt að taka sýni eins og með endaþarmsspegl- unartæki. í gegnum tækið má þræða snöru og fjarlægja á þann hátt slímhúðaræxli, sem ég ræddi um áðan, hvort heldur þau eru á stilk eða ekki. Ef greining og brottnám góðkynja slímhúðar- æxla er möguleg, getur slík aðgerð gjörbreytt horfum sjúklings. Þeg- ar ekki er unnt að útiloka æxli með ristilmynd, er ristilspeglun þýðingarmikil. Hún er þó dýr, tímafrek og krefst góðrar þjálfun- ar auk þess sem undirbúningur sjúklings er viðamikill. Þess vegna hefur hún ekki verið talin til þess fallin að hún sé notuð sem fyrsta rannsókn í hópleit. Rangar, nei- kvæðar niðurstöður ristilspeglun- ar eru fáar (5—8%). Sennilega fæst bestur árangur í vafatilfell- um með beitingu bæði ristilspegl- unar og ristilmyndatöku. Sé það gert, eru litlar líkur taldar á því, að minnstu æxli finnist ekki. Hlið- arverkanir eru fáar. Við fyrstu 2000 ristilspeglanir á Cleveland Clinic í Ohio-ríki í Bandaríkjunum SJÁ NÆSTU SÍÐU KRABBAMEIN í MELTINGARFÆRUM HUNDRAÐSHLUTFALL ÞEIRRA SFM LIFÐU í FIMM ÁR OG VORU GREINDIR 1970-74 Karlcir Konur Endaþarmur .. 25% 38% Ristill 32% 29% Magi 12% 11% Vélinda 8% 0% Briskirtill . . •. 0% 2% Lifur 0% 0% Upplýsingar úr Krabbameinsskránni Staölaö nýgengí miöaö viö 100.000 -60 -65 -70 -75 -80 Hemoccult-prófið. Sjúklingur setur saursýni í reiti spjaldanna, lokar þeim og sendir í rannsókn. Dauðsföll vegna krabbameins í ristli og endaþarmi Ristill karlar konur Endaþarmur karlar konur 1976 16 12 2 6 1977 9 12 7 6 1978 15 15 0 3 1979 7 14 9 3 1980 13 16 4 7 o 00 I co 60 + 69 ~129 22 + 25 = 47 Útbreiöslustig A Æxli viö vegg garnarinnar B Æxli vaxiö gegnum garnarvegginn C : Æxli hefur borist til nærliggjandi eitla D Æxli hefur borist til fjarlægra líffæra Leit að krabbameini í ristli og endaþarmi Forrannsókn (Pilot study)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.