Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 21

Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 21 rtorflnntilnbifr MorgunblaðW/Friðþjófur. • Siguröur Lárusson, fyrirliöi Skagamanna, hampar hér íslandsbikarnum á Laugardalsvelli á sunnudag, eftir aö hafa tekið við honum úr hendi Árna Þorgrímssonar, varaformanns KSÍ. Skagamenn hafa svo sannarlega ástæðu til að gleðjast — þeir unnu tvöfalt í sumar. Á morgun berjast þeir svo við hið frábæra liö Aberdeen frá Skotlandi í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli. Jóhannes Atlason: „Hrein sýning hjá Liverpoor „ÞETTA var hrein og bein knattspyrnusýning hjá liði Liverpool. Leikurinn heföi hæglega getað endaö 6—1 þeim í hag. Arsenal átti aldr- ei neina möguleika gegn Liverpool þrátt fyrir aö þeir væru á heimavelli. Leikmenn Liverpool spiluöu hver öör- um betur. Hreinir snillingar. Ég get ekki séö aö Liv- erpool-liöíö veröi stoppaö af í vetur ef þaö sýnir svona spilamennsku" sagöi Jó- hannes Atlason en hann var áhorfandi á Highbury á laug- ardaginn er Arsenal mætti Líverpool í ensku deildinni. Sjá fréttir af enska boltanum á síöu 28. — ÞR • Graeme Souness, fyrirliöi og stjórnandi Liverpool-liösins. Evrópuleikur í Kópavoginum: „Stundum drepur Davíð Golíat" — segir Steve Fleet, þjálfari ÍBV „VIÐ VITUM auövitaö aö Austur- Evrópuliö eru alltaf geysisterk, þannig aö þaö er ekki raunhæft að gera sér neinar gyllivonir," sagöi Steve Fleet, þjálfari ÍBV, er Mbl. spjallaöi við hann um leik liösins við austur-þýska liöiö Carl Zeiss Jena í Evrópukeppninni á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18.00. „Þaö er auövitaö mikill árangur aö komast í Evrópukeppni og ég tel þaö mikiö atriöi. Þaö er ekki allt aö vinna heldur skiptir miklu máli aö vera meö og strákarnir hafa mjög gott af því aö leika í Evrópu- keppni. Þeir fá gífurlega reynslu af því.“ Hvaö helduröu um möguleika ykkar? „Hver veit. Maöur veröur aö vera raunsær. En elns og ég sagöi er ekki allt aö vinna heldur aö vera meö. Hér á íslandi eru íþróttir sem betur fer ennþá „íþróttir“ en ekki „bisness" eins og annars staöar. Hér eru menn í þessu til aö hafa gaman af þvf, og þátttaka í Evrópukeppni getur ekki haft nema góö áhrif. — SH. • Alfreö fór vel af staö (deildarkeppninni og liö hans geröi jafntefli viö Þýskalandsmeistarana á útivelli. Alfreð jafnaði á móti Gummersbach ALFREO Gíslason, landsliðsmaö- urinn sterki ( handboltanum, skoraði þrjú mörk og stóö sig vel ( fyrsta leik Essen i Bundeslig- unni um helgina. Essen lék þá gegn sjálfum Þýskalands- og Evr- ópumeisturum Gummersbach á útivelli og geröi jafntefli, 13:13. Þaö sem mesta athygli vekur viö þessi úrslit er aö þetta var fyrsta stigið sem Gummersbach tapar á heimavelli sínum í þrjú ár. Essen komst í 5:1 ( byrjun leiks- ins en síöan náöi Gummersbach fljótlega aö jafna. Þaö var svo Al- freð sem jafnaði 13:13 á síöustu mínútunni eftir að Gummersbach haföi veriö yfir um t(ma. Úrslitin í Þýskalandi uröu þessl: Gummersbach — Essen 13:13 Schwabing — Kiel 21:20 Dankersen — Nurnberg 31:19 Hofweier — Bergkamen 24:17 Berlin — Huttenberg 27:20 Gunzburg — Grosswallstadt 20:22 Liö Jóhanns Inga Gunnarsson- ar, Kiel, tapaöi mjög naumlega á útivelli. Schwabing skoraöi sigur- markiö á sföustu mfnútunni, og þrátt fyrir aö leikmenn Kiel væru einum fleiri síöustu 20 sekúndurn- ar tókst þeim ekki aö jafna. Bjarni Guömundsson skoraöi þrjú mörk fyrir liö sitt, Eikel, er þaö tapaöi sínum fyrsta leik. Bjarni lék ágætlega. Liö Siguröar Sveinsson- I ar lék ekki um helgina. • Þjálfari og forseti Carl-Zeiss Jena á tali við einn af forráöamönnum um IBV í Eyjum um helgina, þar sem þeir njósnuöu um ÍBV-liöiö. Morgunblaðið/Sigurgair 1. deild Staöan í 1. deild er þannig eftir síðustu umferðina, en sem kunnugt er eru enn eftir tveir leikir. IBV á eftir aö spila viö Val í Reykjavík og við Breiðablik í Eyjum: 18 11 3 10 A KR Þór Þróttur UBK Víkingur BK BV Valur BÍ 18 18 18 17 18 18 16 17 18 4 29:11 24 3 18:19 20 5 21:19 18 6 24:31 18 5 21:18 17 5 20:20 17 1 9 24:27 17 6 5 25:20 16 4 7 26:31 16 9 7 16:28 13 Leikur Vals og IBV veröur á laugardaginn, en leikur ÍBV og Breiðabliks veröur svo á þriðjudag eftir viku. ÍBV getur enn náö öðru sæti í deildinni en liöið getur einnig falliö. Valur veröur aö vinna tii aö halda sæti í deildinni — þar sem jafntefli nægir ekki því þá fellur liðið meö lakari markatölu en Keflavík. 2. deild Fylkir og FH gerðu jafntefli -1 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þaö var Guömundur Bald- ursson sem náöu forystu fyrir Fylki í fyrri hálfleik meö glæsi- legu þrumuskoti utan vítateigs í þverslána og inn. I síöari hálf- leiknum jafnaöi svo Magnús Pálsson fyrir FH. Fylkismenn voru heldur öflugri og sóttu meira. Þeir fengu nokkur prýö- is marktækifæri en tókst ekki aö bæta viö mörkum. Undir lok leiksins fengu FH-ingar svo tvö dauöafæri en þeir voru ekki markheppnari en Fylkismenn aö þessu sinni. Einu sinni komst einn FH-ing- urinn framhjá Ólafi Magnús- syni markverði en renndi knettinum framhjá mannlausu markinu. Staöan í deildinni eftir leik- inn í gærkvöldi er þannig: KA 18 10 5 3 31—21 25 Fram 17 9 6 2 29—17 24 FH 17 6 8 3 27—19 20 Víöir 18 7 6 5 14—12 20 Völsungur 18 7 3 8 19—18 17 UMFN 18 7 3 8 18—18 17 KS 18 5 7 6 18—18 17 Einherji 18 5 7 6 17—21 17 Fylkir 18 3 5 10 15—25 11 Reynir 18 1 8 9 9—26 10 Um helgina sigraöi Völsung- ur Einherja 3—1 á Vopnafiröi og á Siglufiröi unnu heima- menn Víöi 1—0. — SH. Reykjavíkurmótið Reykjavíkurmótið í hand- knattleik hófst í gærkvöldi. Úrslit fyrstu leikjanna uróu þessi: Valur — Þróttur 20:19 Víkingur — Ármann 28:19 Fram — ÍR 27:13 Connors meistari Jimmy Connors sígraöi Ivan Lendl í úrslitaleik US Open tennismótsins á sunnu- daginn 6—3, 6—7, 7—5, 6—0, og var þetta 100. sigur Conn- ors í móti síðan hann hóf aó keppa. Þetta var í fjóröa skipti sem Connors sigrar í opna banda- ríska meistaramótinu og hlaut hann nú 120.000 dollara verölaun, en þaö samsvarar 3,3 milljónum ísl. kr. Áöur haföi Connors sigraö 1974, 1976 og 1978. Lendl varö annar annað ár- iö í röö og hlaut hann 60.000 dollara í verölaun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.