Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 51 Ólafur Jensson á rannsóknastofunni í Blóóbankanum. lífefnagerð. Við höfum í 2—3 ár unnið að því að gera ítarlegt yfir- lit yfir þennan sjúkdóm, bundið við þá sem hafa dáið úr heilablóð- falli. Yfirlitsrannsóknin segir ekki endilega alla söguna, en gefur vissar upplýsingar um hvernig þessi sjúkdómur hagar sér. Ef litið er til fyrri ára, liggur ljóst fyrir að ekki var auðvelt að greina sjúk- dóminn, auk þess sem menn létust iðulega er þeir fengu áfallið af því að þeir voru í erfiðu starfi og langt frá sjúkrahúsum. Meðan aðrir sjúkdómar, eins og t.d. berklar, felldu svo marga unga, þá kom líka síður til að banameinið yrði heilablóðfall. Það verður því ekki fyrr en nú með síðustu ættliðum að fáanlegar eru haldgóðar upp- lýsingar. Að finna og grípa inn í — Hvernig geta þessar rann- sóknir leitt til raunhæfra að- gerða? — Markmiðið er vitanlega að hafa áhrif á gang mála hjá þeim, sem hafa þessi efni. Á svipaðan hátt og t.d. hefur verið gert á und- anförnum árum þegar um er að ræða kolesterol í blóðinu. Þar sem um arfbundinn kvilla væri að ræða, þá að geta greint hann sem fyrst. Helst á fósturstiginu, til að geta gripið þar inn í. Það er markmiðið með rannsóknum á öll- um alvarlegum erfðagöllum núna. Bera verður kennsl á efnið, sem tjóninu veldur mjög snemma, til að geta haft áhrif á skemmdirnar. Endanlega keppikeflið er að geta haft áhrif á myndun þessa efnis. — Þekkjast í öðrum löndum hliðstæðar aðgerðir gegn erfða- sjúkdómum, sem reynt er að tak- ast á við? — Það er til taugasjúkdómur í Portúgal, sem breiðst hefur til S-Ameríkulanda, þar sem erfðir koma við sögu. í því tilfelli er um að ræða gallað eggjahvítuefni. Portúgalskir vísindamenn eru, að gera tilraunir til að draga úr ein- kennunum. — Nú ert þú síðan í fyrra kom- inn í samvinnu við bandaríska vís- indamenn um þessar rannsóknir. Er auðveldara að afla gagna hér í fámenninu á fslandi? Eða er þetta kannski öfugt, enn erfiðara? — Þegar um er að ræða arf- genga sjúkdóma, sem hægt er að athuga í þrjá ættliði og þegar fólk hefur flutt saman í þéttbýli í svo ríkum mæli, þá er hagur að því. Aftur á móti verður að fara afar varlega með upplýsingar í fá- mennu landi, þar sem allir þekkja alla. Það er veigamikið atriði. Engu að síður er nauðsynlegt að manna sig upp í upplýsingaleit og rannsóknir og takast á við það sem upp kemur. Þekking sem grundvaílast á haldgóðum rann- sóknum, er eini möguleikinn til að geta brugðist við sjúkdómum með réttum hætti. Hvað rannsókna- aðstöðu snertir, þá er á síðustu ár- um orðið mun auðveldara að hafa samstarf við erlenda vísindamenn héðan. í þessum rannsóknum okkar, sem við erum nú að tala um, er ómetanlegt að hafa komist í samband við þessa bandarísku vísindamenn í Medical Center í Yew York University, sem hafa svo langa reynslu og mikla getu. Það gerir þeim fært að fram- kvæma á þremur mánuðum rann- sóknaverkefni, sem maður væri hér að dútla við árum saman í aukavinnu og sér ekki fyrir end- ann á. Bandaríkjamennirnir fengu strax mikinn áhuga á þessu við- fangsefni og þess er orðið vart að í gegn um þá hefur áhugi annarra rannsóknastofnana vaknað á því sem við erum að gera. Ég reikna með að greinin um rannsóknirnar í Journal of Experimental Medicin eigi eftir að setja þessar rann- sóknir okkar í alþjóðlegra sam- hengi. Það er satt að segja ákaf- lega uppörvandi fyrir mann, eftir að silast hefur hægt í áravís, að tengjast slíku fólki og vinna með því. Maður sér þá fram á árangur og það er eins og vítamínsprauta. - E.Pá. AUÐUNN VESTFIRSKI hefði örugglega ekki farið að arka suður til Rómar ef Flugleiðir hefðu verið byrjaðir með bílaleigupakkana til Evrópu! Þegar Auðunn vestfirski hafði fært Danakonungi bjarndýrið eins og frægt varð um árið, lagði hann upp í labbið mikla suður til Rómar til þess að fá aflausn synda sinna hjá páfanum. Páfinn situr að vísu enn í Róm en nú er orðið minniháttar mál að komast þangað. Flug og bílferðir Flugleiða til borga Evrópu eru sennilega ódýrasti ferðamátinn í dag. Borg Verð kr. Afsl. f. börn 2-11 ára Brottfarard. París 12.312 - 4.900,- Laugardagur Kaupmannahöfn 12.958,- 5.100,- Þriðjudagur Stokkhólmur 14.088,- 5.800.- Miðvikudagur Gautaborg 13.170,- 5.100,- Fimmtudagur Osló 13.996,- 4.700,- Miðvikudagur Glasgow 10.297.- 3.900,- Föstudagur London 11.551,- 4.500,- Föstudagur Frankfúrt 12.328,- 5.000.- Fim/Sun Luxemborg 12.296,- 5.100,- Föstudagur Verðið hér að ofan miðast við að fjórir séu saman um góðan 5 manna bíl í tvær vikur. Auðvitað er líka hægt að vera 1, 3 eða fleiri vikur og fá bæði minni og stærri bíla. Innifalið er flugfar og bílaleigubíll með ótakmörkuðum akstri. Ekki er inmfalið bensín, flugvallarskattur, kaskótrygging og söluskattur af bílaleigubíl. Við minnum einnig á ódýra hótelgistingu, svo og sumarhúsin í Þýskalandi og Skotlandi, sem dæmi má nefna að gisting á góðum hótelum í Bretlandi, svokallað „Drive away UK", kostar frá kr. 712.- pr. mann á nótt eða frá kr. 9.968 - í tvær vikur. Miðað er við gengi 2/8 1983 Allar nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðs- menn og ferðaskrifstofur. Skyldi Auðunn hafa verið með bílpróf? FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.