Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Daglegt líf í Skálholti Okkur datt í hug að færa ykkur fréttir af mannlífi í Skálholti í sumar. Því hittumst við þar á sunnudegi fyrir þremur vikum. Liðið var á daginn, tvær rútur stóðu í hlaði, ferðamenn skoðuðu kirkju og inni í borðstofu skólans sátu nokkrir gestir og drukku síð- degiskaffi. Séra Gylfi Jónsson, Skálholtsrektor, og kona hans, Þorgerður Sigurðardóttir, sem reka hótel staðarins, voru í sumar- fríi. Við gerum okkur heimakomin í eldhúsi en þar er Yrsa Þórðar- dóttir, sem er kckkur á staðnum, og Björk Óttarsdóttir, sem bæði vinnur í eldhúsi og annast gesta- herbergin. Hvað er í matinn? spurðum við, og heyrðum að það myndu verða smjörsteikt smálúðuflök í rjómasósu. Meðan Yrsa saxar lauk og Björk þvær grænmeti spyrjum við þær um sumarstarf- ið. — Hér er hægt að fá gistingu í herbergjum og líka svefnpoka- pláss, morgunmat, mat um há- degið og kvöldmat, en þá er bezt að hringja fyrst og panta. Svo er hér kaffi á borðum allan daginn. Á laugardögum og mánudögum koma hingað rútur með gesti í hádegismatinn. — Svo eru námskeiðin, segir Yrsa. Hér hafa verið þrjú nám- skeið síðan ég byrjaði í maí. Delta Kappa Gamma, félag kvenna í fræðslustörfum, hélt hér helgarráðstefnu, Jónas Ingi- mundarson hafði helgarvist með söngfólki og nú er nýfarið lýð- haskólafólk frá Svíþjóð. Skál- holtshátíðin verður og svo verða sumartónleikar. Helga Ingólfs- dóttir verður hérna hjá okkur og Manuela Wiesler seinna. — Svo verða námskeið sem eru haldin hvert ár, bætir Björk við og dregur fram möppu með dagskránni. í ágúst verður organista- og kóranámskeið og í september verður æskulýðsnám- skeið, fermingarnámskeið og fleira. Þeim kemur saman um að hér sé afbragðsgott að halda nám- skeið, aðstaðan til tónlistar- iðkunar frábær og skólinn og sumarbúðirnar góðar til sam- veru. Við fáum ekki skilið að starfsfólkið sé ekki fleira við öll þessi störf, en þær segja að Kristín ísfeld, sem hefur yfir- umsjón með herbergjunum, sé í fríi í dag. Svo er fengin hjálp á þeim dögum, sem mest er þörfin, og nú kemur Bryndís Róberts- dóttir, sem var að vinna niðri. Smálúðan kraumar á hlemmi- stórri pönnunni og baðar sig í rækjum og sveppum. Fleira vinnufólk staðarins kemur inn frá útivinnu og nokkrir gestir koma aðvífandi. Við setjumst öll við langborð og það er glatt á hjalla. Þegar við komum að kaff- inu og eplakökunni sjáum við að fólk er farið að ganga í kirkju. Klukkan er hálfníu og tóna- stundin fyrir messu að hefjast. Við göngum yfir hlaðið í kvöld- sólinni. Björk, Bryndís og Yrsa. Við lékum á flautu 10. sunnudagur eftir trinitatis Matt. 11.16—24 Við hvað á ég að Ifkja þessari kynslóð? Líker hún börnum, sem á torgum sitja og kallast á: „Vér lékum fyrir yður á flautu og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð, og ekki vilduð þér syrgja.“ Þegar ég les þessi orð koma mér í hug þær umræður, sem ég heyri oft og tek þátt í um kirkjusókn. Fólk, sem nær aldrei sækir kirkju, ber því við, að þar sé allt svo leiðinlegt. Frá mínum bæjardyrum séð er hins vegar margt um að vera og ýmislegt boðið fram, hefðbundnar messur, léttir söngvar, bænamessur, samtals- stundir, tónleikar, kvöldsöngvar. Sum okkar sinna því engu þótt fjölbreytnin sé aukin og halda áfram að kvarta eða vera afskipta- laus. Samt gengur kirkjunni kannski betur en mörgum öðrum félögum að laða að sér fólk núna þegar erfiðara er að safna fólki en oft áður. Hugleiðum í dag að kirkjan kallar til okkar og það er ekki síður undir okkur komið en öðrum hvernig samfélagið verður í því félagi. Biblíulestur vikuna 7.—13. ágúst Sunnudagur 7. ágúst: 5. Mós. 6.1—9: Samveran heima Mánudagur 8. ágúst: I Konungabók 8.54—61: Úr musterisbæn Salómons Þriðjudagur 9. ágúst: 84. Davíðssálmur: Bústaðir Drottins Miðvikudagur 10. ágúst: Sakaría 8.1—8: Kærleiki til barna og aldinna í samfélagi Guðs Fimmtudagur 11. ágúst: Jóh. 5.35—45: Einn býður öðrum til Jesú Föstudagur 12. ágúst: Post. 2.43—47: Samfélag trúaðra Laugardagur 13. ágúst: Post. 12.12: Guðsþjónusta í heimahúsi. Sr. Guðmundur Óli og frú Anna Tónastund og messa Þetta er staður, sem Guð hefur helgað sér GLÚMUR Gylfason organisti Skálholtskirkju annast tónastund- irnar, sem haldnar eru stundum fyrir guðsþjónustur í kirkjunni svo sem við höfum áður greint frá hér á síðunni. Kirkjufólk er komið að langan veg og úr sveitinni, starfs- fólk staðarins er komið, Svein- björn Finnsson ráðsmaður, Björn Erlendsson bóndi í Skálholti og meðhjálpari kirkjunnar, Marta Halldórsdóttir kirkjuvörður og Haukur ísfeld með syni sína þrjá og Marteinn frá Svíþjóð. Marta kirkjuvörður syngur „Máríá, mild og há“ og með Hildigunni systur sinni syngur hún „Eigi stjörnum ofar“. Lítil stúlka, Kristín Glúmsdóttir, leikur á blokkflautu við undir- leik föður síns. Hátíðarstemmn- ing breiðir sig yfir kirkjubekki, kvöldsólin varpar litadýrð úr marglitum kirkjugluggunum á veggina. Kertin loga á altarinu undir stórri Kristsmyndinni í kórnum. Guðsþjónustan hefst klukkan níu. Staðarprestur, séra Guð- mundur Óli Ólafsson, þjónar fyrir altari en séra Eiríkur J. Eiríksson prédikar. Guðmundur bóndi Gíslason á Torfastöðum syngur „Faðir vor“ og kirkju- fólki er boðið til altaris. Eftir altarisgöngu er sungið „Te De- um“, en það eru bara þau beztu, sem geta tekið þátt í því. Kirkju- söngur hefur annars allur verið Kristín Glúmsdóttir undir okkur á kirkjubekkjum kominn og við finnum sem oft fyrr að það er gott að taka þátt í söngnum. Eftir hina hátíðlegu messu í Skálholtskirkju, göngum við útí sumarnóttina — aðeins farið að lygna — og í átt að prestsbústaðn- um, þar sem okkur er boðið í kaffi. Frú Anna Magnúsdóttir eiginkona sr. Guðmundar Óla Ólafssonar býður okkur í bæinn. Við tökum sr. Guðmund Óla tali og spyrjum hann um það hvernig helgihaldi hér í Skálholti sé háttað. Sr. Guðmundur Óli: Sú var tíð- in, að hér var daglegt helgihald, þá voru hér guðfræðinemar og fleira fólk. Dr. Sigurbjörn Ein- arsson stóð fyrir því. Þá var staðurinn ríkari að rekstrarfé. Það var hægt að hafa fólk hér í vinnu. Rekstur sumarbúðanna hófst hér 1965 og var hér mikil uppbygging. Það var hér mikið af fólki á vegum Þjóðkirkjunnar, sem vann af hugsjón. Rauði krossinn var þá með barnaheimili í Laugarási og komu börnin hingað á sunnudög- um í messu. En nú koma fáir. Allt frá vígslu kirkjunnar fyrir 20 árum og þar til í fyrra var messað kl. 5 á sunnudögum, en kl. 2 við sérstök tækifæri. í fyrra fórum við síðan að reyna kvöld- messur kl. 9. Hverjar eru þínar hug- myndir um leiðir til upp- byggingar hér á staðnum? Sr. Guðmundur Óli: Við vígslu kirkjunnar lét kirkjuráð frá sér 10 liða óskir eða hugsjónir um staðinn. Framkvæmd á þessum liðum virðist vera í órafjarska — því miður. En ég trúi, að Drott- inn hafi sjálfur einhverja hug- sjón og að hann muni leiða í ljós hvað hann ætli með þennan stað. Ég vil setja markið hátt. Ég á þátt í þeim umbreytingum sem eiga sér stað núna í búðunum. Ég vil að hér verði aðstaða fyrir presta og kirkjufólk til að vera hér á þessum stað og vinna að eigin uppbyggingu og rannsókn- um. Ég lifi ekki nema brot af þvi, sem hér á eftir að verða. Ég vona að hér verði meira en skóli og bókasafn. Þjóðkirkjan á þetta og við eigum margt ógert. Þetta er staður, sem Guð hefur helgað sér. Með þessi orð í huga göngum við á ný út í nóttina — mánann ber við kirkjuturninn — við sannfærumst um sannleiksgildi orðanna. Sumarbúðir Eftir messuna í Skálholti hitt- um við í kirkjunni sr. Friðrik Hjartar sóknarprest í Búðardal, og við spyrjum hann á hvaða ferðalagi hann sé. Sr. Friðrik: Ég er hér í gömlu sumarbúðunum, sem áð- ur voru fyrir börn á vegum Þjóðkirkjunnar. Nú eru þær leigðar út til hvíldar kirkju- fólki sem sumarhús. Hvað er gert hér? Sr. Friðrik: Ekkert, nema það sem hver og einn vill gera. Ég er hér með fjölskyldu minni til hvíldar. Þetta er hugsað fyrir sóknarnefndir, presta, organista og annað kirkjufólk. Þetta er fyrsta sumarið, sem búðirnar eru notaðar á þenann hátt og er þetta tilraun til að nýta þær, en þær voru ekki í notkun. Hvað dveljist þið lengi hérna? Sr. Friðrik: Við verðum hérna í viku. Það er góð að- staða til eldunar, stór stofa og tvö svefnherbergi, svo það er nóg rúm fyrir 6—8 manns í hverju húsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.