Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Minning: Þorkell Steinsson fv. lögregluvarðstjóri Fæddur 27. nóvember 1897 Dáinn 21. ágúst 1983 Þorkell Steinsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 21. ágúst sl. 85 ára að aldri eftir að- eins fárra daga sjúkdómslegu. Hann verður borinn til hinstu hvíldar í dag eftir langt, marg- þætt og mikið ævistarf. Horfinn er þar með af sjónar- sviðinu einn af mínum bestu vin- um og samferðamönnum á lífs- leiðinni og fækkar þeim nú óðum, sem átt hafa þess kost að upplifa allar þær framfarir og breytingar, sem orðið hafa á þeim tíma sem liðinn er af þessari öld. Þorkell Steinsson fæddist 27. nóvember 1897 í Miklaholti í Bisk- upstungum. Hann var sonur hjón- anna Steins Jónssonar og Ingunn- ar Þorkelsdóttur, sem þá bjuggu í Miklaholti, en svo fluttu að Skúfslæk í Villingaholtshreppi. Þar ólst því Þorkell upp á miklu myndarheimili foreldra sinna í stórum og glöðum systkinahópi og heimilinu vann hann svo auðvitað öll sín störf fram yfir tvítugsaldur eins og þá tíðkaðist um ungmenni í sveitum landsins. Útróðra stund- aði hann þá einnig í verstöðvum á vetrarvertíðum, og síðan sjó- mennsku á togurum, fiskverkun og ýmiskonar störf bæði til sjós og sveita þar til hann hóf starf í lög- regluliði Reykjavíkurborgar árið 1932. Starfi sínu sem lögreglumaður gegndi Þorkell svo með sinum al- kunna dugnaði og háttprýði i 32 ár, eða þar til hann lét af þvi starfi á aldursmörkum árið 1964, þá 67 ára að aldri. Eftir að hann hafði unnið lengi sem lögreglu- þjónn við hin algengu löggæslu- störf var hann síðustu árin varð- stjóri við fangageymslu lögregl- unnar. Ekki mun Þorkeli hafa fundist nein ástæða til að leggja árar í bát og hætta allri vinnu þegar hér var komið og lokið var lögreglu- mannsstarfinu, enda mun þá hið mikla starfsþrek hans hafa enn verði að mestu óbugað. Hann réði sig því þá fljótlega í nýtt starf hjá danska sendiráðinu hér í borg. Þar vann hann svo við góðan orðstfr fullt starf sem húsvörður og við ýmis konar þjónustustörf þar til hann var 79 ára að aldri. Mætti af því ráða hve vel hann hefur verið talinn hafa gegnt starfi sínu þar, að eftir að hann lét af því, var hann árlega síðan fenginn til að gegna því um stundarsakir í for- föllum eða fjarveru þeirra er í starfinu voru þar á eftir honum. Naumast þarf að lýsa nánar hvílíkur starfsmaður Þorkell var að hvers konar störfum sem hann gekk. Hann var karlmenni hið mesta. Hár maður vexti, glæsi- legur að vallarsýn, djarfur í fram- göngu, en skemmtilegur og manna glaðastur á góðra vina fundum. Aldrei mun Þorkell hafa efast um að mestu gæfuspor sín á lffs- leiðinni hafi hann stigið er hann ásamt nokkrum félögum sfnum var sendur til Skotlands þeirra er- inda að kenna mönnum þar í landi saltfiskverkun eins og hún þá gerðist hérlendis. Var það f Fras- erburgh í Aberdeenshire sem sú starfsemi fór fram og unnu þeir íslendingarnir þar við þetta í nokkra mánuði. Þarna kynntist Þorkell fljótlega góðri fjölskyldu James Ritchie, skipstjóra, og fékk hann elstu dótturina í fjölskyldunni, Margar- et, til að kenna sér ensku. Þegar þetta gerðist var Þorkell Steinsson 28 ára, en Margaret Jane Duthie Ritchie 18 ára að aldri og munu kennslustundirnar fljótlega hafa leitt til nánari kynningar og síðan ástar, sem áreiðanlega aldrei brást með þeim, Kela og Rítu, eins og þau ævinlega vildu vera nefnd af vin- um sínum og kunningjum. Að loknu fiskverkunarnám- skeiðinu eða nokkru síðar voru þau Keli og Ríta gefin saman í hjónaband í sóknarkirkju brúðar- innar. Að því loknu flutti svo hin unga og glæsilega skipstjóradóttir með Kela sfnum heim til íslands þar sem þau svo bjuggu æ síðan í farsælu hjónabandi þar til hún lést fyrir aldur fram hinn 25. febrúar 1976. En það var mikið áfall fyrir vin minn, Þorkel. Svo farsælt og ástríkt var þeirra hjónaband að fáir eða engir af þeim er til þekktu munu telja sig hafa kynnst öðru betra. 41 Það voru margir, sem kynntust hinu glæsilega heimili þeirra hjóna því gestrisni var þar mikil og þar var gott að koma. Það voru ekki aðeins vinir og kunningjar úr næsta nágrenni heldur einnig er- lendir gestir, margir frá ættlandi húsmóðurinnar og einnig víðar að, sem þar áttu margar ánægju- stundir og nutu þeirrar frábæru gestrisni. Þau hjón ferðuðust oft og mikið erlendis og eignuðust þar marga vini. Við, konan mín og ég, nutum oft í langa tíð gestrisni þeirra Rftu og Kela og áttum með þeim margar ánægjulegar stundir bæði á þeirra heimili og okkar. En einnig ferð- uðumst við oft með þeim bæði hér og erlendis, og betri ferðaféiaga var vart hægt að kjósa sér. Þau Þorkell og Ríta eignuðust þrjá syni og eru þeir þessir: Eric, lögreglumaður, kvæntur Sigríði Oddgeirsdóttur, Steinn, dýralækn- ir, var kvæntur Þorgerði Frið- riksdóttur, sem nú er látin, og Raymond, lögreglumaður, kvænt- ur Önnu Kjaran. Nú þegar vinur okkar hjónanna, Þorkell Steinsson, er kvaddur hinstu kveðju eru okkur efst í huga alúðarþakkir fyrir hans traustu og tryggu vináttu um margra áratuga skeið. Sonum hans og ástvinum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj ur. Ingólfur Þorsteinsson Minning: Kristín Sigurðar- dóttir frá Yzta-Gerði Fædd 22. ágúst 1893. Dáin 4. ágúst 1983. „Við fengum þá gæfu að gista gróandi jörð um skamma stund, en biðum þar aðeins byrjar um blikandi hnatta sund“ (D.St.) Hún var lögð til hinstu hvíldar að Möðruvöllum í Saurbæjar- hreppi, Eyjafirði, 12. ágúst sl. við hlið mannsins síns, Jóns Jónsson- ar, og þriggja elskaðra barna er þau misstu í blóma Iffsins. Einnig hvílir þar okkar elskaða móðir, Ragnheiður. Vinnudagurinn var orðinn langur hjá konu sem hafði vakað hjá vöggu þriggja kynslóða og þá er hvíldin kærkomin. Hún fékk að sjá góðan árangur af ævi- starfi sínu, það sýnir hinn efnilegi afkomendahópur. Börn hennar sem eftir lifa eru þrjú: Ragnheið- ur, Valdimar og Gunnbjörn. Barnabörnin eru 11 og langömmu- börnin 9. Hún naut þeirrar gleði að geta dvalið á heimili sfnu hjá yngsta syninum og konu hans, og hafa ástvinahópinn í nálægð sinni. Það var mikil samheldni í fjöl- skyldunni og sjálf man ég fáar helgar í sumarfríum mínum í 20 Miðstjórnarfundur Bandalags jafnaðarmanna: Askorun til stjórnarinnar um að kalla saman þing og afnema bráðabirgðalögin MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá miðstjórnarfundi Banda- lags jafnaðarmanna, dagsett þann 24. ágúst sl., þar sem skorað er á ríkis- stjórnina „að kalla saman þing og afnema bráðabirgðalögin hið snar- asta.“ í ályktuninni segir m.a.: „Bandalag jafnaðarmanna (lagði áherslu á það í kosningabaráttu sinni) að ef ekki yrðu gerðar viða- miklar breytingar á stjórnkerfinu, þá væri engra nýrra úrræða að vænta í stjórn efnahagsmála. Launaskerðing væri eina úrræðið sem núverandi stjórnkerfi byði upp á. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur æ betur kom- ið í ljós að málflutningur Banda- lags jafnaðarmanna um ógöngur íslenska stjórnkerfisins á við full rök að styðjast. í kosningunum 23. apríl sl. kaus þjóðin sér 60 alþing- ismenn sem ríkisstjórnin hefur meinað að koma saman fyrr en í haust. Þjóðkjörið þing er hunsað en löngu úreltum stjórnarskrár- ákvæðum um rétt til útgáfu bráða- birgðalaga er óspart beitt af hálfu ríkisstjórnar, sem I orði kveðnu sækir þó vald sitt til hinnar þjóð- kjörnu fulltrúasamkundu." Ennfremur segir í ályktuninni: „Bandalag jafnaðarmanna hefur lagt fram skýrar tillögur um að- skilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds og atburðir undan- farinna mánaða hafa sannað að fyllilega er tímabært að hugmynd- um af því tagi verði hrint í fram- kvæmd. Sjálfvirkni í fjárfestingu sem mótuð hefur verið á undan- gengnum áratug, verður ekki rofin nema með nýsköpun stjórnkerfis- ins og það er fjárfestingarþróunin en ekki launaþróunin sem sligar ís- lenskt efnahagslíf." ár, að fjölskyldurnar kæmu ekki saman í Yzta-Gerði, og alltaf var mamman, amman og langamman í miðjum hópnum, elskuð og virt af öllum. Sjálf naut ég ástar og aiúðar allra þessara barna og mér fannst aldrei sumar nema ég kæmist norður í Yzta-Gerði, þar var alltaf opið hús. Allir hennar afkomendur sem hafa stofnað sín heimili halda merki hennar hátt á lofti með einstakri gestrisni og myndarskap. Enginn staður er mér kærari í Eyjafirði, þar lifðum við margar unaðsstundir saman og eins hjá börnum hennar á Ak- ureyri. Nú er senn komið að sólarlagi hjá mér og skammt þar til ferjan mín tekur land á ströndinni hin- um megin við kvöldroðann. Þá veit ég að Kristín systir mín tekur á móti mér í sínu nýja Yzta-Gerði, hlý og brosandi eins og hún gerði ætíð þegar ég ók í hlaðið, því ég trúi því sem nafna hennar, hin dáða skáldkona úr Eyjafirði, Kristín Sigfúsdóttir sagði, „Ég vil því trúa að dauðinn sé ei dauði, en dýrðleg lausn frá eymd og sorg og neyð“. Þetta eru aðeins fáein kveðjuorð frá mér og börnunum og fjölskyld- um þeirra með ástarþökk fyrir allt frá fyrstu tíð. „Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl svo hátt til lofts og mjúkur barmur Jón Þ. Hinriks- Minning son Víst er engin veröld fegri til en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar." (D.St.) „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jenny Fæddur 17. mars 1918. Dáinn 26. ágúst 1983. í dag kl. 15 í Fossvogskapellu verður Jón Þ. Hinriksson frá Kirkjudal í Vestmannaeyjum jarðsunginn. Jón var fæddur á Fáskrúðsfirði 17. mars 1918, sonur hjónanna Snjófríðar Guðnadóttur og Hinriks B. Jónssonar. Hann ólst upp á Fáskrúðsfirði en fór ungur á vertíðir til Vestmanna- eyja þar sem hann síðan bjó í meira en 35 ár. Árið 1941 kvæntist Jón eftirlif- andi konu sinni, Sigurlínu Ólafs- dóttur, og átti með henni þrjú börn. Þau eru: Fríður, Hrefna og Baldur, og ólu þau einnig upp dóttur Sigurlínu, Sólrúnu. A með- an Jón bjó í Eyjum stundaði hann sjómennsku, bæði á togurum og bátum, og var hann mjög eftir- sóttur starfsmaður. Við Vest- mannaeyjagosið fluttist Jón upp á land og settist að í Hafnarfirði þar sem hann bjó til dauðadags. Hóf hann þá störf hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og vann þar þangað til hann varð að hætta störfum vegna heilsubrests árið 1982. Árið 1980 fór Jón að finna fyrir sjúkdómi þeim er að lokum dró hann til dauða. ómetanlegur var þá stuðningur starfsmanna Bæj- arútgerðarinnar við hann, því oft urðu þeir að senda hann í sjúkra-. bíl á miðjum starfsdegi upp á spít- ala og hringja svo til konu hans og segja henni að nú hefði Jón fengið áfall og þeir orðið að senda hann á spítala. Jón var hvers manns hugljúfi, glaðlyndur og einstaklega barn- góður. Hann var starfsamur og aldrei féll honum verk úr hendi. Bjartsýni Jóns og traust hans á læknum þeim er stunduðu hann var ógleymanlegt. Trúði hann því stöðugt að þeim tækist að lækna hann. Blessuð sé minning um góðan dreng. Hilmar Sigurðsson t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför tengda- fööur, afa og langafa, fSLHIFS HANNESSONAR, Fögrubrekku 11. Sórstakar þakkir færum viö stjórn og starfsfólki hjúkrunarheimilis- ins Sunnuhlíö, Kópavogi, fyrir ómetanlega aðstoö og hlýhug. Tómas Óskarsson, Anna Halldórsdóttir, börn og barnabörn. börn og barnabörn. 1£II 1| IVVBOJUKaTTI Hlýleg salarkynni fyrír erfisdrykkju og ættarmót. Upplýsingar og pantanir í síma 11633. LKvoáirud Caté Rosanberg. Lokað frá hádegi föstudaginn 2. sept. 1983, vegna jaröar- farar JÓNASAR SÓLMUNDSSONAR. Lindu-umboöiö h.f. Lokað föstudaginn 2. sept. 1983, vegna jaröarfarar JÓNASAR SÓLMUNDSSONAR. Smíöastofan Sólvallagötu 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.