Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 Erabbameinsleit í neðsta hluta meltingarfæra Samtal við Ásgeir Theodórs lækni Krabbameinsfélag íslands hefur nú um aldarfjórðungs skeið rekið leitarstöð til greiningar á krabbameini á byrjun- arstigi. í upphafi var gerð tilraun með almenna læknisskoð- un, þar sem einnig var gerð leghálsskoðun, tekið blóð til rannsóknar, hægðir rannsakaðar fyrir blóði og gert einfalt sýrupróf. Þessi rannsókn var var skoðað fólk á öllum aldri þótti árangur ekki nægilega þessari starfsemi var hætt. Um skeið var rekin leitarstöð, þar sem gerð var endaþarmsspegl- un á þeim, sem þess óskuðu, eða sem læknar sendu í slíka skoðun. Einnig var gerð tilraun með leit að krabbameini í maga. Aðalstarf leitarstöðvanna hefur verið leit að krabbameini í leg- hálsi og í sambandi við þá leitar- starfsemi var bætt við leit að krabbameini í brjóstum. Þessi krabbameinsleit hefur gefið góða raun og hefur stjórn Krabba- meinsfélags íslands fyrirætlanir um að auka enn starf við leit að leghálskrabbameini og brjóst- krabbameini. Á næsta ári hyggst Krabba- meinsfélag íslands hefja forrann- sókn meðal 5—7500 karlmanna og leita að krabbameini (illkynja æxlum) í ristli og endaþarmi. Niðurstöður forrannsóknarinnar munu síðan ráða úrslitum um það, hvort farið verður út í almenna krabbameinsleit í þessum líffær- um. Blaðamaður Morgunblaðsins rabbaði við Ásgeir Theodórs melt- ingarsérfræðing um fyrirhugaða forrannsókn Krabbameinsfélags- ins. Ásgeir starfar á Borgarspítal- anum í Reykjavík og St. Jósefs- spítalanum í Hafnarfirði. Hann hefur aflað sér sérþekkingar á greiningu og meðferð illkynja æxla í meltingarvegi, bæði á Cleveland Clinic Foundation og Memorial Sloan Kettering Cancer Center í Bandaríkjunum. Hitt- umst við Ásgeir nokkrum sinnum í húsi Krabbameinsfélags íslands í Suðurgötu og tókst að lokum að koma saman viðtali í Morgun- blaðshúsinu, eftir að Ásgeiri hafði tekist að smeygja sér þangað í leiðinni frá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði til Borgarspítalans. Ekki fór hjá því, að mér fyndist álagið á lækninn keyra úr hófi fram og hugsaði með mér, að það væri eins gott að heilbrigðisstéttin væri heilsuhraust til þess að anna því starfi, sem henni er falið. „Krabbameinsfélag íslands skipaði nefnd til þess að kanna leit að öðru krabbameini en verið er að leita að nú og skipuðu hana, auk mín, Ólafur Örn Arnarson og Tómas Á. Jónasson," sagði Ásgeir Theodórs, er ég spurði hann um undirbúning forrannsóknar í meltingarfærum karla á næsta ári. „Við litum á nokkur krabba- mein, sem að tíðni til hafa gefið til kynna nauðsyn til leitar. Urðum við nefndarmenn sammála eftir ítarlega athugun, að beina ætti at- hyglinni að leit í ristli og enda- þarmi. Við töldum rétt að gera ætti forrannsókn, áður en endan- leg ákvörðun um viðtækari krabbameinsleit yrði tekin og ger- um við okkur vonir um, að hægt verði að byrja eftir ár eða svo. Undirbúningsvinnu er enn ekki lokið að fullu. Væntanlega verður gert ráð fyrir húsnæði undir þessa forrannsókn í hinu nýja húsi Krabbameinsfélagsins við Reykja- nesbraut. Byggingu þess er enn ekki lokið að fullu." — En hvers vegna leit í ristli og endaþarmi? „í fyrsta lagi virðist krabba- opin öllum, er þess óskuðu og , Við uppgjör eftir 15 ára starf góöur, miöað við kostnað og meinsleit í ristli og endaþarmi uppfylla flest þau skilyrði, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur fyrir slíkri leit. I öðru lagi þekkj- um við forstig krabbameins í þess- um líffærum, sem eru hin góð- kynja slímhúðaræxli. Við höfum allar þær rannsóknaraðferðir, sem þarf til greiningar krabbameins í ristli og endaþarmi. Þá er hér um að ræða fjórða algengasta krabba- meinið í konum og körlum, en rúm 60 æxli eru að jafnaði greind hér- lendis á ári hverju og eru þau um 10% af öllu greindu krabbameini á íslandi. Á fimm árum, 1976— 1980, létust 176 tslendingar úr krabbameini í ristli og endaþarmi, eða um 35 að meðaltali á ári, sem er svipaður fjöldi og deyr í um- ferðarslysum. Heildarfjöldi dauðsfalla á þessu tímabili var 7219, þ.e. þessi tvö krabbamein voru dauðaorsök 2,4% þeirra sem létust eða fertugasta hvers þess, sem lést á tímabilinu. í fimmta lagi eru horfur sjúklinga með ill- kynjað æxli í meltingarvegi yfir- leitt slæmar. Þegar sjúkdómurinn greinist, hafa þessi æxli gjarnan náð að breiðast út, þ.e. skurðað- gerðir einar sér eru ófullnægjandi. Hefur þetta leitt til flókinna og umfangsmikilla meðferða, þar sem skurðaðgerð, lyfja og/eða geislameðferð er beitt saman. Þrátt fyrir markvissar framfarir innan þeirra greina læknisfræð- innar, sem mest mæðir á í með- ferð á krabbameini í ristli og endaþarmi, hefur lítill árangur náðst og dánartíðni (mortality) verið næsta óbreytt síðustu 20 ár- in. Það er og áhyggjuefni, að ný- gengi (incidence) sjúkdómsins fer vaxandi meðal þjóða hins vest- ræna heims. Það er talið, að þegar sjúkdóm- urinn greinist, hafi nær 60% sjúklinga ífarandi æxlisvöxt í nærliggjandi vefi, meinvörp í eitl- um eða fjarlægari líffærum (lifur, lungum eða beinum). Útbreiðsla sjúkdómsins hefur megináhrif á horfur sjúklinganna. Aðeins 42% þeirra eru á lífi eftir 5 ár, ef með eru talin öll hin fjögur útbreiðslu- stig (A, B, C og D).“ — Hver eru hin fjögur útbreiðslu- stig? „Ef æxli er eingöngu bundið við slímhúð og innri lög garnaveggjar (útbreiðslustig A), lifa um 95% sjúklinga í 5 ár. Vaxi æxlið í gegn- um garnavegginn (útbreiðslustig B), lifa um 80% sjúklinga í 5 ár. Ef æxlisvöxturinn er ífarandi í nærliggjandi vefi eða eitla (út- breiðslustig C), lifa um 50% sjúkl- inga í 5 ár. Nái æxlið til fjarlægari líffæra (útbreiðslustig D) er líf- tími sjúklinga enn styttri (um 10% sjúklinga lifa í 5 ár). Lífshorfur sjúklinga með krabbamein í ristli eða endaþarmi eru því háðar því, hvort sjúkdóm- urinn er staðbundinn eða út- breiddur, þegar hann greinist. Vænlegasta leiðin til að hafa áhrif á horfur þessara sjúklinga er að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi eða forstigi hans. Forstig hans eru velþekkt eins og forstig legháls- krabbameins. Nokkrar stórar Ásgeir Theodórs meltingarsérfræðingur. Myndin er tekin í speglunarher- bergi Borgarspítalans. MorpinbiaAi4/ Emiiía. rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar og nú bendir ýmislegt til þess, að hópskoðanir í leit að krabbameini í ristli og endaþarmi séu vænlegar til árangurs, þó svo að nægur tími hafi enn ekki liðið til að hægt sé að meta að fullu árangur þeirra. Enn er erlendum rannsóknum ólokið, en þær munu varpa enn frekara ljósi á árangur leitar að þessum krabbameinum." — Eru orsakir sjúkdómsins þekktar? „Orsakir krabbameins í ristli hafa verið tengdar ákveðnum um- hverfisþáttum. Margt þykir benda til þess, að ákveðnar fæðutegund- ir, s.s. kjötmeti, dýrafita og sykur, og lítil neysla annarra, s.s. trefja- ríkrar fæðu, geti leitt til aukinnar tíðni þessa krabbameins. Hvort orsök krabbameins í endaþarmi er að öllu leyti sú sama, er enn ágreiningsefni. Það er talið, að aukin trefjaefni (fiber) í fæðu fyrirbyggi ýmsa sjúkdóma í ristli og neysla ákveðinna trefjaefna hefur verið tengd lækkaðri tíðni ristilkrabbameins. Vísindamenn á alþjóðlegri ráðstefnu, sem nýlega var haldin í Boston um fyrirbyggj- andi aðgerðir og greiningu krabbameins í ristli og enda- þarmi, töldu, að nú lægju nægar upplýsingar fyrir til þess að unnt væri að gefa almennar leiðbein- ingar eða ráðleggingar varðandi fæðuval." — Hvenær og hvaða fólki er hættast við að fá krabbamein í ristil og endaþarm? „Fólki er skipt niður eftir áhættuþáttum í tvo megin hópa. Annars vegar er sá hópur, sem nefna mætti meðaláhættuhóp (standard risk, average risk). Til hans telst þáð fólk, sem komið er yfir fertugt, en hefur ekki neina augljósa áhættuþætti. Hins vegar er sá hópur, þar sem fólk hefur þekkta áhættuþætti — hinn svo- kallaði há-áhættuhópur. Til þessa hóps teljast þeir einstaklingar, sem hafa bólgusjúkdóma í ristli (sérstaklega colitis ulcerosa), ein- staklingar með fyrri sögu um krabbamein eða góðkynja slím- húðaræxli (adenomatous polyps) í ristli svo og þær konur, sem hafa krabbamein í legi, eggjastokkum og brjósti. Til þessa hóps teljast einnig þeir einstaklingar, sem eiga ættir að rekja til fólks, sem þjáðst hefur af krabbameini (inherited colon cancer syndrome), en þeim má einnig skipta í tvo hópa: ann- ars vegar þá, sem hafa góðkynja slímhúðaræxli (familial polyposis, Gardner’s syndrome, Turcot’s syndrome, Peutz-Jegher’s syndr- ome eða juvenile polyposis) og hins vegar þá, sem ekki hafa slík æxli (site specific colon cancer, gastrocolonic cancer, adenocarcin- omarosis og Muir syndrome).“ — í hve mikilli hættu eru ein- staklingar í há-áhættuhópnum? „Það er vel kunnugt, að aukin hætta er á myndun krabbameins í bólgusjúkdómum í ristli og því er nauðsynlegt að fylgja þessum ein- staklingum vel eftir, hafi þeir haft sjúkdóminn í ákveðinn árafjölda. Hættan á krabbameini er allt að þrítugföld í bólgusjúkdómnum colitis ulcerosa. Þá er augljóst, að góðkynja slímhúðaræxli (adenom- atous polyps: tubular-, tubulovil- lous- og villous adenomas) geti verið forstig krabbameins í ristli „Á síðustu áratugum hafa læknar og ráðamenn heilbrigð- ismála lagt vaxandi áherslu á mikilvægi forvarna (fyrirbyggj- andi aðgerða gegn sjúkdómum - primary prevention). Jafnframt hefur verið til umræðu fjölda- rannsóknir eða sjúkdómaleit í þeim tilgangi að finna sjúkdóma á því stigi sem gefi mðguleika á meðferð með bættum árangri. Um þetta hafa fjallað heilbrigð- isstjórnir ýmissa landa en fram- kvæmdir víðast verið takmark- aðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur sett fram leiðbeiningar um slíka starfs- emi, t.d. í riti sem gefið var út í Genf 1968: Principles and Pract- ice of Screening for Disease, eft- ir Wilson og Jungner, og Screen- ing Activities in the European Region, WHO 1975. Alþjóðakrabbameinsfélagið (IUCC) hefur einnig fjaliað um fjöldaleit að krabbameini og má til dæmis benda á ýtarlegar leiðbeiningar í bók sem gefin var út um sérfræðigafund í Toronto 1978, þar sem fjallað var um þessi mál. Svipaðar leiðbeiningar má finna í greinum eftir David Eddy. í nýlegu hefti af tímarit- inu World Health, sem gefið er út af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, setur hann fram 9 atriði sem huga þarf vandlega að, áður en hafin er leitarstarf- semi. Þessi atriði fara hér á eftir í lauslegri þýðingu: (1) Gerð sé úttekt á líkamleg- um árangri, áhættu og kostnaði við leitarstarfsemi hjá þeim hópi einstaklinga, sem valinn hefur verið. (2) Starfsemin sé skipulögð sem hluti af heildaráætlun um heilbrigðisþjónustu. (3) Leitarstarfsemi verði takmörkuð við eftirfarandi kringumstæður: — Sjúkdómurinn sem leitað er að, hefur í för með sér veruleg sjúkdómseinkenni og dauðsföll. — Sjúkdómsgangurinn er vel þekktur. — Til er rannsóknaraðferð, sem gerir mögulegt að greina sjúkdóminn áður en einkenni segja til sín. — Möguleiki er á meðferð sem gefur góðan árangur. — Sannað er, að greining á byrjunarstigi og viðeigandi með- ferð dregur úr sjúkdómsein- kennum og dánartíðni. — Væntanlegur ávinningur af greiningu á frumstigi er meiri en áhætta og kostnaður. (4) Leitarstarfseminni sé beint sérstaklega að þeim ein- staklingum sem eru líklegastir til að hafa af henni ávinning. Val einstaklinga getur verið byggt á aldri, kyni, sjúkrasögu, starfi, fjölskyldusögu, kynþætti eða öðrum þáttum. (5) Skylt er að upplýsa þátt- takendur um áhættur og vænt- anlegan ávinning af leitinni. Með áhættum telst bæði mögu- legir fylgikvillar rannsóknarinn- ar og möguleiki á röngum niður- stöðum, jákvæðum eða neikvæð- um. (6) Skipulag rannsóknarinnar þarf að tryggja gæði starfsins. (7) Starfið þarf að skipuleggja svo að kostnaður verði sem minnstur. (8) Aðstaða sé fyrir hendi, sem tryggi að greining og með- ferð einstaklinga verði í sam- ræmi við niðurstöður rannsókn- arinnar. (9) Nákvæmt eftirlit sé með gæðum og árangri starfsáætlun- arinnar." Úr skýrslu Krabbameinsfélags íslands um fyrirhugaða for- rannsókn á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.