Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 „Stór&n kaFfibrúsa og gaet-ta pess aZ> lok\<5 sc. \je.I fb,st." Ast er ... ... að hrópa nafn hans upp úr svefn- inum. TM Refl U.S. Pat. Off — all riflhts reserved c 1983Los Angeles Times Syndicate Jæja — jæja. Ég skal þá koma með þér í hjónabandsráðgjörina. HÖGNI HREKKVÍSI Leyfið láglaunafólki að vinna sig úr vandanum Guðm. Björnsson skrifar: „Velvakandi Vart líður sá dagur að mótmæli birtist ekki í blöðum frá hinum og þessum stéttarfélögum gegn bráðabirgðarlögum ríkisstjórnar- innar sem eiga að rétta við hag þjóðarinnar eftir óstjórn og taumlausa eyðslu undanfarinna ára. Þeir sem að baki mótmælunum standa eru í flestum tilfellum um- boðslausir forystumenn, því það heyrir til undantekninga núorðið, ef fram fara kosningar um forystu í stéttarfélögum. Þessi mótmæla- gleði stéttarfélaga er orðinn slíkur þjóðarósiður og misnotkun slík að tilgangur mótmælanna er farinn að verka öfugt. Hver trúir því að æðsta mark- mið hverrar stjórnar sé að skerða kjör landsmanna? Kannski leið- togar stéttarfélaga, því til að sanna fyrir sínum félagsmönnum að þeir hafi á réttu að standa reyna þeir á allan hátt að koma í veg fyrir að nokkur árangur náist. Þannig hljóta þessir menn að vera sífelldir dragbítar á allar bjarg- bætur til handa launþegum. Hefur það sannast á undanförnum árum. Þetta er sú sýn sem blasir við okkur óbreyttum félagsmönnum, en forystumenn vilja ekki koma auga á, enda umgangast þeir þröngan hóp sérhagsmunaaðila innan félaganna. Slíkir forystumenn eru fyrir löngu búnir að fyrirgera rétti sín- um til forystu, þó þeir sitji sem fastast á forystustóli og mótmæli öllu sem stjórnvöld aðhafast. En aldrei heyrir maður frá þeim úr- ræði gegn þeim þjóðarvanda sem við stöndum í. Þeir segja lág- launamanninn ekki eiga til hnífs og skeiðar er líða tekur á árið og skal ekki gert lítið úr þeim um- mælum. Kvíði láglaunamannsins er þó ekki fyrir þessu, heldur því sem þessir umboðslausu forystu- menn félaganna kunna að taka upp á til að sanna og rökstyðja mótmælin fyrir sínum félags- mönnum. Það er með ólíkindum hvað for- ystumönnum þessum hafa verið mislagðar hendur á undanförnum árum við að bæta hag launþega. Eitt dæmið er lenging orlofs á liðnu ári, því á sama tíma eru launin svo lág að útilokað er fyrir nokkurn láglaunamann að hafa efni á að taka sér frí frá vinnu. Til að bæta gráu ofan á svart fær síð- an láglaunamaðurinn ekki að vinna í orlofinu á sínum fasta vinnustað og neyðist því til að leita sér vinnu annars staðar á ef hann á að geta framfleytt sér og sínum. Þetta er sú hlið sem að okkur snýr en forystumönnum er fyrirmunað að sjá. Þið, þessir svonefndu forystumenn launþega, gerið okkur nú mikinn greiða, dragið ykkur í hlé og hættið að rífa niður það sem aðrir eru að reyna að byggja upp. Þið getið verið nothæfir á fínum skrifstof- um, sem láglaunamaðurinn hefur greitt fyrir með sínum félags- gjöldum, en þið eruð óhæfir til að kveða niður verðbólguna. Félags- hyggjan er ekki lengur fyrir hendi og einkahagsmunir farnir að ráða of miklu. Umhyggjan fyrir lág- launafólki er ekki lengur til, og vanhæfni ykkar til að sjá um okkar mál er áberandi, því biðjum við ykkur um að gera ekki meiri skaða en orðið er. Leyfið okkur láglaunamönnum að vinna okkur út úr vandanum." Gatnamála- stjóri svarar fyrirspurn Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri skrifar: í dálkum „Velvakanda" 3. ágúst sl. var fyrirspurn frá Einari ö. Thorlacius varðandi malbikun Kleppsmýrarvegar og Skútuvogar. f því sambandi skal tekið fram að Kleppsmýrarvegurinn er á fram- kvæmdaáætlun í ár en ekki Skútu- vogur. Kleppsmýrarvegurinn verður væntanlega malbikaður í september, en Skútuvogur senni- lega næsta sumar. Vestur- Islendingur þakkar vinsemd og gestrisni Gerald Hall var einn þeirra fjöl- mörgu Vestur-íslendinga sem ný- lega dvöldu hér á landi. Hafði hann samband við Vel- vakanda og vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem tóku á móti honum hér á landi fyrir þá vinsemd og gest- risni, sem hann naut meðan á dvöl hans stóð. Gerald, sem er frá Vancouver í Kanada, kom hingað til lands fyrir fimm árum, í þeim tilgangi að finna hér ættingja sína. Tókst það ekki þá sem skyldi en nú kvaðst hann hafa haft upp á öllum þeim ættingjum sem hann leitaði að og reyndar fleirum. Vildi hann þakka þessu fólki stórgóðar mót- tökur. Hugleiðing Gestur skrifar MÖRG eru meðöl og ráð til þess að hafa góða heilsu, en er hún ekki mesta og besta innlegg í vellíðan okkar? Ekki er ég íþróttamaður, en stundum hef ég hugleitt það, hve íþróttir geta eflt heilbrigði manna, ef rétt er að farið. íþróttir styrkja andlega og líkamlega heilsu, auk þess að efla skapstyrk manna og glaðværð. fþróttamenn eru að jafnaði góð- ir félagar og samherjar í besta skilningi, enda er þeim kunnugt að framfarir í íþróttum byggjast um íþróttir mjög á samvinnu og samstillingu. fþróttamenn verja tómstundum sínum vel, stundum. En þær eru nokkuð sem mörgum reynist vandmeðfarið. íþróttamenn hafa því góð skilyrði til að vera nýtir menn á ýmsum sviðum lífsins, á þetta að sjálfsögðu bæði við um konur sem karla. í einhverju blaðanna fyrir nokkru, þegar tvö knattspyrnufé- lög áttu að hefja kappleik, var auglýst að þau væru „erkiféndur". Mér fannst ekki hægt að orða þetta svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.