Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Séð út ósinn. Laxinn gengur inn í kvíarnar þar sem hann er flokkaður í hólf eftir því hvort hann á að fara til klaks eða slátrunar strax eða seinna. Sonur Jóns er á „vaktinni". — A minni myndinni sést Jón róa til lands til að spjalla við blaðamennina. MorgunblaJið/ kee. Laxaseiðin ívöfalda þyngd sína á ári í sjó Rætt við Jón Sveinsson í Lárósi í LÁRÓSI í Eyrarsveit á Snsfells- nesi rekur Jón Sveinsson rafvirkja- meistari í Reykjavík hafbeitarstöð. í 18 ár befur Jón unnið þar mikið brautryðjendastarf sem ásamt öðru hefur sýnt mönnum fram á mögu- leika fiskræktar á fslandi. „Laxeldi verður orðin okkar stærsta atvinnu- grein eftir 10—15 ár", sagði Jón er Morgunblaðsmenn litu við hjá hon- um eða „Laxa-Jóni" eins og vöru- bílstjóri einn sem við spurðum til vegar nefndi hann. Jón var á „vaktinni" eins og konan hans orðaði það er við bonkuðum uppá í sumarbústað Jóns sem stendur við ósinn. En það felst í því að sitja á stól úti i ósnum og vera tilbúinn þegar lax- inn gengur inn í ósinn og kviarn- ar. Jón tók því Ijúfmannlega að spjalla við okkur enda litið að gera á „vaktinni" því Jítil von var á laxi þá stundina; aðalvertiðin búin og auk þess sem selur hafði sést við ósinn en hann fælir lax- inn frá því að ganga. „Ég er fæddur og uppalinn í koti hérna við ósinn sem Látravík heitir, þannig að mér er staður- inn dálítið skyldur," sagði Jón, er við spurðum hann um tildrög þess að stoðin var stofnuð. „Upp- hafið að laxeldinu má rekja til þess er ég og félagi minn keypt- um fjögur kot hérna við ósinn 1965 og gerðum stíflugarðinn. Hann er eins og meðal hafnar- mannvirki, 300 metra langur með flóðgátt og yfirfalli. Afmarkar hann 165 hektara uppistöðulón, svipað að stærð og Meðal/ellsvatn svo dæmi sé tekið, og er þetta vatn nú orðið eitt lífríkasta vatn á landinu. Þess vegna ná seiðin sjógöngustærð á 2 árum í stað 3 til 5 ára í laxveiðiám. Þetta vatn er nú orðið fullt af bleikju. Ég get sjálfum mér kennt um það, því þetta er draugur sem ég vakti upp á sínum tíma með því að sleppa silungaseiðum í það. Þau eru í samkeppni við laxinn en ég ræð ekkert við þetta lengur." — Hvernig gengur þetta starf fyrir sig, hvar takið þið laxinn t.d.? „Hann gengur hérna inn ósinn í torfum og inn í kvíarnar. Þar eru þeir flokkaðir í búr eftir því hvort þeir eiga að fara til slátr- unar strax eða seinna eða til klaks. Mest eru þetta einsárs lax- ar, 2,75 til 3 kg að þyngd sem gengið höfðu úr stöðinni sem seiði sumarið íður, 14 til 17 sm löng og 35 til 40 gr. að þyngd. Hann hundraðfaldaðist því að þyngd í sjónum á einu ári. Sá tveggja ára lax sem hefur skilað sér hefur verið upp í 18 pund stærst, en mikið þetta 11 til 12 pund. Þriggja ára laxinn (3 ár í sjónum) sem hefur skilað sér hef- ur verið alveg við 30 pund og 109 til 111 sm að lengd. Klaklaxinn er geymdur í búr- um fram í september, síðan er hann kreistur i húsi í lok október og allan nóvember. Seiðin koma í mars og þá sleppum við hluta seiðanna sem kviðpokaseiðum í uppistöðulónið en sumt ölum við í klakhúsinu fram í ágústlok er við sleppum þeim sem sumaröldum seiðum í lónið. Við kaupum einnig nokkuð af sjógönguseiðum sem við aðlögum í búrum í mánuð áð- ur en peim er sieppt. Sumaröldu seiðin fara síðan til hafs eftir 2 ár í lóninu en kviðpokaseiðin eftir 2 til 3 ár." — Hvernig hafa heimturnar verið? J sumar hafa komið á annað þúsund laxar í stöðina og enn eru þeir að ganga. Flesta laxa fengum við 1971, um 3000. Annars er það hlutfallið sem meira er að marka. Við slepptum 24 þúsund seiðum í fyrra þannig að hlutfallið það sem af er sumri er um 10%. Best- ur árangur náðist 1981 vegna sleppingar 1980, um 12%, en lak- astur hefur árangurinn verið 7,7%. Við erum núna með mjög at- hyglisverða tilraun í gangi, sem aldrei áður hefur verið gerð. Sleppt var merktum seiðum af sjö mismunandi stofnum; úr Grimsá, Þverá, Haukadalsá, Norðurá, Kollafirði og eldisseiði og náttúruleg seiði af Lárósstofn- inum. Fróðlegt verður að sjá hvaða stofnar skila sér best til baka. Hausar laxanna með ör- merkjunum eru sendir suður til Veiðimálastofnunar þar sem ver- ið er að vinna úr þessu. Það fylgja þessu laxeldi heilmikil ritstörf en þau eru unnin í visindalegum til- gangi, þau eru grunnar að því að vita hvað maður er að gera," sagði Jón Sveinsson að lokum. HBj. A sjóskíðum eða þannig... AUSTFIRÐINGAR hafa gert sér ýmislegt til dundurs í sumarblíðunni undanfarið. Sportbátasiglingar og sjóskíoaíþróttin eiga vaxandi vin- sældum að fagna austanlands jafnt sem annars staðar. Ekki þýðir að drepast ráðalaus ef sjóskíðin vantar. Hægt er að bruna yfir sjávarflötinn í kjölfar báts á ýmsan annan hátt en á sjó- skíðum. Hornfirðingurinn, sem sést á meðfylgjandi myndum, not- aði sér möguleika þá sem vélarhlíf af Volkswagen býður upp á og þeysti á henni um Hornafjarðar- höfn á dögunum. MorguiibUAM/SteÍMr. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.