Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 Útskrifaðist kennari... — Reyndist þetta ekki erfitt? „Verst var heimanámið á vet- urna með fullu starfi. Ég var þá umboðsmaður happdrættisins, með 2 leigjendur í heimili, 5 tím- um lengri vikukennslu en skylt var, fréttaritari Morgunblaðsins og umboðsmaður Sjóvá. Og þennan vetur kom kom einmitt ný bók, Málvísi, til tilrauna- kennslu í skólanum, og hana hafði ég aldrei séð. í bréfaskól- anum var ég sjálf með 3 verkefni í nútímabókmenntum frá Ey- steini Þorvaldssyni, Egilssögu hjá Jóni Böðvarssyni og einnig stórt verkefni úr sögu Eiríks víðförla til kennslu, svo og 4 bréf í yngribarnakennslu hjá Helgu Magnúsdóttur. Hafði 6—8 bréf hjá Höskuldi Þráinssyni í ís- lensku. Átti að skila öllum bréf- um fyrir áramót og mæta í próf- um í 3 bókum í janúar. Hafði sem sagt 15—16 verkefni til jóla. Var einmitt að fást við 3 þau fyrstu, þegar ég tók að berjast við málvísindabókina til að geta kennt börnunum hana. 1 raun- inni fór ég ekki að skilja hana án þess að þurfa að leggja svona mikið á mig til undirbúnings fyrr en eftir að ég hafði sjálf lokið verkefninu hjá Höskuldi Þráinssyni. Þetta var allt upp á annan máta en ég hafði lært í Verslunarskólanum ,allt aðrar kennsluaðferðir." Þuríður eins og vítamínsprauta — Datt þér ekki í hug að gef- ast upp? „Jú,“ segir Hulda með áherslu. „Þá hringdi ég í Þuríði Krist- jánsdóttur og sagðist vera hætt. Kvaðst vera hætt að sofa fyrir áhyggjum, plöggin hrúguðust upp á borðunum hjá mér og ég skildi þau ekki frekar en þau væru á frönsku. Hún spurði hvort ég hefði ekki haft svo gam- an af náminu um sumarið og fékk mig til að fresta því að hætta í eina viku. Hún verkaði á mig eins og vítamínsprauta, eins og hún gerði raunar alltaf. Varð til þess að ég sagði upp happ- drættinu um áramótin og ákvað að hætta að leigja út frá mér. Gat þó ekki minnkað yfirvinn- una í skólanum. En ég kom í prófið í janúar og náði því. Fékk að vinna 3 verkefni í janúar. Það var svo uppörvandi að hitta Þur- íði og krakkana, svo að mér fannst þetta allt léttara eftir það. Ég hélt því áfram að fá send verkefni og mæta í Reykjavík í janúar í eina viku í prófin og leggja inn nýtt námsefni. Mæta svo að sumrinu til sex vikna náms og að auki aftur í ágúst- mánuði í hálfan mánuð í fyrra til að þurfa ekki að koma í vetur. Þá var náminu lokið nema heimanáminu, 15 bréfum. Svo fór ég suður nú í vor, því Þuríður skipaði mér að koma og skrifa lokaritgerðina, til að ljúka síð- asta verkefninu fyrir sextugsaf- mælið mitt. Og það fór eins, bara að heyra í henni dugði sem upp- örvun. Þuríður hefur gaman af því að stríða mér á því að ég hafi í rauninni verið hætt þrisvar sinnum," bætir Hulda við og seg- ir að þetta sé alveg satt. Án Þur- íðar Kristjánsdóttur hefði hún ekki haldið þetta út. — Þegar þú segir krakkarnir, þá eru það væntanlega skóla- systkinin. Fannstu ekkert til þess að þau voru yngri? - „Nei, það eru forréttindi að vera elst, því alltaf bauðst ein- hver til að sækja það sem mig vantaði. Og það voru forréttindi að eignast ný skólasystkini. Sá næstelsti var reyndar aðeins 3 árum yngri en ég, en yngsti nem- andinn var 26 ára. Það voru um 130 nemendur, sem hófu þetta nám, og öll með sérþarfir. Og kennararnir á annað hundrað áður en lauk. Allt úrvalsfólk og skemmtilegt," segir Hulda. Frumheimildir um barnaskóla á Núpi Hulda kvaðst hafa verið stödd úti á Núpi í Dýrafirði, til að afla sér heimilda og geta unnið ótrufluð, þegar Þuríður hringdi, til að hvetja hana til þess að ljúka því núna strax. „Ég ætlaði að skrifa þátt um sr. Sigtrygg Guðlaugsson og stofnun ungl- ingaskólans, um barna- og ungl- ingafræðslu hans,“ útskýrði Hulda. „Halda mig innan ákveð- ins ramma, til að gæta þess að Þuríður Kristjánsdóttir, skólastjóri réttindanáms kennara, afhendir Huldu prófskírteinið á sextugsafmælisdag hennar. — Það eitt að heyra í Þuríði dugði mér til uppörvunar. Það var eins og vítamínsprauta, segir Hulda. Vidtal E.Pá. þetta yrði ekki of viðamikið. En þá datt ég niður á frumheimildir um barna- og unglingaskóla á Núpi. Og ritgerðin hét að lokum „Upphaf skólahalds í Mýra- hreppi“ og varð 60 bls., því efni- viðurinn varð svo gífurlega mik- ill. Lágmarkið er 20 síður hjá einum. Ég varð vitanlega að vera ein um verkið, því ég er ein fyrir vestan. Ritgerðin hafði verið tekin gild og ég útskrifaðist dag- inn sem ég varð sextug." Við blöðum í ritgerðinni um skólahald í Mýrahreppi í Dýra- firði, sem skiptist í inngang, stutt æviágrip þeirra bræðra Sigtryggs og Kristins Guðlaugs- sona, barna- og unglingafræðslu, Núpsskóla og aðdraganda að stofnun hans, tvö fyrstu starfsár Núpsskóla, tengsl hans við „Skrúð" og lokaorð. Gögnin sem Hulda hafði dregið saman hafa vissulega verið dýrmæt. Hún sýnir okkur afrit af færðri bók frá upphafi skólans og líka nótur sem Kristinn hefur skrifað, en þar eru sönglög á Vestfjörðum á síðari hluta 19. aldar, og skýrt frá því hver hafði sungið þau fyrir hann. Ekki að furða þótt ritgerðin hafi vaxið í höndum hennar. „Núna hefi ég verið að ljúka frágangi á ritgerðinni með hjálp skólasystra úr Verslunarskólan- um og tengdadóttur minnar, sem í neyðarútköllum hafa komið hingað til að vélrita fyrir mig. Guðrún fyrrverandi prestfrú okkar á Þingeyri ljósritaði og Þuríður hefur fært mér allt sem ég þurfti. Ég kann nefnilega ekki að aka í Reykjavík nema milli Hátúns og Kennaraháskólans. Ég hefi haft nóg af sjálfboðalið- 'um á lokasprettinum og nú vor- um við að ljúka við að hefta verkið. Hefur verið unnið hér upp í 20 tíma á sólarhring síð- ustu dagana. Og meðan ég var í skólanum, þá komu allir þeir sem unnu með mér að hópverk- efnum hingað til mín, svo að ég gæti komist heim og lagt mig aðeins áður en við byrjuðum heimaverkefnin. Þetta hús hefur því verið mér reglulegur griða- staður." Gestabókin í íbúðinni ber þess merki. Þar eru skráð ófá nöfn með kveðjum í bundnu og óbundnu máli. Og hún ber þess merki að ekki hefur Hulda alveg hætt að vera veitandi þótt ekki sé hún heima hjá sér. Þarna má sjá vísu eftir Birgi Stefánsson eftir ferð með kennaranum Jóni Böðvarssyni á sögustaði Kjal- nesinga: Á huldu var allt um hendingar, sem hljómuðu Jóns á vör. Frá Huldu voru veitingar í vettvangs góðri för. „Þú sagðist ekki kunna að aka í Reykjavík nema milli heimilis og skóla, Hulda. Þú ekur þá bíl? Og hefur hann við hendina? „Já, vegna lapparinnar þarf ég bílinn. Raunar tók ég ekki bíl- próf fyrr en 1973. Hefi alltaf ver- ið löt eins og ég sagði þér nema einhver hafi ýtt mér áfram. Auðvitað gat ég ekki lært nema á sjálfskiptan bíl, en ég leiddi aldrei hugann að því. Svo tók ég allt í einu upp á því að aka bíl, geri jafnan einhverja vitleysu á 10 ára fresti," svarar Hulda kankvís. „Og nú get ég ekki án bíls verið.“ 60 ára klössun og orkuhleösla — Þú sérð líklega ekki eftir því núna að hafa haldið þetta út? Hvað tekur nú við hjá þér? „Nei, ég sé sannarlega ekki eftir því. Nú ætla ég í 60 ára klössun á Reykjalundi, eins og gamalt farskip. Og svo hlakka ég reglulega til þess að halda áfram að kenna í haust. Vonast til þess að koma óþreytt að kennslunni heima á Þingeyri og hlaðin orku eftir dvölina á Reykjalundi. Þrátt fyrir haldgott nám, þá veit ég nú að ég lendi ekkert í stjörnuflokki sem kennari frekar en fyrr. Mér þykir bara verst að meðan ég var að þessu hér fyrir sunnan, missti ég bæði af forsetaheimsókninni og sinfón- íuhljómsveitinni heima. En þótt ég sé fyrirferðarmikil, þá get ég ekki skipt mér í tvennt til að njóta margs í einu,“ segir þessi hressa og ódrepandi kona í lok samtalsins. Skúlagötu 26 (á horni Skúlagötu og Vitastígs).* Hefst mánudaginn 8. ágúst. • Mikiö úrval af fatnadi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.