Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 Einn forstjóri og deildarstjórar með ákveðin svið TILLAGA um breytingar á yfirstjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur verður tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag, þriðjudag, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra í gær. Tillag- an feiur það m.a. í sér að stjórnend- um fyrirtækisins verður sagt upp störfum og stöður hjá fyrirtækinu verða auglýstar. Davíð Oddsson sagði að tillagan gengi út á hagræðingu í fyrirtæk- inu og komið yrði á tiltekinni skip- an sem gerð er í framhaldi af til- lögum Hagvangs þar að lútandi. „Æðsta stjórnin breytist töluvert og að okkar mati verður hún betur mörkuð og skilvirkari og hjá Bæj- arútgerðinni verði einn forstjóri og síðan deildarstjórar með ákveð- in svið,“ sagði Davíð. Allir bankarnir fá leyfi til gjald- eyrisviðskipta MATTHÍAS Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra samþykkti í gær að tillögu Seðlabankans, að viðskiptabönkum sem sótt hafa um leyfi til gjaldeyr- isverslunar verði veitt leyfi til að versla með erlendan gjaldeyri. — Fyrst um sinn verða heimildir bank- anna miðaðar við að þeir sinni tvenns konar þjónustu, opnun inn- lcndra gjaldeyrisreikninga og gjald- eyrisviðskiptum við ferðamenn. Ráðherrann gaf þessar upplýs- ingar á fundi með Seðlabanka- stjórn, bankastjórum viðskipta- bankanna og fulltrúum Sambands íslenskra sparisjóða, þar sem rætt var um ástand og horfur í pen- ingamálum og ýmsa þætti efna- hagsmála. Á fundinum kvaðst ráðherra jafnframt gera ráðstaf- anir til þess að unnt væri að veita sparisjóðum sams konar gjaldeyr- isréttindi og viðskiptabönkunum. „Það hefur alltaf verið skoðun mín að gjaldeyrisviðskiptin eigi að Yíi -‘r igYp rt vera hjá öllum peningastofnunum, afgreiðsla ferðamannagjaldeyris og stofnun innlendra gjaldeyris- reikninga," sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkveldi, er hann var spurður um ástæður þessara breytinga. „Það getur svo verið álitamái," sagði ráðherrann enn fremur, „hvaða bankar og spari- sjóðir verða með alhliða gjaldeyr- isviðskipti, og verður það athugað sérstaklega. Að mínum dómi er hér um að ræða eðlilega fram- vindu mála, sem Seðlabankinn gerði tillögu um og ég hef nú sam- þykkt," sagði Matthías Á. Mathie- Morgunblaðið/AS. Þeir sýndu nokkur tilþrif strákarnir í stóðréttum Miðfirdinga í gær, en annað folaldið virðist hafa misstigið sig á töltinu í öllum látunum. Fyrstu stóðréttir ársins NÚ ER tími gangna og rétta í sveitum landsins. Þessir árvissu viðburðir í lífi sveitafólksins hafa löngum haft yfir sér ævintýralegan Ijóma, ekki sízt göngurnar, en þessir haustdagar eru þó einnig tregablandnir. Ekki þarf heldur að taka þaö fram að þessar haustann- ir eru erfiðar fyrir bændur og búa- lið. Stóðréttirnar voru hér áður fyrr sérstakur hátiðisdagur, sem dró að sér fjölda fólks, hvort sem það átti von á hrossum af fjalli eða ekki. Á seinni árum hefur ýmislegt breytzt í stóðréttunum og þær ekki eins líflegar og áður fyrr. Stóðréttir Miðfirðinga voru í gær og var þar réttað á fimmta hundrað hrossa. Það mun vera þriðjungur þess fjölda, sem rétt- aður var í stóðréttum Miðfirð- inga fyrir nokkrum árum. Kona slapp naumlega FULLORÐIN kona slapp naumlega þegar eldur kom upp í húsinu Oddagata 10 í Reykjavík laust eftir klukkan 16 á sunnudag. Hún mun hafa sofnað út frá pottum á eldavél. Eldur kviknaði og verður að telja mildi, að konan vaknaði, gat gert slökkviliðinu viðvart og komist út úr húsinu með lak yfír herðum sér. Þá var mikill reykur í húsinu, bæði á hæðinni og í kjallara. Nærstaddur maður hóf að sprauta vatni á eldinn úr garð- slöngu og skömmu síðar kom slökkviliðið á vettvang. Reyk- kafarar fóru inn í húsið og hófu slökkvistarf og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu, þá mest vegna mikils hita sem myndaðist og reyks. Bfll í veg fyrir Ijóslaust reiðhjól UMFERÐARSLYS varð á mótum Skipasunds og Kleppsvegar í Reykjavík í gærkveldi, er bifreið var ekið í veg fyrir unga konu á reið- hjóli. Meiddist konan lítillega á höfði, en þó ekki alvarlega að sögn lögreglunnar. Nær engar skemmdir urðu á farartækjunum, bflnum eða hjólinu. Slysið varð með þeim hætti, að bifreið, sem ekið var norður Skipasund, var ekið inn á Klepps- veg, í veg fyrir konuna sem hjólaði austur götuna. Varð bifreiðar- stjórinn stúlkunnar ekki var er hann ók inn á aðalbrautina, en reiðhjólið var ljóslaust. Vísitala framfærslukostnaðar hækkar um 0,74%: Verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við verðbólguna Tillaga um hagræðingu hjá BÚR í borgarráði í dag: Eldsvoði á Oddagötu: segir Matthías Á. Mathiesen ÚTAN SKÓIAIlMA: iHorouublnbib wk. T ’M Stundaskrá Morgunblaðsins STUNDASKRÁ Morgunhlaðsins hefur verið dreift í bókaverzlanir og afgreiðslu blaðsins. Að þessu sinni eru nokkur reikningsdæmi á bak- síðu stundaskrárinnar og er þar greint frá raunum blaðbera nokkurs. Skólanemendur verða trúlega hjálplegir við að leysa úr þeim flækjum, sem við er að glíma. Lausnirnar verða síðan birtar í Myndasögum Moggans næstu fimmtudaga. „Á ÞVÍ er enginn vafi, að sú hækk- un framfærsluvísitölu, sem í Ijós er komiö að verður milli ágúst og sept- ember, gefur til kynna að verulegur árangur sýnist vera orðinn í barátt- unni við verðbólguna,“ sagði Matt- hías Á. Mathiesen viðskiptaráöherra í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. En á fundi með Seölabankastjórn, bankastjórum viðskiptabankanna og fulltrúum Sambands ísl. sparisjóða í gær, upp- lýsti ráðherrann að kauplagsnefnd hefði staðfest útreiknaða hækkun Hagstofunnar á vísitölu framfærslu- kostnaðar fyrir tímabilið ágúst til september. Nemi hækkun 0,74%. — Lækkun sem orðið hefði vegna auk- inna niðurgreiðslna á dilkakjöti næmi 0,9%, og bæri að taka tillit til þess þegar verðlagsþróunin milli mánaðanna væri metin. „Það er hins vegar augljóst," sagði Matthías í gær, „að vísitölu- hækkunin í næsta mánuði verður hærri. En þær áætlanir sem gerð- ar voru þegar ríkisstjórnin var mynduð hafa staðist og nokkru betur. Þess vegna er ekki ástæða til annars en ætla að okkur takist að ná verðbólgunni niður í 30%, að hún verði um 30% eða heldur lægri um áramót. — Það er þó að sjálfsögðu enginn endapunktur, því árið 1984 verðum við að halda áfram í baráttunni við verðbólg- una. Mín skoðun er sú að þegar menn sjá hvað þegar hefur áunn- ist og hvað á eftir að ávinnast fram að áramótum, muni þeir fall- ast á þær hugmyndir og tillögur sem ríkisstjórnin mun leggja fram, um hóflegar kauphækkanir og stöðugt gengi. Nái þetta fram að ganga á verðbólgan að geta orð- ið mun minni í lok ársins 1984 en í upphafi ársins 1984, án þess þó að ég vilji þar nefna neinar ákveðnar tölur,“ sagði Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra. Nýfundnaland: Fiskvinnslufyrirtækin að komast undir opinbera stjórn Frá blaAamanni Morgunblaðsins, Birni Bjarnasyni, St. John s, Nýfundnalandi. ” MIKIL óvissa ríkir nú um framtíö- arskipan útgerðar og fiskvinnslu á Nýfundnalandi. í dag, þriðjudag, hefjast málaferli um það í Hæsta- rétti Nýfundnalands hér í St. John's hvort sambandsstjórnin í Ottawa geti sameinað þrjú stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin á Nýfundnalandi, en það telur stjórnin nauðsynlegt til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Ástæðurnar fyrir þvi að það er nú lagt í hendur dómstólana að taka ákvörðun um rekstrar- stjórn og eignarhald á þessum fyrirtækjum, sem veita mann- fíestu atvinnugrein fyrirtækis- ins forustu, eru bæði pólitískar og viðskiptalegar. Fylkisstjórnin hér er andvíg stefnu fylkis- stjórnarinnar og eigendur stærsta útgerðarfyrirtækisins Fishery Products sætta sig ekki við ákvörðun stjórnvalda í Ottawa. Þegar þessi afstaða Fishery Products, sem er hlutafélag, lá fyrir nú í sumar, ákvað helsti lánardrottinn fyrirtækisins Bank of Nova Scotia, sem fyrir- tækið skuldar 68 milljónir kana- dískra dollara, að ekki kæmi til frekari skuldbreytinga og þar með var fyrirtækið tekið til opinberra skipta. Lýtur það nú stjórn endurskoðenda á meðan eigna og skuldastaðan er könn- uð. Kæmi til nauðungaruppboðs kynni sambandsstjórnin í Ottawa að kaupa meirihluta í fyrirtækinu og ná þannig fram áformum um sameininguna. En ljóst virðist að þessi fiskvinnslu- fyrirtæki hér á Nýfundnalandi komist með einum eða öðrum hætti undir opinbera stjórn. Kanadísku fyrirtækin sitja uppi með töluverðar birgðir af fiski en þær eru þó minnstar hjá Fishery Products. Ég hef bæði rætt við menn í Ottawa og hér um það hvort hætta sé á því að keppni myndist um það að losna við þessar birgðir með undirboð- um á Bandaríkjamarkaði. Hvorki hér né í Ottawa telja menn líkur á því enda samræm- ist slíkt ekki hagsmunum neinna sem hlut eiga að máli. Ég heimsótti höfuðstöðvar Fishery Products í gær, en þar er Jens Eysteinsson fram- kvæmdastjóri gæða- og þróun- armála. Þar var starfsemin með eðlilegum hætti. Um 40 togarar fyrirtækisins halda áfram veið- um og unnið er í 9 frystihúsum þess víðs vegar um Nýfundna- land. Hins vegar veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér þótt eitt sé víst að fiskveiðar verða enn sem fyrr mikilvægasta atvinnugrein Nýfundlendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.