Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 32
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
Andveringurinn
Finn Myrvang og rit hans
„I havsaugau
Finn Myrvang höfundur rítsins „I havsauga'*.
— eftir Lúðvík
Krístjánsson
rithöfund
í Noregi hefur tölu-
vert verið gert af því að
halda til haga og rann-
saka hvers konar heiti í
sambandi við fiskveiðar
og fiskifang, veðurfar og
sjólag, ennfremur fiski-
mið, örnefni við sjávar-
síðuna og nöfn á skerj-
um, hólmum og eyjum.
Finn Myrvang hefur
rannsakað þetta ítarlega
á Andeyjarsvæðinu í
Vesturálnum, og sér
þess m.a. glögg merki í
tveggja binda riti hans
„I havsaugau. Margt er
þar, sem minnir á
skyldleika í orðafari
norskra og íslenskra
fiskimanna, eins og ráða
má af dæmum, sem hér
verða tínd til. Þá er vert
að gaumgæfa náttúru-
nöfn og athuga á mynd-
um, hvernigþau höfða
til staðhátta.
I
íslenskt sjómannamál árabáta-
aldar er ekki nema að nokkru leyti
sambærilegt við það tungutak,
sem sjómönnum er nú tamast.
Ástæðan til þess er auðskilin, en
aftur á móti mun fæstum ljóst í
hverju munurinn er fólginn, m.a.
vegna þess að engin rannsókn hef-
ur verið gerð á máli fyrri tíðar
sjómanna. Eins er því farið um
orðafar strandbúa og eyjaskeggja,
t.d. í sambandi við mismunandi
heiti á landslagi sjávarsíðunnar,
við hana og undan henni. Rfkur
þáttur í daglegri önn fiskimanna
var notkun fiskimiða, en á þvi
sviði hefur einnig fátt verið kann-
að hérlendis, og dylst þó ekki, að
þar er margt vert rannsóknar.
Að þessu er vikið hér í öndverðu
sökum þess, að ætlunin er að geta
rits, þar sem á norska vísu er
fjallað um ofangreint efni.
Finn Myrvang er meðal þeirra
Norðmanna, sem á undanförnum
árum hafa ritað margt, er flokka
má undir þjóðfræði og þjóðhætti.
Hann er maður á besta aldri,
fæddur 1937 í Bö í Vesturálnum,
og heimabyggðin orðið hans aðal
rannsóknarefni, einkum Andeyja
og héraðið kringum hana. Finn
lauk fyrst prófi í lyfjafræði, en
síðar í málvísindum og fjallaði
lokaprófsritgerð hans í Þránd-
heimi um örnefni við sjó og sjáv-
arsíðu á Andeyjarsvæðinu og orð
tengd fiskifangi og fiskveiðum. —
Á árunum 1%6—1968 var hann
styrkþegi „Norges Allmennvit-
skaplege Forskningsr&d". Margar
ritgerðir hans f tímaritum fjalla
einkum um örnefni, og hefur hann
þráfaldlega haldið svæðisbundin
námskeið í þeim efnum fyrir
kennara.
Andveringar gefa út veglegt
ársrit, sem heitir „Böfjerding" og
er Finn aðalritstjóri þess. í því á
hann margar ágætar ritgerðir og
mikið og fagurt ljósmyndaefni.
Fremur var fágætt í Noregi eins
og hér að sjómenn skrifuðu miða-
bækur. Ein þeirra, sem geymir
miðin í kringum Væröya, er birt í
„Böfjerding" 1982. Henni fylgja
skýringar frá Finn, glöggar og
ítarlegar, og taka öllu fram, sem
ég hef áður séð um það efni, sök-
um þess hve margt er þar skýrt
með myndum.
Fyrsta rit Finn Myrvangs —
Huh - tetta — kom út hjá Há-
skólaforlaginu í Ósló 1963 og í
kjölfar þess bækurnar „Björne-
törk og reinkalvri", „I Trollbotn"
og „Att i Ariblá". Efni þessara
rita er að langmestu leyti þjóð-
fræðilegt, sumt telst til þjóðhátta,
þjóðsagna og ævintýra. Sögu- og
sagnasviðið er norður-norskt, eða
að langmestu leyti Vesturállinn —
Böfjörðurinn og Andeyjan. Tölu-
vert af bókaefni Finns er komið úr
Þessi klettur heitir Kvalbaken (Hvalbak) og getur talist lifandi eftirmynd.
Skrinet. Minnir lögunin ekki Ijóslega á skrín?
Mjelde*
o
Hagbariholmen
Steigen
Skagsiad Lillesirter^
Öngulseyja. Er samlíkingin ekki
nógu skýr?
Hakvig
f\ \
[ Steinmoa X J J
\ x Storsirter \ ( \ / /
x Vinjen \j y
Laskesiad x Slornessel
x
Nygðrd
Melleskog Myklebosiad
X x
Kvelvet: Hvolf. Gæti þetta ekki verið bátur á hvolfi?
munnlegri geymd, og voru margir
heimildamenn enn á lífi, þegar rit-
in birtust. í ritinu „Att i Ariblá",
sem á íslensku gæti þýtt „úti í
glyrnu" eða „úti á ballarhafi", er
fjölbreytt sjávarháttaefni, mest
allt tengt Andey og Andveringum,
en að Finn standa sjómenn í ættir
fram. Margt kemur þar kunnug-
lega fyrir og er til marks um, hvað
sameiginlegt hefur verið íslensk-
um og norskum fiskimönnum. Enn
verður þetta ljósar, þegar gaum-
gæft er rit hans „I havsauga", sem
er í tveim bindum og kom út
1981-1982.
II
Undirtitill þessa rits Finns er:
Andey í ljósi örnefna og aldarfars
við sjávarsíðuna. í formála fyrra
bindis segir hann: „I havsauga" er
ekki einungis skrifað fyrir And-
veringa, heldur er ætlunin að leiða
í ljós, hversu efni þess er í senn
norskt og norrænt, og hefur glím-
an við það fært mér augljóslega
heim sanninn um, hvert gildi er
fólgið í sögu- og menningararf-
leifð þeirra, sem búið hafa við haf-
ið. — Athyglisverður er. skyldleiki
orðafars sjómanna og gömlu mið-
alda-skáldanna. — Ótrúleg eru
þúsund ára gömul tengsl í mál-
notkun sjómanna í Noregi og
þeirra, sem búa fyrir vestan haf
(Suðureyjar — Færeyjar — ís-
land). — Höfundur greinir fjölda
dæma til áréttingar þessari skoð-
un sinni og verður síðar vikið að
nokkrum þeirra.
Höfuðkaflar fyrra bindis eru:
Haf og himinn — Úti á miðum —
Úr einu í annað — Sker, grynn-
ingar, tangar. í kaflanum Haf og
himinn er fjallað um flóð og fjöru,
ný og nið, strauma, sjói og bárur,
vind og úrkomu, loft og hita,
storm- og veðurmerki á sérstökum
stöðum. Aftan við hvern kafla eru
ítarlegar skýringar, þar sem m.a.
kemur greinilega í ljós, hve norska
sjómannamálið er skylt því ís-
lenska.
Aðbristi — byrjun aðfalls er í
Vesturálnum: „Sjöen er i brest".
— Þegar verið var á veiðum með
handfæri sögðu menn: Færið ber
út á gjót — ber frá borði vegna
straums. — Andveringar orða það
þannig: „Dá gjóta det for mykje“.
— Þegar bát ber af miði, er það
reiðsla, hann reiðir, en á norsku:
„Reie det for mykje". — Vekja
straum): „lage straum". Það lóar
ekki við stein): „Han dreg ikkje
om ein stein". — Svartalogn):
„Svartstilla" — stafalogn): „stav-
stilla". — Grunnbrot — landbrot):
„grunnbrott" — „landbrott". —
Bárukambur): „bárekammer". —
Fylling, mikil alda); „fyllingen".
— Haugasjór): „bár som haug“. —
Bárufax): „Faksbára“. — Agg,
aggva, lítil alda): „agg i sjöen". —
Bærlingur, litil alda): „bærling".
— Krakkildi): „sjökrakk". —
Skaflasjór): „skavlsjö". — Gráð):
„grá“. — Kæla); „kjöla". — Kemur
á norðan): „kjem nordan av“. —
Bálhvass, bál): „báling“. — Dyngdi
niður snjó): „han dyngte ned sny“.
— Hundslappadrífa): „lapps-
kletta“. — Rýkur upp): „ryk op“.
— Garðaveður): „rokkgard". —
Kaldyrja): „Kaldörje“. — Skoða
veðrið): „sjá i verit". Að óska byrj-
ar — gefa vindakára): „kjöpe
vind“. — Klóra í mastrið): „ídadde
mastra". — Blístra í vindátt):
„plystre vind“. — Þannig mætti
lengi halda áfram, en Finn rekur
einnig oft skyldleikann til Fær-
eyja og Suðureyja.
í kaflanum „Út á mið“ er margt
ákaflega áþekkt og hér tíðkaðist,
m.a. hvernig mið verða til, örnefni
þeim tengd, hvernig miðað var,
varúðarorð vegna miða, að örnefni
sama staðar er annað á sjó en
landi, að staður ber fleiri en eitt
heiti eftir því hvaðan er miðað f