Morgunblaðið - 04.09.1983, Page 12

Morgunblaðið - 04.09.1983, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 N Ástvinamissir er lífs- reynsla, sem allir menn verða fyrir, en hin ýmsu menningarsvæði heims hafa hins vegar þróað mismunandi viöhorf og viöbrögð viö því áfalli að þurfa að horfa á bak einhverjum af sínum nánustu. Höfundur þessarar greinar, pró- fessor J.S. Neki, kemst svo að orði, að „þótt menn standi andspænis dauðanum, verði menn samt einnig að standa augliti til auglitis við líf- ið“. eftlr J.S. Neki Banalega og dauði nákominna marka djúp spor á æviferli hvers og eins. Sorgin er því alls staðar ná- læg; hún er djúpstæð mannleg til- finning, sem kunngjörir gegnum tárin: „Ég elska þig!“ Hinn syrgjandi verður fyrir and- legu áfalli, finnur tómleikann gína hið innra með sér, er gripinn ör- væntingu, engist í vanmætti sínum, finnst hann skelfilega einmana og yfirgefinn og honum liggur við ör- vinglun. Allt frá því rit Sigmunds Freuds um „Trega og þunglyndi" birtist ár- ið 1917 hafa geðlæknar og sálfræð- ingar gefið mikinn gaum að sam- bandinu milli trega og dapurleika á mismunandi háu stigi. Það hefur jafnvel verið spurt: „Er sorgin sjúkdómur?" Slíka spurningu er hins vegar aðeins unnt að bera fram innan víðara menningarlegs samhengis í samfélagi, þar sem meirihluti manna kýs að láta eins og sorg sé ekki til og syrgjendur meðhöndlaðir eins og þeir væru haldnir einhverjum sjúkdómi, segir Geoffrey Gorer í bók sinni „Dauði, sorg og tregi“. Svo virðist sem það yfirbragð, sem sorg og tregi tekur á sig, ákvarðist að mjög miklu leyti af fastmótuðum menningarlegum þáttum. Allt eftir því hvaða fyrir- byggjandi og hvaða sefandi ráð eru álitin við hæfi á hinum ýmsu menn- ingarsvæðum heims — ef þá nokkur slík sefandi meðui eru yfirleitt til- tæk — er hægt að ýta undir viðeig- andi tjáningaratferli syrgjenda eða draga úr því, unnt að örva þau sef- andi áhrif, sem slíkt atferli' hefur á syrgjendur eða hamla gegn þeim áhrifum og jafnvel afskræma þau. 1 sorg sinni kunna menn oft að óska þess, að þeir væru dauðir, en eru samt næstum því óumflýjan- lega knúðir til að ráða á ný fram úr sínum eigin málum. Þótt menn standi andspænis dauðanum, verða menn einnig að standa augliti til auglitis við lífið. Að búa menn undir sorg og kunna að sefa hana Það er augljóst, að viðhorf ein- staklingsins til dauðans ræður mjög miklu um það, hversu sterk- um tökum sorgin nær á honum. Á 17. öld skrifar Sir Thomas Browne: „Hinn langvarandi vani okkar að lifa gerir okkur óhægt um að deyja.“ Þótt sumt fólk virðist beinlínis forðast allt, sem minnt getur á dauðleika, tekst öðrum aftur á móti að hafa viss dauða-stef að leiðar- ljósi á lífsferli sínum (rithöfundur- fínnur tómleikann gína hið innra með sér, er gripinn örvænt- ingu, engist í van- mætti sínum, finnst hann skelfílega ein- mana og yfírgefinn og honum liggur við ör- vinglun.“ inn Edgar Allan Poe er eitt af mörgum dæmum um þetta). Hvort einhver ákveðinn einstaklingur tek- ur að mynda með sér eindregna dauða-hygð eða dauða-andúð eða ei, þá tekur sú hneigð að myndast þeg- ar snemma á æskuárunum, og raunar skipta þær trúarsetningar, sem við lýði eru á viðkomandi menningarsvæði, einnig miklu máli í því sambandi. Allt eftir því, hvort dauðinn sé álitinn endalok lífsins eða upphaf annars lífs, getur verið umtalsverð- ur munur á þvl, hve sterkum tökum sorgin grípur menn. í trúarkerfum sumra menningarsvæða og trúar- iðkunum felast aðferðir til að sefa sorgina. í trúarkerfi hindúa, sem á sér aldalanga hefð að baki, kann maður, sem lifað hefur löngu lífi og innt af hendi sínar veraldlegu skyldur, að snúa algjörlega baki við heiminum og hverfa til þess, sem kallað er sanjasa. Hann kallar þá saman fjölskyldu sína og tilkynnir, að hann ætli að setjast í helgan stein. Hann segir sínum nánustu, að þeir skuli líta á sig sem dauðan nú þegar. Því næst kveður hann ættingjana og hverfur á brott til staðar, sem enginn annar fær frek- ari vitneskju um; — til klausturs eða ashrams. Fjölskylda hans fær aldrei neinar fréttir af honum upp frá því og svo kann að fara, að ætt- ingjarnir fái heldur aldrei að vita hvenær hann gaf upp öndina í raun og veru, og enginn syrgir hann. I mörgum menningarsamfélögum er gamalmenni, sem lifað hefur líf- inu til fulls og uppfyllt allar sínar skyldur við lífið, ekki syrgt þegar það deyr, jafnvel þótt hann eða hún hafi ekki snúið beinlínis baki við hinum veraldlega heimi. Fjölskyld- an heldur þvert á móti dauðdaga hans eða hennar hátíðlegan með gleðibrag, veizluhöldum og dansi, því það er þá álitið, að hinn látni hafi þar með útskrifazt með heiðri og sóma úr skóla lífsins og hafi ekki verið neinn vonarpeningur. Meðal margra ættflokka er dauði smá- barns heldur ekki tilefni til að syrgja; að þeirra áliti er sá, sem ekki hefur formlega tekið þátt í líf- inu, heldur ekki formlega dáinn. Frelsi undan oki lífsins í mörgum austurlenzkum menn- ingarsamfélögum eru hið jarðneska líf og þessi heimur álitin tóm blekk- ing; því er trúað, að hinn raunsanni veruleiki sé handan þessa lífs og þessa heims. Ættingjar séu gefnir okkur í fyrirfram ákveðinn tíma til þess að veita okkur hamingju og öryggi. Þannig er fremur ýtt undir slík viðhorf til aðskilnaðar f þeim tilgangi að búa menn undir sorgina. I sumum samfélögum er dauðinn álitinn frelsun undan þungbæru oki lífsins. Þannig finnst til dæmis blökkumönnum í New Orleans, að dauðinn frelsi þá frá því lílfi, sem í þeirra augum er jafngildi þrælsævi. Þeir syrgja því ekki, heldur fagna í staðinn og dansa við útförina. Táknrænn dauðdagi er enn annað atferli í sumum menningarsamfé- lögum, sem miðar að því að gefa sorgina. í hinu forna og hefðbundna gurukula-menntunarkerfi Indlands var nemanda, sem hóf nám hjá guru sínum eða læriföður, ætlað að gang- ast fyrst undir táknrænan dauða. „Þínum fyrra lífsferli og samskaras þess lífs (áhrif) er lokið frá og með deginum í dag. Héðan í frá byrjar þú nýtt lílf. Þitt fyrrum sjálf er dautt, og nýtt sjálf hefur fæðzt.“ 1 Burma er sérhver fulltíða búdd- isti skyldaður til að vistast eitt ár í klaustri, þar sem hann dvelur án þess að hafa hið minnsta samband við sína nánustu og eyðir tímanum á gjörólíkan hátt, miðað við fyrri lífsvenjur. Barnið „deyr“ hið innra með honum í klaustrinu, ef svo má að orði komast, og hinn fullorðni fæðist. Táknrænt atferli af þessu tagi miðar að því að draga sárasta broddinn úr sorginni, þegar dauð- inn vitjar einhvers náins ættingja eða vinar. Hinn látni lifir í hugum syrgjendanna Enn ein aðferðin, sem tíðkast á sumum menningarsvæðum heims til að milda og sefa sorgina, er að hafa samband við látna ættingja. t bók sinni „Ameríka og Japan — Tvær leiðir við að syrgja“, skýrir Joe Yamatmoto frá þvl, að þegar náinn ættingi deyi, verði hann I hugum Japana að forföður eða formóður — hinn látni verði kami- sama I sjinto-trúnni en hotokesama I búddatrú. Sú er venjan að reisa hin- um látna heimilisaltari með ljós- mynd af hinum dauða I svartri um- gjörð. Á altarið eru lagðar fórn- argjafir eins og reykelsi, matur og drykkjarvatn. Þegar hinn syrgjandi sjintisti eða búddisti stendur fyrir framan altarið og horfir á myndina, getur hann komizt I talsamband við hinn látna áa sinn. Kona, sem orðin er ekkja, kann til dæmis að ræða við hinn látna eiginmann sinn og segja honum frá því, á hvern hátt hún sé að ala börnin hans upp, gef- ur honum yfirlit um þær framfarir sem þau hafi tekið eða þær yfir- sjónir, sem þeim hafi orðið á. Hún kann að trúa honum fyrir hvers kyns ákvörðunum, sem hún sé I þann veginn að taka. Hegðun syrgjandans bendir einn- ig á margan hátt til þess, að hinn látni sé álitinn vera enn á lífi með einhverjum dularfullum hætti. Þannig getur syrgjandi til dæmis staðið og virt fyrir sér fullur ástúð- ar fatnað hins látna ættingja, og haft þá tilfinningu, að hann eða hún sé ennþá á lífi; þessir syrgjend- ur trúa því, að hinn látni lifi áfram, og eru á engan hátt að gera sér upp atferli sitt. Þetta er lausn á því vandamáli sem Erich Lindemann hefur lýst I sambandi við dauðsfall — það er að segja vandkvæðunum „við að fylla upp I hið sálræna tómarúm". Trúarbrögð Japana, bæði sjinto- ismi og búddismi, veita þannig hin- um trúuðu, sem orðið hafa fyrir ástvinamissi, færi á að vera áfram I sambandi við forföðurinn eða for- móðurina, og eru hinum syrgjandi þannig stoð I trega sínum. Þetta fyrirkomulag hjálpar syrgjandan- um við að aðlaga sig þeim missi, sem hann hefur orðið fyrir. Hið lotningarfulla viðhorf gagnvart for- feðrunum virðist I einu og öllu vera I fullu samræmi við hin afar sterku bönd, sem tengja saman fjölskyld- una hjá Japönum og eru hennar að- alundirstaða. Þessi viðhorf hafa haldizt að öllu leyti óskert meðal Japana, þrátt fyrir öll áhrif af kristnu trúboðsstarfi, sem Japanir hafa orðið fyrir og þrátt fyrir nýja „vestræna" tæknikunnáttu I lan(j_ inu. Æöruleysi við ástvinamissi Hæfileikinn til að öðlast fróun við harmi á að mjög miklu leyti rætur sínar að rekja til reynslu manna I bernsku; hið sama má einnig segja um þann hæfileika að geta sýnt af sér mikið æðruleysi, þegar maður er sleginn sorg. I sam- félögum, þar sem dauðinn er tíður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.