Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 31

Morgunblaðið - 04.09.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 79 Ragnari lærðist ungum að taka til hendinni, því aðeins 12 ára að aldri hefur hann sjósókn með föð- ur sínum á litlum opnum árabát- um vestur við Djúp. Og sjórinn á eftir að verða hans starfsvett- vangur sem háseti, stýrimaður og skipstjóri um rúmlega tveggja áratuga skeið, eða þar til hann öll- um á óvart axlar sjópokann og fer í land. Hann leitar ekki heim á æsku- slóðir eins og mönnum er jafnan tamt heldur kaupir jörðina Höfða- brekku í Mýrdal og gerist bóndi. Og ekki nóg með það. Hann byrjar ritstörf, sem ávallt höfðu sótt á hugann og gerist einnig kennari í hjáverkum. Það fer ekkert á milli mála að oft hafði glíman verið hörð og erfið við Ránardætur meðan sjórinn var sóttur og sá mikli skattur sem sjósóknin krafðist hafði ekki farið fram hjá Ragnari. Hann fylkti sér í sveit Slysavarnafélags íslands og vildi vöxt félagsins og viðgang sem mestan. Það var því ekki að undra, þegar hann var nú búinn að koma sér fyrir í Mýrdalnum að á hann sækti sú hugsun á hvern hátt hann gæti orðið sem mestur og bestur liðsmaður í verki. Þarna var hann kominn í þann lands- hluta, sem hvað mest hefur tengst björgunar- og sjóslysasögu lands og þjóðar. Þar gerist hann for- maður svd. Vonarinnar og jafn- framt formaður bjsv. Víkverja og hefur ávallt einvala liði á að skipa. Og ekki veitir af karlmennsku og kjarki, þrautseigju og þori, þegar á reynir. Á aðra hönd gnæfir Mýrdals- jökull í öllu sínu veldi með ógn- valdinn Kötlu og á hina beljandi úthafið og brimaldan stríða en þar á milli brunasandar með fjölda torsóttra og óbrúaðra fallvatna. Ýmsir höfðu þeir atburðir gerst nokkrum árum áður er marka djúp spor í undirmeðvitund hins aðflutta manns. Þarna hafði tog- ari strandað og áhöfnin komist í land. Ráðvilltir, matarlausir og klæðlitlir höfðu þeir eigrað um sandinn, þar til loks að sjö þeirra náðu að Höfðabrekku, en einn hafði gefist upp við túnfótinn, þar sem hann fannst örendur næsta dag. Og nokkru síðar sama ár hafði áraskipi hvolft í lendingu í Vík og sex vaskir menn drukknað. Ragnari skilst því strax að hér þurfa menn að vera vel á verði og halda vöku sinni. Og fyrsta útkallið lætur ekki á sér standa. Breski togarinn Grimsby Town strandar skammt austan ósa Blautukvíslar 23. apríl 1946. Togarinn er að veiðum, þeg- ar hann strandar og skipverjar því við vinnu á þilfari. Brotsjóir ganga yfir skipið og taka fimm menn fyrir borð. Tveim þeirra er bjargað, en hinir þrír drukkna. Björgunarsveitin brýst á strand- stað og 15 menn eru dregnir til lands í björgunarstól. Eins atviks frá þessari björgun er vert að minnast. Þegar skipstjórinn neit- aði að fara frá borði, var Ragnar ásamt félaga úr björgunarsveit- inni dreginn um borð f togarann. Tóku þeir karlinn með valdi, en hann var þá mjög við skál, brutust með hann úr lyftingu á milli ólaga fram á hvalbakinn, þar sem þeir bundu hann i björgunarstólinn, áður en hann var dreginn í land. Mest reyndi þó á þolrif björgun- armanna hinn 17. febr. 1962, er þeir brutust austur yfir sandana og Blautukvísl til að bjarga 5 mönnum af vélbátnum Hafþóri frá Vestmannaeyjum eftir að bát- urinn strandaði í SV-stormi og foráttu brimi. Voru aðstæður hin- ar erfiðustu vegna veðurhæðar og ófærðar. Fyrir þessa björgun var bjsv. Víkverji sæmd afreksverð- launum Sjómannadagsins það ár. Svo einkennilega vill til að á sandspildunni, sem er á milli Blautukvíslar og Dýralækjarkvfsl- ar hafa fimm skipsströnd átt sér stað á árunum 1941 til 1975. Áhafnir þessara skipa voru sam- tals 100 manns og 85 þeirra bjarg- að af björgunarsveitum SVFÍ í Vík í Mýrdal og Álftaveri, 11 þeirra náðu landi af eigin ramm- leik, þótt 4 yrðu úti á leið til byggða, en 4 drukknuðu. Og enn erum við stödd með Ragnari og hans vösku björgun- arsveit með fluglínutækin niður á Höfðabrekkufjöru í janúar 1966. Þar hafði Fleetwood-togarinn Wyre Conqueror strandað og áhöfn hans, 18 mönnum, er giftu- samlega bjargað í land. Þá eru þeir margir leitar- og björgunarleiðangrar, sem Ragnar og menn hans þurftu að fara um heiðarlönd og jökla. Mun sá minn- isstæðasti vera, er farið var til leitar að Neptune-flugvélinni er fórst á Mýrdalsjökli um miðjan janúar 1953. Var 9 manna áhöfn með velinni og fannst aðeins eitt lík við hana þegar björgunarþyrla komst að flakinu um viku seinna. Síðar grófst allt í snjó og sjálfan jökulinn og týndist þrátt fyrir mikla leit. Það var svo ekki fyrr en í októ- ber 1981 að þessi sorglegi atburður rifjaðist upp, þegar gangnamenn urðu flaks vélarinnar varir í skrið- jöklinum á milli Gvendarfells og Moskambs í Mýrdalsjökli. Þar fundust einnig lík hinna 8 manna, sem týndir höfðu verið í 28 ár. Og minnisstæð er mér svipmynd frá íandsþingi SVFÍ 1968, þegar Ragnar ásamt sonunum Þorsteini og Reyni mættu sem fulltrúar sinna slysavarnadeilda og björg- unarsveita, allir vaskir menn og virkir félagar. Eplið fellur ekki langt frá eikinni segir hið forn- kveðna. Enn er Reynir í fullu fjöri sem umdæmisstjóri 10. SVFÍ um- dæmis. Hann hlaut sína eldskírn á jöklinum 1953 aðeins 19 ára gam- all og best sést í skilmerkilegri frásögn hans í Árbók SVFÍ 1982, þótt hann geymi með sjálfum sér merkilega draumsýn frá þeirri svaðilför. Það er háttur þeirra Höfðabrekkufeðga að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Og áður en Ragnar bregður búi og flyst frá Höfðabrekku eftir nær 26 ár er skipbrotsmannaskýli risið við Hafursey og undirbúningur haf- inn að byggingu björgunarstöðvar í Vík. Það, sem að framan er skráð eru aðeins svipleiftur úr starfi mikils metins og góðs félaga til að sýna fram á hið óeigingjarna starf björgunarmannsins, sem jafnvel einhver mundi freistast til að kalla „aðeins góðhjartaðan bónda“, en einmitt hjartagæskan hlýtur að vera aðalsmerki þeirra sem þessum ábyrgðarmiklu störf- um sinna, ásamt þekkingu á stað- háttum, skarpskyggni og dóm- greind. Og nú er Ragnar fluttur á möl- ina eins og kallað er og tekinn til við næturvörslu í banka og að telja mynt. Það er stutt til hans að leita og ávallt er kalli svarað, sem fyrr. SVFÍ hefur aldrei þurft að ganga bónleitt til búðar. Hann gegnir sem fulltrúi félagsins ábyrgðarmiklum nefndastörfum um björgunarmál, ráðhollur og rökvís og lætur reynsluna tala sínu máli. Unga ofurhuga, sem telja sig allt vita, setur hljóða en ber þó gæfu til að hlusta. Og þegar aldurinn leyfir honum ekki lengur að telja og flokka myntina, er síður en svo að árar séu lagðar í bát. Enn svellur selt- an í blóði og þá er keypt lítil trilla og haldið út á mið eins og forðum á bernskuárum vestur við Djúp. Slysavarnafélag íslands, stjórn þess og starfsfólk að ógleymdum fjölda vina og samherja í deildum þess og björgunarsveitum senda þér hugheilar hamingjuóskir, þakka samfylgdina og árna þér alls góðs um langa framtíð. Lifðu heill vinur. Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri SVFÍ. Fimm daga haustferð um Luxemborg, Móselhérað og Rínardalinn fyrir aðeins 12.400.- krónur 3.900.- króna afsláttur fvrir bömin Hér er úrvals ferðin, sem svo margir hafa beðið eftir. Frábær ferð í þægilegum langferðabíl um ein fallegustu vínræktarhéruð Evrópu fyrir aðeins 12.400.- krónur á mann, miðað við gistingu í tvíbýli. Aukagjald vegna einbýlis, er kr. 1000.-, 3.900 króna afsláttur fyrir börn 2ja-ll ára. Innifalið í verðinu er flug, rútuferð og íslensk fararstjórn Brottför 9. september. Heimkoma 13. september. Ferðaáætlun: 9. sept. Flogið til Luxemborgar - Komið sér fyrir á Hótel Aerogolf Sheraton - Eftirmiðdagurinn frjáls - Gisting. 10. sept. Morgunverður - Ekið um sveitir Luxemborgar, Ardness, Wiltz, Clervaux, Vianden, Berdorf, Echter- nach og Luxemborg - Gisting. 11. sept. Morgunverður - Ekið frá Luxemborg til Grevenmacher og vín- kjallari Bernard Massard heimsóttur - Síðan til Wasserbilling og Trier - Skoðunarferð um Trier - Gisting á Hótel Holiday Inn. 12. sept. Morgunverður - Nú er lagt upp í heils dags skoðunarferð um Mósel- og Rínardalinn - Farið til Bern- kastel Kues, Traben Trabach, Rúdes- heim, farið með ferju yfir til Bingen og ekið um Hunsrúck til Trier - Gist- ing. 13. sept. Morgunverður - Frjáls tími fram að hádegi fyrir þá sem vilja versla og skoða sig um, en síðan er ekið til Luxemborgar. Flogið til Kefla- víkur. Tryggðu þér far STRAX: ✓ I fyrra seldist þessi ferð upp á nokkrum klukkustundum. ER ÞETTA EKKI FERÐIN, SEM ÞÚ VARST AÐ BÍÐA EFTIR? URVAL vió Austurvöll S26900 Umboósmenn um allt land .o^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.