Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 13

Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 61 gestur allt frá frumbernsku til hárrar elli, og næstum hver og einn verður öðru hverju vitni að dauða einhvers nákomins, eru mikil lfk- indi á því, að visst æðruleysi taki að myndast hið innra með fólki. I þeim tilvikum, þar sem slíkt æðruleysi nær ekki að þróast, geta sífelld ný og þung sorgarefni gert syrgjendum lífið allt að þvf óbæri- legt. í flestum hinna þróuðu landa heims hafa allar aðstæður, bæði þær sem lúta að lífi manna og eins að dauðanum, tekið miklum breyt- ingum. Sú almenna þekking og tæknikunnátta í heilsugæzlu og læknavisindum, sem nú er fyrir hendi, hefur meðal annars það í för með sér, að dauðanum er nú á dög- um fremur ýtt til hliðar út í útjaðra og afkima mannlegs samfélags og mannlegrar hugsunar. Þannig nær hæfileikinn til þess að öðlast æðru- leysi í harmi ekki að láta á sér bæra né heldur festa rætur í tilfinninga- lífi manna. í slíkum samfélögum er þegar tekið að bera á tilhneigingum til að afneita dauðanum með öllu. Sorgin er bæld niður og farið með hana í felur, og henni hættir því til að birtast á sjúklegan hátt — hún brýst þá oft út á ógnþrunginn og þvingaðan hátt, hömluð og af- skræmd í tjáningu sinni. í þjóðfélagi, þar sem meirihluti manna kýs að láta sem sorgin sé ekki til, er ekki óeðlilegt, að þeir, sem í raun eru syrgjendur, séu með- höndlaðir eins og væru þeir eitt- hvað veiklaðir á geði. Hugbót gegn harmi „Ljáðu sorginni orð: sá harmur, er ei má mæla, hvíslar að krömdu hjarta og býður því að bresta," sagði Shakespeare. Syrgjendur þurfa hvatningar við til að láta sorg sína í Ijós og búa henni farveg. I þessu skyni er í menningarsamfé- lögum mælt fyrir um sorgarsiði og trúarleg bönn, sem miða að því að vinna bug á sorginni. Helgisiðir hafa alla tíð verið viðurkenndir sem áhrifamikil meðul við að búa sorg- inni réttan og hæfilegan farveg. Þegar helgisiðir eru iðkaðir af fölskvalausri einlægni og alvöru- gefni, verða menn fyrir djúpum sál- arlegum áhrifum, sem geta veitt huggun og fróun. fbók sinni „Þýðing dauðans" tal- ar Mendelbaum um þá þjóðfélags- legu gagnsemi, sem útfararsiðir hafi og bendir á, að þeir helgisiðir, sem iðkaðir séu fyrir hinn látna, feli í sér mjög þýðingarmikil áhrif á lifendur. Hann harmar mjög, að bandarísk þjóðmenning hafi látið helgisiði flesta fyrir róða. Banda- ríkjamenn, sem misst hafi ástvini sína, séu stundum haldnir þeirri til- finningu að vita ekki, hvað þeim beri að gera næst, fyrst eftir að sorgin vitjar þeirra. í slíkum tilvik- um verður hver einstaklingur út af fyrir sig að finna viðeigandi lausn við sitt hæfi. „Eftir fyrsta tímabil- ið, sem oftast einkennist af tauga- áfalli, ringulreið og uppnámi, geta þessir syrgjendur naumast vænzt nokkurs stuðnings að ráði við að koma aftur einhverri skipan á sín einkamál." Það sem sagt hefur verið um bandaríska menningu í þessum efn- um á í alveg jafn ríkum mæli við um allan hinn iðnvædda og efna- hagslega þróaða hluta heims. Helgisiðir gegna hlutverki varnar og verndar milli harmþrungins ein- staklings og hins yfirþyrmandi veruleika. Þar sem hið hefðbundna varnarkerfi gegn sorginni er komið í mola eða hefur aðeins verið falið læknum, hjúkrunarfólki, útfarar- stjórum og prestum, er viss hætta á, að mannlegur harmur fari að taka á sig sjúklega mynd og fái út- rás í veiklun. Að sigrast á sorginni Japanskur samstarfsmaður minn, sem starfar í Bandaríkjun- um, var nýlega sleginn miklum harmi, þegar eiginkona hans lézt. Hann bar sig mjög upp undan þeim hraða, sem viðhafður er við sorgar- athafnir í bandarísku þjóðfélagi. „Eftir að einhver hefur dáið á sjúkrahúsi," sagði hann, „er manni leyft að dvelja í nokkrar klukku- stundir við hlið hins látna; en strax þar á eftir tekur hjúkrunarfólkið til við að þvo líkið og sendir það því- næst í líkhúsið, þar sem líkaminn er frystur. Lík eru ekki flutt í heimahús. Allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir varðandi búnað líksins til hinztu hvíldar eru gerðar af hálfu sjúkrahússins, og ættinginn er svo krafinn um greiðslu kostnaðar. Þar á eftir kem- ur svo minningarathöfn í kirkjunni og tveggja mínútna þögn á vinnu- stað hins látna." „Heima í Japan geyma ættingj- arnir kistur látinna ástvina á heim- ilum sínum, stundum vikum saman. Meðlimir fjölskyldunnar hlúa að hinum látna og iðka fjölmarga flókna helgisiði við kistuna, og geta þeir stundum varað í allt að mánað- artima. Meðan á þessu stendur sýn- ir enginn á heimilinu á sér neinn gleðibrag. Karlmenn, sem misst hafa nákominn ástvin, raka sig ekki einu sinni allan þennan tíma. Helgisiðir eru stöðugt viðhafðir og öllum minnstu fyrirskrifuðu smá- atriðum fylgt út í yztu æsar við iðk- un þeirra. Undir lokin hefur þannig tekizt að sigrast á sorginni, og menn finna til gleði og léttis yfir að þetta skuli allt vera afstaðið. Þegar framkvæmd helgisiðanna er lokið, er sorgin á bak og burt. En þar sem þessum athöfnum er hraðað, kann svo að fara, að menn búi enn yfir trega og jafnvel, að sá tregi sé blandaður sektartilfinningu.” Sá stuðningur, sem hópurinn get- ur veitt, skiptir meginmáli, þegar lina skal þær þjáningar, sem sorgin veldur; sú vissa, að sorgin hefur samtímis lostið aðra, eða þá að aðr- ir hafi þegar orðið að ganga í gegn- um þjáningar sorgarinnar, veitir syrgjandi manni siðferðilegan stuðning og eykur þrek hans. Mismunandi viðhorf eftir menningarsvæðum Sorgin er mönnum alls staðar nálæg; og eins er um hina helztu fylgifiska hennar — menn þjást af hugarangri, fyllast örvinglun, hafa minni stjórn á hegðun sinni, draga úr samskiptum sínum við aðra og beina hugsunum sínum um of að ímynd hins látna. Hins vegar fara önnur viss ein- kenni, sem sorginni eru oft sam- fara, svo sem sektartilfinning og fjandsamlegar tilfinningar, fremur eftir þeim menningarlegu aðstæðum, sem menn búa við. Öll launung, sem kann að vera viðhöfð í sambandi við dauðsfall, hefur óheppileg áhrif á myndun eðlilegs æðruleysis gagnvart ást- vinamissi. Börn, sem verða vitni -að dauða nákomins ættingja, og þeim sagður sannleikurinn um það sem gerzt hefur, bera sorg sína betur en þau börn, sem aðeins hefur verið sagður hálfur sannleikurinn eins og til dæmis „mamma er farin burt“. Það ruglar börnin aðeins, ef reynt er að halda þeim utan við sorgina á þennan hátt, og stuðlar á engan hátt að því að byggja upp þrek þeirra til þess að mæta síðar sorg- inni. Það ber þegar í stað að leiðrétta þá reginfirru hjá mörgu fólki að leitast við að afneita tilvist dauð- ans, þvi slík afneitun er vissulega Þrándur i Götu allrar viðleitni til að vinna bug á harmi. Þeir, sem orðið hafa fyrir ástvinamissi, ættu fremur að hljóta aðstoð við að horf- ast i augu við ófölskvaðan veruleik- ann. Hve lengi harmur manna varir er mjög undir því komið, hvaða að- gerðir til hugbótar eru leyfðar og iðkaðar. Séu þær athafnir, sem miða að því að sefa sorgina, ófull- nægjandi, þá dregst sá tími, sem maður tregar, ekki einungis á lang- inn, heldur kann svo að fara, að harmurinn leiti útrásar á óæski- legan og afskræmdan hátt. Það er því þýðingarmikið, að menn varðveiti þá helgisiði, trúar- legar athafnir og trúarleg bönn, sem samkvæmt gömlum hefðum hafa viðgengizt til þess að vinna bug á sorginni. Það er óhjákvæmi- legt að menn verði fyrir ástvina- missi, en slfkur missir er þó ekki óyfirstíganlegur. „í samfélögum þar sem dauðinn er tíður gestur allt frá frumbernsku til hárrar elli, og næstum hver og einn verður öðru hverju vitni að dauða einhvers nákomins, eru mikil líkindi á því, að visst æðruleysi taki að myndast hið innra með fólki. í þeim tilvikum, þar sem slflkt æðruleysi nær ekki að þróast, geta sífelld ný og þung sorgar- efni gert syrgjendum lífíð allt að því óbærilegt.“ decamig 610 kolsýru- suöuvél 100 amp Verð kr. 20.498 m/söluskatti Rafsuðu- spennar, 160 amp. 50 09 70 v kveikju spenna. VerO kr. ^ 1 M! 1« ■ S 130 amp. meö hleðslutæki fyrir 6—12—24 v, 59 v kveikjuspenna. Verð kr. 4.194,00 m/söluskatti. G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSOK H.F. .' ■ ° Ármúla 1 Sími 85533 r Beint ílug í sólina Þriggja vikna feröir til Benidorm með viökomu í ’ ■ Amsterdam eöa London. Brottfarir 14. sept. og 5. okt. § ■ | Benidorm ferö aldraöra: Sérstök feró eldri borgara 5. október í milt haustiö | á strönd BENIDORM. Sérlega þægileg ferö, í fylgd e| hjúkrunarfræöings. Nánar auglýst síöar. |g | 3< FERÐA ! MIÐSTODIBM! AÐALSTRÆTI 9 S. 281331

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.