Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
93
' ( J 1 : í
i 5
f U W ^ . jJ?P
: VELVAKANDI
; SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
w, TIL FÖSTUDAGS ,
Baktería sem eng-
inn vill losna við
Svavar Gests skrifar:
„Ágæti Velvakandi.
Með þinni hjálp vænti ég þess
að ná til sem flestra jazzáhuga-
manna því ég á nokkurt erindi við
þá. Hinir frábæru hljómleikar
sem Jazzvakning hefur gengist
fyrir fyrr á árinu áttu sér oftast
nær lítinn aðdraganda og hafa því
vafalaust farið framhjá mörgum.
Nú er einhver stórkostlegasta
heimsókn erlendra jazzleikara
framundan og á ég þá við hljóm-
leika í Gamla bíói á miðvikudag-
inn nk. Hér er slíkt einmunalið
gamalreyndra jazzleikara á ferð-
inni, að undrum sætir að takast
skyldi að ná þessum flokki saman.
Allt eru þetta gamalkunnir snill-
ingar frá blómaskeiði jazztónlist-
arinnar: swing-tímabilinu. Ég
þykist viss um, að jazztónlist ár-
anna 1935—60 láti hvað bezt í eyr-
um íslenzkra jazzáhugamanna.
Hér eru á ferðinni einhver fræg-
ustu nöfn jazzsögunnar: Píanó-
leikarann Teddy Wilson þekkja
flestir af plötum smáhljómsveita
Benny Goodman frá 1935—’40,
vibrafónleikarinn Red Norvo gef-
ur sjálfum meistaranum Lionel
Hampton ekkert eftir. Bassaleik-
arinn Slam Stewart lék á sfnum
tíma f tríói píanósnillingsins Art
Tatum. Trommuleikarinn Sam
Woodyard er líklega þekktastur
fyrir að hafa leikið f hljómsveit
Duke Ellington f fimm ár.
Gítarleikarinn Tal Farlow
keypti sinn fyrsta gítar rúmlega
tvítugur er hann hafði hlustað á
plötu gítarleikarans Charlie
Christian.
Allt eru þetta margverðlaunaðir
snillingar, sem bezti jazzleikarinn
hver á sitt hljóðfæri, og hið sama
má segja um blásturhljóðfæra-
leikarana þrjá. Þar er fremstur f
flokki trompetleikarinn Billie
Butterfield, sem lék með mörgum
stórum hljómsveitum á blóma-
skeiði þeirra. Hin sfðari ár hefur
hann leikið með litlum hljómsveit-
um og þá má heyra Billie Butter-
field sem einleikara á mörgum
plötum hljómsveitar Ray Conniff.
Nafn klarinetleikarans Jonny
Mince er jafnan nefnt í sömu and-
ránni og nafn Benny Goodman
þegar talað eru um beztu klarin-
etleikara swing-tímabilsins. Lest-
ina rekur tenór-saxafónleikarinn
Buddy Tate, sem lék með hljóm-
sveit Count Basie um árabil.
Því finnst mér skylt að vekja
athygli á þessum merka jazzvið-
burði, að enn var aðdragandinn
lítill og svo hitt, að ég geri mér
grein fyrir því gífurlega starfi,
sem þeir Jazzvakningarmenn, með
þá Sigurjón Jóhannsson og Vern-
harð Linnet í fararbroddi, leggja á
sig til að gleðja eyru og augu
okkar jazzgeggjara". En æðsti-
prestur okkar jazzgeggjaranna,
Jón Múli, notar þetta ágæta orð
sitt um alla íslendinga, sem tóku
hina góðkynjuðu jazzbakterfu í
æsku. Baktería sem enginn vill
losna við.
Stórhættuleg slysagildra
Ölöf Björg Karlsdóttir skrifar:
„Ágæti Velvakandi.
Fékk bætur
í einn mánuð og
síðan ekki meir
Ég var að lesa í Velvakanda
um konuna sem var synjað um
örorkubætur vegna tekna mak-
ans og hef ég frá nákvæmlega
sömu staðreyndum að segja. Eg
hef farið og verið metin 65%
öryrki, en síðan verið synjað
um bætur á þeim forsendum að
maðurinn minn sé með of háar
tekjur. Þetta er mjög bagalegt,
því eiginmaður minn vinnur
þannig vinnu að laun hans eru
mishá og stundum ekki hærri
en svo að bótanna væri vel þörf.
Á síðasta ári fékk ég greiddar
örorkubætur í einn mánuð, eft-
ir að hafa verið metin 65% ör-
yrki, en síðan ekki söguna meir.
Vil ég þvf heilshugar taka
undir allt það sem María
Magnúsdóttir segir í grein
sinni 24. ágúst í Mbl., það voru
orð í tíma töluð.
Starfsfólki Land-
spítalans þakkað
lára Eðvarðsdóttir hringdi:
Mig langar mikið til að koma
á framfæri kæru þakklæti og
kveðjum til starfsfólks Land-
spítalans á deild 12a. Þar lá ég
núna í júlí mikið veik og naut
dásamlegrar umönnunar.
Starfsfólk deildarinnar er al-
veg frábært og hugulsamt og
var gott að liggja þarna, þar
sem allt er gert fyrir sjúkl-
ingana. Hafið bestu þakkir
fyrir.
Fyrir um það bil mánuði hafði
ég samband við þig og benti á
slysagildru við Sjálfstæðishúsið
Valhöll á Háaleitisbraut. Þar
eru kjallaratröppur, algerlega
óvarðar á suðurhlið og hörmu-
legur frágangur á þeim nyrðri,
sem er aðalinngangur hússins.
Fyrir stuttu þurfti ég enn til
tannlæknis í fyrrnefndu húsi og
hugði nú allt varið, sem hætta
stafaði af. Því miður hefur ekk-
ert verið gert. Mér finnst mikið
ábyrgðarleysi, af þeim sem að
húsinu standa, að hafast ekkert
að. Þarna fara margir um á
hverjum degi, m.a. fólk í hjóla-
stólum.
í rigningartíðinni hjá okkur í
sumar er tréplanki, sem senni-
lega er ætlaður slíkum stólum,
alltaf háll og blautur. Það gefur
því augaleið hvernig það er fyrir
þá sem nota hjólastóla að kom-
ast þarna um.
Bílastæðin þarna fyrir utan
eru góð og vel merkt, betur færi
ef sá hluti lóðarinnar, sem ætl-
aður er gangandi vegfarendum,
væri eins frágenginn. Meðan
ekkert er að gert, mætti þá ekki
setja upp skilti við húsið, sem á
stæði: „Gangið varlega, forðist
slysin"? Virðingarfyllst."
Leiðrétting
í grein Jónasar Péturs-
sonar, „Efnahagsspjöll",
sem birtist í Velvakanda
28. ágúst sl. misritaðist orð
í setningu sem hljóðaði svo:
„Vextir og verðtrygging er
stór og varasamur póstur í
verðgrundvelli búvöru."
í þessari setningu átti
hins vegar að standa:
„Vextir og verðtrygging er
stór og ört vaxandi póstur í
verðgrundvelli búvöru."
Bréfritari er beðinn vel-
virðingar á þessum mistök-
um.
GÆTUM TUNGUNNAR
Rétt er að segja: mig vantar, þig vantar, hann vantar,
hana vantar; manninn vantar atvinnu, konuna vantar
húsnæði, barnið vantar allt til alls.
S2F3 SlGGA V/öGA í A/LVtRAW
Hverfisgötu 39. Sími 91-13069
TÍZKUVERZLUN
Nýkomnar
iMECER
haustvörur
Sala
veróbréfa
Gengí pr.: 2. september 1983
Daglegur gengisútreikningur
Spariskírteini
ríkissjóós
Gengi m.v. 4,5% ávöxtun- 4,5% ávöxtun-
arkröfu pr. arkrsfa gild-
kr. 100.- ir fram til:
1970 2.H. 16.345 5.02.1984
1971 U 14.059 15.09.1985
1072 l.ffl. 13216 25.01.1986
1972 2.11. 10.538 15.09.1988
1973 1.11. 8.075 15.09.1987
1973 2.H. 7.903 25.01.1988
1974 1.IL 5.109 15.09.1988
1975 1.IL 3.909 10.01.19*4
1975 2.11. 2281 25.01.18*4
1979 UL 2.564 10.03.1984
1978 2.11. 2.176 25.01.1984
1*77 1.11 1246 25.03.1984
1977 2.H. 1283 10.09.1963
1978 1.11. 1J51 25.03.19*4
1979 2.ffl. 1211 10.09.1963
1*79 1.IL 868 25.02.1964
1979 2.IL 649 15.09.1964
1900 1.11. 546 15.04.1905
1990 2.A. 423 25.10.1905
1901 1.11. 363 25.01.19*6
1901 2.ð. 272 15.10.1900
19*2 i.n. 256 1.03.1985
1982 2.H. 190 1.10.1905
19*3 1.IL 161 1.03.1988
Happdrættislán
ríkissjóós
G«ngi m.v.
4,5% ávöxtun-
arkröfu pr.
kr. 100.-
1973 — C 5.489 1.10.1963
1974 — D 4.710 20.03.1964
1974 — E 3.343 1.12.1984
1974 — F 3.343 1.12.1964
1975 — G 2.234 1.12.1985
1970 —H 2.042 30.03.1986
1970 — 1 1.635 30.11.1986
1977 — J 1.454 1.04.1987
1981 1.fl. 29* 1.05.1986
Kaupendur óskast: að góöum verðtryggöum
veðskuldabrófum
Verótryggó
veóskuldabréf
Sölugengi
m.v. 2 atb.
áéri
1 ár 95,18
2 ár 92,18
3 ár 90,15
4 ár 87,88
5 ár 85,36
6 ár 82,73
7 ár 80,60
6 ár 77,72
9 ár 75,80
10 ár 72,44
AHij 9—10%
Natn- Ávðxtun
vextir umfram
(HLV) verOtr.
2% 0%
2% 9%
2W% 9%
2W% 9%
3% 9%
3% 9V«%
3% 9%%
3% 9%%
3% 9W%
3% 10%
ávðxtun umfram varðtr.
Óveróti _
veóskuldabréf
m.v. 2 afb. á ári
19% 20% 47%
1 ár 70 71 94
2 ár 58 60 79
3 ár 51 52 74
4 ár 45 47 71
5 ár 41 43 69
Óveróti
veóskuldabréf
—-e« - BMi
m.v. 1 afb. á ári
18% 20% 47%
1 ár 60 61 75
2 ár 50 51 69
3 ár 43 45 64
4 ár 38 40 61
5 ár 35 37 59
Ath.: Gangi þeirra. bráfa sr háð gjalddaga
. . KAUPÞING GEFUR ÞER GOÐ RAÐ
44 KAUPÞÍNG HF
^ Husi verzlunarinnar. 3 hæð. simi 8 69 88
JH, 06 TIL ÞE'bS RÐ
DJRRMR NÚ BETUR
RÐ HONUM, ÞR HÓT-
UM Vl€> HONUM