Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS *■ %*fJ (ÍK* I Síííí^b við Sandskeíð f <* v.r M tilkvnnt tiliíul^*VÖ,,um vi® S*nd»keiAiA * i V I r*yndi»t VW« skaAKi!!Á ?®v*í,unn«r | Arb* UmK A 4 ^,“€*rd*« ] l0Kreglumenn . *noppdnni og alveg ósjálfbi.'líL *n I Um dýrbitin lömb, fyrr og nú Guðjón Olafsson frá Stóra-Hofi, í Gnúpverjahrcppi skrifar „ Ka-ri Vclvakandi Fyrir nokkru voru birtar grein- ar í blaði eftir forráðamann Tófu- vinafélagsins. Þar var sett fram það mesta bull, sem ég hef séð á prenti, meðal annars var því hald- ið fram að refurinn kynbætti sauðfé fyrir bændur. Þó ég sé kominn á níunda ára- tuginn langar mig að koma eftir- farandi á framfæri vegna tveggja ljósmynda af dýrbitnum lömbum, sem birtust í Morgunblaðinu 4. og 5. ágúst sl. Við það að sjá þessar myndir rifjaðist upp fyrir mér svipuð sjón frá árum áður. Árið 1922 var ég heimilismaður í Grafarholti í Mosfellshrepp. Dag einn eftir fjallaferð var hringt frá Lögbergi, en þá lá síminn austur um Grafarholt um Lögberg. Hringingin hljóðaði upp á það, að húsbóndi minn, Björn Birnir, ætti dýrbitið lamb í Elliðakoti, en þar hafði Ágúst frá Lárholti í Reykja- vík fjárbú og ráðsmann. Ég var sendur með kerru eftir lambinu. Ekki var aðkoman falleg, nefið var bitið upp að augum og allt orðið blóðstorkið. Lambið var á lífi og mikið sá ég eftir því að hafa ekki tekið með mér fjárbyss- una, en slík byssa var ekki til í Elliðakoti. Nú sé ég sömu sjón á mynd af Bjarna Bjarnasyni lög- regluþjóni með dýrbitið lamb á Vatnavöllum. Næsta vor, 1923, var ég í vor- smalamensku á Mosfellsheiði. Við Þessir hringdu Björn Kristinsson hringdi. Að undanförnu hefur mikið ver- ið um það rætt í fjölmiðlum hvaða hljómsveit skuli koma á næstu Listahátíð. Sýnist sitt hverjum þar um. Mest hefur borið á hljómsveitunum Kiss, Duran Dur- an, Culture Club og Queen. Af ofangreindum hljómsveitum og öðrum þeim sem nefndar hafa verið tel ég að hljómsveitin Queen sé þeirra hæfust. Má í því skyni nefna að sérhver plata sem hljóm- sveitin hefur sent frá sér hefur haft að geyma lög sem orðið hafa gífurlega vinsæl, svo sem Bohemi- an Raphsody, sem trónaði efst á vinsældarlist Breta í níu vikur samfleytt og hnekkti meti Bítl- anna um tvær vikur. Þá tel ég einnig að val á hljómsveit á Listahátíð ætti aldrei að fara eftir vinsældum hennar í dag, heldur ætti að reyna að sjá fyrir um vinsældir hennar á þeim tíma sem Listahátíð verður. Það væri til dæmis hægt með því að kanna hvenær viðkomandi hljóm- sveit senir frá sér næstu plötu. Það eru jú einu sinni plöturnar sem gera hljómsveitir vinsælar. Þá bendir allt til þess að hljóm- sveitin Queen gefi út plötu einum til tveimur mánuðum fyrir næstu Listahátíð og verður sú plata í anda gamla meistaraverksins „A Day at the Opera". Þá vona ég einnig að fólk geri sér grein fyrir því að sú hljóm- sveit sem valin er á Listahátíð verður að vera vinsæl þannig að Laugardalshöllin fyllist, þrátt fyrir hátt miðaverð og tónleikarn- ir standi undir sér. Tryggvi í Miðdal urðum eftir og fórum norður með Sköflung. Þar fundum við greni en öll dýr farin. Leifar fundum við víst af um tutt- ugu lömbum, ef ég man rétt, og nú 1983 finna þeir Helgi Bachmann og Ómar Runólfsson leifar af 37 lömbum. Finnst nú nokkrum heilbrigðum manni þörf á að friða þennan skaðvald, því nú eru refir ekki minni skaðvaldar í fuglavarpi?" Launatengd gjöld Steinunn Sigurðardóttir hringdi: Mig langar að koma á framfæri tveimur spurningum sem varða launatengd gjöld, þar sem ég rakst á launaseðla frá fyrirtæki sem engin slík gjöld borgar. Hvernig stendur launþegi, sem starfar hjá fyrirtæki sem ekki borgar nein launatengd gjöld, gagnvart lífeyrissjóðum, slysa- tryggingum og þessháttar. Ef það er skylda fyrirtækja að borga slík gjöld af launum starfsmanna sinna, hver á að sjá um að svo sé gert. Vona ég að viðkomandi aðilar svari þessum spurningum mínum. GÆTUM TUNGUNNAR •: Ég ri: Ei Sagt var: Ég mundi stökkva yfir ef ég mundi þora. Rétt væri: Eg mundi stökkva yfir, ef ég þyrði. Eða: Ég stykki yfir, ef ég þyrði. (Bendum börnum á að segja ekki ,,mundi“ á eftir , >ef“!) B3? %\QCA V/öGA £ 1/LVEMU VALOtf áAW vmZaiSGbV Utsala - - Útsala ’ Mikill afsláttur. Glugginn 1 Laugavegi 49. Kælivélar hf. Mjölnísholti 14, Reykjavík. Sími 10332. Tökum að okkur uppsetningar, eftirlit og viðhald á kæli- og frysti- kerfum til sjós og lands. Einnig kæliskápa- og frystikistuviðgeröir. Leitumst við að veita góða þjónustu. Ekki bara verðtrygging heldur ávöxtun sem um munar Vissir þú, að spariskírteini, veðskuldabréf og önnur verðbréf skila þér mun meiri ávöxtun en innistæður á bankareikningum Vissir þú, að með því að festa fé í spariskírteinum eða veðskuldabréfum getur þú verðtryggt sparifé þitt og fengið allt að 8% ársvexti þar ofan á? Vissir þú, að vaxandi verðbréfaviðskipti gera það að verkum að verðbréf eru yfirleitt auðveld í endursölu ef þú skyldir vilja losa fé fyrr en þú ráðgerðir Vissir þú, að sérhæft starfsfólk Kaupþings hf. aðstoðar þig við að taka réttar ákvarðanir varðandi kaup og sölu verðbréfa KAUPÞING GEFUR ÞÉR GÓÐ RÁÐ KAUPÞING HF H Húsi verzlunarinnar, 3. hæö, sími 8 69 88 Verðbréfasala, fjárvarzla, þjóöhagsfræði-, rekstrar- og tölvuráögjöf. Fasteignasala og leigumiðlun atvinnuhúsnæöis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.