Morgunblaðið - 13.09.1983, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
Peninga-
markadurinn
N
GENGISSKRANING
NR. 169 — 12. SEPTEMBER
1983
Kr. Kr. TolÞ
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollar 27,920 28,000 28,130
1 SLpund 42,055 42,175 42,130
1 Kan. dollar 22,700 22,765 22,857
1 Dönxk kr. 2,9324 2,9408 2,9237
I Norsk kr. 3,7683 3,7791 3,7695
1 Scn.sk kr. 3,5553 3,5655 3,5732
1 Fi. mark 4,9034 4,9175 4,9075
1 Fr. franki 3,4931 3,5031 3,4804
1 Belg. franki 0,5230 0,5245 0,5286
1 Sv. franki 12,9349 12,9720 12,8859
1 Holl. gyliini 9,4054 9,4324 9,3767
1 V-þ. mark 10,5249 10,5551 10,4963
1 ÍLlíra 0,01761 0,01766 0,01758
1 Austurr. sch. 1,5055 1,5098 1,5047
1 PorLescudo 0,2265 0,2272 0,2281
1 Sp. peseti 0,1850 0,1856 0,1861
1 Jap. yen 0,11490 0,11523 0,11427
1 írskt pund 33,015 33,110 33,207
Sdr. (SérsL
dráttarr.) 09/09 29,4272 29,5112
1 Belg. franki 0,5178 0,5192
V
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur.....................42,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1)....45,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 47,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar...... 0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar.... 1,0%
6. Ávisana- og hlaupareikningar...... 27,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður i dollurum.............. 7,0%
b. innstæöur í sterlingspundum.... 8,0%
c. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir..... (32,5%) 38,0%
2. Hlaupareikningar ..... (34,0%) 39,0%
3. Afurðalán ............. (29,5%) 33,0%
4. Skuldabréf ........... (40,5%) 47,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstimi minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2'A ár 2,5%
c. Lánstimi minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán............5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyríssjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæö er nú 200 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lifeyrlssjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lánið 10.000 nýkrónur, unz
sjóósfélagi hefur náö 5 ára aóild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröín
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrlr hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er i raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánakjaravísitala fyrir ágúst 1983 er
727 stig og er þá miöaö viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavíaitala fyrir júli er 140 stig
og er þá miöaö viö 100 i desember
1982.
Handhafaakuldabróf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Hljóðvarp kl. 11.30
Síðasta ferð
„Pourquoi pas?“
Síðasta ferð „Pourquoi
pas?“ nefnist þáttur sem er á
dagskrá hijóðvarps kl. 11.30.
Umsjónarmaður er Bragi Þórð-
arson.
— Þessi þáttur fjallar um
franska hafrannsóknaskipið
„Pourquoi pas?“ og rann-
sóknaferð þess til Grænlands
og til íslands þar sem það
fórst og öll áhöfn þess að
undanskildum einum manni,
sagði Bragi. — Þetta var árið
1936. Helsti heimildarmaður
minn er Hjörtur Bjarnason,
sem var á vélbátnum Ægi, en
áhöfn þess báts tók þátt í
björgunarstarfi á strand-
stað. Einnig notast ég við
frásögn Frakkans sem bjarg-
aðist. Meðfylgjandi mynd er
af franska hafrannsókna-
skipinu „Pourquoi pas?“
Fræðsluflokkur
um tölvur
Tölvurnar nefnist nýr breskur fræðsluflokkur í tíu þáttum sem
hefst kl. 20.45 í sjónvarpinu.
„Þú skalt ekki búast við að tölvubyltingin verði á morgun, hún
á sér stað allt í kringum þig núna,“ segir Chris Serle í inngangi
sínum að fyrsta þættinum. Þessir þættir um tölvurnar eru arftaki
þáttaraðarinnar sem kölluð var Órtöivubyltingin og sýnd var í
sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu og vakti mikla athygli. Leitast
verður við að skýra í grófum dráttum frá undirstöðuatriðum er
varða tölvur.
Hljóðvarp kl. 22.35
Hvað er skóli?
Þáttur um skólamál í um-
sjá Kristínar Tryggvadóttur
Hvað er skóli? nefnist
þáttur á dagskrá hljóðvarps
kl. 22.35. Umsjónarmaður er
Kristín Tryggvadóttir, en hún
hafði eftirfarandi um þáttinn
að segja:
\ — I þættinum verður leitast
við að svara spurningunum:
Hvað er skóli og hvernig vilj-
um við hafa hann? Er skólinn
fær um að þjóna þeim mark-
miðum sem honum eru sett?
Til að svara þessum spurning-
um hef ég hringt í fólk út um
allt land til að fá álit þess. Þá
hef ég fengið tvo frumkvöðla í
skólamálum til að ræða þessi
mál, en það eru þau prófessor
Andri ísaksson og Svanhildur
Kaaber, formaður skólamála-
ráðs Kennaraskóla íslands.
Meginmarkmið með þessum
þætti er að skapa umræðu um
þetta málefni.
Kristín H. Tryggvadóttir
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJUDtkGUR
13. september.
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur Erlings Sigurðarsonar
frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir. Morgunorð — Karl
Benediktsson talar. Tónleikar.
8.40 Tónbilið.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sagan af Frans litla físka-
strák“ eftir Guðjón Sveinsson.
Andrés Sigurvinsson les (6).
9.20 Leikfími. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
10.35 „Man ég þaö sem löngu
leið“. Ragnheiður Viggósdóttir
sér um þáttinn.
11.05 íslenskir einsöngvarar og
kórar.
11.30 Síðasta ferð „Pourquoi
pas?“. Umsjón: Bragi Þórðar-
son.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttjr. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Þriðjudagssyrpa — Páll Þor-
steinsson.
SÍDDEGID_____________________
14.00 „Ég var njósnari" eftir
Mörthu McKenna. Hersteinn
Pálsson þýddi. Kristín Svein-
björnsdóttir les (6).
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Igor
Zhukov, Grigory og Valentin
Feigin leika Píanótríó eftir
Michael Glinka./Peter Pongr-
átz, lajos Tóth og Mikhály Eis-
enbacher leika Tríó fyrir tvö
óbó og enskt hom eftir Ludwig
van Beethoven.
17.05 Spegilbrot. Þáttur um sér-
stæða tónlistarmenn síðasta
áratugar. Umsjón: Snorri Guð-
varðsson og Benedikt Már Að-
alsteinsson (RÚVAK).
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
KVÖLDID_________________________
19.50 Við stokkinn. f kvöld segir
Guðrún Ásmundsdóttir börnun-
um sögu fyrir svefninn.
20.00 Sagan: „Drengirnir frá
Gjögri“ eftir Bergþóru Pálsdótt-
ur. Jón Gunnarsson les (4).
20.30 Kvöldtónleikar.
a. Konsert f C-dúr fyrir píanó,
fíðlu, selló og hljómsveit op. 56
eftir Ludwig van Beethoven.
Svjatoslav Rikhter, David Oistr-
akh og Mstislav Rostropovitsj
leika með Fflharmóníusveit
Berlínar. Herbert von Karajan
stj.
b. Sinfónía nr. 2 í a-moll op. 55
eftir Camille Saint-Saens. Sin-
fóníuhljómsveiti franska út-
varpsins leikur. Jean Martinon
stj. — Kynnir: Sigrún Guð-
mundsdóttir.
21.40 Útvarpssagan: „Strætið“ eft-
ir Pat Barker. Erlingur E. Hall-
dórsson les þýðingu sína (14).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Hvað er skóli? Umsjón:
Kristín Tryggvadóttir.
23.15 Kórsöngur. Arnold
Schönberg-kórinn syngur lög
eftir Johannes Brahms. Erwin
Ortner stj. (Hljóðritun frá Vor-
hátíðinni í Vínarborg í júní sl.).
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
13. september
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Snúlíi snigill og Alli álfur.
1. Snúlli hittir Alla.
Nýr teiknimyndafíokkur frá
Tékkóslóvakíu ætlaður börn-
um.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
Sögumaður Tinna Gunnlaugs-
dóttir.
20.45 Tölvurnar
(The Computer Programme)
Nýr fíokkur. Fyrsti þáttur.
Fræðslumyndafíokkur í tiu
þáttum frá breska sjónvarpinu
- BBC.
Umsjónarmenn: Chris Serle,
lan McNaught-Davis og Jill
Nevill.
Markmiö þáttanna er að gefa
almenningi hugmynd um undir-
stöðuatriði örtölva og notkun
þeirra og að kynna helstu áhrif
sem örtölvubyltingin hefur haft
og mun hafa á daglegt líf fólks
meðal tæknivæddra þjóða.
Þýðandi Bogi Arnar Finnboga-
son.
21.15 Tvfsýnn leikur.
Breskur sakamálamyndaflokk-
ur í þrem þáttum gerður eftir
skáldsögunni „Harry’s Game“
cftir Gerald Seymour.
Aðalhlutverk: Ray Lonnen og
Derek Thompson.
Harry Brown, höfuðsmaður í
bresku leyniþjónustunni, er
sendur til Belfast á Norður-
írlandi til að leiU uppi flugu-
mann ólöglega írska lýðveldis-
hersins (IRA) sem myrt hefur
breskan ráðherra.
Þýrtandi Jón O. Edwald.
22.05 Valdatíð Begins.
Fréttaþáttur í umsjón Einars
Sigurðssonar.
Menachem Begin, sem verið
hefur forsætisráðherra fsraels
frá 1977, hefur nú tilkynnt að
hann sé að láta af embætti. í
valdatíð hans hafa orðið miklar
breytingar á stöðu mála við
botn Miðjarðarhafs og vcrður
fjallað um þær í þessum þætti í
máli og myndum.
22.35 Dagskrárlok.