Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Eiríkur Garðar Gíslason — Minning Fæddur 10. aprfl 1932. Dáinn 28. ágúst 1983. Sífellt erum við dauðlegir menn minntir á fallvaltleik lífsins og eilífa nálægð hins slynga sláttu- manns, „sem slær allt, hvað fyrir er", og æ því oftar sem lengra á ævina líður. Fyrir rúmu ári lék allt í lyndi er við ættingjar, tengdafólk og aðrir vinir samfögnuðum mági mínum, Eiríki Garðari Gíslasyni, á fimm- tugsafmæli hans, og enn 10. apríl síðastliðinn samglöddumst við fjölskyldu hans á fermingardegi yngsta sonar þeirra hjóna. Að einu leyti mátti þó greina að breyting var á orðin, því að sýnt var, að heilsa húsbóndans var nú ekki hin sama og áður. Hafði hann kennt óþæginda þá um skeið og stundum fengið kvalaköst, svo að hann mátti eigi sofa, en engum sagt öðrum en konu sinni. Hafði hann í fyrstu ekkert viljað úr þessu gera og jafnan haldið til starfa að morgni sem alheill væri. Að lyktum kom þó svo er á vorið leið, að hann leitaði læknis. Var þá ekki um annað að ræða en leggjast inn á sjúkrahús, enda reyndist hann heltekinn þeim banvæha sjúkdómi, sem flesta Islendinga leggur nú að velli, ekki síður fólk f blóma lífsins en hina öldruðu sveit. Sumarið leið, fyrst ef til vill í tvísýnni baráttu, en síðan var ljóst hvert stefndi. Þrisvar gat hann samt, þótt sárþjáður væri, verið heima með fjölskyldu sinni skamma stund og eitt sinn gerði hann það sem ég vil kalla afrek: reis úr rekkju og varð samferða nokkrum gömlum starfsbræðrum sínum niður í Dómkirkju að votta hinztu virðingu hinum aldna meistara sínum, Eiríki Ormssyni, rafvirkjameistara, við útför hans. En þá var líka skammt til enda- lokanna fyrir honum sjálfum. Garðar Gíslason, en þessu síð- ara nafni nefndu ættingjar hann að jafnaði, var fæddur hér í Reykjavík 10. apríl 1932, en af Árnesingum kominn í báðar ættir. Hann var yngstur sex barna hjón- anna Guðríðar Guðmundsdóttur frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi og Gísla Eiríkssonar frá Miðbýli á Skeiðum, er ung höfðu flutzt til Reykjavíkur. Gísli var alla tíð síð- an togaramaður, eftirsóttur af öll- Móöir okkar. t KRISTÍN KÁRADÓTTIR, Bergstaöaatræti 30, er látin. Jaröartörin hefur fariö fram. Karl P. Ólafsson. Þórir Ólafsson. t Bróðir okkar. GUNNAR E. GUDMUNDSSON, málari, lést á heimili sínu, Bræðraborgarstig 53, aöfaranótt 1. september. Systkinin. t Eiginmaöur minn, lést 31. ágúst. ARI GUÐMUNDSSON, deildarstjóri, Giljalandi 35, Mikkelína Siguröardóttir. t Faöir okkar, SVERRIR GEORGSSON, frá Akureyri, varð bráðkvaddur aö heimili sínu Hátúni 12, Reykjavík, 31. ágúst. Börn hins látna. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, HJORDÍS ÞORBJÖRG SIGURDARDÓTTIR, andaöist 31. ágúst. Kristinn Hallsson, born, tengdasynir og barnaborn. t Utför fööur okkar, ÁSGRÍMS GUNNARS ÞORGRÍMSSONAR, bonda, Borg, Miklaholtshreppi, veröur gjörð frá Fáskrúöarbakkakirkju, laugardaginn 3. sept. kl. 14.00. Ferð verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 9.30. Börnin. um skipstjórum, enda afkasta- maður við hvert verk. Síðustu árin var hann bátsmaður á togaranum Max Pemberton með Pétri Maack, skipstjóra, en drukknaði ásamt öllum skipsfélögum sínum er Max- inn fórst í ársbyrjun 1944. Vegna veikinda móður Garðars eftir barnsburðinn tóku hjónin Einar Eiríksson, föðurbróðir hans, og Oktavía Jónsdóttir, hann í fóst- ur, nýfæddan. Skyldi það aðeins vera skamma hríð, en fór á aðra lund, því að hjá þeim ólst hann upp sem þeirra barn. Fljótt kom í ljós að Garðari kippti í kynið um frábæra hand- lagni og verkhyggni, eðlisgáfur sem lengi hafa verið kynfylgja margra ættmenna hans, allt frá hinum alkunna hagleiksmanni, Ámunda smið, einum forfeðra hans, og raunar miklu lengur. Mátti um Garðar segja að allt léki í höndum honum. Ungur lauk hann námi í rafvirkjun og starfaði lengi við þá iðn, fyrst í Vélsmiðj- unni Sindra í tíu ár, en síðan hjá Bræðrunum Ormsson önnur tíu, bæði hér innan bæjar og víða úti á landi, en eftir það sjálfstætt. Þar kom þó, að hann vildi hasla sér völl á öðrum vettvangi. Hann hafði alltaf lifandi áhuga á öllum nýjungum í iðnaði og tækni, og varð það til þess að hann réðst í stofnun verksmiðjunnar Fag- plasts, sem framleitt hefur þak- glugga úr plasti, raflýst auglýs- ingaskilti hvers konar og raunar flestar plastvörur aðrar. Fór hann fjórum sinnum til Englands að kynna sér sem bezt slíka fram- leiðslu og fylgjast með framförum í hinni nýju iðngrein. Reyndist þetta allt koma í fyllingu tímans og þörfin brýn fyrir innlenda framleiðslu, er stæði hinni er- lendu fyllilega á sporði um verð og gæði. Árið 1959, 26. marz, steig Garð- ar það spor sem reyndist honum þó til mestra heilla í lfinu, en þann dag gekk hann að eiga heit- konu sína, Margréti Eyþórsdóttur, Jörgenssonar, og konu hans, Jó- hönnu Sigurðardóttur. Hefur hún verið honum traustur lífsföru- nautur og því betri sem meira lá við nú hina síðustu mánuði. Þau eignuðust fjóra syni en ólu auk þess upp dóttur Margrétar, Ingi- björgu, nú hjúkrunarfræðing á Borgarspítalanum. Synirnir eru Einar, sem starfað hefur með föð- ur sína, Eyþór húsasmiður, Ottó og Svavar, báðir námsmenn og enn í heimahúsum, allir gervilegir piltar og efnismenn. í faðmi þess- t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR, fré Bjarmalandi í Sandgerði, veröur jarösungin frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 3. sept. kl. 2. Helga Kristofersdóttir, Gísli Júlíusson, Oliver G. Kristofersson, Ingibjörg Jónsdóttir, Guölaug Kristofersdóttir, Guöjón Árni Guömundsson, Guörún Andrea Guömundsd. og barnabörn. t Faöir okkar. ÞORKELL STEINSSON, lögregluvaröstjóri, Búöargeröi 1, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. sept. kl. 15.00. Eric Steinsson, Steinn Steinsson, Raymond Steinsson. t Eiginkona mín, GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR, Beigalda, sem lést 29. ágúst, veröur jarösungin laugardaginn 3. sept. kl. 13.30 frá Borgarneskirkju. Jarðsett veröur að Borg. Fyrir hönd vandamanna, Árni Guömundsson. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA GUDBJORG PÁLSDÓTTIR, Grænumörk 1, Selfossi, veröur jarösungin frá Selfosskirkju laugardaginn 3. sept. kl. 3.00. Ólafur Fnöriksson, Alda Ó. Wessman, Ragnar Wessman og barnaböm. t Þökkum samúð og vinarhug viö andlát og útför STEINGERÐAR ÁRNADÓTTUR. Starfsfólki Reykjalundar skulu fœrðar sérstakar þakkir fyrir frá- bæra umönnun. Gunnhildur Arnadóttir, írena og Atli Örn Einarsson. arar stóru fjölskyldu á góðu heim- ili undi Garðar sér bezt, enda í eðli sínu maður heimakær. Hann var og dulur nokkuð um tilfinningar sínar, hlédrægur og frábitinn því að trana sér fram, en hjálpsamur og raungóður. Nú er hann fallinn í valinn langt um aldur fram. Það er þó mikil harmabót, að góður orðstír hans lifir meðal allra þeirra sem þekktu hann bezt, orð- stír þess manns, sem aldrei sóaði tíma sínum í fánýti heldur varði kröftum sínum til nytsamlegrar iðju, meðan ævin entist, lagði af mörkum sinn skerf til eflingar ís- lenzkum iðnaði, sem þjóðinni er svo nauðsynleg, og leitaði nýrra leiða. Um leið og ég votta fjölskyldu hans og öðrum ástvinum einlæga samúð mína, árna ég ungum og óbornum afkomendum hans þess hlutskiptis að mega njóta sömu gæfu sem hann. Jón S. Guðmundsson f dag er til moldar borinn Eirík- ur Garðar Gislason, rafvirkja- meistari, er lézt fyrir aldur fram, 28. þ.m., aðeins 51 árs að aldri. Vart óraði mig fyrir því að hann ætti ekki lengri lífdaga fyrir höndum, eins athafnasamur mað- ur og hann var og tengdur sinni fjölskyldu, sem hann reyndist svo vel að vart verður á betra kosið. Ég, sem kveð nú mág minn með þessum fáu línum, þakka honum og fjölskyldu hans allt það sem þau gerðu fyrir mig, ekki sízt þeg- ar ég átti sem bágast. Þá voru þau ávallt reiðubúin að hjálpa mér, og ótaldir eru þeir dagar og nætur sem ég var á þeirra heimili. Ég leitaði ekki annað, fannst ég vera heima hjá mér, sem ég og var. Hann átti góða konu og yndisleg börn, sem alltaf stóðu við hlið hans og móður sinnar, og munu standa við hlið hennar áfram. Hinn 21. ágúst eignuðust Einar, elzti sonur Garðars heitins, og kona hans, lítinn dreng. Fór hann heim af spítalanum sama dag og afi hans lézt, og var þar fæddur nýr Eiríkur Garðar. En sárast var að afa hans auðnaðist ekki að sjá hann, eins mikið og hann hafði hlakkað til þess. Ég vil að lokum þakka Garðari eða Gæa, eins og ég ávallt kallaði hann, fyrir allt sem hann og fjöl- skylda hans gerðu fyrir mig. Ég votta eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og tengdabörnum dýpstu samúð. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. S.E. Góður vinur okkar og félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu, Eiríkur Garðar Gíslason, framkvæmda- stjóri, er kvaddur burt eftir harða baráttu við sjúkdóm, sem að lok- um bar hann ofurliði þrátt fyrir hetjulega baráttu hans við þennan vágest. Er mér barst fréttin af láti Eiríks Garðars varð mér hugsað til baka, til þess dags í maí síðast- liðnum er hann hringdi til mín og bað mig að fylgja eftir verki, sem hann hafði, sem formaður styrkt- arnefndar Kötlu, tekið að sér og var ákveðinn í að koma áfram, því hann þyrfti að leggjast inná sjúkrahús í rannsókn. Þá grunaði víst engan hvað hann var orðinn sjúkur, enda bar hann sig vel. Þótt Eiríkur Garðar væri ekki búinn að vera mörg ár í Kötlu, þá hefur hann sýnt það í verki og stuðlað að því að gera veg Kötlu sem mestan tilað klúbburinn geti sinnt sfnu þjónustuverkefni sem best. í fé- lagsskap sem Kötlu tengjast menn sterkum vináttuböndum og við fráfall félaga úr okkar röðum ríkir mikil eftirsjá hjá okkur öllum. En við eigum góðar minningar um Eirík Garðar sem við munum geyma með okkur um ókomin ár. Ekki mun ég rekja ættir Eiríks Garðars, heldur vil ég þakka hon- um fyrir góðar samverustundir með Kötlufélögum. Eiríkur Garð- ar var giftur Margréti Eyþórs- dóttur. Fyrir hönd Kiwanis- klúbbsins Kötlu sendi ég Margréti og börnum þeirra hjóna okkar dýpstu samúðarkveðjur. Trausti Jóhannsson forseti Kötlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.