Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
73
alllangt að baki varnarlínu
Norður-Kóreumanna við helztu
birgðaflutningaleið þeirra. Jafn
hernaðarlega mikilvægur og stað-
urinn hlaut að teljast, voru að-
stæður þar allar samt alveg ein-
staklega erfiðar, því munur flóðs
og fjöru í Inchon-víkinni nemur
allt að 9 metrum tvisvar á dag.
Hinn 15. september gengu sveit-
ir úr bandaríska sjóhernum á land
við Inchon og tókst landgangan
ágætlega, en eftir tveggja vikna
hörkubardaga hafði X-hernum
bandaríska svo tekizt að ná Seoul
á sitt vald. Meðan á þvi stóð, hafði
hersveitunum við varnarlínuna
Naktong-Pohang í suðri undir
stjórn Walton H. Walkers hers-
höfðingja, yfirmanns 8. hersins,
tekizt að brjótast í gegnum víglin-
una, samkvæmt fyrirfram ákveð-
inni, samræmdri hernaðaráætlun.
Hinn 9. október voru liðssveitir
Sameinuðu þjóðanna að halda yfir
38. breiddargráðu og stefndu norð-
ur. Herliðið við Inchon steig á
skipsfjöl til að ganga á land langt
norðantil á austurströndinni við
norður-kóreönsku hafnarborgina
Hungnam.
Suður í Peking þótti Kínverjum
nú skörin vera tekin að færast upp
í bekkinn. Herlið úr landher,
flugher og flota hafði verið við æf-
ingar í norðausturhéruðum Kína
frá því í júlímánuði, og var til-
gangurinn sennilega að vera til
taks við að reka smiðshöggið á
skjótan sigur norður-kóreanskra
kommúnista, ef nauðsynlegt
reyndist. Nú var herafli Samein-
uðu þjóðanna tekinn að nálgast
landamæri Kína. Tsjú En-laí lét
ýmsar aðvörunarorðsendingar frá
sér fara til Vesturlanda, en sú
opinskáasta var borin fram við
indverska ambassadorinn í Pek-
ing, þar sem sagði, að Kínverjar
myndu koma til skjalanna, ef
herlið Sameinuðu þjóðanna héldi
inn í Norður-Kóreu. Ríkisstjórnir
þeirra landa, sem sent höfðu liðs-
afla á vígstöðvarnar í Kóreu og
álitu þau helzt til innantómt mál-
skrúð.
Krökkt af Kínverjum
í Kóreu
Hinn 13. október tók Fjórði
landher Kínverja að halda yfir
landamærin inn í Kóreu, og létu
Kínverjar í veðri vaka, að þarna
væri um „sjálfboðaliða" að ræða.
Tilgangurinn var að hefja sam-
ræmda sókn fjögurra — skömmu
síðar sex herja — gegn herfylkj-
um Sameinuðu þjóðanna frá 25.
breiddargráðu og suður úr. Walk-
er hershöfðingja, sem kom þessi
skyndilega stórsókn mjög á óvart,
mistókst að halda uppi gagnsókn;
hann hóf langvarandi undanhald,
og við árslok ’50 höfðu hersveitir
hans verið hraktar alla leið suður
fyrir Seoul.
Flugherinn, sem hafði lofað að
binda endi á liðsflutninga Kin-
verja yfir Yalu-fljót, reyndist
ófær um að koma því til leiðar —
að nokkru leyti vegna pólitískra
mótbára af ótta við að ráðist yrði
á kínverskt landsvæði, en framar
öllu vegna þess að sveitir flug-
hersins skorti vopn. Við ströndina
höfðu flotadeildir brezku samveld-
islandanna allar siglingaleiðir að
vestanverðu á sínu valdi, en
bandaríski flotinn að austanverðu.
Þá urðu þáttaskil. Fyrirkomu-
lag birgðaflutninga hjá Kínverj-
um var heldur bágborið og fór
hríðversnandi vegna árása úr lofti
á flutningaleiðir þeirra. Vetrar-
hörkurnar neyddu.þá til að hörfa
undan. í stað Walkers hershöfð-
ingja, sem látið hafði lífið I bíl-
slysi, tók Matthew B. Ridgeway
hershöfðingi við yfirstjórn land-
hersins. Hinn nýi yfirmaður her-
liðsins kom með nýjan og ferskan
hugsanagang; hann ætlaði að
fylgja alls staðar fast eftir og
hefja gagnárásir, hvenær sem
Kínverjar hygðust sækja fram á
ný. Ridgeway hershöfðingi hélt
uppi stöðugum gagnárásum á
Kínverjana, en það var mjög tekið
að draga af herliði þeirra og mesti
vígamóðurinn runninn • af þeim.
Höfðu hersveitir Sameinuðu þjóð-
Vopnahlésviðræður í júlí 1953.
anna undir yfirstjórn Ridgeways
hershöfðingja brátt sótt fram að
38. breiddargráðu, þar sem herlið
hans hætti frekari sókn, en til
þess lágu pólitískar ástæður. Síð-
ari hluta aprílmánaðar 1951 hófu
Kinverjar svo nýja, öfluga sókn
suður yfir 38. breiddargráðu. Enda
þótt kínverski herinn hefði þarna
engum flugsveitum á að skipa,
sem ryddu brautina á sóknarstöð-
unum með loftárásum, né heldur
stórskotaliði, tókst hinu afar fjöl-
menna fótgönguliði þeirra, skipað
harðsnúnum, djörfum og færum
hermönnum, samt að herja sér
leið fram eftir sóknarlínunum og
brjóta varnarlínu Sameinuðu
þjóðanna enn einu sinni á bak aft-
ur.
Þrátefli
Ridgeway hershöfðingi hafði
skömmu áður verið sendur til
Tókýó til að taka við störfum Mac-
Arthurs hershöfðingja. Hinn nýi
yfirboðari herliðs Sameinuðu
þjóðanna í Kóreustríðinu, James
fá sig fullsadda af að sitja og bíða
eftir að endanleg úrlausn fengist í
þessu máli.
Syngman Rhee stofnaði sam-
komulaginu um vopnahlé f hættu
með því að láta lausa þá Norður-
Kóreumenn, sem ekki vildu hverfa
aftur til sinna heimkynna, fyrr en
ráð hafði verið fyrir gert. En Kína
og Rússland voru þess hins vegar
engan veginn fýsandi að halda
styrjöldinni áfram. Það hafði ekki
tekist að ná þeim markmiðum,
sem Stalín hafði sett sér með
Kóreustríðinu. Það hafði auk þess
reynzt Rússum kostnaðarsamt í
hergögnum og tæknibúnaði og
Kfnverjum jafnt í tölu mannslffa
sem og fjármuna. Kínverski her-
inn hafði fengið eftirminnilega
fyrir ferðina hjá andstæðingunum
á vfgvöllunum.
Engin ofríkisstjórn
Sameinuðu þjóðunum hafði tek-
izt að bera þann málstað sinn
fram til sigurs að ekki mætti
þröngva ríkisstjórn upp á neina
þjóð með vopnavaldi, en þetta
hafði orðið sársaukafull reynsla,
sem margar þjóðir mundu eftir,
þegar Bandaríkjamenn fóru síðar
að hafa bein hernaðarleg afskipti
af málefnum Indókína.
Ein af afleiðingum þessarar
styrjaldar var sú, að Vestur-
Þýzkaland öðlaðist skjótar fullt
sjálfstæði með eigin herafla sér til
varnar og sem Sambandslýðveldið
Þýzkaland varð það þýðingarmik-
ill aðili að Atlantshafsbandalag-
inu.
Bandalagsþjóðum Vesturianda
ætti þegar að hafa lærzt, að styrj-
aldir brjótast út á óheppilegustu
tímum og á óliklegustu stöðum.
En þeim hefur alveg láðst að gera
nægilega ráð fyrir þessu allar göt-
ur frá því að Kóreustyrjöldinni
lauk, og að nauðsynjalausu hafa
þær líka orðið að súpa seyðið af
þessari vanrækslu sinni.
Landherinn í Kóreu hlaut að
læra sínar gömlu lexíur upp á
nýtt, og þá alveg sérstaklega fót-
gönguliðið; þetta var stríð fót-
gönguliðans framar öllu. Flug-
hernum tókst ekki að standa við
þá fullyrðingu sína, að hann hefði
strategíska yfirburði í styrjald-
arrekstrinum, en stóð sig hins
vegar frábærlega við að veita ein-
stökum hernaðaraðgerðum öflug-
an og ómetanlegan stuðning. Her-
þyrlurnar sýndu strax við frum-
raun sína á vígstöðvunum hve
mikilsverðar þær geta reynzt í
hernaði. Sjóherinn, sem þarna átti
ekki í höggi við neina kafbáta, né
heldur við óvinaflota, stóð sig
einkar vel og sýndi vel hæfni sina
í hernaði, alveg sérstaklega með
því að sanna enn á ný á áþreifan-
legan hátt þá geysilegu hernaðar-
legu möguleika, sem liggja í sam-
ræmdum aðgerðum landhers og
flota, t.d. við landgöngu að baki
víglínunni; en vestrænar ríkis-
stjórnir höfðu áður lýst því yfir,
að þær myndu aidrei þurfa á slik-
um hernaðaraðgerðum að halda
aftur.
Hermenn frá vestrænum lönd-
um, sem teknir voru til fanga í
styrjöldinni, áttu fyrir höndum
þungbæra reynslu og mikið harð-
rétti í vörzlu hinna kommúnísku
stríðsaðilja: Norður-Kóreumenn
reyndust hinir grimmustu vörzlu-
menn, Kínverjarnir algjörlega
miskunnarlausir, ef þeim bauð svo
við að horfa og þeir álitu, að það
gæti þjónað hagsmunum þeirra í
hernaðinum.
Þetta stríð, háð .í afskekktu
horni heimsins frá 1950—1952, er
núna kallað takmarkað stríð.
Landfræðilega séð var það líka
vissulega takmarkað og einnig að
því er varðar þau hefðbundnu
vopn sem beitt var í þá daga.
Lyktir þessa stríðs hafa líka
reynzt takmarkaðar: Frá því að
vopnahléð gekk í gildi árið 1953,
hefur enginn friðarsamningur lit-
ið dagsins ljós, og ennþá halda
samninganefndir Norður- og
Suður-Kóreu áfram að hittast á
fullkomlega árangurslausum
fundum sínum.
van Fleet III, reyndi hvað hann
gat að halda vígstöðunni, en það
varð mikið mannfall í liði Samein-
uðu þjóðanna á allmörgum stöð-
um, þar sem til hörðustu átaka
kom. En herlið Sameinuðu þjóð-
anna, ásamt her Suður-Kóreu,
hafði nú öðlast miklu meiri
reynslu; sá stuðningur, sem flug-
herinn veitti, var framúrskarandi
góður, og Kínverjum tókst ekki að
ná Seoul á sitt vald i þessari síð-
ustu sóknarlotu sinni. James van
Fleet valdi rétt augnablik til
gagnsókna á óvinina, þegar þeir
voru hvað fáliðaðastir fyrir og
verst settir með alla aðdrætti til
liðsafla síns.
f júnímánuði 1951 var Áttundi
herinn kominn í næsta nágrenni
við Kaesong á austurströnd Kóreu
og allt norður að Kosong á vestur-
ströndinni, það er að segja um 50
mílur norður fyrir 38. breiddar-
gráðu. Ef frá eru taldar nokkrar
minniháttar breytingar á víglín-
unni, hélzt þessi staða hinna strið-
andi aðilja óbreytt það sem eftir
var styrjaidarátakanna.
f júni árið 1951 bar rússneski
fulltrúinn, sem þá hafði aftur tek-
ið sæti sitt i Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna, fram tillögu um
vopnahlésviðræður. Enda þótt
þessar viðræður drægjust mjög á
langinn, og stæðu yfir i tvö ár, og
á meðan kæmi alloft til heiftúð-
legra bardaga á einstaka stöðum,
en skilmálarnir fyrir gagnkvæm-
um skiptum á striðsföngum virt-
ust aftur á móti standa mjög í vegi
fyrir að viðræðuaðilar kæmust að
endanlegu samkomulagi, þá gekk
samt vopnahléð loksins i gildi
hinn 27. júlí árið 1953.
Það voru tveir pólitískir atburð-
ir, sem höfðu áhrif á gerð vopna-
hlésins: Dauði Stalins í marzmán-
uði 1953 og dulbúin aðvörun Eis-
enhowers Bandarikjaforseta um
að ef ekki næðist samkomulag um
vopnahlé með fullri sæmd, myndu
Bandarikin grípa til sinna ráða
með frekari aðgerðum til þess að
ráða þessu stríði til lykta. Það var
alveg augljóst, að þetta var ekki
sagt i blekkingarskyni. Banda-
ríska þjóðin var greinilega búin að