Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 19 ið í eigu sveitarfélaga í fjórðungn- um og hefur tekjur sínar af fram- lögum þeirra til hans. Sjóðurinn er að því leyti frábrugðinn þeim sjóðum sem íslenskur iðnaður á aðgang að í dag, að hann er fyrst og fremst áhættusjóður sem lánar út á góðar hugmyndir en ekki fasteignir. Þó sjóðurinn verði aldrei fjár- sterkur á hann að geta orðið gott verkfæri til eflingar iðnaðar, því skortur á fjármagni til vöruþróun- ar og nýsköpunar er tilfinnanleg- ur og er það eitt af aðalmarkmið- um sjóðsins að lána fé til og styrkja þessi málefni. Framboð á aðstoð við atvinnu- lífið er margskonar, en veitendur þeirrar þjónustu eru allir stað- settir á Reykjavíkursvæðinu sem veldur fyrirtækjum á landsbyggð- inni erfiðleikum við að nýta sér þjónustu þeirra. Iðnþróunarfélag- inu er ætlað að bæta hér úr og auka tengsl milli þessara stofnana og fyrirtækja í fjórðungnum. Einnig kemur félagið til með að vinna að því að halda starfs- greinaráðstefnur fyrir hinar ýmsu greinar iðnaðar þar sem rædd yrðu hagsmunamál og skipst á skoðunum. Auk þess mun iðn- þróunarfélagið aðstoða eftir föng- um við kannanir á nýjum við- fangsefnum í iðnaði, miðla upplýs- ingum um tækni og rekstarmál. I kjölfar þeirrar umræðu sem verið hefur um þessi mál hefur orðið vakning um iðnað og mögu- leika í iðnaði hér í fjórðungnum, og greinilegt er að mikill áhugi er fyrir þessari starfsemi," sagði Ásgeir að lokum. — Fréttaritari Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austfjörðum, sem nýlega var haldinn i Seyðisfirði. Treysti því að Austfirðingar vinni áfram að málefnum sínum með sama áhuga og hingað til — segir Vilhjálmur Hjálmarsson, sem nú lætur af störfum sem formaður SSA Þá má geta þess að Færeyingar hafa verið að veiða stórlúðu á línu hér úti fyrir í djúpkantinum og eru mjög ánægðir með árangur- inn. Þetta eru veiðar sem við eig- um að huga að, því ekki veitir okkur af. Einnig þurfum við að fylgjast betur með nýjum verkunaraðferð- um á þeim fiskitegundum, sem við nýtum nú þegar. Gæta verður að þegar veiðar eru hafnar á nýjum stofnum, að ekki verði útbúin á þann veiðiskap fleiri skip en svo, að afkoma þeirra er veiðarnar stunda sé tryggð, eins og oft hefur viljað brenna við, og kostar okkur ómældar upphæðir í breytingar á skipum og veiðarfærum sem ekki nýtast," sagði Aðalsteinn Valdi- marsson að lokum. — Fréttaritari SryAwrirAi, 28. ágúst. VILHJÁLMUR Hjálmarsson lætur nú af störfum sem formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga i Austur- landi, eftir þriggja ira stjórnarsetu. Mbl. bað Vilhjilm að skýra fri hver hann teldi vera stærstu málin, sem rædd voru i aðalfundi SSA i Seyð- isfirði. „Sveitarstjórnarmilin, laga- breytingar og sameining sveitarfé- laga eru mjög stór mil og var þeim ætlaður þarna rúmur tími," sagði Vilhjilmur. „Ályktanir fundarins um þau mil voru ekki yfirgripsmiklar. Þar var þó iréttað það sjónarmið að stuðla að samvinnu sveitarfélaga og sameiningu, þar sem vilji er fyrir hendi, en mótmælt lagaboði. Stjórn- inni var falið að boða til sérstakrar riðstefnu um þessi mil innan tíðar. Að öðru leyti vil ég minna á ályktun um byggðaþróun og orkumál. Samgöngumálin voru rædd að vanda og vil ég minna þar sérstaklega á tillögu um samstarf Austurlands og Færeyja. Ég tel að sambandið hafi verið mjög gagn- legt og oft hafi tekist innan vé- banda þess að sameina menn til átaka um hagsmunamál svæðis- ins. Það hefur verið náin og góð samvinna með sambandinu og al- þingismönnum kjördæmisins og því hefur í nokkrum tilfellum tek- ist að koma á fót gagnlegum stofnunum. Má þar nefna safna- stofnun Austurlands, og iðnþróun- arfélag. Orkumálin hafa löngum verið mál númer eitt á Austur- landi. Það hefur oft tekist innan SSA að ná samstöðu um þessi þýð- ingarmiklu mál. Hliðstætt því var þegar alger samstaða náðist um orkufrekan iðnað á Reyðarfirði. Það var síður en svo gefið fyrir- fram að slík samstaða næðist. Samgöngumálin hafa mjög oft verið til meðferðar hjá samtökun- um. Á sl. aðalfundi voru gerðar ítarlegar samþykktir um vegamál og einnig fjallað um aðra þætti samgöngumála. SSA hefur leitast við að styðja Flugfélag Austur- lands í erfiðri aðstöðu þess á síð- ustu misserum og hefur eindregið hvatt sveitarfélögin til að auka hlutafé sitt í félaginu. Nokkuð hefur einnig verið fjall- að um skipulagsmál samgangna á svæðinu, og hefur samgönguráð- herra, fyrir áeggjan SSA, skipað þriggja manna nefnd til að fjalla um samræmingu og skipulagningu samgangna á Austurlandi. Sigurð- ur Hjaltason, framkvæmdastjóri SSA, á sæti í nefndinni en formað- ur hennar er Ólafur St. Valdi- marsson, settur ráðuneytisstjóri. Eitt er það mál sem lá fyrir þessum fundi, og ég vil gjarnan minnast á, en það er um ræktun vatnasilungs í vótnum á Austur- landi. Innan SSA hafði verið rætt um nauðsyn þess að rannsaka bæri silungsvötn á Austurlandi, t.d. í Jökuldalsheiði. Fyrir milli- Vilhjilmur Hjilmarsson göngu Jónasar Hallgrímssonar, bæjarstjóra, barst stjórn SSA vitneskja um það í fyrrasumar að hugsanlegt væri að fá norrænan styrk í nánar tiltekið rannsóknar- verkefni. Stjórnin ræddi málið við Tómas Arabo, framkvæmdastjóra hins norræna sjóðs, og kom í ljós að einmitt rannsókn á fiskivötnunum þótti æskilegt verkefni að dómi sjóðsstjórnar. Sótt var um styrk- inn, hann veittur og nam 750 þús- und krónum, og rannsóknir hófust í sumar. Þær beindust að öllu í senn, fiskifræðilegum athugunum, veiðafæratilraunum og verkun aflans og sölu. Kom það skemmti- lega á óvart að silungurinn reynd- ist miklu vænni en búist hafði ver- ið við og markaður það mikill að ekki tókst að fullnægja eftirspurn. Samtals veiddust í tilraunum þessum fjögur til fimm tonn af silungi. Tilraununum verður væntanlega fram haldið næsta sumar og litið verður til annarra byggðarlaga á sambandssvæðinu. Eg vil að lokum geta þess, þegar ég læt af stjórnarstörfum í SSA, er mér margt í huga en nefni að- eins tvennt. Annars vegar er hættan á útþenslu, utanaðkom- andi aðiljar leita til sambandsins og vilja hengja á það nýja pinkla og sveitarstjórnarmennirnir sjálf- ir eru ekki alveg lausir við þessa tilhneigingu. í annan stað held ég að það væri til styrktar samband- inu að því yrði fenginn fastur samastaður og þá væntanlega þar sem flestir vegir skærust. Fyrst og fremst trúi ég því og treysti að Austfirðingar haldi áfram að vinna að málefnum sínum innan vébanda SSA með sama áhuga og samstarfsvilja og hingað til," sagði Vilhjálmur að lokum. — Fréttaritari J strandarsýslu og í sveita- hreppum Strandasýslu, en mest fjölgaði í Tálknafjarðarhreppi, Bolungarvík, Hólmavíkurhreppi og Reykhólahreppi og eru þessir fjórir hreppar með örari vöxt en landsmeðaltal. Þá kom einnig fram í erindi Guðmundar að lítil þjónusta væri helsta ástæða þess að fólk kjósi að búa á Vest- fjörðum, en þar er landbúnaður undirstaða atvinnulífs í 21 sveit- arfélagi og sjávarútvegur í 10 sveitarfélögum. Vísi að iðnaði er helst að finna á ísafirði og Reykhólum, en hæst er hlutfall þjónustugreina á fsafirði, Pat- reksfirði og Reykhólum. Ekki kvað Guðmundur óhagstæðar tekjur vera orsök brottflutnings, því að yfirleitt væru tekjur á Vestfjörðum hærri en landsmeð- altal. í ræðum framsögumanna kom almennt fram sú skoðun, að styrkja þyrfti atvinnulíf á Vest- fjörðum til muna, þannig að byggð mætti blómstra þar á komandi árum. Á þessu þingi lauk fyrra starfsári stjórnar Fjórðungssambands Vestfirð- inga, en í henni eiga sæti þeir, Guðmundur H. Ingólfsson, for- maður, Karl E. Loftsson, Eðvarð Stuluson, Ólafur Kristjánsson og Björn Gíslason. Fjórðungssamband Vestfjarða: Fækkun á Vestfjörðum með- an annars staðar fjölgar FJÓRÐUNGSÞING Vestfirðinga, haldið í Reykjanesi 27. og 28. igúst 1983, samþykkir eftirfarandi ilykt- un um byggða- og atvinnuþróun i Vestfjörðum: Vestfirðir eru eina kjördæmi landsins, þar sem bein fólksfækk- un hefur orðið um áratuga skeið. Þeirri þróun verður að snúa við. Fjórðungsþingið telur að það verði einkum gert með úrbótum í sam- göngu- og atvinnumálum, svo og með jöfnun upphitunarkostnaði. Höfuðatvinnugreinar Vestfirð- inga eru sjávarútvegur og land- búnaður. Hvergi á landinu gegnir sjávarútvegurinn jafn veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu og á Vestfjörðum. Þar af leiðandi hefur aflaminnkun, breytt aflasam- setning og versnandi afkoma í sjávarútvegi undanfarin ár komið harðast niður á Vestfirðingum. Sjávarútvegsfyrirtæki berjast í bökkum, jafnframt því að tekju- rýrnun hefur átt sér stað hjá sjó- mönnum og landverkafólki. Ýmsir erfiðleikar hafa steðjað að landbúnaði undanfarið á Vest- fjörðum sem og öðrum landssvæð- um. Slæmt tíðarfar og erfiðleikar í sölu sumra landbúnaðarafurða hafa valdið bændum búsifjum, og standa sveitir víða höllum fæti. Til að sporna við og snúa vörn í sókn bendir Fjórðungsþing Vest- firðinga á eftirfarandi atriði, sem þingið telur aðkallandi að hafi for- gang þegar leitað er leiða til að styrkja stöðu Vestfjarða: Fjórðungsþing Vestfirðinga tel- ur eitt meginhlutverk stjórnvalda að búa sjávarútveginum þau skil- yrði að vel rekin fyrirtæki hafi trygga atkomu, þannig að þau geti byggt sig upp á eðlilegan hátt. Við mótun fiskveiðistefnu, telur Fjórðungsþingið nauðsynlegt að tekið verði tillit til staðarkosta og Vestfirðingar fái að njóta nálægð- ar sinnar við gjöfug fiskimið. Fjórðungsþing vekur athygli á því að fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi í landbúnaði á Vest- fjórðum. Hefðbundnar búgreinar munu í fyrirsjáanlegri framtíð verða meginstoð landbúnaðarins. Mjólkurskortur er víða á svæðinu og skilyrði til sauðfjárframleiðslu óvíða betri, þar sem ekki er um ofbeit að ræða. Til viðbótar þessu þarf að huga rækilega að uppbyggingu nýrra búgreina og nýtingu hlunninda. I þessu sambandi vekur þingið m.a. athygli á eftirfarandi atriðum: Víða eru miklir möguleikar á fiskeldi. Refa og loðdýrarækt get- ur átt mikla framtíð fyrir sér í tengslum við hin stóru fiskiðjuver. A ýmsum svæðum eru góðar að- stæður til skógræktar og ylrækt- ar. Efla þarf nytjabúskap, svo sem æðarvarp og nýtingu á rekaviði. Samhliða aðgerðum til eflingar höfuðatvinnugreinanna, sjávarút- vegs og landbúnaðar telur Fjórð- ungsþing Vestfirðinga mikilvægt að renna fleiri stoðum undir at- vinnuuppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að Vestfirðingar sækja stóran hluta verslunar og þjón- ustu til höfuðborgarsvæðisins. Efla þarf þessar atvinnugreinar á svæðinu. Það, ásamt uppbyggingu iðnaðar, myndi skapa mörg ný at- vinnutækifæri á Vestfjörðum. Efla þarf menntir, menningu og félagslega þjónustu á svæðinu og myndi það verða Vestfirðingum til farsældar. Fjórðungsþingið ítrekar fyrri samþykktir um orkumál, og legg- ur áherslu á jöfnun orkuverðs milli landshluta, svo og nauðsyn þess að ætíð verði kostur á nægri og ódýrri orku. Ljóst er að stórbættar samgöng- ur eru grundvöllurinn að þróun eðlilegs mannlífs í fjórðungnum. I samgöngum er um bæði stór og smá verkefni að ræða sem krefjast vandaðst undirbúnings, eru kostn- aðarsöm en skila þjóðarbúinu arði þegar til lengri tíma er litið. Fjórðungsþing felur alþingis- mönnum kjördæmisins og stjórn FV að kynna ýtarlega fyrir stjórn- völdum vandamál Vestfirðinga í þessum efnum, og freista þess að fá fram viðurkenningu á nauð- synlegum aðgerðum til viðhalds og eflingar byggðar á Vestfjörð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.