Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Ausfurlandi Iðnþróunarfélag og iðnþróunarsjóður Austurlands: Tilgangurinn að efla at- vinnulíf á Austurlandi — segir Asgeir Magnússon, nýráð inn iðnráðgjafi M FYRR á þessu ári var ráðinn til starfa á vegum Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi og iðnaðarnefnd- ar, iðnráðgjafi, Ásgeir Magnússon rafmagnstæknifræoingur, sem hefur aðsetur á Seyðisnrði; en hann tók við starfi Halldórs Arnasonar sem starfað hafði sem iðnráðgjafi fyrir SSA sl. 3 ár. Mbl. fékk Ásgeir til að skýra frá tilurð og störfum iðnþróun- arfélags og iðnþróunarsjóðs Austur- lands, sem stofnað var í maí sl. Skýrir Ásgeir svo frá: „í byrjun árs 1979 fór SSA þess á leit við iðnaðarráðuneytið að að- stoða við og útfæra iðnþróunar- áætlun fyrir Austurland. Skipaðar voru tvær nefndir, önnur skipuð sérfræðingum í iðnaðarmálum, en hin skipuð fimm mönnum frá samtokum sveitarfélaga og úr at- vinnulífinu á Austurlandi. Sameiginleg niðurstaða þessara nefnda var sú að í stað þess að skrifa iðnróunaráætlun, skyldi ráðinn iðnþróunarfulltrúi til starfa, sem hefði það sem aðal- Hin nýja stjórn SSA. Frí vinstri talið: Smári Geirsson, Neskaupstað, varafulltrúi í stjórn, Tryggvi Árnason, Neskaupstað, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Egilsstöðum, Sigurður Hjaltason, Höfn á Hornafirði, framkvæmdastjóri SSA, Þorvaldur Jóhannsson, nýkjörinn formaður SSA, Sigurður Gunnarsson, Fáskrúðsfírði, Aðalsteinn Valdemarsson, Eskifírði, Alexander Árnason, Vopnafírði, Helgi Halldórsson, Egilsstöðum. Á myndina vantar Kristin V. Jóhannsson, Neskaupstað, varaformann SSA, og Björn Björgvinsson, Breiðdalsvfk. Ljósmynd: Kjartan Aðaisteinsson verkefni að stuðla að eflingu þess iðnaðar og iðnaðarumhverfis sem fyrir hendi er á Austurlandi og aðstoða til við stofnun nýrra at- vinnutækifæra. í upphafi var iðn- ráðgjafinn þannig starfsmaður SSA. Rétt þótti að fá fleiri aðila en sveitarstjórnarmenn til að fjalla um þessi mál, ekki síst varðandi ákvörðunartöku. Hugmyndin um iðnþróunarfé- lag kom því fljótlega fram sem möguleg leið að þessu marki og á aðalfundi SSA 1981 var samþykkt að fela iðnaðarnefnd að undirbúa stofnun iðnþróunarfélags og iðn- þróunarsjóðs fyrir Austurland. Á aðalfundinum 1982 voru síðan til- lögur iðnaðarnefndar samþykktar og ákveðið að stofna hvort tveggja fyrir maílok 1983. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu atvinnulífs á Austur- landi í því skyni að auka fjöl- breytni og arðsemi iðnaðar. Félag- ið er félagsskapur atvinnulífsins alls og rétt til að gerast félagar í iðnþróunarfélagi Austurlands eiga sveitarfélög, fyrirtæki, fé- lagasamtök og einstaklingar sem búa í Austurlandskjördæmi. Það sem vinnst með stofnun iðnþróunarfélags er tvíþætt, þ.e.a.s. iðnráðgjafastarfið fær breiðara bakland og færist nær atvinnulífinu sjálfu, tengsl milli atvinnulífsins og félagsins verða meiri, sem gefur þeim sem standa í eða hyggja á atvinnurekstur meiri möguleika til að hafa mót- andi áhrif á starfsemina. í öðru lagi verður félagið vettvangur fyrir samstarf þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri á svæðinu. Með stofnun félagsins er ekki fundin lausn á vandamálum iðn- aðaruppbyggingar en menn vona að þarna hafi fundist leið til að fylgjast betur með allri fram- þróun svo Austfirðingar verði bet- ur í stakk búnir til að taka þátt í harðnandi samkeppni. Starfsemi iðnþróunarfélags felst í því að vera samstarfsvett- vangur fyrir atvinnurekendur, fé- lagasamtök, einstaklinga og stjórnarstofnanir á svæðinu og hvati atvinnuþróunar í landshlut- anum. Iðnþróunarsjóður Austurlands hefur sama markmið og félagið, að stuðla að eflingu atvinnulífs á Austurlandi. Sjóður þessi er alfar- Sigurður Hjaltason, framkvæmdastjóri SSA, og Þórhildur Elvarsdóttir, starfsmaður fundarins, sem sá um stjórnun pappírsflóðsins. Rannsóknir á djúprækju úti fyrir Austfjörðum: Vantar tilfinnanlega aukin verkefni fyrir bátaflotann — segir Aðalsteinn Valdimarsson útgerðarmaður mæli úti fyrir Austfjörðum. Aftur á móti hafa togarsjómenn, sem stund- að hafa veiðar hér úti fyrir, oft orðið varir við rækju í veiðarfærum sínum. A AÐALFUNDI SSl á Seyðisfírði lá fyrir tillaga um rannsóknir á djúp- rækju og fíeiri fiskistofnum úti fyrir Austfjörðum. Framsögumaður að til- lögunni var Aðalsteinn Valdimars- son, útgerðarmaður og forseti bæjar- stjórnar Eskifjarðar. Aðalsteinn sagði að það hefði verið komið inn á þessi mál á Alþingi fyrir nokkrum árum en menn haft fremur litla trú á, að rækja veiddist í einhverjum „Það vantar tilfinnanlega aukin verkefni fyrir bátaflotann þegar hinni hefðbundnu vertíð lýkur," sagði Aðalsteinn. „En þar sem rannsóknir eru mjög skammt á vegi staddar varðandi veiðar á djúprækju og öðrum ónýttum fiskistofnum hafa útgerðamenn ekki getað farið út í slíkar til- raunaveiðar þar sem þeir hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Útgerð Votabergs SU frá Eski- firði sótti um styrk frá Fiskimála- sjóði ti] tilraunaveiða nú í vor og fékk hann. Þeir stunduðu þessar veiðar nú í sumar og þóttu þær lofa góðu. - ~n f 3 • 1 *k'm * 1 _jj, w m^mtÁ^r^^^V- "!>.*¦ ^^^^^H| 1 éM Reykjanes við ísafjaroardjúp hagsáætlun fynr árið 1983/1984. Framsöguerindi fluttu þeir Gestur Kristinsson um skóla- mál, Bjarni Einarsson um Vest- firði í framtíðarþjóðfélaginu og Guðmundur Guðmundsson um mannfjöldaþróun og atvinnu- mál, þá las Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri upp skýrslu Fjórðungssambandsins. Kom þar m.a. fram varðandi vega- gerðarmál, að sambandið telur hagstæðara að hafist sé handa við brúargerð yfir Dýrafjörð, en að lagður sé vegur með firðinum. Guðmundur Ingólfsson formaður Fjórðungssambands Vestfjarða: „Viðkvæm en þýðingarmikil byggð Vestfjarða verði treyst íí „Vestfirðingar geta eigi síður en aðrir þegnar þessa þjóðfélags tekist á við vandamál líðandi stundar. En við gerum þá kröfu, að ráðstafanir sem gerðar eru af hálfu stjórnvalda til að veita vandanum viðnám bitni eigi harðar á okkur en öðrum lands- mönnum. Því er það nauðsynlegt að sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að vernda og treysta þá viðkvæmu en þýðingarmiklu byggð, sem enn er haldið uppi í dreifðum byggðum þessa lands- hluta við hinar erfiðustu aðstæð- ur," sagði Guðmundur H. Ing- ólfsson, stjórnarformaður Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, m.a. í setningarræðu sinni á Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var dagana 27. og 28. ág- úst að Reykjanesi við Isafjarð- ardjúp. Á þinginu voru ýmis mál rædd og gerðar um þau ályktanir, reksturs-og efnahagsreikningar lagðir fram, svo og drög að fjár- Þá er einnig mælst til að rann- sóknir fari fram á því hvort hugsanlegt sé að tengja Vest- ur-Isafjarðarsýslu og Djúpsvæð- ið saman með jarðgöngum og ör- uggu vegasambandi. Einnig sagði Jóhann að ljóst væri að með sambærilegum fjárveiting- um og nú eru til vegagerðar Guðmundur H. Ingólfsson, meðfram ísafjarðardjúpi til ísa- fjarðar, yrðu a.m.k. 10 ár þar til sá vegur kæmist í viðunandi horf. í framsöguerindi Guðmundar Guðmundarssonar kom m.a. fram að á tímabilinu 1971—1982 fjölgaði íbúum á Vestfjörðum um 530, þ.e. hlutfallslega um 0,5% að meðaltali árlega , á sama tíma og þjóðinni fjölgaði um 1,2% að meðaltali á ári. Fluttu á þessu tímabili 6.521 til Vestfjarða en 7.687 frá Vest- fjörðum. Einna mest fækkaði fólki í hreppum Austur-Barða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.