Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
Húseigendur
Viö önnumst þakviöhald — þéttingar — viögeröir
— Vatnsþéttingu steinsteypu.
— Lagningu sliftaga á gólf.
— Húsaklæöningar.
S. Sigurösson hf.
Hafnarfiröi, sími 50538,
kvöld- og helgarsími 54832.
TOLVU
ifTuinnaiPi
Notkun ritvinnslukerfa í stað ritvéla hefur verið að fær-
ast mjög í vöxt hér á landi sem annars staðar á undan-
fömum árum. Til skamms tíma hefur þó ritvinnsla á
minni tölvur átt erfitt uppdráttar hérlendis vegna erfið-
leika við íslenska stafrófið. Nú má segja að þeir séu að
miklu leyti að baki og ber fjöldi ritvinnslukerfa á mark-
aði í dag vott um það.
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að kenna ritvinnslu á minni
tölvur. Eftir námskeiðið munu þátttakendur vera færir
um að nota ritvinnslukerfi í starfi sínu.
EFNI:
Á námskeiðinu fá þátttakendur æfingu og þjálfun í
notkun ritvinnslukerfa. Bein kennsla fer fram á Word-
star, Scripsit og Applewriter en einnig verða kynnt efni
frá Heimilistækjum, K. Skagfjörð, Micrótölvunni, Raf-
rás, og Tölvubúðinni.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að kynn-
ast kostum ritvinnslukerfa og þjálfast í notkun þeirra.
LEIÐBEINANDI:
Ragna Sigurðardóttir
Guðjohnsen, ritvinnslu-
kennari.
TÍMI — STAÐUR:
12.—15. september, kl. 13:15—18.
Síðumúli 23,3. hæð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
Ath.: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntun-
arsjóður starfsmanna ríkisstofnana greiðir að hluta þátttöku-
gjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa
skrifstofur viðkomandi félaga.
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS KmI*8293023
Kartöfluverksmiðjan Þykkvabæ:
„Hugmynd sem ég fékk
heima í eldhúsi“
- segir fram-
kvæmdastjórinn um
einstæða framleiðslu
- Parísarkartöflurnar
„VIÐ ERUM orðnir bjartsýnir á
þetta, salan gengur nú orðið það vel
að við höfum vart undan þó verk-
smiðjan gangi 10 tíma á dag allt árið,“
sagði Friðrik Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Kartöfluverksmiðjunn-
ar hf. í Þykkvabæ, í samtali við Mbl.
er blaðamenn voru þar á ferð fyrir
nokkru og skoðuðu verksmiðjuna í
fylgd með Friðrik.
Kartöfluverksmiðjan tók fyrst til
starfa í apríl 1982. Tilraunavinnsla
var fyrsta árið og var þá við tals-
verða byrjunarerfiðleika að etja en
í mars síðastliðnum hófst fram-
leiðslan af fullum krafti og hefur
síðan gengið mjög vel að sögn Frið-
riks. Friðrik sagði að framleitt
væru úr 100 til 120 tonnum af kart-
öflum á mánuði, bæði úr innlendum
kartöflum og þá fyrst og fremst úr
Þykkvabænum, en einnig þyrfti að
flytja inn kartöflur til að halda
framleiðslunni gagandi þegar inn-
lenda framleiðslan bæri búin.
„Verksmiðjan verður að ganga og
markaðurinn sem verið er að
byggja upp þarf sitt, hvort sem lítið
Framleiðslan í fullum gangi.
eða mikið er framleitt af kartöflum
hér heima það árið“, sagði Friðrik.
Um helmingur framleiðslu verk-
smiðjunnar eru soðnar kartöflur
eða hálfsoðnar, nánar tiltekið. Þær
eru framleiddar í þremur stærðum
og er Þykkvabæjarverksmiðjan ein
um að framleiða þær hér á landi.
Friðrik sagði að framleiðslan lfkaðí
vel og hefði það færst mjög í vöxt
að mötuneyti, skólar og sjúkrahús
legðu skrælningarvélunum og byrj-
uðu að nota þessar soðnu kartöflur.
Hinn hehningur framleiðslunnar er
síðan djúpsteiktar kartöflur, bæði
franskar og Parísar.
Friðrik sagði að Parísarkartöfl-
urnar hefðu vakið athygli bæði
'O,
,0'
*£ Noi
uPpí ni
og'Znú 9a™a™
^ °9
A «L . ang« OI