Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 Viðtal við Huldu Sigmunds- dóttur á Þingeyri Hulda Sigmundsdóttir frá Þingeyri var á sextugsafmælis- daginn sinn að útskrifast meó full kennararéttindi úr Kennarahá- skóia íslands. Sú elsta sem það hefur gert, ef talið er í árum. En svo sannarlega ekki elst í anda. Ekki þarf annað en að heyra dill- andi hlátur hennar til að gera sér það Ijóst. Af þessu tilefni hitti fréttamaður Mbl. Huldu inni í Há- túni 12, þar sem hún hafði verið að Ijúka við að búa lokaritgerð- ina sína til heftingar. Og varð að orði: Hvernig stendur á að þú ert hér, í húsi fyrir fatlaða? búin að steingleyma því að Hulda geng- ur ekki á báðum fótum jafnlöng- um og annan staur að auki, og lýs- ir fátt betur þessari eldhressu konu en að maður tekur ekki eftir þessu eftir áralöng kynni. En þarna hefur hún fengið inni I 6—8 vikur í sumarnáminu á ár- unum 1980,1981 og 1982 og núna á lokasprettinum til prófs- ins. „Ómetanlegt," segir hún, „og hér hefur mér liðið vel. Þeir hafa hér tvær slíkar leiguíbúðir og ég hefi getað fengið þær, svo fremi ég væri ekki fyrir reglulega fötluðu fólki“. Hulda Sigmundsdóttir er fædd á Þingeyri og hefur búið þar alla sína ævi, nema þegar hún var i skóla eða dvaldi á sjúkrahúsum, eins og hún orðar það. Ættir hennar eru þaðan líka, faðir hennar frá Ingjaldsandi, Sig- mundur Jónsson kaupmaður á Þingeyri, og móðir hennar, Fríða Jóhannesdóttir. Eftir að hafa gengið í barnaskóla og fengið til- sögn í kvöldskóla í ensku, dönsku, islensku og reikningi, tóku þrír unglingar þaðan próf inn í 2. bekk Verslunarskólans þeir mikið viðhald og eru í stöð- ugri notkun. Afkomendur? Ég á 6 barnabörn og tvö börn, Guð- mund Árnason, kennara í Menntaskólanum við Sund og Erlu, sem núna er með heimili og börn. Útskrifaðist kennari Hulda Sigmundsdóttir á kafi í heimanáminu, sem hún stundaði með fullri vinnu. Svo mætti hún í viku í janúar og á sumrin í skólanum f Reykjavík. Hulda á sex barnabörn og tvö börn. Hér er hún með syni sínum, Guðmundi Axelssyni, menntaskólakennara, tengdadótturinni, Ásdísi Pálsdóttur og dóttur þeirra, Hildi. Sonurinn Páll var ekki heiraa þegar myndin var tekin. og stóðust það. En af hverju valdi hún verslunarskóla? „Áf því ég vildi ekki fara í kvenna- skóla, eins og systur mínar höfðu gert,“ segir Hulda og skellihlær. „En það fyndna við það er að í Verslunarskólanum var ég tvo vetur í stelpubekk. Ég hélt víst að ég vildi í grjótharðan bisniss." En það var einmitt þeg- ar hún var í Versló að hún datt af vörubíl og höfuðkúpubrotnaði og slasaðist á fæti, og í það sett- ust svo berklarnir, þegar þeir komu. — Hellti hún sér þá beint út í viðskiptalífið eftir að hún var útskrifuð úr Verslunarskólanum 1941? „Nei, nei,“ segir Hulda. „Mér þótti bara gaman að lifa og hjálpa til heima, í húsinu og í búðinni. Ég fékk ágætt kaup hjá pabba, þótt ekki væri það borgað út mánaðarlega. Ég hefi alltaf verið svo löt, blessuð góða. Helst viljað gera sem minnst. Það hafa bara alltaf staðið á bak við mig í lífinu svo sterkir persónuleikar að ég hefi ekki fengið að gefast upp, fyrst pabbi, þá maðurinn minn og núna hún Þuríður Kristjánsdóttir, skólastjóri rétt- indanámsins, sem studdi mig með ráðum og dáð yfir þennan hjalla. Var það annars ekki það sem við ætluðum að tala um, en ekki mína ævi?“ — Jújú, en fyrst verðum við að vita hvernig stóð á því að þú byrjaðir aftur í skóla eftir 37 ára hlé og það í allt öðru námi. Þú fórst ung að búa, eignaðist mann, Árna Stefánsson frá Hól- um í Dýrafirði og heimili, var það ekki? „Við giftum okkur að vísu ekki fyrr en við vorum búin að búa í 2 ár, enda vorum við alltaf á víxl á spítölum. Við giftum okkur á sextugsafmæli pabba 1946, til að nota daginn. Þá vorum við búin að missa elstu dótturina úr heilaberklum og ég gekk með þá seinni, einmitt þegar ég þurfti að fara í uppskurðinn á fætinum. En við bjuggum í Sigmundar- húsinu í sambúð við foreldra mína 8 fyrstu árin.“ — „Þú ert alin upp í þessu gamalgróna heimili og bjóst svona lengi í gamla húsinu. Það má nú eiginlega sjá heima hjá þér, þar sem allir þessir gömlu fallegu munir eru. Til dæmis ruggustólarnir þinir. „Húsið lét pabbi byggja 1915, fékk það tilhöggvið frá Noregi og kostaði 10 þús. krónur með út- skornum borðstofumublum og húsgögnum í svefnherbergi með marmaraplötum á náttborðum og servanti. En það var mikið fé þá. Ég hefi alltaf haft áhuga á gömlu, frá því löngu áður en það komst í tísku, og þessvegna er allt mitt dót orðið upp undir 100 ára gamalt, allt frá honum afa mínum, Jóhannesi Ólafssyni hreppsstjóra. I vetur ætlaði ég að fara að bæta fyrir vanrækslu- syndir mínar við Morgunblaðið og taka myndir af gömlum hús- um til birtingar í blaðinu, en það varð að verkefni fyrir skóla- krakkana. Ég lét krakkana í 8. bekk vinna verkefni um 4 elstu íbúðarhúsin á Þingeyri, Halls- húsið' og Vertshúsið frá 1886 og Pósthúsið og Wendelshúsið frá 1896. Krakkarnir komu í þessi hús, áttu viðtöl við íbúana, bjuggu til plaköt og unnu þessi verkefni ákaflega skemmtilega. Já ruggustólarnir! Maður fékk nú aldrei að rugga sér í þeim hjá afa og ömmu nema á hátíðum, því í þá daga voru stássstofur. Eftir að þeir komu á okkar heimili fengum við krakkarnir þau í okkar herbergi. Og nú, eftir að þeir eru komnir til mín þurfa Og sit sem fastast Huldu þykir nú orðið nóg um yfirheyrslu um lífshlaupið, en með harðfylgi tekst þó að toga upp úr henni það sem á dagana dreif framan af ævi. Árni hafði verið skipstjóri þegar berklarnir gerðu vart við sig. En eftir að hann var kominn með bæði lung- un blásin, vann hann við síldar- leitina og síðan ýmis störf. En Hulda tók að vinna í versluninni hjá pabba sínum á annatímum fyrir jól, eftir að hún hresstist. Og hún var umboðsmaður happ- drættis SÍBS í 20 ár, frá 1960—1980. Gegn um kynnin við Odd Ólafsson lækni fékk hún vinnu á Reykjalundi, þegar hún sá hvert stefndi með eiginmann- inn árið 1971, og hann fékk að vera þar síðasta veturinn sinn þegar hann komst út af sjúkra- húsinu. En það var ekki fyrr en seinna. Eftir að þau fluttu úr Sigmundarhúsi leigðu þau í 7 ár á loftinu í Sparisjóðshúsinu, í 2 herbergjum með kolaofnum, og síðan í Pósthúsinu hans afa hennar. En svo kom happið á ár- inu 1963. Þá vann fjölskyldan 1 happdrættinu. „Og það í happ- drætti Framsóknarflokksins," segir Hulda og er skemmt. Fer ekki á milli mála hvaða flokk hún styður, og að auki gallharð- ur Morgunblaðsmaður, fréttarit- ari blaðsins í fjölda ára. Happ- drættisvinningurinn var bíll, og varð hann til þess að þau gátu farið að byggja. „Og nú er ég ein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.