Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinseptember 1983næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Séð út ósinn. Laxinn gengur inn í kvíarnar þar sem hann er flokkadur f hólf eftir því hvort hann á aö fara til klaks eöa slátrunar strax eöa seinna. Sonur Jóns er á „vaktinni". — Á minni myndinni sést Jón róa til lands til aö spjalla við blaöamennina. MorgunbiaðiO/ kee. Laxaseiðin tvöfalda þyngd sína á ári í sjó Rætt við Jón Sveinsson í Lárósi f LÁRÓSI í Eyrarsveit á Snæfells- nesi rekur Jón Sveinsson rafvirkja- meistari í Reykjavík hafbeitarstöö. í 18 ár hefur Jón unnið þar mikið brautryöjendastarf sem ásamt öðru hefur sýnt mönnum fram á mögu- leika fiskræktar á íslandi. „Laxeldi verður orðin okkar staersta atvinnu- grein eftir 10—15 ár“, sagði Jón er Morgunblaðsmenn litu við hjá hon- um eða „Laxa-Jóni“ eins og vöru- bílstjóri einn sem við spurðum til vegar nefndi hann. Jón var á „vaktinni" eins og konan hans orðaði það er við bönkuðum uppá í sumarbústað Jóns sem stendur við ósinn. En það felst í því að sitja á stól úti í ósnum og vera tilbúinn þegar lax- inn gengur inn í ósinn og kvíarn- ar. Jón tók því ljúfmannlega að spjalla við okkur enda lítið að gera á „vaktinni" því lítil von var á laxi þá stundina; aðalvertíðin búin og auk þess sem selur hafði sést við ósinn en hann fælir lax- inn frá því að ganga. „Ég er fæddur og uppalinn í koti hérna við ósinn sem Látravík heitir, þannig að mér er staður- inn dálítið skyldur,“ sagði Jón, er við spurðum hann um tildrög þess að stöðin var stofnuð. „Upp- hafið að laxeldinu má rekja til þess er ég og félagi minn keypt- um fjögur kot hérna við ósinn 1965 og gerðum stíflugarðinn. Hann er eins og meðal hafnar- mannvirki, 300 metra langur með flóðgátt og yfirfalli. Afmarkar hann 165 hektara uppistöðulón, svipað að stærð og Meðal/ellsvatn svo dæmi sé tekið, og er þetta vatn nú orðið eitt lífríkasta vatn á landinu. Þess vegna ná seiðin sjógöngustærð á 2 árum í stað 3 til 5 ára í laxveiðiám. Þetta vatn er nú orðið fullt af bleikju. Ég get sjálfum mér kennt um það, þvi þetta er draugur sem ég vakti upp á sínum tíma með því að sleppa silungaseiðum í það. Þau eru i samkeppni við laxinn en ég ræð ekkert við þetta lengur." — Hvernig gengur þetta starf fyrir sig, hvar takið þið laxinn t.d.? „Hann gengur hérna inn ósinn í torfum og inn í kvíarnar. Þar eru þeir flokkaðir í búr eftir því hvort þeir eiga að fara til slátr- unar strax eða seinna eða til klaks. Mest eru þetta einsárs lax- ar, 2,75 til 3 kg að þyngd sem gengið höfðu úr stöðinni sem seiði sumarið áður, 14 til 17 sm löng og 35 til 40 gr. að þyngd. Hann hundraðfaldaðist því að þyngd í sjónum á einu ári. Sá tveggja ára lax sem hefur skilað sér hefur verið upp í 18 pund stærst, en mikið þetta 11 til 12 pund. Þriggja ára laxinn (3 ár í sjónum) sem hefur skilað sér hef- ur verið alveg við 30 pund og 109 til 111 sm að lengd. Klaklaxinn er geymdur í búr- um fram í september, síðan er hann kreistur í húsi í lok október og allan nóvember. Seiðin koma f mars og þá sleppum við hluta seiðanna sem kviðpokaseiðum f uppistöðulónið en sumt ölum við í klakhúsinu fram í ágústlok er við sleppum þeim sem sumaröldum seiðum í lónið. Við kaupum einnig nokkuð af sjógönguseiðum sem við aðlögum í búrum í mánuð áð- ur en þeim er sleppt. Sumaröldu seiðin fara síðan til hafs eftir 2 ár í ióninu en kviðpokaseiðin eftir 2 til 3 ár.“ — Hvernig hafa heimturnar verið? „I sumar hafa komið á annað þúsund laxar í stöðina og enn eru þeir að ganga. Flesta laxa fengum við 1971, um 3000. Annars er það hlutfallið sem meira er að marka. Við slepptum 24 þúsund seiðum í fyrra þannig að hlutfallið það sem af er sumri er um 10%. Best- ur árangur náðist 1981 vegna sleppingar 1980, um 12%, en lak- astur hefur árangurinn verið 7,7%. Við erum núna með mjög at- hyglisverða tilraun í gangi, sem aldrei áður hefur verið gerð. Sleppt var merktum seiðum af sjö mismunandi stofnum; úr Grímsá, Þverá, Haukadalsá, Norðurá, Kollafirði og eidisseiði og náttúruleg seiði af Lárósstofn- inum. Fróðlegt verður að sjá hvaða stofnar skila sér best til baka. Hausar laxanna með ör- merkjunum eru sendir suður til Veiðimálastofnunar þar sem ver- ið er að vinna úr þessu. Það fylgja þessu laxeldi heilmikil ritstörf en þau eru unnin f vfsindalegum til- gangi, þau eru grunnar að því að vita hvað maður er að gera,“ sagði Jón Sveinsson að lokum. HBj. Á sjóskíðum eða þannig... AUSTFIRÐINGAR hafa gert sér ýmislegt til dundurs í sumarblíðunni undanfarið. Sportbátasiglingar og sjóskíðaíþróttin eiga vaxandi vin- sældum að fagna austanlands jafnt sem annars staðar. Ekki þýðir að drepast ráðalaus ef sjóskíðin vantar. Hægt er að bruna yfir sjávarflötinn í kjölfar báts á ýmsan annan hátt en á sjó- skíðum. Hornfirðingurinn, sem sést á meðfylgjandi myndum, not- aði sér möguleika þá sem vélarhlff af Volkswagen býður upp á og þeysti á henni um Hornafjarðar- höfn á dögunum. Morgunblað»ð/Stein»r.

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55869
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 199. tölublað (02.09.1983)
https://timarit.is/issue/119291

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

199. tölublað (02.09.1983)

Gongd: