Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Aftur á íslandi eftir aldarfjórðung eftir Svend Aage Jensen „Gjörðu svo vel að setjast til borðs," sagði Geir í Lundi; eftir 26 ár var ég aftur kominn til íslands, og þetta voru fyrstu endurfundir mínir og míns þáverandi húsbónda, sem nú er orðinn 81 árs að aldri. Seint munu mér líða úr minni þær hjart- anlegu móttökur, sem mér voru veittar á heimili Geirs í Lundi. Það var raunar hið sama upp á teningn- um, hvar sem við komum á íslandi, að við nutum alls staðar sérstakrar gestrisni og vinsemdar. Allt frá þeim tíma, er ég dvaldi um hálfs árs skeið við landbúnað- arstörf hér á landi á árinu 1957, hef- ur mér verið ofarlega í huga að leggja fram minn skerf til þess að efla vináttu og samvinnu milli Norð- urlanda, og það er von mín, að það starf eigt sér langa framtíð á kom- andi tímum. Til íslands á ný Minningarnar frá dvöl minni á íslandi hafa alltaf verið mér kær- ar, og oft hafði ég verið að velta því fyrir mér á þeim tuttugu og sex árum, sem liðin eru frá því ég hvarf aftur heim til Danmerkur, hvort ég ætti það nokkru sinni eft- ir að sjá ísland, þessa perlu Atl- antshafsins, aftur. Þegar mér því bárust spurnir af því, að Norræna félagið í nágrannabæ okkar á Sjálandi ætlaði að taka þátt i norrænu vinabæjamóti í Borgar- nesi, og ég fékk boð um, að ég gæti tekið þátt í ferðinni, þá var ég svo sannarlega ekki í vafa eitt einasta andartak um að ég yrði og skyldi líka vera með í fórinni. Ég er fullur þakklætis yfir því, að hafa fengið að vera einn af þeim níu, sem hlotnaðist þetta tækifæri, og ég veit líka, að hinir átta þátttakendurnir frá Valle- kilde-Horve eru að minnsta kosti álíka hrifnir yfir að hafa komizt með í þetta ferðalag. Sama mætti raunar vafalaust segja um gestina frá Noregi, Sví- þjóð og frá Finnlandi, sem voru með í þessu vinabæjamóti í Borg- arnesi. Mótið í Borgarfirði var í alla staði afar vel heppnað og hið eftir- minnilegasta. Við munum ávallt geta talið það til eins minnisstæð- asta og ánægjulegasta viðburðar í lífi okkar. Við erum annars full aðdáunar á óllu því, sem hin 17 sveitarfélög í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu gerðu, ásamt Nor- ræna félaginu, fyrir gesti sína frá hinum Norðurlöndunum. Þá eiga þeir Húnbogi Þorsteinsson, sveit- arstjóri og Henry Þór Grans, tæknifræðingur, formaður Nor- ræna félagsins á staðnum, auk fjölda margra annarra aðila, okkar innilegustu þakkir skildar fyrir hjartahlýjar móttökur og nokkra ógleymanlega daga á þess- um slóðum. Jafnt í Borgarnesi sem í sveit- arfélögunum þar i nágrenninu átt- um við þvílíkri gestrisni og hjartahlýju að mæta, að erfitt er að útskýra með orðum, heldur verður maður að upplifa það sjálf- ur til þess að skilja að fullu. Mér er víst óhætt að segja það fyrir hönd allra þátttakenda, að það sé okkar einlæga von að slík vinabæjamót bæjarfélaganna Borgarness, Pihtipudas, Ullensak- ers, Átradals og Vallekilde-Horve verði fastur liður í norrænni sam- vinnu um langa framtíð. Á heimaslóðum Egils og Snorra Það er annars margs að minn- ast frá þessu vináttumóti. Þar ber ef til vill hæst hina sérstæðu ís- lenzku náttúru — þrátt fyrir rign- inguna — og það er raunar alveg ótrúlegt að sjá, hve miklum skógi hefur þegar verið plantað í Borg- arfirði og annars staðar, og stór- kostlegt hvað þessum skógi fer vel fram og er í örum vexti, og þá sérstaklega ef miðað er við ástand þessara mála fyrir 26 árum. Þá var guðsþjónustan í Borg- arneskirkju minnisstæð. Þar var lesið úr ritningunni á öllum hinum &:;?'? '•>. ógleymanleg verður lika öku- ferðin um Borgarfjörð, þar sem við fengum að kynnast af eigin raun íslenzkum landbúnaði, iðnaði og handverki af ýmsu tagi. Alls staðar sjást mikil umsvif og mikil athafnasemi, þrátt fyrir hina gif- urlegu verðbólgu, og hvarvetna verður maður svo áþreifanlega var við allan þann framfarahug, sem ríkir. En íslendingar nútimans hafa heldur ekki gleymt fortíð sinni. Aftur og aftur erum við minnt á öll hin margþættu og sterku tengsl, sem ná alveg aftur til Egils Skalla-Grímssonar á Borg og til Snorra Sturlusonar í Reykholti. Fortíðin svifur vissulega þarna yf- ir og allt um kring, og hana er líka að finna undir fótum okkar. eins og bóndinn á Gilsbakka, Magnús Sigurðsson, sagði við okkur, þegar við hittum hann að máli. Margt svo líkt með skyldum En ekki má heldur gleyma að minnast á gestgjafa okkar, sem hýstu okkur, skandinavisku gest- ina. Allir virtust gestirnir hverjir fyrir sig sannfærðir um, að ein- Mads Jensen (til vinstri) og greinarhöfundur, þegar þeir unnu landhúnaðar störf í Lundi í Kópavogi fyrir 26 árum. menntun okkar og félagslegt kerfi, ásamt mörgu öðru. Ég held, að það hafi verið með dálítilli angurværð og tárum í augum sem við kvöddum vini okkar í Borgarnesi. Það voru þjóð- dansaflokkarnir frá Leikarringen Rakne, Ullensaker spelemannslag og Ullrader'n sem gáfu kveðju- stundinni bæði virðulegan og há- tiðlegan blæ með því að koma öll- um þátttakendum til að mynda stóran hring inni á skólalóðinni i Borgarnesi, og allir sungu: Mljóðf æraleikarar úr Ullensker spelemannslag skemmtu i vinarbajarmótinu í Borgarnesi. norrænu tungum, og bara það að heyra kirkjugesti frá öllum Norð- uríöndum syngja saman „Vor Guð er borg á bjargi traust," var með öllu ógleymanlegt, og maður finn- ur þá hvað bezt, hversu lönd okkar eru náið tengd hvert öðru með ósýnilegum böndum, sem ekki geta brostið. Þá má heldur ekki gleyma há- tíðarkvöldinu góða á Hótel Borg- arnesi, þar sem haldnar voru margar snjallar og ánægjulegar ræður, og síðan boðið upp á hina fjölskrúðugustu norrænu skemmtidagskrá, sem stóð allt frá því um áttaleytið um kvöldið og langt fram yfir miðnætti. Skemmtu menn sér þar hið bezta. mitt þeir hefðu fengið beztu gestgjafana, meðan á dvölinni stóð. Okkur var tekið af slíkri góð- vild og með þeim innileika í við- móti, sem ég get ekki annað en öfundað íslendinga af. Viðtökurn- ar voru alls staðar jafn alúðlegar, hvort sem við gistum heimili í bænum eða til sveita í nágrenni Borgarness. Allt þetta og svo margt fleira sýnir einstaklega vel, að við Norð- urlandabúar eigum óhemju margt sameiginlegt, sem okkur ber að hlúa að: það lýðræði, sem við búum við — sem fyrirfinnst i sí- fellt færri og afmarkaðri hlutum veraldar, eftir því sem tímar líða — hugsanatengsl okkar og starf, „Hver getur siglt, án vinds, vakinn, hver getur róið, án ára hver getur skilið við vininn sinn, óvákins, án tára!" En við skulum vona, að það verði eins og Finnarnir sögðu „neikkemin" — að við sjáumst aft- ur. Á gamalkunnum slóðum Síðustu dagana af viðdvöl okkar á Islandi dvöldum við svo i Reykjavík, og ég er satt að segja alveg forviða á allri þeirri fram- þróun, sem orðið hefur á staðnum. Ibúatala borgarinnar hefur næst- um því tvöfaldast á þessum 26 ár- um, og alls staðar er ennþá verið að byggja í stórum stil. Og jafnvel þótt ýmislegt sé ennþá óklárað hér og þar að sjá, þá er Reykjavík ótrúlega falleg og hreinleg borg. Og það sem mestu máli skiptir, eins og einn Dananna sagði við mig, „Hérna er hægt að vera á ferli á hvaða tíma sólarhringsins sem er, án þess að þurfa að óttast um líf sitt og limi." Ég hef sjálfur komizt að raun um þetta, og svo tók ég eftir þessu sérstaka andrúmslofti, sem ein- kennir Reykjavík: Oft þegar mað- ur er úti að spásséra er sagt vin- gjarnlega „góðan dag" eða „gott kvöld", og þurfi maður að spyrjast til vegar, þá er oft ekið með mann, þangað sem maður vill fara. Það er svo víða hægt að verða var við þessa samhygð hjá fólki, jafnt í hversdagslifinu og við há- tíðlegri tækifæri. Núna, 26 árum eftir að ég var um skeið vinnumaður i sveit á ís- landi, er það raunar margt, sem ég get öfundað okkar kæru íslenzku vini af, og þessa dagana hef ég oft sagt: „Þú hefðir átt að vera kyrr hér á landi." En núorðið á ég mitt eigið heimili í mínu föðurlandi, og því held ég heimleiðis aftur, en með svo margar góðar minningar sem kjölfestu. Og þegar ég sný heim aftur, þá er ég sannfærður um, að það getur bæði verið til gagns og gleði að halda áfram norrænni samvinnu, og ég fer héð- an sem ennþá traustari stuðnings- maður og meðlimur Dansk-ís- lenzka félagsins. Við skulum þvi vona, að sam- vinna og gagnkvæmar heimsóknir eigi enn eftir að eflast á sem flest- um sviðum; á sviði fimleika, knattspyrnu, þjóðdansa og mörg- um fleiri sviðum. Ég er til dæmis með hjartanlegustu kveðjur með- ferðis til KR i Reykjavík frá As- næs Boldklub í Danmörku. Eins er mér kunnugt um, að þjóðdansar- arnir frá Ullensaker í Noregi hafa verið í heimsókn hjá þjóðdönsur- um hérna i Reykjavík. Við skulum því óska þessari samvinnu allra heilla og velfarn- aðar bæði nú og um alla framtið. Hjartanlegar kveðjur og þakkir til allra okkar íslenzku vina. Svend Aage Jensen. Hljómsveitin Crass kem- ur fram á friöartónleikum „Við krefjumst framtíðar!" er yfir- skrift hljómleika sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 10. september nk. Þar kemur m.a. fram breska hljómsveitin ('rass auk íslenskra krafta sem eru Megas, Tolli Morth- ens, Ikarus, Vonbrigði, Ego á.samt Bubba Morthens, Kukl og leikflokk- urinn Svart og sykurlaust. Að sögn aðstandenda þessara hljómleika eru þeir haldnir í þágu friðar og til að andmæla stríðs- rekstri og hervæðingu í heimin- um. Hljómsveitin Crass er valin með þetta í huga því að hún hefur mikið starfað að friðarmálum og öðrum þjóðmálum í sínu landi, en þetta verður í fyrsta sinn sem Crass leikur utan Bretlands. Götuleikhúsið Svart og sykur- laust verður með uppákomur víðs- vegar í Reykjavík frá 6. september og fram að tónleikunum, en þar kemur flokkurinn einnig fram. í tilefni af hljómleikunum verður gefið út blað þar sem hljómsveitin Crass verður m.a. kynnt ftarlega. Að sögn aðstandendanna verður tekið hart á áfengisneyslu og fólki umsvifalaust vísað út af hljóm- leikunum. Verð aðgöngumiða er kr. 250. Félagar úr leikhópnum Svart og sykurlaust, en þeir verða með uppákomur víða um bæj- inn frá 6. þ.m. og fram að tón- li'ikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.