Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 17

Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 65 Myndin er tekin af Vestari Svíahnúk í Vatnajökli. Séö í norðaustur til Kverkfjalla. -■ Leidangur sænsku stúdentanna 1919 tók 9 daga. Sést á kortinu hvar leið þeirra lá. Þeir komu að sigdæld í miðjum jöklinum og skírðu Svíagíg. Þar eru Grírasvötnin sem þeir töldu með réttu upptök Skeiðarárhlaupa. Og Svíahnúk- ar heita enn í höfuðið á þeim. síðan að smáfjalli, sem við gengum í kring um. Úr „ávölum dal“ fundu þeir framundan Heinabergsjökul- inn, sem gengur niður á láglendið, en þar voru lífshættulega hálir ís- hryggir. Djúpu sprungunum fjölg- aði. Það tók þá 10 tíma að komast tveggja km leið. 5. september voru þeir staddir á svolitlum bletti á fjallakambi, „umkringdir voða- legum sprungum á allar hliðar, svo að við urðum að sitja þarna og halda í hestana alla nóttina. En þeir voru auk þess mjög tauga- óstyrkir ög um miðnætti byrjaði að rigna, svo að nóttin var allt annað en notaleg. Nokkrir dropar af koní- aki, sem við höfðu geymt okkur, hresstu okkur þó upp.“ 1 dagrenningu héldu þeir áfram ferðinni. Wadell var þó mjög slæm- ur af gigt. Inn á milli urðu þeir að halda jafnvæginu á íshryggjum, sem varla voru desimetersbreiðir efst, og niður snarbrattar ísbrekkur að fara, en jafnvel það tókst, eins og það er orðað. Og að morgni 6. sept- ember komust þeir um kl. 9.30 niður á jafnsléttu og að bænum „Esky“ á Mýrum. Þar var mikil gestrisni. Ungur íslendingur býðst til að fara aftur með þeim upp á Vatnajökul til að sækja sleðann. En þeir vilja fyrst ríða til fiskibæjarins Hafnar. Líklega er það þaðan, sem þeir senda fyrstu fréttirnar um að þeir hafi fundið nýtt eldfjall undir ísn- um. Fréttin kemur fyrst í Berlingi 9. september og er frá Reykjavík. Hún vekur mikla athygli, líka í sænsku pressunni. Komust naumlega af 8. feb. reyndu stúdentarnir sænsku að brjótast þangað sem þeir höfðu skilið sleðann eftir í fylgd þessa kunnuga Islendings og með fjóra hesta. Síðasti spölurinn reyndist alveg ófær vegna nýrra sprungna í jöklinum. Tilraunir til þess töfðu þá um marga klukku- tíma. Loks voru þeir komnir að sleðanum kl. 7.30 um kvöldið. Með- an þeir voru að koma eigum sínum á klakk, sáu þeir dökkan hríðar- bakka koma í norðri þótt logn væri hjá þeim. Síðan lögðu þeir af stað niður af jöklinum. — Þegar við komum á brúnina skall óveðrið yfir okkur. Hann var á norðan og þyrlaði á undan sér snjó og ísmolum, sem pískuðu í andlitið. Það var varla hægt að ná andanum og aðeins með því að hafa stuðning af hestunum að standa á fótunum. Það var ekki um annað að ræða en að skera á reipin, sem farangurinn var bundinn upp á með. Eftir mikla erfiðleika tókst að ná upp tjaldinu og fá í því húsaskjól, svo við gátum skriðið þar inn. Þannig urðum við að eyða nóttinni haldandi tjaldinu yfir okkur á berum ísnum, án þess aö hafa teppi eða skinn og matar- lausir, skrifar Ygberg. Daginn eftir linnir ekki „vítisveðrinu" og hann skrifar: — Fæturnir á mér voru óhugnan- lega kaldir. Skrapp út til að líta eftir hestunum en veðrið kastaði mér um koll og ég hafnaði um 'A meter frá breiðri og djúpri sprungu. Tókst að skríða til baka í tjaldið, sem var á brún brattrar brekku með þversprungum um allt. Þremur metrum fyrir neðan tjaldið var jökulsprunga, svo að tjaldstaðurinn var allt annað ákjósanlegur. Hest- arnir voru þarna ennþá. Tókst að ná inn ullarteppum og gærum ásamt sykri og þurrkuðum hafra- grjónum. íslendingurinn lá og söng sálma og enginn hafði hugmynd um hvenær óveðrinu mundi linna. Það gerðist líka skyndilega. Kl. 7.30 um kvöldið datt á dúnalogn, en þremur stundarfjórðungum síðar var óveðr- ið aftur skollið á af fullum krafti. Hefðum við verið hálftíma seinni, þá hefðum við aldrei náð upp tjald- inu og líklegast farist þarna, skrif- ar Erik Ygberg í dagbókina. Þremur dögum síðar æðir óveðrið enn, en nú eru hestarnir horfnir. Einn þeirra finnst í 10 metra djúpri sprungu. Hann er á lífi, en ekkert er hægt fyrir hann að gera annað en kasta niður til hans heyi, sem hann „hefur góða lyst á“. Hina þrjá fann bóndi nokkrum dögum seinna, hor- aða en ekki af þeim dregið. Þann 22. sept. fóru 4 íslendingar og sóttu það sem eftir var af farangrinum. — Mestur hlutinn af farangri okkar hafði þó týnst, þar á meðal efnið sem við höfðum safnað til að vinna úr vísindalegar niðurstöður, skrifar Hákon Wadell í frásögn um leið- angurinn á ensku í Geografiska annaler 1920. Þetta ferðalag hafði næstum kostað þá Wadell og Ygberg lífið, en eldgígurinn var fundinn og þar með jökulhlaupin undan Skeiðarárjökli, alveg eins og þeir héldu fram, segir í greininni í Svenska Dagbladet. Uppgefnir og sárir héldu Wadell og Ygberg með íslenzka fylgdarmann- inum heim á bæinn hans. Og 24. sept. sendu þeir skeyti heim, segir í dagbókinni. Skipsferð var ekki til Kaupmannahafnar fyrr en 5. nóv. Oktobermánuði eyddu þeir því í aðra ferð á hestum og bjuggu á Hótel Goðafossi á Akureyri. I dag- bókinni er sagt stuttlega frá slátur- aðferðum íslendinga, veðurathug- unum og námum. Og heim til Stokkhólms komu þeir 19. nóv. og voru „hylltir sem hetjur". Svenska Dagbladet hafði þegar skrifað um „glæsilegt afrek“ þeirra. Síðan féll leiðangurinn í þagnargildi. En Svíahnúkar sem við þá eru kenndir eru enn í Vatnajökli og skáli Jökla- rannsóknafélagsins stendur á Eystri-Svíahnúk. Er frásögnin í þessari litlu dagbók hin fróðlegasta. - E.Pá. BAR0N borðreiknivél með strimli _i . .i i Kynningarverð kr. 3.980.- SENDUM UM LAND ALLT Loksins! JdZZBaLL©CC8KÓLÍ BúnJ Innritun hafin J AZZ-MODERN — CLASSICAL TECHNIQUE — PASDEDEUX-SHOW Byrjendaflokkar — Framhaldsfiokkar Kennt alla daga vikunnar frá kl. 16. 2x í viku, 70 mín. kennslustund, sama sem 2.300 kr. 3x í viku, 80 mín. kennslustund, sama sem 3.200 kr. Framhaldsflokkur fyrir veröandi dansara. 4x í viku, 80 mín. kennslustund, sama sem 3.800 kr. Strákar! Þið eruð ómissandi Bitið á jaxlinn og heröió upp hugann og mætiö. (Stelpurnar lofa meira aö segja aö hleypa ykkur á undan i sturtu.) Munið Pasdedeux (paradans) á laugardögum Innritun í síma 31899 strax í dag frá 1—6 og alla næstu viku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.