Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. I 0,74% Igær var frá því skýrt, að vísitala fram- færslukostnaðar hefði hækkað um aðeins 0,74% á tímabilinu ágúst til september. Þetta eru ótrúleg tíðindi fyrir fólk, sem búið hefur við óða- verðbólgu í heilan ára- tug. í þessu sambandi ber að gæta þess, að auknar niðurgreiðslur á dilka- kjöti hafa dregið úr hækkuninni sem svarar 0,93%. Jafnvel þótt þær niðurgreiðslur hefðu ekki komið til er ljóst, að verðlag er að verða stöð- ugra en við höfum vanizt um langt árabil. Ríkisstjórnin getur með réttu bent á þessa óverulegu hækkun fram- færsluvísitölu, sem sönn- un þess, að efnahags- stefna hennar sé að bera árangur. Vandi ríkis- stjórnarinnar er hins vegar sá, að enn hafa ráðherrarnir lítið sem ekkert gert til þess að sannfæra þjóðina um, að þær fórnir, sem hún þarf að færa til þess að slíkum árangri verði náð, séu réttlætanlegar. Þar stendur hnífurinn í kúnní. Frjáls gjald- eyrisviðskipti Igær skýrði Matthías A. Mathiesen, við- skiptaráðherra frá því, að hann hefði tekið ákvörðun um, að þeir viðskiptabankar, sem þess óska, fái heimild til verzlunar með erlendan gjaldeyri. í upphafi verða þessi viðskipti miðuð við opnun gjaldeyrisreikn- inga og kaup og sölu gjaldeyris til ferða- manna. Jafnframt upp- lýsti ráðherrann, að stefnt væri að sams kon- ar réttindum fyrir spari- sjóði. Á rúmum þremur mánuðum hefur ríkis- stjórnin stigið tvö mik- ilvæg skref í átt til frjálsræðis í meðferð er- lends gjaldeyris. Hið fyrra var afnám ferða- mannaskatts á gjaldeyri, en hið síðara frjálsari gjaldeyrisverzlun í öllum bönkum. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, sem gefa vonir um, að ríkisstjórnin muni halda enn lengra á þess- ari braut. Breytt hugarfar Asunnudag skýrði Morgunblaðið frá því, að Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hefði gefið fyrirmæli um, að ríkið og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki greiddu dráttarvexti af skuldum þessara aðila, sem lentu í vanskilum. Svo lengi, sem menn muna, hefur það við- skiptasiðferði ríkt hjá opinberum aðilum, að þeir gætu innheimt dráttarvexti af skatt- greiðslum og öðrum gjöldum, sem ekki væru greidd á réttum tíma. Hins vegar bæri ríkinu ekki að greiða dráttar- vexti af vanskilum þess. Viðskiptaaðilar ríkis- stofnana og ríkisfyrir- tækja hafa einfaldlega ekki þorað að fylgja eftir kröfum um greiðslu dráttarvaxta í slíkum til- vikum af ótta við að missa viðskiptin. Þetta er auðvitað fyrst og fremst spurning um hugarfar. Það er framfaraspor að í fjármálaráðuneytinu skuli ekki lengur ríkja það hugarfar, að því beri að sýna almenningi óbilgirni í viðskiptum. Hið nýja skóladagheimili við Hraunberg í Breiðholti III, sem brátt verður tekið í notkun. Markús Öm Antonsson, formaður fræðslu- og félagsmálaráðs: Tvö ný skóladagheimili tekin í notkun í októbermánuði nk. Unnið að hönnun nýs skóla í Grafarvogi TVÖ NÝ skóladagheimili á vegum Reykjavíkurborgar verða tekin í notkun í októbermánuði næstkomandi. Annars vegar er um að raeða skóladagheimili fyrir 12—14 börn, sem starfrækt verður í húsakynnum Laugarnesskóla, þar sem áður voru húsakynni sérdeildar fyrir blind börn. Þá er nú um þessar mundir verið að Ijúka byggingu skóladagheimilis í Breiðholti III, nánar til tekið við Hraunberg og verður það heimili fyrir 20 börn, samkv«mt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Markúsi Erni Antonssyni, formanni frsðslu- og félagsmálaráðs Reykjavfkurborgar. „Það vekur athygli við uppbygg- ingu heimilisins við Hraunberg, að framkvæmdahraði hefur verið mun meiri en áður hefur þekkst, við byggingu samsvarandi stofn- ana og hefur þetta skóladagheim- ili risið á fjórum mánuðum, í stað þess að við samsvarandi bygg- ingar á undanförnum árum hefur byggingartiminn verið 12 mánuðir eða meira,“ sagði Markús Örn í samtali við Morgunblaðið. „Á næstu lóð við skóladagheim- ilið í Breiðholti standa svo yfir um þessar mundir framkvæmdir við nýja dagvistarstofnun, dagheimili og leikskóla, sem áformað er að 74 börn geti sótt á degi hverjum," sagði Markús. Að sögn Markúsar Arnar var ákveðið að hefja skóladagheimil- isrekstur í Laugarnesskóla, þegar sýnt var að húsnæðisþörf fyrir sérdeild blindra barna myndi leys- ast í öðrum skólum borgarinnar, en hún hefur nú flutt og tekið til starfa í endurbættum húsakynn- um í Álftamýrarskóla. Gert er ráð fyrir að rekstur skóladagheimilis- isn í Laugarnesskóla geti hafist um miðjan októbermánuð og um líkt leyti geti hið nýja skóladag- heimili í Breiðholti III tekið til starfa. Nýjum aðferðum var beitt við útboð heimilisins í Breiðholti þannig að gert var ráð fyrir að hægt yrði að byggja upp húsið sem einingahús eða með hefðbundnum hætti. Að sögn Markúsar varð ofaná að byggingameistarinn, Sveinbjörn Sigurðsson, sem á und- anförnum árum hefur byggt mörg dagvistarheimiii fyrir Reykjavík- urborg með hefðbundnum bygg- ingaraðferðum, var með lægsta tilboð og lægra en einingahúsa- framleiðendur og sagði Markús að hann hefði reist húsið á aðeins fjórum mánuðum. Varðandi önnur mál sem hafa verið á dagskrá hjá fræðsluráði Reykjavíkur nú um það leyti sem skólar eru að hefja starf, nefndi Markús Örn sérstaklega, lengingu kennslutíma fyrir 6 ára börn, sem fræðsluráð og borgarráð Reykja- víkur ákváðu að taka upp og fjár- magna, þar sem þessi lengdi kennslutími er umfram þann kvóta sem menntamálaráðuneytið ákveður. „Nú virðist það vera svo að í skólum borgarinnar að al- mennt geti 6 ára börn verið við nám frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 12 á hádegi eða frá klukk- an 13 til klukkan 16. Þetta er hin almenna regla, en nokkur frávik með þessar tímasetningar munu vera í sumum skólum og ræðst það af nemendafjölda í bekkjardeild. Hins vegar er það ljóst að vel hef- ur tekist til með skipulagningu kennslu 6 ára barnanna með tilliti til lengri kennslutíma og greini- legt er að almennur viðverutími barnanna er 3 klukkustundir fyrir eða eftir hádegi," sagði Markús Örn. „Á fundi fræðsluráðs, mánudag- inn 5. september, var samþykkt að tilnefna tvo fulltrúa frá fræðslu- ráði, til þess að vinna með starfs- mönnum fræðsluskrifstofu að undirbúningi og hönnun nýs skóla í Grafarvogi," sagði Markús. „Fræðsluráð ákvað á síðasta vetri hvar skólamannvirki skyldu byggð á Grafarvogssvæðinu. Sú bygging sem undirbúningur er að hefjast við núna, er í miðhluta Grafar- vogshverfisins, á því byggingar- svæði sem íbúðarhús munu fyrst rísa og verður það aðal skóli hverfisins. Það er reiknað með því af hálfu fræðsluráðs, að leitað verði lausna með byggingarlag þessa skóla, þannig að uppbygg- ingin geti orðið samfara uppbygg- ingu hverfisins sjálfs og flutningi fólks í það, þannig að skólann megi með auðveldum hætti byggja upp í áföngum. I þessu efni er litið til þeirrar reynslu sem fengist hefur við byggingu Seljaskóla, en þar er um að ræða mannvirki sem reist var í áföngum og úr for- steyptum einingum, þannig að kostnaðarlega séð kom hann mjög vel út í samanburði við aðrar skólabyggingar í borginni," sagði Markús Örn. Markús sagði að gert væri ráð fyrir því að undirbúningsnefnd fræðsluráðs í samvinnu við starfsmenn fræðsluskrifstofu, ynni við hönnun skólans á næstu vikum og mánuðum og að því stefnt að skólinn geti hafið starf- semi og getið tekið á móti nem- endum þegar að íbúar flytjast inn í hið nýja hverfi. Allt selt vestra sem við höfum sent frá okkur — segir Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri Víðis „HÍJSGÖGNIN hafa verið á sýn- ingu á Miami nú nýverið og þar fengu þau mjög góðar viðtökur,“ sagði Reimar Charlesson, frara- kvæmdastjóri trésmiðjunnar Víðis, í samtali við Morgunblaðið, en eins og sagt hefur verið frá í Morg- unblaðinu gerði trésmiðjan Víðir nú í vor, samning við bandaríska aðila um sölu á húsgögnum að upp- ha*ð 2 milljónir dollara. Víðir hefur nú hafið afhendingu húsgagnanna í samræmi við samninginn. „Það sem við höfum sent frá okkur er þegar selt og banda- ríski aðilinn vill hraða afgreiðsl- unni og taka við eins miklu og við getum framleitt. Við getum framleitt upp í samninginn sem við gerðum, en fram úr því er erfitt fyrir okkur að fara, nema farið sé út í viðbótarvélvæðingu og það tekur sinn tíma. Það borgar sig heldur ekki að flana að neinu í þessum efnum," sagði Reimar. „Auðvitað verðum við að gera það, en það verður að gerast í takt við vaxandi viðskipti," sagði Reimar er hann var spurður um hvort fyrirtækið hygðist færa út kvíarnar. „Við erum nú þegar að búa okkur undir það. Við eigum 2000 fermetra grunn hér við hliðina á okkur og byggingarrétt á 4500 fermetrum til viðbótar, þannig að stækkunarmöguleika eigum við alla. Við erum með samning til ársloka 1984 og það er ekki að sjá annað en næstu árin verði þarna nægur og vaxandi mark- aður fyrir okkar vöru,“ sagði Reimar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.