Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 23
 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 23 Gífiirleg reiði í Bandaríkjunum Washineton. l.sept. Al'. ^"^ Washington, 1 wpt. AP. GÍFURLEG reiði einkenndi við- brögð bandarískra þingmanna viö ásökununum um að Rússar hefðu skotið niður suður-kóreanska far- begabotu með 269 manns innan- borðs. „Smánarlegt," „hryllilegt," „ámælisvert" voru nokkur þau lýs- ingarorð sem þeir notuðu. Forseti fulltrúadeildarinnar, Thomas P. O'Neill, kallaði atburð- inn „ótrúlega villimannlegan verknað." „Sómakært fólk um allan heim mun ekki gleyma þessum loft- hryðjuverkum eða afsaka þau. Bandaríska þjóðin eða þingkjörnir fulltrúar hennar munu vissulega ekki vísa þessu máli frá sér. Út- skýringar og afsakanir munu ekki nægja. Það eina sem dugir er bein ráðstöfun forystu Sovétríkjanna til þess að koma i veg fyrir að harmleikur sem þessi endurtaki sig," sagði hann. Patrick J. Leahy, öldungadeild- arþingmaður repúblikana, sagði: „allur heimurinn yrði að fordæma Thomas P. O'Neill þetta svívirðilega brot á alþjóða- lögum." Howard M. Metzenbaum, öld- ungadeildarþingmaður demó- krata, sagði, að ef Rússar hefðu grandað þotunni, myndi það hafa mjög neikvæð áhrif á viðræðurnar um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar og öll samskiptin við Rússa. Hann sagði að viðræður sem hann og fleiri öldungadeildarþingmenn hefðu átt við Yuri Andropov í Moskvu hefðu vakið vonir um að síðustu tillögur Andropovs gætu komið skriði á samningaviðræður Rússa og Bandaríkjamanna, en nú væri margt sem Rússar yrðu að útskýra. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, lagði til að kornsölusamningnum við Rússa yrði sagt upp, þótt það kæmi niður á bandarískum neytendum. Hann sagði að engin skýring gæti verið til á því að óvopnuð farþegaflugvél hefði verið skotin niður. Henry Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra, kvað Rússa hafa gert sig seka um „svívirðilegan, ófyrirgefanlegan verknað." Verkn- aður Rússa kallaði á „heilmiklar útskýringar". MIG-23-þota eins og þær sem eltu kóreðnsku farþegaþotuna. Sams konar atburður 1978: Þá fórust tveir far- þegar og tíu særðust New York, 1. september. AP. ÞAÐ hefur gerzt áður, að farþegavél frá Suður-Kóreu hafi villzt af leið og þá orðið fyrir árás sovézkrar her- flugvélar. Hinn 20. apríl 1978 réðst sovésk herþota af gerðinni MIG á farþegaþotu frá Suður-Kóreu með 110 manns um borð og neyddi hana til þess að nauðlenda á ísilögðu stöðuvatni í grennd við Murmansk. Tveir farþeganna biðu bana. Kóreanska farþegaþotan hafði villzt inn í sovézka lofthelgi og flogið yfir sovézku landsvæði í nær tvær klukkustundir, er hún var í farþegaflugi frá París til Seoul yfir norðurpólinn með við- komu í Anchorage í Alaska. Auk þeirra tveggja farþega, sem biðu bana, særðust 10 manns, er sov- ézka herþotan flaug í veg fyrir farþegavélina og skaut á hana með þeim afleiðingum, að gat kom á skrokk hennar. „Sovézk flugvél er að skjóta á okkur vinstra megin, einn Kóreu- maður er dáinn og annar maður, japanskur, er alvarlega særður ... og við föllum niður, niður, niður." Þannig skrifaði óttasleginn far- þegi, frú Seiko Shiozake, í dagbók sína, er þessi atburður gerðist. Farþegavélin féll úr 35.000 feta hæð niður í 3.000 fet á fáeinum mínútum og lenti að lokum á ísi- lögðu stöðuvatni, eins og að fram- an segir. Þar sem Suður-Kórea hafði ekki stjórnmálasamband við Sovétrík- in, sáu Bandaríkjamenn um samn- inga við Rússa og tókst eftir tvo daga að fá leysta úr haldi 106 manns og fengu einnig afhent lík þeirra tveggja sem fórust. Far- þegaþota frá Pan Am sótti síðan fólkið til Murmansk og flaug með það til Helsingfors í Finnlandi. Rússar höfðu hins vegar flugstjór- ann og loftsiglingafræðinginn í haldi eina viku til viðbótar. Flugstjórinn sagði síðar, að hann hefði villzt um 1600 km af leið sökum bilunar í loftsiglinga- tæki. Sovézka fréttastofan TASS hélt því fram, að flugstjórinn hefði ekki sinnt fyrirmælum sov- ézku herþotunnar um að lenda. Héldu Rússar því fram, að allt hefði verið gert til þess að gefa flugstjóra farþegavélarinnar merki um að lenda, þegar hún flaug inn yfir sovézkt landsvæði. En aðstoðarflugstjóri hennar hélt því fram, að þeir hefðu aldrei fengið neina aðvörun. Fylgst með afdrif- um þotunnar í radar Radarstöð í Japan, sem er mönnuð bandarískum hermönnum, hefur án efa rakið feril kóreönsku júmbó-þotunnar allt til eyðingu hennar, og það er eins víst að bandarískir leyniþjónustumenn hafí hlustað á samtal sovésku her- mannanna, sem skutu þotuna niður, að sögn heryfírvalda. Radarnum, sem staðsettur er á Misawa-flugvellinum nálægt nyrsta tanga japönsku eyjarinnar Honshu, er án undantekninga beint að vígi Sovétmanna við Sakhalin, 1367 km norður af Tokyo, og öðrum sovéskum her- virkjum á því svæði. Að því er starfsmaður bandaríska hermála- ráðuneytisins segir, flýgur ekkert yfir eða nálægt Shakhalin sem þeir fylgjast ekki með. Bandaríkjamenn hafa eftirlits- flug á þessu svæði 24 tíma á sól- arhring og hefði eftirlitsvélin get- að fylgst með þegar vélin var skot- in niður. Veður viða um heim Akureyri Amsterdam Aþcna Barcelona Berlín BrUssel Buenos Aires Chicsgo Dyllinni Feneyjar Frankfurt Fasreyjar Genf Helsinki Jerúaalem Jóhannesarborg Las Palmaa Lisaabon London Los Angeles Madrid Mallorka Miami Moakva New York Osló Paría Reykjavik Róm San Franaiaco Slokkhólmur Tókýó Vancouver Vin 6 alakýiaö 22 skýjaö 30 heiöakirt 28 rigning 27 heiðskírt 24 rigning 10 rigning 27 skýjao 20 heiðskirt 27 þokumóoa 29 akýjað 12 akýjað 27 akýjað 19 heiöskirt 34 heiðskirl 22 heiðskírt 25 léttskýjaö 25 skýjað 21 akýjað 33 akýjaö 31 rigning 26 léttskýjaö 26 skýjaö 31 akýiaö 20 heiðakírt 26 heiðskirl 13 skýjað 29 akýjað 8 lettakýjaö 31 heiöskírt 24 rigning 24 heiöskirt 29 rigning 22 skýjaö 25 heiðskírt Grænlandsjökull: Lík ítal- anna fundin Kaupmannahöfri l.september AP. ÍTÖLSK björgunarsveit hef- ur fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna sem týnd- ust á Grænlandsjökli 10. ágúst síðastliðinn. Hefur þeirra verið leitað síðan. Ekki hafði þó tekist að kom- ast að líkunum, en menn hafa gert sér grein fyrir því hvað aflaga fór hjá fjalla- köppunum. Felici Maggia, talsmaður ítalska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, sagði í gær, að það hefði reynst útilokað að komast að líkunum vegna slæmra aðstæðna. Hann sagði þó, að eitt líkið væri sýnilegt úr lofti og væri það hálfhulið snjó skammt frá jökulsprungu. Er kað- all þar sem liggur ofan í sprung- una. Virðist ljóst, að annar hinna hafi fallið í sprunguna og dregið þann þriðja með sér, eða að báðir hafi fallið. óljóst er þó hvort að sá sem ekki liggur í sprungunni féll í hana og komst upp úr aftur, eða hvort hann gat ekki losað sig frá taumnum eftir að félagar hans höfðu horfið í sprunguna. Mennirnir áttu aðeins 50 metra eftir ófarna á efsta tind „Hvíta turnsins", jökultinds sem gnæfir 2.100 metra upp í loftið. Björgun- arsveitarmennirnir hafa fleygt fram þeirri kenningu, að krapi hafi gert mannbrodda eins fjall- góngumannsins óvirka, hann hafi því runnið til með fyrrgreindum afleiðingum. \)m>\sssmm PXC2 1 ¦ II i f 1 klll1 \á 1 AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Bakkafoss 4. sept. City of Hartlepool 13. sept. i Bakkafoss 23. sept. City of Hartlepool 4. okt. NEW YORK Bakkafoss 3. sept. City of Hartlepool 12. sept. Bakkafoss 22. sept. City of Hartlepool 3. okt. HALIFAX City of Hartlepool 15. sept. City of Hartlepool 7. okt. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 4. sept. Eyrarfoss 11. sept. Alatoss 18. sept. Eyrarfoss 25. sept. FELIXSTOWE Alatoss 5. sept. Eyrarfoss 12. sept. Alatoss 19. sept. Eyrarfoss 26. sept. ANTWERPEN Álafoss 6. sept. Eyrarfoss 13. sept. Alafoss 20. sept. Eyrarfoss 27. sept. ROTTERDAM Álafoss 7. sept. Eyrartoss 14. sept. Alafoss 21. sept. Eyrartoss 28. sept. HAMBORG Alafoss 8. sept. Eyrartoss 15. sept. Alafoss 22. sept. Eyrarfoss 29. sept. WESTON POINT Helgey 3. sept. Helgey 14. sept. Helgey 27. sept. LISSABON Skeiðstoss 21. sept. Skeiðsfoss 17. okt. LEIXOES Skeiðsfoss 18. sept. Skeiðstoss 18. okt. BILBAO Skeiðsfoss 23. sept. Skeiðsfoss 13. okt. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 2. sept. Mánafoss 9. sept. Dettifoss 16. sept. KRISTIANSAND Dettifoss 5. sept. Manafoss 12. sept. Deetifoss 19. sept. MOSS Dettifoss 2. sept. Mánafoss 13. sept. Dettifoss 16. sept. HORSENS Dettifoss 7. sept. Dettifoss 21. sept. GAUTABORG Dettifoss 7. sept. Manafoss 14. sept. Dettifoss 21. sept. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 8. sept. Mánafoss 15. sept. Dettifoss 22. sept. HELSINGJABORG Dettifoss 9. sept. Mánafoss 16. sept. Dettifoss 23. sept. HELSINKI Irafoss 19. sept. L Irafoss 17. okt. GDYNIA &pj Irafoss 21. sept. ^H 19. okt. -f\ ÞORSHOFN S3§ Dettifoss 17. sept. r ¦^ A VIKULEGAF, , STRANDSI6LINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVtK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKI P *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.