Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
52
úU W { y
JÉhc J
.wsam
Tom Martin og Mariella, kona hans, á siglinu upp Zambesi-fljót. Þau bjuggu lengi í Reykjavík,
en hann var forstðóumaður Menningarstofnunar Bandaríkjanna, en eru nú í Botswana, þar sem
þau tóku á móti Pétri og Sigrfði.
Fílapabbi stóð beint fyrir framan bflinn, reiðubúinn til varnar, meðan hjörðin hans gekk yfir
stíginn fyrir aftan hann. Þegar hettan var liðin hjá fylgdi hann á eftir.
Sigríður með íslenskri konu, Hildu Chilling, sem býr í Jóhannesarborg. Myndin er tekin á f Kalahari-eyðimörkinni. Termítaþúfa stendur upp úr grasinu, en þ*r geta orðið tv*r mannhæð-
heimili hennar. ir. Termítadrottingin lifir í miðri þúfunni, og termítarnir afla henni f*ðu.
hús. Þar fyrir utan er ekkert ann-
að en strákofar, sem innlendir
kalla Rondevals, en það er gamalt
hollenzkt heiti frá tímum Búanna.
En allt er þar prýtt, kofarnir og
þeir fáu garðar sem þeir hafa í
kringum þá. Hvert sem litið er
blasa við augum fegurstu Bugen-
villur í öllum litum og þær
blómstra allt árið um kring. Þetta
er óskaplega fallegt. Hvítt fólk,
sem mest er sendiráðsfólk og fólk
sem sest hefur að vegna einhverra
starfa, býr í góðum húsum með
fallegum görðum og strákofum f
kring. Svartir verðir eru jafnan
við húsin. Gabaroni er þó 50 þús-
und manna borg.“
Leynifundir í
eyðimörkinni
—„Fyrir utan borgina er þó eitt
frægt og sérkennilegt hótel,
Hollyday Inn. Þar er spilavíti, sem
Suður-Afríkumenn sóttu mikið
meðan spilabankar voru bannaðir
í þeirra landi. Nú er þetta hótel
orðið samkomustaður alllitríks
hóps. Þar koma sendiboðar Jonas-
ar Savimbi, uppreisnarmanns
Unita-hreyfingarinnar, sem berst
gegn kommúnistastjórninni í
Angola, fulltrúar Swaapo, sem
berst gegn yfirráðum Suður-
Afríkumanna í Namibíu, einnig
sendimenn uppreisnarmanna í
Mozambik, Suður-Afríkumenn
senda sína menn og ofan á allt
þetta hittast þarna sendimenn frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Rúss-
landi og Frakklandi. Þarna tala
þeir saman, að því er virðist í
bróðerni, og hverfa svo hver í sína
áttina út í nóttina. Þarna eru 4—5
barir, og kvenfólkið, sem venju-
lega er þar, víkur orðalaust af
staðnum, þegar þessir menn koma
inn og setjast á rökstóla og skipt-
ast á upplýsingum. Tom Martin
fór með mig inn á einn þessara
bara og við gátum virt fyrir okkur
mennina sem voru að tala saman.
Hann þekkti suma þeirra. Sjálfur
hafði ég aðeins hitt einn þeirra í
bænum, Rússa, sem vann að því að
fá lengingu á flugvöllinn, til þess
að geta tekið á móti Aeroflot-
flugvélum beint frá heimalandinu.
Flugvöllurinn þarna er lítill, enda
lenda þar ekki nema flugvélar
Suður-Afríkufélagsins og flugvél-
ar frá þeirra eigin félagi. Nei,
enga blaðamenn sá ég þarna eða á
hótelinu. Þessum óformlegu þreif-
ingum er haldið utan við umtal, en
svo fara samningafundir fram
annars staðar.
—Botzwana er nú frjálst lýð-
veldi. Var áður verndarsvæði
Suður-Afríku og háð henni um
marga hluti, enda liggur það
hvergi að sjó. íbúar munu vera um
800 þús. í öllu landinu, að mér var
sagt. Við dvöldumst þar í hálfan
mánuð, því við ætluðum í ferð til
norðurhéraðanna, fylgja dýrunum
til að sjá þau þegar þau kæmu að
vatnsbólunum. En norður að fljót-
unura miklu eru um 1000 km. Þeg-
ar við vorum að fara frá Gabaroni
eftir 2 vikur, var vatnsþurrðin þar
að verða svo mikil að sendiráðin
voru farin að gera ráðstafanir til
að safna vatni eða fá það með
tankbílum frá Suður-Afríku. En
stutt var til forsetakosninga og
enginn forseti þorir að skammta
vatn rétt fyrir kosningar."
Eiturslöngur
í Kalahari
— Við þekkjum svo lítið til eyði-
marka. Segðu okkur meira frá
Kalahari-eyðimörkinni og ferð
ykkar norðureftir.
—„Dagleiðirnar þar eru svo
langar að stendur á endum að ná
til byggða með benzín og annað
sem þarf. Því urðum við að hafa
með okkur bæði drykkjarvatn á
flöskum, mat og benzín. Við ókum
inn í eyðimörkina og komum í
þorpin, sem myndast hafa kring-
um vatnsbólin. Sameiginlegt er
með þeim að þar er lifað frum-
stæðasta lífi í Afríku. Folkið geng-
ur berfætt, stöku maður hefur náð
sér í litrík föt, annars er hann eins
og hann er af guði gerður. Mikill
sóðaskapur er í kringum þorpin.
Þeir lifa á nautgripum eða rækta
einhverja ávexti. Auk þess er
þarna að finna Norðmenn, Dani og
Svía, sem veita landinu efnahags-
lega hjálp, og sumir fá vinnu hjá
þeim. Þá hittum við raunar líka í
Kenýa og Tanzaníu.
—Molepoele heitir lítið þorp,
drjúgan spöl frá höfuðborginni.
Þar var varla nokkur hundur, sem
ekki var blindur eftir slönguna,
sem nefnd er Spitting Copra.
Hunda þurfa menn að hafa vegna
nautgripanna. Maður verður að
fara mjög varlega í Kalahari-
eyðimörkinni, því þar er svo mikið
af eiturslöngum. Þær eru litlar en
baneitraðar margar, svo að inn-
fæddir segja að maður sé dauðans
matur ef maður ekki nær í móteit-
ur innan 15 mínútna. Sjálfir safna
þeir móteitri úr slöngunum og það
er til f þorpunum og bæjunum.
Þarna er græn mamba, svört
mamba, sem getur stokkið mann-
hæð upp í loftið, og ein sú versta,
spýtimamban, sem getur spýtt
eitrinu tveggja metra vegalengd.
Það gerir hún helst á nóttunni.
Sér þá augun í myrkrinu og spýtir
í þau og blindar. Við lentum í því
síðar að svört mamba stökk skyn-
dilega fram úr runna og upp á
framrúðuna á bílnum í einu
stökki. En slöngurnar höfðu ein-
mitt leitað svo mikið til byggð-
anna um þetta leyti, þar sem fæða
þeirra, mýs og önnur nagdýr, voru
ýmist dauð eða höfðu leitað þang-
að undan þurrkunum. Tom Martin
hafði einn daginn fundið svarta
mömbu við laugina sína. Og fleiri
kvörtuðu undan því að slöngur
hefðu komið inn í garðana. Allir
hafa þó ketti, sem halda slöngun-
um í burtu. Kötturinn hefur lært
að forða sér, jafnvel undan spýti-
slöngunum, þótt hundarnir hafi
ekki roð við þeim.
— Annað furðulegt sáum við í
eyðimörkinni í Botswana. Þar eru
víðsvegar skrýtnar strýtur, þær
hæstu tvær mannhæðir. Þetta eru
termítabú, en tel-mítarnir hegða
sér svipað og maurar. Inni í hverri
strýtu er ein drottning, gríðarstór
og feit. Stríðalin af termítunum.
Hún er hjartað í hverju búi.“
—Hvernig þolduð þið hitann?
Og eru ekki orðin einhver áhöld
um hve vel kínínið ver mann gegn
malaríunni?
—„Við komum þarna að haust-
lagi, þótt við færum úr vorinu í
Evrópu. Þessvegna var hitinn al-
veg þolanlegur, svona 20—25 gráð-
ur. En sumrin eru lítt bærileg
fyrir Evrópumenn, einkum í vot-
ari hlutanum norðurfrá, því þar
renna stórfljótin og jarðvegur
vatnsmengaður með tilheyrandi
raka í lofti. Þar er frægt malaríu-
bæli. Ég var með kíníntöflur héð-
an að heiman, sem maður á að
taka einu sinni í viku. En læknir
frá Sameinuðu þjóðunum, sem við
hittum, tók þær af okkur og lét
okkur fá nýjar, sem taka verður
daglega. Sagði þessar gagnslaus-
ar, því nýir bakteríustofnar hefðu
þróast upp, sem þeir gætu aðeins
haldið í skefjum með nýju daglegu
kíníntöflunum. Var mér ráðlagt
að halda áfram að taka þær í 8
vikur eftir að við færum frá Kairo.
Þegar maður er kominn svona
200—300 mílur norður fyrir Gab-
aroni, þá drekkur maður ekkert
vatn nema á lokuðum flöskum,
sem flutt er frá Gabaroni á vögn-
um. Þarna er svo mikið af bakterí-
um, sem þeir eru vanir en við þol-
um ekki. Við komumst þó ekki hjá
því að lenda í flugnafarganinu við
Chobe-fljót, þar sem allt er mor-
andi í moskítóflugum.
Taka ekki fanga
fremur en eyðimörkin
„Francistown er ákaflega fal-
legur bær. Þar er eitt hótel, sem er
byggt í stíl gömlu „hvíldarhús-
anna“. Margir strákofar með leir í
þéttingu að innan og kalkaða
veggi standa þar í hring. Og þetta
var besta hótelið sem við komum í
alla ferðina. Húsin voru umlukt
dásamlega fallegum garði. Við
hittum nokkra Dani, sem eru að
vinna í Francistown, sem er ná-
Iægt landamærum Zimbabve. En
þangað flykktust flóttamenn í
stríðum straumum, þvf þetta var
rétt eftir að Nkomo hafði verið
hrakinn yfir til Botswana. Ætt-
bálkur hans, sem herflokkar
stjórnarinnar voru að hrekja og
þyrmdu fáum, búa einmitt í
suðvesturhluta Zimbabve, í kring-
um borgina Boulevajo, sem er
þeirra höfuðstaður. Þeir voru þvf
að flýja undan herflokkum, sem
m.a. samanstóðu af þjálfuðum
sveitum Norður-Kóreumanna, að
því er þeir sögðu. Hin svokallaða
5. deild, (5th Brigade), er fræg á
þessum slóðum fyrir það sama og
Kalahari-eyðimörkin, að taka
enga fanga. Af þessum ástæðum
fylgdust með okkur litlir herflokk-
ar, sem þeir hafa sent norðureftir,
til þess að ekkert kæmi fyrir
okkur. Þeir tóku númerin af bíln-
um okkar, eins og reglur sögðu
fyrir um, og við urðum að gefa
okkur fram í næstu borg, Nata,
sem er miðja vegu milli Francis-
town og Chobe-fljóts."
— Á hverju lifa menn f svona
bæ, eins og Francistown?
—„Bærinn er á stað, þar sem
hægt er að rækta ávexti. Svo má
finna Iitla námabæi inni í eyði-
mörkinni, þótt ekki fari mikið
fyrir þeim, venjulega svona 50 km
frá aðalveginum. Þarna eru unnir
málmar. Fjárfestingarfé kemur
frá Suður-Afríku, Frakklandi,
Bandaríkjunum, Bretlandi og
stundum frá fleiri vestrænum
ríkjum. Innfæddir hafa af þessu
atvinnu og stjórnin er meðeigandi.
Þeir búa úti í eyðimörkinni, 0g
kofarnir eru faldir í runnagróðr-
inum. En í námabænum búa
venjulega hvítir verkfræðingar 0g
tæknimenn og eru þar með fjöl-
skyldur sínar, enda er þar mikið
lagt í húsakynni og aðbúnað. Yfir-
leitt er þarna eitt lítið hótel í vest-
rænum stíl, en ákaflega óhreint og
rekið af heimamönnum. Þó eru
þau í eigu fyrirmyndar hótel-
hrings, sem starfar á svæðinu frá
Nairobi og suður urn Afriku. Yfir-
stjórnina hefur Astralíumaður
nokkur. Þarna vinna þeir dýr-