Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
„ÁRIÐ 1919 fóru tveir sænskir fræðimenn, Hakon Wadell og E. Ygberg,
austur yfir Vatnajökul sunnanverðan," skrifar dr. Sigurður Þórarinsson
í bókinni Vatnajökull.„Þeir lögðu upp frá Kálfafelli í Fljótshverfi 27.
ágúst með þrjá hesta, einn sleða og nesti og fóður til 10 daga. Haustið
áður hafði Katla gosið, svo að Skaftárjökull var allur þakinn 10—20 sm
þykku lagi af Kötluvikri. Sleðafæri var því afleitt og sóttist ferðin seint.
Þegar hærra dró á jökulinn, 1200—1300 m, tók færi að léttast. Hinn 30.
ágúst fóru þeir framhjá Pálsfjalli að austan og héldu um 5 km þaðan í
norður, en breyttu þá stefnu til austurs. Daginn eftir munu þeir hafa
farið yfir Háubungu (1700 m), og um kveldið rákust þeir á Grímsvötn,
sem þeir töldu með réttu upptök Skeiðarárhlaupa. Gátu þeir fengið
furðugott yfirlit yfir Grímsvötn og gert riss af sigdæidinni. Hinn 18. sept.
héldu þeir áfram austur og lentu þá í snjóhríð og dimmviðri. Þeir munu
hafa verið komnir austur á móts við Birnudalstind að kveldi hins 4. sept.
og hölluðu sér þá austur á bóginn í stefnu á Heinabergsjökul. Brátt
komust þeir í ógöngur vegna jökulsprungna og urðu að skilja sleða og
farangur eftir. En sjálfir komust þeir með hestana til byggða að morgni
5. sept.
Hinn 18. sept. héldu þeir upp á jökul til að sækja dót sitt, og fylgdi
Eyjólfur Runólfsson á Heinabergi þeim. Uppi á jöklinuir skall á þá
stórhríð og urðu þeir að láta þar fyrir berast í tvo sólarhringa, nauðulega
staddir. Af fjórum hestum, er þeir höfðu meðferðis, misstu þeir tvo í
jökulsprungu og auk þess mikið af farangri, þ.á m. öll sýnishorn er þeir
höfðu safnað í ferðinni. Má kalla þetta fyrstu rannsóknarför á Vatnajök-
ul. Hnúkar tveir á Grímsfjalli kallast Svíahnúkar, eystri og vestri, til
minningar um þá félaga."
Ría Ygberg, ekkja Eriks Ygbergs, geymir dagbókina hans. — Ég hitti hann
eftir íslandsferðina, segir hún, og við dvöldum árum saraan í þremur heiras-
álfum, þar sem hann var við málmleit. En hann náði sér aldrei eftir hrakn-
ingana á Vatnajökli og dó 57 ára að aldri.
Tilefni þess að þetta er hér rifjað
upp er grein í Svenska Dagbladet 5.
júní, skrifuð vegna gossins í
Grímsvötnum í sumar og þar eru
fréttir af því hvað síðan varð um
þessa tvo 23 ára gömlu jarðfræði-
stúdenta frá Stokkhólmi og birt
frásögn úr gamalli og slitinni dag-
bók Eriks R. Ygbergs frá fslandi,
sem Ría kona hans geymir. En eftir
henni er haft að hrakningarnir í
íslandsleiðangrinum hafi kostað
Erik Ygberg heilsuna og hann látist
57 ára gamall fyrir 30 árum. Hún
segir að Erik hafi aldrei komist yfir
það að þeim félögum var ekki trúað
að þeir hafi fundið eldfjall undir
Vatnajökli. Hann var læknissonur,
fæddur 18%. Eftir að hann lauk há-
skólanámi fluttu þau hjónin frá
Svíþjóð og hann ferðaðist um Kan-
ada, í Nýfundnalandi, Bandaríkjun-
um og á Spáni sem málmleitarmað-
ur. Þá tóku eftirköstin frá hrakn-
ingunum á Vatnajökli að plaga
hann, svo að hann varð m.a. að
liggja í 4 ár í gifsi. Þau hjónin
fluttu því heim til Svíþjóðar, þar
sem hann dó 1952. Félagi hans Ha-
kon Wandell var fæddur í Gauta-
borg 1895 og flutti líka snemma til
útlanda og varð doktor í Chicago.
Hans lífsstarf varð gerð jarðfræði-
korta af meginlandi Ameríku og
hann skrifaði m.a. bók um maya-
indíánana í Guatemala. Wandell
féll frá 1962.
Vonbrigði með
viðtökurnar
Þeir félagar töldu sig hafa fyrstir
manna komið að eldgígnum, sem
þeir nefndu Svíagíg. Stungu skírn-
arvottorðinu í tóma viskíflösku
ásamt nafnspjöldum sínum, sem á
stóð Erik R. Ygberg og Hakon Wad-
ell. En íslendingar sögðu að þeir
hefðu þarna fundið aftur gömlu
eldstöðina Grímsvötn, segir í frá-
sögn sænska blaðsins. Þegar þeir
Ygberg og Wadell komu aftur heim
til Stokkhólms í nóvember 1919 og
sögðu frá því sem þeir höfðu orðið
áskynja, þá var gert gys að þeim.
Virkt eldfjall undir jökíi var á þeim
tíma ekki talið annað en uppspuni.
Alltof ósennilegt til að því væri trú-
að, hvað þá heldur stærðin á þess-
um gíg, sem þeir félagar áætluðu 8
_ kjii ájengd pg5_á brejdd. Þeir höfðu
kostað ferðina sjálfir og voru af-
greiddir sem æfintýramenn. Wadell
skráði frásögn úr ferðinni í Geo- ,
grafiska annaler árið 1920, og svo
lagðist málið í þagnargildi. Þótt
ferð próf. Nielsar Nilsen 15 árum
síðar, þegar eldgos hafði orðið í
Grímsvötnum, staðfesti athuganir
sænsku stúdentanna, þá var þeirra
að engu getið og aldrei skrifuð bók
um hrakninga þeirra. Og þegar
prófessor Hans Áhlmann fór sjálf-
ur á skíðum í Vatnajökulsleiðangur
1936, þá er sagt að þeirra hafi verið
eins lítið getið og mögulegt var.
Sýnilega haft eftir frú Ríu Ygberg,
sem endurspeglar vonbrigði manns
hennar. En viðurkenningu dansks
prófessors gat sænskur prófessor
ekki alveg gengið fram hjá, stendur
þar.
Því má skjóta hér inn í, að
sænsku stúdentarnir máttu víst
þakka fyrir að þeir urðu ekki allir
við að finna þennan gíg, sem þeir
kölluðu Svíagíg (raunar hestarnir
þeirra sem fundu hann), því þegar
þeir komu í kófi á klettabrúnina
sunnan Grímsvatna, þar sem síðan
heitir Svíahnúkar, snarstönsuðu
hestarnir og vildu ekki lengra. Og
þegar birti sáu þeir að þeir voru á
hárri brún og hefðu ekki þurft um
sár að binda, ef þeir hefðu farið
fram af og hrapað ofan á íshelluna
í Grímsvötnum. Þótt ekki sé það í
dagbókinni segja þeir frá því í
blaðagrein.
Dagbókin hjá
Ríu Ygberg
Ría Ygberg á í fórum sínum í
íbúð sinni í Stokkhólmi litla svarta
og slitna dagbók, sem maður henn-
ar skrifaði í ferðinni. Innfærslur
eru stuttorðar, hefjast þegar þeir
félagar leggja af stað með lest til
Kaupmannahafnar kl. 7.10 síðdegis
26. maí 1919. Dagbókinni lýkur með
jafn fáum orðum 19/11 1919. Komið
til Stokkhólms kl. 10.30 f.h. Stutt-
orðar innfærslur í bókina varða
fyrst og fremst athuganir á náttúr-
unni, steintegundum, plöntum og
fuglalífi. Við grípum niður í frá-
sögnina í dagbókinni. Þeir Ygberg
og Wadell fara með gufuskipinu ís-
landi til Reykjavíkur og lentu við
komuna ásamt farþegum í sóttkví
Dagbók Eriks R. Ygberg frá fórinni á Vatnajökul er vel varðveitt. Hún geymir fáorða frásögn af leiðangrinum. Byrjar
í Kaupmannahöfn 26. maí 1919.
Úr slitinni svartri dagbók:
Hestarnir
björguðu
lífi þeirra
vegna ótta við spönsku veikina. En
þegar þeir koma í land þykir Erik
Ygberg það helst tíðindum sæta að
í bænum eru 125 bílar, sími, sím-
skeytaþjónusta og kvikmyndahús.
Engum liggur á. Þeir fara í fjölda
heimsókna og kaupa inn, m.a. út-
vega þeir sér hesta. Og 21. júní er
skráð: rasssárir og fótstirðir. Þeir
koma á gamlan torfbæ á ferðalag-
inu austur og Ygberg skrifar: Ótrú-
lega vesæll. í júlílok skilja stúdent-
arnir tveir við Henrik Strindberg
dósent og kvikmyndagerðarmann-
inn Borge. Þeir koma í Vík í Mýr-
dal, þar sem þeir heyra frásagnir af
Kötlugosinu frá árinu áður og ösku-
regni svo þykku að varla sáust
handa skil. Og nú hefst hinn eigin-
legi leiðangur á Vatnajökul.
Fundu eldgíg
í Vatnajökli
Hinn 12. ágúst ríða þeir af stað
frá Kálfafelli, eftir að hafa keypt
sér gærur og hestahúðir fyrir 15
kr., og halda á vit Vatnajökuls.
Þann 24. ágúst urðu þeir fyrir töf-
um á uppleiðinni, því hestur féll í
skriðu og erfiðleikar að láta hann
halda áfram. Einn bagginn losnaði
og rúllaði niður brattann. Sem bet-
ur fer var það ekki eldsneytisbrús-
inn, segir Ygberg og andar sýnilega
léttara. Þeir halda áfram Svolítið
inn á jökulinn, losa farangurinn,
gera við sleðann og snúa við í
myrkrinu aftur í Kálfafell. Og nú
eru teknar 10 daga vistir handa
hestunum (109 kg af heyi, 20 af rúg,
10 kg af haframjöli og 20 kg af
rúgmjöli). Hestarnir eru líka út-
búnir með „ísbrodda", skrifar Yg-
berg.
Það er ekki fyrr en 27. ágúst að
hin eiginlega ferð upp á jökulinn
hefst í fögru veðri og logni. Æði
mikil aska er á jöklinum, en þó
gengur vel að draga sleðann. Tjald-
að er kl. 9 um kvöldið. Daginn eftir
er öskulagið þó orðið of þykkt fyrir
sleðann og þeir verða að breyta
stefnu. Héldu í átt til „fjalls sem
gekk langt inn í jökulinn". Eftir
nokkurra daga ferðalag í norðurátt,
taka þeir kompásstefnuna beint í
austur. í 1600 m hæð á hájöklinum
var ísinn loks orðinn sléttur, svo að
sleðinn rann jafnt og vel. Um há-
degi 31. ágúst skall yfir dimmviðri.
Wadell sat á sleðanum með komp-
ásinn í hendi og tók stefnuna fyrir
Ygberg, sem reið á undan og teymdi
sleðahestinn. Hríðin fór stöðugt
vaxandi, svo að Ygberg gat ekki
greint annað en hófa hestsins og
rödd Wadells.
Allt í einu stansaði hesturinn,
skrifar hann í blaðagrein árið 1945.
Viðbragð hestsins var aðvörun sem
ekki var hægt að láta sem vind um
eyrun þjóta og Ygberg hallar sér
fram á makkann. Vindhviða sviptir
frá svo að sést nokkra metra fram
fyrir hestinn í kófinu og við blasir
gapandi hyldýpi. Ygberg hrökk aft-
ur á bak og lestin sneri frá. Þeir
höfðu í raun og veru næstum lent í
eldgígnum sínum. Þann 1. septem-
ber blasti við í glampandi sólskin-
inu geysistór ísi lögð sigdæld. Á
þrjár hliðar var þessi slétta um-
kringd 125 m háum klettum og á
fjórðu hlið myndaðist dalverpi sem
opnaðist út á Skeiðarárjökulinn og
endaði í sandbrekku. Þeir fóru í
línu niður á botninn á dældinni,
sem var þakinn ís. En meðfram
klettaveggnum var þó mjó ræma af
vatni og út um sprungur í berginu
barst reykur og gufa, sem lyktaði
eins og brennisteinn.
í dagbókina skrifar Ygberg:
— Stikaði lengd gígsins frá vestri
til austurs. Hann reyndist vera 8
km og 5 km á breidd. Gengum upp á
vinstri barminn. Þar sem við vorum
fyrstir við þennan gíg, kölluðum við
hann Svíagíg. Ekki er skírnar-
vottorðið í viskíflöskunni og nöfnin
þeirra nefnd í dagbókinni, en frá
þeim segir Ygberg í blaðagreininni
1945. En hann skrifar:
— Kl. 4 dimmdi aftur yfir og við
urðum að snúa við til tjaldsins.
Kófið heldur áfram 2. og 3. sept-
ember og að morgni 4. september
vita þeir ekki hvar þeir eru.
Sprungurnar í ísnum reynast þeim
svo erfiðar að þeir verða að lokum
að skilja sleðann eftir í 1500 m hæð.
— Tókum með 2 reiðhesta og
baggahest með koffortin. Langt
fyrir neðan okkur gátum við greint
Hornafjörð og handan hans hafið.
Höfðum í fyrstu ætlað að halda
niður mjög bratta jökulbrekku með
þéttum djúpum sprungum. Komum