Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 in*f$tiitftfafeife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnus Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuoi innanlands. i lausasölu 18 kr. eintakiö. Breyttir tímar Um þessar mundir er kappsamlega unnið að samningu fjárlagafrum- varps fyrir árið 1984. Það getur skipt sköpum um árangur efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, hvern- ig til tekst. Fjárlagagerðin er óvenju vandasöm. í fyrsta sinn um langt árabil gerir ríkisstjórn alvarlega tilraun til að stöðva víta- hring stöðugra verðhækk- ana og gengislækkana. Það er erfitt að laga ríkisgeir- ann að þessum nýju að- stæðum. í fréttum Morgunblaðs- ins hefur komið fram, að við fjárlagagerðina er mið- að við óbreytt gengi krón- unnar á næsta ári. Þetta er auðvitað grundvallaratriði í verðbólgubaráttunni. Um leið og slakað verður á genginu er hætta á ferð- um. Þá hefjast almennar verðhækkanir á ný og trú almennings á gerðir ríkis- stjórnarinnar, sem er ein helzta forsenda þess, að þær beri árangur, bilar. Það mun ekki auðvelda ríkisstjórninni að fram- fylgja þessari gengis- stefnu, að ískyggilega horfir nú á mikilvægasta fiskmarkaði okkar í Bandaríkjunum. Fjárlagafrumvarpið byggir á óbreyttum laun- um opinberra starfs- manna. Að venju verður erfitt að sannfæra forystu- menn launþega um rétt- mæti slíkrar stefnu. Þeir, sem hafa vald til þess eru launþegarnir sjálfir. Efna- hagsstefna ríkisstjórnar- innar veldur verulegu tekjutapi ríkissjóðs á næsta ári, sem talið er nema um 1600—1800 millj- ónum króna í minni tekj- um af aðflutningsgjöldum og söluskatti en ella. Þetta tekjutap og margt fleira kallar á umtalsverðan nið- urskurð útgjalda. Margir aðilar sækja á um aukin útgjöld af ríkis- ins hálfu. Fagráðuneyti og stofnanir leiða fram rök fyrir nauðsyn útgjalda- aukningar hér og þar, talsmenn sveitarfélaga sækja um aukin fjárfram- lög í ýmsar framkvæmdir í sínum byggðarlögum. For- ráðamenn félagasamtaka og ýmiss konar hagsmuna- samtaka leita eftir fjár- stuðningi ríkisvaldsins við hin þörfustu verkefni. Þingmennirnir sjálfir hafa lengi verið mestir kröfu- gerðarmenn um margvís- leg fjárframlög úr ríkis- sjóði, sem þeir leita eftir til þess að fullnægja ósk- um stuðningsmanna sinna og kjósenda. Það skiptir miklu, að all- ir þessir aðilar geri sér ljóst, að nú eru breyttir tímar sem krefjast þess, að menn hugsi á annan hátt en tíðkast hefur um skeið. Úr ríkissjóði er enga pen- inga að hafa, gengisstefn- an veldur því, að svigrúmið til fjárútláta er einfaldlega ekkert og nú er komið að því, að ábyrgðarmenn rík- iskassans, ráðherrar, emb- ættismenn og þingmenn, verða að láta enda ná sam- an. Þær kröfur hafa þeir lengi gert til fólksins í landinu, heimilanna og at- vinnufyrirtækjanna, en ekki staðið sig sem skyldi 'sjálfir á þeim sviðum, sem þeir bera ábyrgð á. Ýmsar gerðir hins nýja fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, hafa vak- ið athygli á þessu sumri og þá ekki sízt sú ákvörðun hans að selja ríkisfyrir- tæki og hlut ríkisins í fjöl- mörgum atvinnufyrirtækj- um. Nú hefur Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, lýst stuðningi við þau áform í öllum meg- inatriðum og er þá tíma- bært að hefjast handa. Prófsteinninn á stefnu fjármálaráðherra og styrk hans við fjármálastjórn ríkisins kemur, þegar fjár- lagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi og bar- áttan hefst fyrir alvöru um það, hver hlutur ríkisins verður í fjármála- og efna- hagslífi okkar á næsta ári. Á úrslitum þeirrar baráttu veltur að verulegu leyti, hvort þessi ríkisstjórn veldur þáttaskilum í efna- hagslífi okkar, eða fyllir flokk þeirra fjölmörgu rík- isstjórna sem hefur ger- samlega mistekist á liðn- um árum. Keppendur og starfsmenn við íslandsrallið Ég kem aldrei íslendingar hugsa of mikið um peninga — segir Jean Claude Bertrand „í dag sagði ég í sjónvarpinu að ég kæmi kannski aftur ef hægt væri. f kvöld segi ég — ég kem aldrei aftur! íslendingar hugsa of mikið um peninga! í kvöld hef ég verið að fá allskonar reikninga, sem gera það að verkum að ég hef lítinn áhuga á því að koma aftur," sagði Jean Claude Bertrand, skipuleggjandi íslandsrallsins, er blaöamaöur Morgunblaðsins ræddi við hann er hann ásamt keppendum í rallinu hélt af landi brott með Eddunni á miðviku- dagskvöld. „Keppendurnir eru mjög óhress- ir. Eina almennilega fólkið sem við höfum kynnst hér er hjá Farskip og Morgunblaðinu, flestir aðrir hafa virst á móti okkur," sagði Bertrand. „Tryggingarfólkið var slæmt. Jafnvel í svörtustu Afríku myndu móttókurnar ekki hafa ver- ið jafn slæmar og hér. Fyrir þá fáu kílómetra sem ég hef ekið í rallinu hef ég þurft að borga 3000% meira en annars staðar sem ég hef skipu- lagt keppni." sagði Bertrand ómyrkur í máli. „Er ég kom hingað voru fjarskiptastóðvar mfnar teknar af mér, ég fékk aðrar lán- aðar í staðinn en þurfti þá að borga fyrir þær! Ég borgaði áðan LÍA flugfarmiða, bensín á bíla, bílaleigubíla og ég veit ekki hvað. Hvergi hefði þetta skeð nema hér að engin fórnar neinu. Menn virð- ast ekki skilja hverskonar gildi það hefur að fá alþjóðlega keppni hingað til lands. — Síðan borgaði ég um 70.000. krónur í aukatrygg- ingu fyrir keppnisbílana, en um daginn sagði LÍA mér að trygg- ingarnar á hvern bíl yrðu 20—40 dollarar, núna er sú upphæð allt í einu tvöföld! Ekki fékk ég að sjá neina kvittun eftir að hafa borgað þessa upphæð. Keppendurnir sögðu mér að borga ekki, þeir myndu standa með mér og verða eftir ef því væri að skipta, en ég fengið mig fullsaddan af vandræð- um hérna og borgaði, einnig er LÍA ennþá með 5.000 dollara og ávísun, sem ég lagði fram sem tryggingu, ég á enn eftir að fá þá peninga. „í mörgum löndum vilja yfirvöld borga stórfé fyrir að fá rallkeppni af þessu tagi til sín. Ég valdi ís- land af því að það er afskekkt og hefur upp á stórkostlegt landslag Jean Claude Bertrand Dofnað yfir Laxá í Dölum Mbl. fékk vikunni, að heldur treg undanförnu. urðardóttur Þrándargili, góð framan þær upplýsingar í veiðin hefði verið í Laxá í Dölum að Að sögn Erlu Sig- í veiðihúsinu að var veiðin þó afar af sumri, eða allar götur til 10. ágúst, en þá datt botninn úr öllu saman. Sagði Erla rúma 800 laxa vera komna á land, en veitt er á 7 stangir. Laxá hefur gruggast hvað eftir annað í úrkomutíð- inni, eins og margar ár aðrar, og hefur það eflaust haft sitt að segja. Eitthvað virðist vera að ganga enn af laxi, þannig sagði Erla að nýrunnir fiskar hefðu veiðst í síðustu viku. Meðalþung- inn er um það bil 7—8 pund, en stærstu laxarnir þrír 19 punda boltar. Veitt er til 20.september. Um 400 stykki úr Álftá Spútnikáin Álftá á Mýrum hefur verið jöfn og góð í allt sumar og oft í ágúst veiddist upp í nýsettan kvóta, sem er 10 laxar á stöng á dag. Veitt er á tvær stangir í Álftá. Páll Þorsteins- son, hreppstjóri í Álftártungu, tjáði blm. Mbl. í gær, að líklega væru um 400 laxar komnir á land úr ánni og hefði laxinn ver- ið vænni að meðaltali en oft áð- ur. Að minnsta kosti tveir 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.