Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 „ Umferð fylgja alltaf slys, vandinn er að fækka þeim' UMFERÐARMÁL hafa löngum verið ofark-ga á baugi, ekki síst hér á landi, þar sem margar ha'ttur lf.yna.st í umferðinni, sérstaklega í skammdeginu. Ýmislegt hefur ver- ið gert til úrbóta í umferðarmálum og nú síðast var efnt til Norræns umferðaröryggisárs. Þar sem um- ferðaröryggisárið er nú hálfnað, ræddi blaðamaður Mbl. við Val garð Briem, hrl., formann Umferð- arráðs og Umferðarnefndar Reykjavíkurborgar. Var Valgarð fyrst spurður um hvort Umferðar- ráð væri ánægt með árangurinn. „Að vissu marki," sagði Val- garð, „það er nokkuð erfitt að segja til um hvort sú slysafækk- un sem orðið hefur er viðunandi, eða hvort vænta hefði mátt betri árangurs. Það ber að hafa í huga að það fjármagn sem ríkissjóður lét í té til sérstakra aðgerða á þessu umferðaröryggisári var sáralítið, eða 500.000, og ef meta mætti fækkun slysa á móti því framlagi, þá hefur það vafalaust margborgað sig. Hins vegar er- um við í Umferðarráði ekki einir á báti í baráttunni gegn umferð- arslysum. Aðrir aðilar leggja þar verulega af mörkunum, bæði fé og sjálboðastarf. En þegar á allt er litið verð ég að játa að ég hefði vænst meiri fækkunar um- ferðarslysa, en raun hefur orðið samkvæmt slysaskýrslum Um- ferðarráðs." „Þá ber að hafa í huga," sagði Valgarð enfremur, „að fræðsla og ároður kemst seint til skila, en árangurs af starfi á vormán- uðum má engu að síður vænta að hausti. Margt í okkar starfi er ætlað til frambúðar, eins og áróður um bílbeltanotkun, sem ég tel að hafi borið verulegan árangur. Það er ánægjulegt að frétta að nokkrir þeir sem hafa lent í bílslysum, þakka bílbelt- unum lífbjörgina og það að meiðsl sín skyldu ekki verða al- varlegri. Á sama hátt er sorglegt til þess að vita hve margir hafa þessa lífsbjörg hangandi við öxl- ina, en slasast stórlega af því að þeir hafa látið ótekið eitt einfalt handtak." Valgarð Briem, hæstaréttarlögmað- ur, formaður Um- ferðarráds og Vm- ferðarnefndar Reykjavíkur. — Rætt við Valgarð Briem,formann Um- ferðarráðs og Um- ferðarnefndar Reykjavíkur — Hvernig eru slysatölur nú miðað við sama tíma í fyrra? „Umferðarráð ver miklum tíma og fjármagni til þess að afla upplýsinga um slys, orsakir þeirra og afleiðingar, eðli og að- ild. Á fyrri árshelmingi þessa árs urðu slysin alls 3.849, þar af 1.538 í Reykjavík. Það samsvarar 24 slysum daglega á landinu öllu, eða sem næst níu slysum á dag í Reykjavík. Auðvitað er það matsatriði, hvort þetta telst mikið eða lítið. Við gerum okkur grein fyrir því að umferð fylgja alla tið einhver óhöpp, vandinn er bara að fækka þeim. Á því hálfa ári sem liðið er urðu 203 slys á mönnum og sjö dauðaslys, 284 slösuðust og þar af 140 alvarlega. Átta manns lét- ust, það er tveir létust í einu banaslysi. Á sama tíma í fyrra höfðu 327 slasast, þar af 167 al- varlega og tólf látist, svo ekki ber að vanþakka þá framför sem orðið hefur. Hins vegar er stór- hættulegt að ofmetnast, enda skipast veður fljótt í lofti í þess- um efnum," sagði Valgarð. „Hættulegustu mánuðir ársins eru eftir og ef slakað verður á aðgæslunni, má búast við að allt fari úr böndunum. Að vísu virð- ist júh'mánuður hafa farið sæmi- lega úr hendi, þá slösuðust 71 á móti 90 í fyrra og 103 árið þar á undan. Einn lét lífið í umferð- arslysi, sem er það sama og gerðist í júlí undanfarin tvö ár. Reyndar þarf það engum að vera undrunarefni þótt slys verði í umferðinni og má raunar teljast þakkarvert að þeim hafi ekki fjölgað. Um síðustu áramót voru skráðar 106.459 bifreiðir í land- inu og hefur þeim fjölgað um nær 50.000, eða nálega tvöfaldast á síðustu tíu árum. Vegakerfið hefur að vísu batnað mikið á sama tíma, en eftir sem áður safnast hinn aukni bílakostur á tiltölulega þröngan þéttbýlis- kjarna og margfaldar þar með umferðarhættuna. Á sama tíma fjölgar svo stórlega í þeim ald- urshópum sem fá ökuréttindi í fyrsta sinni, og ungir ökumenn með takmarkaða akstursreynslu hafa eðlilega tilhneigingu til að láta „gamminn geisa fram."- — Hvaða aðgerðir eru fyrir- hugaðar, að hálfu umferðarráðs, síðari hluta ársins? „Þær aðgerðir sem eru á döf- inni hjá okkur munu beinast mjög að skólum og þeim breyttu akstursskilyrðum sem koma með minnkandi dagsbirtu og hættu á hálku. Eins ofmeta menn aldrei hættuna, sem er samfara því þegar börn flykkjast í bæinn úr sveitinni. Þar hafa þau verið til- tölulega örugg fyrir ógnum um- ferðar, en þau þarfnast endur- hæfingar í umferðarháttum, sem oft vill gleymast. Ferðir í og úr skóla eru sérstakur áhættu- flokkur, sem við gefum ekki nægan gaum. Umferðarhætt- urnar margfaldast á haustin og má því búast við slysaöldu sam- fara þessum mánuðum. Bera slysaskýrslur fyrri ára vott um það. Nú á í fyrsta skipti að hefja kennslu fimm ára barna í Reykjavík. Verði slík kennsla al- menn, fylgir því aukin umferð- arhætta sem verður að taka á í tíma. Umferðarnefndir sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið á efna til umferð- arviku, og er það gleðiefni. Verð- ur umferðarvikan haldin í byrj- un október á hverju svæði fyrir sig, en í samvinnu og fyrir til- stuðlan Umferðarráðs. Eg vona að þátttaka í þeim aðgerðum verði almenn, enda virðist áhugi fólks á umferðarmálum nú venju fremur lifandi." — Nú ert þú formaður Um- ferðarnefndar Reykjavíkur, jafnframt því að vera formaður Umferðarráðs. Hver er munur- inn á starfi þessara aðila? „Þar er nokkur munur á, Um- ferðarráð er skipað 17 fulltrúum ýmissa samtaka og stofnana. Ráðið kemur saman mánaðar- lega að jafnaði, en þar að auki starfar innan þess fjögurra manna framkvæmdanefnd. Um- ferðarnefnd Reykjavíkur er hins vegar ein fjölmargra nefnda sem borgarstjórn kýs að loknum borgarstjórnarkosningum. Hún er kosin pólitískri kosningu og er nú skipuð þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, einum full- trúa Alþýðubandalags og öðrum frá Kvennaframboðinu. Nefndin er ráðgefandi fyrir borgarráð og borgarstjórn og vísa þessir aðilar ótal erindum til hennar sem varða umferð og umferðaröryggi í borginni. Má nefna mál eins og einstefnuakst- ur, biðskyldu og stöðvunar- skyldu, stöðumæla og umferðar- ljós, svo eitthvað sé nefnt. Þá berast okkur enfremur erindi frá einstaklingum, foreldrum, kven- félögum .íbúasamtökum og fleiri aðilum varðandi umferð, slysa- hættu, hávaða og þess háttar. Nefndin skoðar öll mál og lætur í té umsagnir um þau, auk þess sem hún á sjálf frumkvæði í ýmsum málum. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að borgin hefur vaxið það ört á undanförnum ár- um að vonlaust er fyrir eina fimm manna nefnd að hafa auga með öllum hættustöðum. Vil ég því nota tækifærið og hvetja for- eldrafélög, íbúasamtök sem og ónnur samtök og einstaklinga til að aðstoða okkur með því að benda okkur á hvað betur megi fara í þeirra nágrenni. Betur sjá augu en auga. Umferðarnefnd hefur nokkuð fylgst með þróun umferðarmála á hinum Norðurlöndunum. Það er augljóst að við höfum veru- lega dregist aftur úr og okkur vantar reglur og heimildir, sem þar eru í gildi og spara mikið í vinnu og peningum. Má þar nefna að innheimta gjalda fyrir ólöglegar bifreiðastöður hefur verið gerð mun einfaldari og virkari en hér og freistast því ökumenn síður til að leggja bíl- um sínum á ólöglegan hátt í trausti þess að ekkert verði gert. Get ég bent á Noreg í því sam- bandi, en þar er ökutækið að veði fyrir sektinni og því hætta á að menn tapi bílum sínum ef ekki er farið eftir settum reglum. En tilraunir Umferðarnefndar til breytinga hafa brugðist enn sem komið er. Þá vil ég, fyrir hönd Umferð- arnefndar Reykjavíkur og Um- ferðarráðs óska eftir samvinnu allra aðila um að gera umferðina betri og hættuminni en nú er," sagði Valgarð Briem að lokum. ve Dagur þakkargjörðar — eftir Pétur Sigur- geirsson biskup Á sunnudaginn kemur, 4. sept- ember, er dagur þakkargjörðar í kirkjum landsins. Þá sameinast söfnuðir við messugjörðir í bæn og þökk fyrir allt það sem þegið hef- ur verið úr Guðs hendi og fyrir mildiríka handleiðslu hans á ís- lenzku þjóðinni. Síðasta kirkju- þing lagði til að slíkur þakkardag- ur yrði upp tekinn í kirkjunni: „Kirkjuþing ályktar, að fram fari árlega sérstakur þakkargjörð- ardagur í kirkjum landsins Drottni til dýrðar fyrir allar gjaf- ir hans." í bréfi til sóknarpresta hefi ég óskað þess að þennan messudag leggi þeir sérstaka áherslu á þakkargjörðina. Guð- spjall dagsins (14. sunnudag eftir þrenningarhátíð) greinir frá 10 líkþráum, er urðu hreinir fyrir lækningamátt Frelsarans. Einn þeirra sneri aftur, er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. (Lúk. 17:15.) Jesús spurði: Hvar eru hinir níu? I orðum hans má kenna sársauka, að þeir skyldu ekki líka tjá þakkir sinajv_____~- Boðskapur guðspjalisins hefur leitt til þess, að þessi sunnudagur hefur fengið ÞAKKARGJÖRD að yfirskrift. Páll postuli skrifar: „Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð." (Fil. 4:6.) Það er ekki að ófyrirsynju, að íslendingar eru minntir á þessa hófuðdyggð. „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur frá föður ljósanna." (Jak. 1:17.) í heimilislífi og á öllum sviðum mannlegra samskipta er þakklátsemi mikilvæg. Vanþakk- látir eru sjaldnast ánægðir með neitt, en þakklátt hugarfar marg- faldar góða hluti, vekur gleði og vellíðan. íslendingar hafa ríka ástæðu til að vera skapara sínum þakklátir fyrír allar gjafír hans, auðlind hafsins og jarðargróða, svo að eitthvað sé nefnt. „Guð gaf vöxt- inn." (1. Kor. 3:6.) Sú var tíð að íslenska þjóðin bjó við kröpp kjör og bjargarleysi, þegar hart var í ári og hamfarir náttúrunnar miklar. Nýlega var minnst Skaftárelda og móðuharð- inda fyrir 200 árum, þegar lands- menn urðu að þola linnulítil harð- indi og tíðar drepsóttir. Fyrir mátt trúar, vonar og bæna komst þjóðin í gegnum þá erfiðleika, og á nú við góð lífskjör að búa. Það ber að þakka forsjón Guðs, sem yfir landinu vakir og gefur hverja líð- andi stund. Að því víkur séra Hallgrímur í fyrsta passíusálmi sínum: Þurfamaður ert þú mín sál þiggur af Drottni sérhvert mál. Fæðu þína og fóstrið allt, fyrir það honum þakka skalt. Þegar fulltrúar á heimsþingi Alkirkjuráðsins í Vancouver lýstu hörmungum, sem fólk í heima- löndum þeirra á við að stríða, hugsaði ég oft heim til þeirrar yelmegunar og öryggis sem ríkir á íslandi. Svo virðist sem hvergi á byggðu bóli sé meiri ástæða til þess að fram fari dagur þakkar- gjörðar en á íslandi. Þegar við snúum okkur til Guðs með þakkir okkar, gerum við það í bæn og beiðni um, að hann líti í náð sinni til hinna þjáðu og undir- okuðu, hvar í heimi sem vera skal, að hörmungum linni og stríðandi þjóðum takist að semja um af- vopnun og réttlátan, kærleiksrík- an frið. Megi íslenska þjóðin sam- einast á sunnudaginn í þökk og bæn um „líkn í lífsstríði alda". Sumarslátrað í Hóiagarði. Ljósmynd Mbl. RAX. Bjóða sumarslátrað VERSLUNIN Hólagarður bíður nú viðskiptavinum sínum dilkakjöt af sumarslátruðu, að sögn Gunnars Snorrasonar kaupmanns, sem sagði einn aðila, Sigurð Pilmason á Hvammstanga, vera með sumar- slátrun. Gunnar sagði í samtali við Mbl., að verð á súpukjöti af sumarslátr- uðu væri 122,25 krónur kílóið, en verð á eldra kjöti væri 106,25 krónur. Hækkunin er því um 15%. Læri og hryggur af sumarslátruðu kostar nú 146 krónur hvert kíló, en kostaði 127,30 krónur. Hækkunin er því 14,7%. Lærissneiðar af sumarslátruðu kosta 171 krónu hvert kíló, en kostuðu 148,95 krón- ur. Hækkunin er því 14,8%. Heilir dilkar kosta nú 117,00 krónur, en kostuðu 101,20 krónur. Hækkunin erþvíl5,6%. —— *-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.