Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 71 ÁFÖRNUM VEGI j/m V Á ströndinni . Meðan fréttir birtast um að þetta sumar sé svo fádæma kalt að leita þurfí aftur um heila öld til að finna annað eins, láta þessir krakkar sér ekki mikið muna um að skella sér í sjóbað og sólbað við íslandsstrendur. Blaðamennskan á vel við mig Þessi ögn er í eigu þeirra Brynleifs Tobíassonar, Úthlíð og Alberts Baldurssonar, Páfastöðum og sýndu þeir hana á flugdeginum á Sauðárkróki sem haldin var ekki alls fyrir löngu. Brynleifur segir þessa vél kallaða Girokofti og vera algengt fyrirbæri í Bandaríkjunum, en frekar sjald- séð hér. Ögn er að mestu leyti inn- flutt, og var það Albert sem stóð fyrir því. Brynleifur kom svo inn í kaupin og í sjö ár hafa þeir verið að prófa sig áfram með að fljúga ögninni en að sögn Brynleifs er það þó nokkur kúnst. — rætt við Jón Óskar 15 ára blaðaútgefanda BÓLA heitir nýútkomið blað með efni fyrir alla, skrifað af unglingum. Jón Óskar Magnússon heitir útgef- andi þess og ritstjóri, hann er 15 ára og hefur lagt stund á blaðaútgáfu í fjölda ára. „Ég datt niður á þetta eftir að hafa komið víða við,“ sagði Jón Óskar. „Blaðamennskan á vel við mig, en það hefur alltaf verið mitt uppáhald að vasast í skipulagn- ingu. Bóla er gefin út í 2.000 — 2.500 eintökum og er dreift um allt land. Það liggur mikill metnaður í út- gáfu þess og ef vel gengur stefnum við að því að gera það enn veg- legra og vandaðra. Bóla á sér langa þróun að baki, fyrsta blaðið sem ég gaf út var ljósritað i fimm- tán eintökum, ég hef líklega verið tíu ára þá. Strax í næstu útgáfu var eintakafjöldinn orðinn fimm- tíu blöð og ég fikraði mig áfram i gegnum blekfjölritun og skóla- prentara uns ég gaf út offsett- prentað blað í fimmhundruð ein- tökum. Nú hefur þetta þróast þannig að við erum komnir með prentað blað með lit og dreifing þess er komin út fyrir skólann. Þetta er að sjálfsögðu mjög dýrt og við hefðum aldrei getað þetta án lánstrausts í prentsmiðjunni og filmuvinnunni, auk ómetan- legrar ráðgjafar Sigurðar Blöndal (gaf út unglingablaðið 16) og hjálpar hans við dreifingu. Nú er bara að bíða og sjá hverng til tekst og þá getum við hafist handa við vinnslu næsta blaðs." Jón Óskar Magnússon W 'mkf m. *■ M t w wp® ** 1 mjf -F % V\J Glatt á hjalla hjá starfsfólki Útsýnar eftir ad ferðamannaskatturinn var afnuminn. f tilefni dagsins sendu þau líka blómakörfu í ráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.