Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 36
84 MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 UMFANGSMIKILL TÓNLISTARVIÐBURÐUR í HÖLUNNI Á LAUGARDAG: Við krefjumst framtíðar Viö skýrdum frá því á Járnsíðunni fyrir tveimur vik- um, að þann 10. september næstkomandi kæmu fram Megas, í fyrsta sinn opinber- lega í ein 5—6 ár, og breska hljómsveitin Crass. Sannast sagna er erfitt aö ímynda sér öllu merkari tónlistarviöburö á þessu ári, a.m.k. ekki innan rokksins. Crass hefur aldrei áöur leikiö á tónleikum utan Bretlands þrátt fyrir ótalmörg tilboð þar um, þannig aö aö- standendur tónleikanna eiga heiður skiliö fyrir aö fá sveit- ina hingaö til lands. „Viö krefjumst framtíöar" er yfir- skrift þessara tónleika og er þaö vel á þessum ófriöartímum jafnt austan hafs sem vestan. Reyndar komst sá kvittur á kreik fyrr í sumar, aö þetta ætti aö vera einhvers konar pólitísk hátíö vinstrimanna, sem telja bar- áttuna gegn friöi vera sitt einkamál, en aö sögn Ásmundar Jónssonar, aöalsprautunnar aö baki þessari tónlistarhátíö, er fjarri því aö svo sé. „Þessi hátiö er laus viö öll póli- tísk tengsl þótt ákveönir stjórn- málahópar hafi reynt að eigna sér aöild aö henni," sagöi Ásmundur ennfremur. Þótt Crass og Megas kunni e.t.v. aö veröa stærstu númerin á þessari miklu hátíö í Laugardalshöllinni fer því fjarri aö þar séu einu atriöin á ferö. Þorlákur Kristinsson treöur þarna upp meö hljómsveitinni íkar- us og bróöir hans, Bubbi Morthens, mætir til leiks ásamt Egóinu. Ekki er allt upptaliö því hljómsveitin efni- lega Vonbrigöi veröur einnig á svæöinu og treöur upp, þá Kukl (nýjasta sköpunarverk Einars Arnar Benediktssonar) og loks Svart og Sykurlaust, hópur, sem ég veit því miöur lítil deili á. Hér á eftir fer stuttaraleg kynning á þeim hljóm- sveitum og listamönnum, sem koma fram á hátíöinni. Crass Crass er 7 manna sveit, aö því er næst verður komist. Hún er skipuö eftirtöldum: Penny Rimbaud/- trommur, Steve Ignorant/söngur, Eve Libertine/söngur, Phil Free/gít- ar, Pete Wright/bassi, N.A. Palm- er/gítar og Joy de Vivre/söngur. Þaö var Penny Rimbaud, aöal- forsprakkinn í sveitinni og talsmaö- ur hennar, sem stofnsetti Crass fyrir 6 árum ásamt Steve Ignorant. Söngur þess síöarnefnda er einmitt taliö eitt helsta sérkenni hljómsveit- arinnar. í þeirra augum, svo og annarra í hljómsveitinni, á stjórnleysi (anark- ismi) ekkert skylt viö einhverjar fjöldahreyfingar eöa baráttuhópa fyrir slíkum málstaö. Þaö snýst heldur ekki um aö eyöileggja þetta eöa hitt, heldur einvöröungu þaö, aö varpa af sér því oki, sem þjóöfé- lagið leggur á heröar hvers og eins. Menn geta ekki stutt „anarkisma". Annaöhvort eru menn „anarkistar" í eðli sínu og af heilum hug eöa ekki. Þaö er enginn millivegur til i augum þeirra Crass-ara. Þrátt fyrir miklar vinsældir innan ákveöins hóps byggist fylgi Crass ekki upp á auglýsingaherferöum eöa ööru þvíumlíku, heldur fyrst og fremst á afspurn. Crass heldur ekkl oft tónleika, þannig aö koma þeirra hingað til lands er stórmerkileg í tvennum skilningi; einir fárra tón- leika Crass eru staðreynd hér á landi og island er jafnframt fyrsta landið utan Bretlands, þar sem hún kemur fram. Megas Þó svo unga kynslóöin hafi e.t.v. veriö aö kynnast Megasi almenni- lega í fyrsta sinn er hann kyrjaöi „Fatlafól" meö Bubba Morthens er hann enginn nýgræðingur á sviöi ís- lenskrar rokktónlistar. Fyrsta plata hans, sem kom út fyrir tæpum hálf- um öörum áratug, þykir af mörgum enn vera einhver sérstæöasta plata síöustu 20 ára hérlendis. Ekki aö- eins voru lög Megasar og textar á allt aöra lund en menn höföu átt aö venjast, heldur var framsetning hans öll önnur en þekkst haföi. Hluti Crass-sveitarinnar á sjaldgssfum tónleikum. Gömul mynd en góð af bræórunum Bubba og Begga Morthens. Þeir veróa báóir á ferðinni í Höllinni. ENGIN ELUMÖRK Á EINUM AF LEIÐANDI GÍTARLEIKURUM ROKKSINS: Clapton í eldlínunni í tæpa tvo áratugi Eric Clapton er nafn innan rokksins, sem varla ætti aö þurfa að kynna. Fyrr á þessu ári sendi hann frá sér plötuna Money & Cigarettes og hún hefur af mörgum veriö talin ein besta plata hans um margra ára skeið. Þótt Clapton eigi sér stóran og víðfeðman aödá- endahóp eru þau ekki mörg viðtölin, sem birst hafa við hann á prenti. Ástæður fyrir því eru ýmsar, en fyrr á þessu ári lét Clapton loks undan þrýst- ingnum og veitti sitt fyrsta vió- tal í 8 ár. Glefsur úr viötalinu fara hér á eftir, en áöur en grip- ið verður niður í það er rétt að kynna þennan mann yngri les- endum Járnsíöunnar eilítiö. Blús og Eric Clapton er tvennt, sem alla jafna hefur hald- ist í hendur í þau 20 ár, sem þsssi snjalli gítarleikari hefur veriö á feröinni. Hann, ásamt mönnum á borð við Mick Jagg- er, Keith Richards, Steve Winwood, Jeff Beck og Jimmy Page, var í framlínu þeirra er tengdu blúsinn rokktónlist nú- tímans jafn traustum böndum og raun ber vitni. Sem unglingur safnaði Claþton plötum meö blússtjörnum eins og t.d. Son House, Robert Johnson, „Big Bill" Broonzy, „Blind Lemon" Jefferson og Muddy Waters. Tónlist þessara manna hafði meiri áhrif á unglinginn Eric Clapton en flest annaö. Vart þarf að segja þaö nokkr- um (en er þó gert hér), aö Clapt- on lék meö þeim Ginger Baker og Jack Bruce í einhverri fræg- ustu rokkhljómsveit vorra tíma, Cream. Þeir eru margir enn í dag, sem telja þetta tríó súp- erstjarna aldrei hafa átt sinn líka. Aö vissu leyti orö aö sönnu, en þeir eru líka margir, sem viöur- kenna þá staöreynd, að Cream átti alla tíö erfitt uppdráttar vegna þess eins, aö meðlimirnir áttu ekki vel saman innbyröis. Eftir stjörnum stráöan feril meö Cream, en stuttan fremur, sagöi Clapton skiliö viö tríóiö er þaö leystist upp og stofnaöi hljómsveitina Blind Faith. Meö honum í þeirri sveit voru þeir Ginger Baker, Steve Winwood og Rick Grech. Þeirri sveit entist illa aldur og í kjölfariö vann Clapton viö plötugerö meö hin- um og þessum. Þarnæst kom hljómsveitin Derek & The Dom- inoes og á stuttum ferli náöi hún þó aö senda frá sér lag, sem enn í dag er talið „klassískt" á meöal rokkara. Það er auövitaö „Layla". Frá því „Layla" kom út á plötu hefur mikið vatn runnið til sjávar. Clapton lenti sjálfur á villigötum vímugjafa og áfengis og átti í miklu stríöi við þá „húsbændur" sína áöur en honum tókst loks aö losa sig undan oki þeirra. Þótt þessir tveir djöflar væru aö baki átti Clapton eftir aö lenda í þeim þriðja áöur en hann komst á beinu brautina á ný. Magasár var næstum oröið honum aö bana fyrir tveimur árum og vegna þess varö hann að hætta á miöju tónleikaferöalagi um Bandaríkin. f dag er Eric Clapton ham- ingjusamur maöur og þaö mjög svo. Hann er orðinn 37 ára gam- all og ber aldurinn meö sér. Sér- fræðingar tónlistartímaritanna segja hann vera orðinn miklu fágaöri gítarleikara en áöur og þá um leið ekki eins kraftmikinn. Þeim ber þó saman um, aö „sá gamli" hafi engu gleymt. Clapton er kvæntur Patti Boyd, sem eitt sinn var eiginkona George Harri- son. Hún var þaö reyndar enn er Clapton samdi „Layla", ásamt Duane Allman, ástaróö til henn- ar. Svo mikið hefur breyst á nokkrum árum, aö þegar Clapt- on var á ferö um Heathrow- flugvöll í sumar, ásamt Boyd, tók vart nokkur sála eftir honum né henni. Enda varla von, þar sem bæöi voru klædd eins og kaup- sýsluhjón á leið á viöskiptafund einhvers staöar úti í heimi. „Ég gat ómögulega fariö aö feröast í gallabuxunum," sagöi Clapton viö blaðamann, sem rak augun í hann. „Flugfreyjurnar líta mann hornauga sé maöur ekki í tau- buxum og „sörvisinn" er eng- inn.“ Grípum niöur í þetta sjald- gæfa viötal viö gítarvirtúósinn Eric Clapton: — Gerir þú þér fulla grein fyrir því, aö í augum rokkunn- enda ert þú mjög dularfullt goö? „Já, ég býst við því. Mér er þetta svona dauflega Ijóst ef hægt er aö orða það svo. Kannski stafar þaö af því aö ég er ekki málglaöur. Ég er þannig manngerö, aö só ég á meöal fólks, sem talar mikiö dreg ég mig ósjálfrátt í hlé.“ — Nú varöst þú að hætta tónleikaferöalagi þínu um Bandaríkin mjög skyndilega á sínum tíma. Hvaö var þaö sem gerðist? „Áöur en tónleikaferöalagiö hófst átti ég viö mikla erfiöleika í baki aö stríöa. Mér tókst þó aö hemja þaö meö sprautum og töfluinntöku, en þar kom að því aö ekki varö til baka snúiö. Ég sagöi þaö viö strákana í hljómsveitinni fyrir tónleikana í Madison, Wisconsin, aö ég fyndi þaö einhvern veginn á mér, aö ég yröi í vandræöum. Sagöi þeim jafnframt, aö ef þeir sæju aö ég ætti í vandræðum skyldum viö Ijúka laginu og þaö var ein- mitt þaö sem geröist. Viö urðum að hætta á miöjum tónleikum. Þegar á sjúkrahúsiö kom varö það fyrst Ijóst, aö óg var meö lífshættulegt magasár. Öllu var þó bjargaö á ótrúlega skömmum tíma og aö tveimur mánuöum liönum var ég orðinn alheill. En þaö þýddi líka, aö ég varö aö breyta alveg um líferni ef ég vildi halda lífi. Sennilega hefur þaö veriö lífslöngunin sem réöi því, aö ég sagöi skiliö viö heróín og áfengi. Ég held nefnilega, aö innst inni hafi ég alltaf veriö svo viss um, aö á morgun yröi þetta allt í lagi á ný, svo fremi sem ég héldi mig innan vissra takmarka. Ég vildi aldrei eyöileggja mig á eitrinu. Mér fannst ég eiga eftir aö reyna svo mikiö og eiga svo margt til aö hverfa til.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.