Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Ljósmynd: Árni Johmten. Það eru stórvirk tæki sem gullskipsmenn á Skeiðarársandi nota, enda stórbrotið verkefni sem þeir fást við. Ljósmyndarinn brá sér með krók kranans upp í 40 m hæð og tók þessa mynd niður yfir hluta af þilinu þar sem það er 22 metra breitt, en það er hins vegar 60 metra langt. Þeir horfast þarna í augu kranamaðurinn og Ijósmyndarinn en við þilendann spjalla nokkrir gullskipsmenn saman. Þjóðminjavörður um Gullskipið: „Hollenzk menn- ingarverðmæti en ekki íslenzk" „Þjóðminjasafnið mun senda tvo fornleifafræðinga að gullskipinu svonefnda þegar farið verður að dæla, en safninu ber siðferðileg skylda til að fylgjast með þessu verki og aðstoða við það þótt safnið geri ekki tilkall til eins eða neins úr skip- inu og ætli sér ekki að taka það í sína vörzlu, enda er hér um að ræða hol- lenzk menningarverðmæti og minjar, en ekki íslenzk þótt skipið falli undir íslenzk lög," sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður, í samtali við blm. Morgunblaðið í gærkvöldi, en Þór var þá nýkominn af Skeiðarársandi þar sem hann kvaðst hafa átt góðan fund raeð gullskipsmönnum. Það eru fornleifafræðingarnir Guðmundur Ólafsson og Halldóra Ásgeirsdóttir, sem halda á sandinn um helgina, en Halldóra er sér- fræðingur í varðveizlu forngripa. Munu formleifafræðingarnir að- stoða gullskipsmenn eftir þörfum. f slenska ríkisstjórnin hefur boð- ið uppá viðræður milli Hollendinga og íslendinga um að Hollendingar eignist skipið. Gullskipið hf. hefur gert Hollendingum tilboð þar sem miðað er við að Hollendingar eign- ist skipið, en greiði leitar- og björgunarkostnað þess. Er þá mið- að við að þeir fái flakið sjálft ásamt öllum skipsbúnaði, þ.á m. vopnabúnaði, en hins vegar ekki farm né persónulega muni. Fjárlagagerðin bygg- ist á gengisstefnunni RAÐHERRAR og ráðgjafar þeirra í fjárlagafrumvarps- og þjóðhags- áætlunargerð sátu ríkisstjórnar- fund í gærmorgun, en ekki fékkst niðurstaða um grundvöll þann sem byggja á fjárlagagerðina og með- fylgjandi efnahagsákvarðanir á. Sú hugmynd er efst á borðum ráða- manna að miða skuli fjárlagagerð við gengi, en að hætt verði að Utlit fyrir sigur yfir Sviss ÍSLENSKA skáksveitin hafði hlotiö Vh vinning gegn Vz vinningi Svisslendinga, en tvær skákir fóru í bið, önnur betri fyrir íslendinga en hin Ivísýn, þegar Morgunblaðið hafði fréttir af heimsmeist- aramóti 26 ára og yngri, sem haldið er í Chicago, seint í gærkveldi, en þá var 10. um- ferð nýlokið. Skák Margeirs og Gobet á 1. borði fór í bið og er staðan tvísýn. Jón L. sigraði Trepp á 2. borði, eftir að Svisslendingurinn hafði misstigið sig í byrjuninni. Jóhann og Zuger gerðu jafntefli á 3. borði, en skák Elvars og Krahenbuhl á 4. borði fór í bið og virðist Elvar hafa betri stöðu. Kínverjar, sem voru í 2. sætinu á eftir Rússum fyrir umferðina í gær virtust vera að tapa stórt fyrir Vestur-Þjóðverjum, sem þýðir að Vestur-Þjóðverjar eru að verða einn helsti keppinautur ís- lendinga um verðlaunasæti, en fs- lendingar voru í 3. sæti fyrir um- ferðina í gær og hafa nokkuð góða möguleika á að komast upp i 2. sætið, ef fer sem horfir. Innbyrðis viðureign Bandaríkjamanna og Englendinga var í járnum og Rússar voru að gjörsigra Austur- ríkismenn, eins og búist hafði ver- ið við. Munum halda vöku okkar — segir Pétur J. Eiríksson hjá Samtökum áhugamanna um endurbætur í húsnæðismálum „VIÐ HÖFUM ekki fjallað sérstak- lega um hina nýju lánskjaravísitölu í þessum hópi," sagði Pétur J. Eiríks- son, hagfræðingur, einn meðlima í Samtökum áhugamanna um endur- bætur í húsnæðismálum, í samtali við blm. Morgunblaðsins, er hann var spurður um hugmyndir að nýjum grundvelli að útreikningi lánskjara- vísitölu. „Við höfum hins vegar alltaf lagt áherslu á að við viljum ekki falla frá verðtryggðum lánum. Við viljum borga okkar skuldir og við viljum ekki að ástandið verði eins og áður, að það sé gengið á sparifé barna, unglinga og aldraðs fólks. Við í þessum samtökum höfum alltaf talið, að þeir sem lána okkur fjármagnið eigi að fá sitt til baka aftur. Hins vegar sýnist mér að það sem nú er verið að gera við lánskjaravísitöluna sé fyrst og fremst leiðrétting, þannig að hún mæJi verðbólgu eins og hún er 1 rauninni, en ekki eins og hún var, og það út af fyrir sig er til bóta," sagði Pétur. „Við hittum nefndina, sem fé- lagsmálaráðherra hefur sett á stofn til að endurskoða lðg um húsnæðismálastofnun, og ítrekuð- um kröfur okkar, að við teldum einu raunhæfu lausnina vera þá, að lán yrðu hækkuð verulega og yrðu til lengri tíma, og það virtist einnig vera sú skoðun sem flestir nefndarmenn höfðu. Siðan rædd- um við talsvert um möguleikana á afturvirkni, sem er stórmál, því að það er svo margt fólk, sem hefur lent í verðtryggingu, en ekki notið þess sem átti að fylgja henni, þ.e.a.s. lengri lána, og er því í al- gerum vandræðum," sagði Pétur. Pétur sagði að þetta hefði verið jákvæður fundur, það væri aftur á móti annað mál hvað út úr honum kæmi. Þeir hjá samtökum áhuga- manna um endurbætur í húsnæð- ismálum myndu halda fund á sunnudaginn kemur. Þeir myndu halda áfram starfi sínu, hvort sem það yrði með viðtölum við ráða- menn eða einhverjum öðrum hætti. „Það má ekki Játa blekkjast af því, þó viðbrögð séu alls staðar jákvæð. Það er ákaflega auðvelt að tefja mál og gleyma síðan að fram- kvæma þau. Við munum því halda þessu máli vakandi," sagði Pétur að lokum. Rikisstjórnin stefn- ir að ákvarðana- töku á fundi árdegis reikna út frá gerðum hlutum. Ákveðin gengisstefna verði tilkynnt og síðan verði þjóðin að haga sér í samræmi við hana. Ríkisstjórnin kemur saman kl. 9 árdegis og gerðu menn sér vonir um það í gærkvöldi að unnt yrði að ganga frá þessari undirstöðu, svo unnt verði að Ijúka fjárlagafrumvarpsgerðinni út frá þeirri forsendu. Það er ljóst af þeim tölum sem liggja fyrir, að draga verður veru- lega saman seglin og er reiknað með samdrætti á öllum sviðum, — jafnt í framkvæmdum sem varðandi rekstur. Samkvæmt heimildum Mbl. verður ekki reikn- að með launahækkunum til opin- berra starfsmanna, nema þá mjög óverulegum. Nokkuð hefur verið tekist á um gengisstefnuna. Sumir vilja að gengi verði ákveðið fast, en aðrir telja slíkt ekki gerlegt og hafa ýmis orðtök verið notuð í um- fjölluninni, svo sem fast gengi, stöðugt gengi, sem næst stöðugt gengi o.fl. Samhliða gerð fjárlagafrum- varpsins og þjóðhagsáætlunar hefur verið unnið að lánsfjáráætl- un. Stefnt er að því að heildar- upphæð nýrra erlendra lána á ár- inu 1984 fari ekki yfir 3.500 til 4.000 milljónir króna, en heildar- upphæð þeirra í ár verður 6.000 milljónir kr., en það nemur 59% af þjóðarframleiðslu. Hin nýja stefna í uppbyggingu fjárlagafrumvarpsins, sem er til umfjöllunar í ríkisstjórn nú ár- degis, byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um en þar segir að festu eigi að skapa með raunhæfri gengis- stefnu, sem ásamt aðhaldssamri fjármála- og peningastefnu myndi umgjörð ákvarðana í efnahagslíf- inu. Þar segir einnig: „Að loknum aðlögunartíma beri aðilar vinnu- markaðarins ábyrgð á samningum um kaup og kjör í ljósi hinnar opinberu stefnu í gengis- og kjara- málum." Alaska: Mokveiði hjá íslensk- um laxveiðimönnum NOKKRIR íslendingar fóru nýlega ( laxveiðitúr til Alaska, í ána I'nalak- leet, en í þá á ganga um fimm millj- ónir laxa árlega. Blm. Morgunblaðs- ins niði tali af einum veiðimann- anna, Hauki Hjaltasyni, fram- kvæmdastjóra, og lét Haukur vel af ferðinni, sagði að áin væri gífurlega gjöful, enda hefðu menn mokveitt: „Það er ekki óalgengt að yfir fimmtíu laxar veiðist á dag á hverja stöng," sagði Haukur. „En það spillti fyrir ánægjunni að eina leiðin til að losna við laxinn var að kasta honum aftur út í á! Það voru engin tök á að hirða hann í nokkr- um mæli. Það hefði kostað of langt ferðalag að koma honum í verð og laxinn er fljótur að skemmast á þessum slóðum. Við fórum saman fimm Islend- ingar og átta Bandaríkjamenn, gamlir kunningjar sem hafa veitt hér á landi mörg undanfarin ár. Fimm daga börðum við ána, og notuðum ekkert annað en flugu. Stærðin á laxinum er svipuð þarna og við eigum að venjast hér heima, á bilinu fimm til sextán pund, en áin er að mörgu leyti áþekk Laxá í Þingeyjarsýslu, þótt hún sé reynd- ar töluvert lengri." Haukur sagði að veiðileyfin væru ódýr í þessari á, og væri það ekkert svipað því verði sem Islend- ingar eiga að venjast í eigin ám. Hélt hann að ferðin öll hefði kost- að ámóta mikið og veiðileyfin ein fyrir jafnmarga daga í íslenskri laxveiðiá. Samningar hafa enn ekki tekizt um leigu Eddu næsta sumar „ÞAÐ MA í raun segja að málið sé . biðstöðu, þar sem samningar hafa ekki tekizt um áframhaldandi leigu skipsins," sagði Þorkell Sigurlaugs- son, forstöðumaður áætlanadeildar Eimskips, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir því hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um áfram haldandi farþegaskipsrekstur af hálfu Eimskips og Hafskips á næsta sumri. „Við höfum tekið ákvörðun um að halda áfram næsta sumar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau eru helzt, að við viljum fá betra verð á skipið, auk þess sem við þurfum að fá breytt leigutím- anum, bæði hvað varðar lengd og tímasetningu," sagði Þorkell. Þorkell sagði aðspurður, að ekki væri um að ræða annað skip í verk- efnið. Á þessum tíma þýddi í raun ekki að ræða við menn um leigu skipa. Ekki væru gefin nein svör fyrr enn nær drægi þeim tíma sem skipið ætti að sigla. Það væri hins vegar alltof seint og því yrði að láta sverfa til stálsins varðandi pólska skipið á næstu vikum. Tfminn yrði að leiða í ljós hver niðurstaða málsins yrði. Aðsókn að Iðnsýningu '83; Stefnir í 70 þús. manns „Aðsóknin hefur þegar farið fram úr björtustu vonum, 55 þúsund manns hafa greitt inn á sýninguna, en sennilega hafa hátt í 60 þúsund séð hana. Ef fram heldur sem horfir má búasl við að sýningargestir verði alls um 70 þúsund," sagði Sigurjón Jóhannsson, blaðafulltrúi Iðnsýn ingar '83, en sýningunni lýkur nk. sunnudag. Að sögn Sigurjóns virðist fólk vera ánægt með sýninguna, og margir sýnendur hafa selt tölu- vert. Sýningin er opin í dag frá klukkan þrjú til ellefu, en húsinu er lokað klukkan tíu. Um helgina verður opið frá eitt til ellefu. Eng- in tök munu vera á því að fram- lengja sýninguna. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.