Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 Svipmynd á sunnudegi Reagan og Marcos á góðri stund. Nú velta menn vöngum yfir þvi hvort Keagan afiýsi Filippseyjaheimsókn í nóvember. „Járnfiðrildið" sem vill að stjórnað sé með hjartanu — undirfórul. Imalda Marcos, fögur kona og Imalda og Fernand Marcos Þau forsetahjón Filippseyja, Fer- nand og Imalda Marcos, eiga ekki góða daga um þessar mundir. Eftir hið fólskulega morð á aðalkeppi- naut og andstæðingi Marcosar, Aquino, um síðustu helgi, safnast öll tortryggni umheimsins að þeim hjónum. Marcos hefur reynt að draga úr henni með skipun sér- stakar rannsóknarnefndar og með því að heita hárri peningaupphæð hverjum þeim, sem gæti gefið upp- lýsingar varðandi atburðinn. En allt kemur fyrir ekki. Marcos hef- ur áður reynt að firra sig sök, þeg- ar öll spjót hafa beinzt að honum. Og komið fyrir lítið. Hið eina sem mætti segja að gæti verið Marcos til varnar, er hversu fádæma und- arlega og kauðalega var að morð-. inu staðið, ef taka mætti þannig til orða. En einnig þá verður að hafa f huga, að Marcos og frú hans hafa áður beitt aðferöum, sem fiestir hafa séð í gegnum, þrátt fyrir yfir- lýsingar þeirra um hið gagnstæða. malda Marcos er ekki siður Ivaldamikil en forsetinn, maður hennar. Hún er fögur og fláráð og sögð vel gefin þótt skrúðmálgar yfirlýsingar henn- ar gefi það ekki sannfærandi til kynna. Þegar Fernand Marcos fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna fyrir tæpu ári, ræddi Imalda við blaðamann Newsweek og þar er ýmis „gull- korn“ að finna. Þegar hún var spurð um íburðarmikið lfferni, sem sumum þykir ekki beint við eiga á Filippseyjum, þar sem 45 prósent þjóðarinnar býr við sult- arkjör sagði hún til dæmis: „Ég hef alltaf sætt gagnrýni fyrir gimsteinana mína og það sem kallað er dýr lífsmáti og íburð- armikill. Og ég hef verið gagn- rýnd fyrir fegurðarskynjun mína. Ég mun halda áfram að vera „hermaður fegurðar" því að mannsandinn nærist á fegurð- inni ..." Og um stjórnmál og hennar metnað í því sambandi sagði hún: „Ég hef enga löngun til að verða forseti. Auk þess er ég nægjanlega klók til að viður- kenna að á Filippseyjum er enn karlmannasamfélag. Og ég vil ekki glata dulúð minni sem kona, sem byggir ákvarðanir sínar á því sem hjartað segir mér. Ég veit að yrði ég forseti myndi ég stundum þurfa nota höfuðið til að taka ákvarðanir og ég vil fá að vera kona ... alltaf og skil- yrðislaust. Ég lít á stjórnmál líkt og list og sjálf er ég lista- maður. En stjórnmál geta orðið ljót og sóðaleg, því að stjórn- málamönnum hættir til að vera þau oftast barin niður með hörku. Oft hefur komið til átaka milli múhameðstrúarmanna og kristinna manna en eiginhagsmunaseggir og upp- teknir af sjálfum sér í öllu tilliti. Þeim hættir til að láta eigin þarfir sitja í fyrirrúmi, í stað þess að hugsa um hag fólksins u F á u m blandast hugur um, að Imalda Marcos hugsar býsna oft um sinn eigin hag áður en henni dettur í hug að veltu fyrir sér hvað þegnum hennar hentar. Hún á stórkostlegar eignir á Fil- ippseyjum og hún hefur hvorki fyrr né síðar gert neitt í þá átt að bæta hag hinna snauðu. Hún er haldin valdafíkn og hefur stutt dyggilega við bakið á manni sínum bæði áður og eftir að hún varð varaforseti landsins. Meðal landa sinna er hún kölluð „járnfiðrildið". Það segir tölu- verða sögu. ernand Marcos er fæddur 11. september 1917. Hann Iærði lögfræði við háskól- ann í Manilla. í heimsstyrjöld- inni síðari gegndi hann herþjón- ustu í filippínska hernum og í þeim bandaríska og hann kom upp á eigin spýtur upp sérþjálf- uðum sveitum, sem börðust gegn Japönum. Hann þótti sýna hugprýði og fékk aðskiljanleg heiðursmerki fyrir táplega framgöngu. Hann varð sérlegur ráðgjafi Manuels Roxa forseta landsins árið 1946 og tók þá að láta verulega að sér kveða. Hann var kosinn í fulltrúadeild þings- ins árið 1949 og sat þar í tíu ár. Síðan náði hann kosningu til öldungadeildarinnar árið 1959 og sat þar til ársins 1966. Hann þótti harðduglegur þingmaður og fylginn sér, en ekki alltaf vandur að meðulum, þegar í hlut áttu pólitískir andstæðingar. Enda var hann svo sem ekki einn um það að beita umdeildum aðferðum og það er í raun og veru ekki fyrr en eftir að hann varð forseti árið 1965, sem hann fór að sýna klærnar. Hann varð fljótlega mjög einráður, að því undanskildu að Imalda kona hans varð hans hægri hönd og hollasti ráðgjafi. Hann lét hand- taka pólitíska andstæðinga sína og margir hurfu og sporlaust, án þess að réttarhöld væru haldin yfir þeirm. Hann hallaði sér mjög að Bandaríkjamönnum og gerði sér grein fyrir því, að það var mikilvægt fyrir þá að eiga ítök á Filippseyjum. Hann ól á kommúnistahatri og kommún- istahræðslu meðal landa sinna og í hvert skipti sem pólitískur andstæðingur var handtekinn var gripið til að stimpla hann kommúnista. Trúarátök og ættflokkaerjur settu svip sinn á þessi ár og Marcos lét jafnan lögreglu og her, sem fram til þessa hafa stutt hann dyggilega, berja óeirðirnar niður með mik- illi hörku. Engu að síður var Marcos þó endurkosinn árið 1969, en mikil óánægja var þá með stjórn hans og árið 1973 ákvað hann að setja á herlög og hætti við að efna til forsetakosn- inga. Hann stóð þá höllum fæti og Benigo Aquino hefði að flestra dómi borið af honum sig- urorð í kosningum. Marcos framlengdi forsetatímabil sitt til ársins 1987 og var mál rnanna, að hann ætlaði þá að sjá til þess, að Imalda tæki við af honum. En auk þess að vera varaforseti gegnir hún for- mennsku í ýmsum meiriháttar nefndum, stjórnum og ráðum á Filippseyjum. ó svo að Marcos nyti án efa Þtrausts og vinsælda þegar hann var að brjóta sér braut til frama, hefur þó innan- lands ólga sjaldan verið langt undan. Og hann hefur hert mjög tökin á síðustu árum. Þó að her- lög hafi að nafninu til verið numin úr gildi býr almenningur bæði við ótta og öryggisleysi, að ekki sé nú minnst á að hinir fá- tæku verða sífellt fátækari. Efnahagsmál eru í miklum ólestri og gagnstætt við ýms ríki í þessum heimshluta, þar sem segja má að einræðisstjórn sé. Það er t.d. Singapore og Suður- Kórea — hefur orðið mikil fram- leiðsluaukning og hagur fólks hefur stórbatnað. Það sama á ekki við um Filippseyjar og á vitaskuld sinn þátt í ólgunni. Hagvöxtur var um sex prósent á fyrsta stjórnarári Marcosar, en hefur minnkað og var í fyrra rösklega þrjú prósent. Erlendar skuldir hafa safnast upp og voru í fyrra um sextán milljarðar dollara. Verðbólga er um tólf prósent og eins og áður getur búa um 45 prósent þjóðarinnar „undir sultarlínunni". Manilla þenst út þar rísa kofar og hrófa- tildur og fólk reynir að draga fram lífið, en atvinnutækifærum hefur fækkað og ástandið versn- ar auðvitað enn þegar fólk streymir frá öðrum eyjum til höfuðborgarinnar. En þar sem ekki hefur verið hlúð að at- vinnuvegum né gert neitt í því að leysa þau vandamál sem mikil fjölgun hefur í för með sér er raunar flest í ólestri á Filipps- eyjum. Það blasir kannski ekki við fyrstu sýn. En það er fjarska grunnt á erfiðleikunum og hatr- inu í garð „járnfiðrildsins" og eiginmanns þess. Nýliðnir at- burðir hafa verið eins og olía á eld. Og þau hjón hljóta á ein- hvern hátt að eiga eftir að súpa seyðið af því harðræði sem meg- inþorri Filippseyinga er beittur. (Heimildir Neewsweek, AP, Far Eastern f>onomir Review o.n.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.