Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
Eftir 54 ír hittast þeir aftur, Carrol B. Forster til vinstri og Norman Vaughan, hér á íslandi, en þeir eru tveir af tíu eða ellefu mönnum, sem enn eru á Iffí af
leiðangursmönnum Richard E. Byrd á suðurskautslandið, 1928—1930. Morgunbi*Ai«/ kee
Hljóp kríngum heim-
inn á 7lA sekúndu
Rætt við Norman Vaughan, kunnan heimskautafara, sem hitti aftur vin sinn Carroll
B. Foster á íslandi eftir 54 ár, en síðast
voru þeir saman á suðurskautinu í fyrsta leiðangri Richard Byrds þangað, 1928—30.
Það var á suðurskautinu fyrir um 54 árum að tveir ungir vinir, Norman Vaughan og Carroll Baldwin Foster,
kvöddust með handabandi og óskuðu hvor öörum góðs gengis í framtíðinni. Þeir áttu ekki eftir að hittast aftur fyrr
en að 54 árum liðnum en þegar þeir loks gerðu það, var það hér uppi á íslandi. Vaughan átti eftir að dvelja á
suðurskautinu næstu tvö árin ásamt 41 öðrum leiðangursmanni undir stjórn Richard E. Byrds landkönnuðar og
seinna aðmíráls í bandaríska flotanum. Foster hélt aftur til Nýja Sjálands þaðan sem leiðangurinn hafði lagt upp
og síðan heim til Bandaríkjanna. Þá Vaughan og Foster gat ekki grunað úti á köldum ís suðurskautslandsins að
ríflega hálfri öld seinna ættu þeir eftir að hittast aftur, hinum megin á hnettinum.
Árin liðu. Um síðir fluttist
Foster til Islands þar sem hann
gerðist forstjóri Menningarstofn-
unar Bandaríkjanna, giftist ís-
lenskri konu, Helgu Weisshappel,
og býr nú á Vesturgötinni. Minn-
ingar úr ferðinni á Suðurskautið
fylgdu honum hvert sem hann íór.
Svo var það einn daginn nú síðla
sumars að hann frétti af því, í
gegnum Morgunblaðið, að Norman
Vaughan væri staddur hér á ís-
landi í sambandi við fund átta
bandarískra herflugvéla á austur-
strönd Grænlandsjökuls. Hann
hafði þegar upp á honum og loks
hittust þeir aftur eftir öll þessi ár.
Það voru fagnaðarfundir. Þeir eru
tveir af tíu eða ellefu mönnum,
sem enn eru á lífi af næstum
hundrað manna leiðangri Byrds á
suðurskautið. Það var fyrsti leið-
angur Byrds þangað af mörgum og
í honum flaug hann fyrstur
manna yfir Suðurpólinn.
Þessi leiðangur Richard E.
Byrds, þá sjóliðsforingja en seinna
aðmíráls, á suðurskautið stóð í tvö
ár, frá 1928 til 1930. Eitt af
markmiðum leiðangursins var að
fljúga yfir Suðurpólinn, en 1926
hafði Byrd fyrstur manna flogið
yfir Norðurpólinn. Norman
Vaughan var hundasleðastjóri
suðurskautsleiðangurs Byrds, en
Carroll Foster var bátsverji á Ele-
anor Bolling, öðru af tveimur skip-
um, sem fluttu leiðangursmenn og
birgðir þeirra til suðurskautsins.
„Við vorum fyrstu Bandarfkja-
mennirnir, sem komu á suður-
skautið og það er mjög mikil-
vægt,“ sagði Vaughan, þegar við
vorum sestir í stofu á heimili
þeirra hjóna Helgu og Carroll
Fosters á Vesturgötunni til að
rifja upp leiðangur Byrds fyrir 55
árum. Foster, sem var yngstur
leiðangursmanna, er nú 75 ára en
Vaughan er 78 ára. Báðir eru þeir
vel ernir og viðræðugóðir og þeir
skemmtu sér mikið yfir endur-
minningum þess tíma er þeir voru
á suðurskautinu. „Það að við vor-
um þarna fyrstir Bandaríkja-
manna hafði í sjálfu sér stórkost-
leg áhrif. Það voru í kringum 5000
menn sem buðu sig fram sem
sjálfboðaliða til fararinnar og við
Foster hérna vorum aðeins tveir
af þeim heppnu."
Þeir lögðu af stað frá Nýja Sjá-
landi á tveimur skipum, Eleanor
Bolling, sem var birgðaskip, nefnt
eftir móður Byrds, og City of New
York, sem var þrímastra seglskip
en að sögn Vaughans var það eitt
af síðustu seglskipunum sem not-
uð voru í viðlíka leiðöngrum.
„City of New York var mjög
hægfara skip svo Eleanor Bolling
varð að draga það mestan part í
gegnum ísinn niður að suður-
skautinu. City of New York hefði í
sjálfu sér getað starfað eitt sér, en
í þessari ferð þurfti í alla staði að
hafa tvö skip. Birgðirnar voru svo
miklar og Byrd aðmíráll, sem þá
var sjóliðsforingi, vildi hafa tvö
skip til öryggis, ef annað þeirra
sykki. Að auki voru þrjár flugvél-
ar sem við höfðum með okkur um
borð fyrir pólarflugið. Því voru
góðar ástæður til að hafa tvö
skip.“
Var ekki erfitt að sigla niður að
álfunni?
„t kringum Antarktfkuálfuna er
gríðarlega mikið ísbelti á hreyf-
ingu og er kallað íshella og að
ferðast í gegnum hana var einhver
stórkostlegasta reynslan sem við
urðum fyrir í Ieiðangrinum. Við
vorum kramdir af ísnum og bátar
okkar sukku og ef vindáttin hefði
ekki verið rétt, hefðum við getað
lokast inni f fsnum og það hefði
gereyðilagt allt fyrir okkur. Við
komumst þó klakklaust gegnum
íshelluna en hún er ein af ástæð-
um þess að margir könnuðir hafa
ekki komist yfir á Antarktíku-
meginlandið. Árið 1910 hafði
Amundsen farið á sama stað og
Little America var sett á fót og
hann kallaði sfna stöð, Framheim,
heimili Fram, en það var nafnið á
bátnum hans. Þaðan hélt hann yf-
ir ísinn og á Suðurpólinn og varð
fyrstur manna til að ná þangað.
Eitt af markmiðum okkar leiðang-
urs var að fljúga yfir Suðurpólinn
og aftur til baka, sem við gerðum
29. nóvember 1929.“
Af hvaða tegund voru flugvél-
arnar sem þið höfðuð meðferðis?
„Flugvélarnar voru „Ford Trim-
otor“, „Fokker* og „Fairchild".
Ford Trimotor var gerð af Ford-
fyrirtækinu, en Henry Ford var
náinn vinur Byrds og sérstakur
stuðningsmaður Byrd-leiðangurs-
ins. Sú flugvél var það nýjasta f þá
daga og var stærsta farartækið,
sem við gátum fengið. Fokkerinn
og Fairchild-vélin voru notaðar f
styttri könnunarferðir því mjög
lítið var vitað um þessa víðáttu-
miklu álfu og Byrd fór á þessum
minni vélum til kortlagningar
þessa mikla landflæmis. Þúsundir
fermílna lands sem enginn maður
hafði áður augum litið. Eitt lands-
væðið var nefnt eftir eiginkonu
Byrds, Marie Byrd Land. Það er
gríðarlega stórt svæði."
Gekk slysalaust að flytja flug-
vélarnar í land?
„Flugvélarnar voru teknar af
skipunum og settar á ísinn og
minni vélunum var flogið strax til
stöðvarinnar sem við reistum,
Little America, eftir að snjólend-
ingarskfðunum hafði verið komið
undir þær. En þriðja vélin, Ford
Trimotor, hreyfðist ekki eftir að
hafa verið sett á ísinn því hún
fraus föst við hann. Byrd spurði
mig sem var yfir hundasleðastjór-
unum, hvort hundarnir gætu dreg-
ið þessa stóru flugvél alla leið til
Little America, en stöðin var nfu
mílur frá brún íssins. Við urðum
að koma stöðinni fyrir svo langt
frá sjónum því stórir hlutar ís-
brúnarinnar voru allan tímann að
brotna frá og reka út og mynda
iskletta Antarktfku. Einn var
meira en mílu langur. Við vildum
ekki vera á svæði sem gæti brotn-
að og svo myndum við vakna einn
morguninn og vera umkringdir sjó
og á minnkandi svæði og engin
leið væri að komast f burtu.
Ég sagði við Byrd að við skyld-
um reyna að láta hundana, sem
voru 97 að tölu, draga vélina til
Little America. Við settum í hana
langan kaðal og allir bundu hund-
ana sína við hann. Vélin var á
stórum skíðum og eitt af því sem
allir vita núna er að undir skfðin á
alltaf að setja eitthvað sem lyftir
þeim af snjónum því annars veld-
ur þungi vélarinnar því að skíðin
frjósa við ísinn. Þessar upplýs-
ingar höfðum við ekki þá, en við
lærðum fljótt því skíðin undir vél-
inni höfðu þegar festst við ísinn.
Við gátum ekki hreyft hana fyrr
en eftir mikið strit og erfiði í einn
og hálfan tíma. Þá loks fengum
við vélina til að renna og 97 hund-
ar drógu hana alla leið til Little
America í einum rykk því við gát-
um ekki hætt á að stoppa af ótta
við að koma vélinni ekki á ferð
aftur.
Við hundasleðastjórarnir svitn-
uðum mikið við að koma vélinni af
stað og við höfðum því rifið af
okkur yfirhafnirnar og kastað
þeim frá okkur hér og hvar á fs-
inn. Og svo þegar vélin fór að
renna gátum við ekki stoppað til
að klæða okkur aftur í yfirhafn-
irnar og hver og einn af okkur fór
á skyrtunni þessar níu mflur til
Little America. Þegar við komum
þangað þustum við allir inn f eld-
húsið til að hlýja okkur og súpa á
kaffi. Þetta var stærsti hunda-
sleðahópur sem nokkurn tíma
hafði verið beytt saman f heimin-
um fram á þann dag en hundarnir
komu víðsvegar að, frá Grænlandi,
Labrador, Nýfundnalandi, Banda-
ríkjunum, Alaska og Kanada.“
Hvað varð um Little America?
„Tólf árum eftir að við reistum
hana, brotnaði svæðið sem hún
stóð á og flaut í norðurátt. Á
hverju ári eftir að við höfðum ver-
ið þama nálgaðist sjórinn meira
og meira þar til hann náði stöð-
inni. Það sýnir kannski best fram-
sýni Byrds að hafa komið henni
fyrir svo langt frá sjónum að hún
myndi ekki brotna þau tvö ár sem
við vorum þarna.“
Var ekki mikið erfiði að vera
hundasleðastjóri þegar engin far-
artæki önnur voru til flutninga og
hundasleði var eina mögulega far-
artækið?
„Það var gríðarleg vinna, sér-
staklega þegar við vorum að koma
Little America á fót, því á hunda-
sleðunum urðum við að flytja 600
tonn af mat og öðrum vistum frá
skipunum þessar níu mílur til
stöðvarinnar. Þetta allt gerðu
hundasleðastjórarnir með hund-
unum sínum og lifðu f tjöldum á
Little America. Og á morgnana
vorum við svo þreyttir að við sváf-
um á sleðunum á leiðinni að skip-
unum þar sem hlaðið var á þá, en
það gerðum við ekki því við fórum
í skipin og fengum okkur morgun-
mat. Ef við vildum gátum við
fengið f öll mál, mörgæsa-, sels-
eða hvalkjöt. Þegar við svo vorum
búnir að fá okkur morgunmat var
búið að hlaða á sleðana, en við
bundum alltaf birgðirnar sjálfir
við sleðann.
Það var mjög mikilvægt að
koma eins miklu á sleðana f hverri
ferð og hægt var. Og það var allt
vigtað sem sett var á þá, hvort
sem það voru kol, matur, pottar
eða byggingarefni svo allir vissu
hvað hver var með mikið. Eftir
hádegi héldum við aftur til Little
America, hlupum með sleðunum,
affermdum þá og sváfum á leið-
inni til baka að skipunum. Þar
voru sleðarnir aftur fermdir og
aftur hlupum við með þeim til
Little America. Og svona var
þetta á hverjum degi að við hlup-
um tvisvar sinnum nfu mílur frá
skipunum. Mig minnir að við höf-
um tvisvar og kannski jafnvel
þrisvar hlaupið þrisvar sinnum
níu mílur til stöðvarinnar á einum
degi.“
Segðu mér nánar af því þegar
Byrd flaug yfir pólinn.
„Áður en Byrd lagði af stað frá
Little America til að fljúga yfir
pólinn á Ford Trimotor vélinni
hafði næstráðandi hans, dr. Lawr-
ence M. Gould, sem er stórkostleg-
ur maður og kallaður af öllum sem
þekkja hann Herra Antarktíka,
því hann veit allt um þessa álfu
(hann er enn á lífi og hefur það
gott við háskólann í Arizona), með
höndum stjóm á leiðangri niðri á