Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
31
Mývatnssveit:
Góð kartöfluuppskera —
nær engin berjaspretta
Mývatnssveit, 12 september.
GÖNGUR eru nú hafnar hér í Mý-
vatnssveit í gær var farið í Suður-
afrétt. A morgun verður leitað (
Grafarlöndum og Herðubreiðarlind-
um. Á fimmtudag verður farið I
Austurafrétt og réttað í Reykjahlíð-
arrétt á laugardag.
Að undanförnu hefur fólk verið
að taka upp kartöflur í Bjarnar-
flagi. Uppskera er víðast talin góð
og sums staðar ágæt. Kartöflu-
gras er enn svo til óskemmt, þrátt
fyrir næturfrost.
Varla er hægt að segja að ber
hafi sést í Mývatnssveit á þessu
sumri. Silungsveiði hefur verið
mjög treg í sumar. Svo virðist sem
átu hafi vantað í vatnið, enda sil-
ungurinn heldur magur. Kennt er
um kuldum í vor og fram eftir
sumri. Þess varð einnig vart í vor
að endur á Mývatni hefðu yfirgef-
ið hreiður sfn, án þess að unga út
eggjunum. Má þar sjálfsagt einnig
kenna um fæðuskorti í vatninu.
Lífríki vatnsins hefur með öðrum
orðum ekki verið með eðlilegum
hætti á þessu sumri. _ K • ...
Um 250 bátar
til síldveiða
NÚ HAFA alls um 250 skip og bátar
fengið leyfi til síldveiða á vertíðinni í
„Alligator“ í
Regnboganum
Kvikmyndahúsið Regnboginn
frumsýnir í dag bandarísku kvik-
myndina „Alligator". Myndin fjallar
um afdrif heldur óvanalegs gælu-
dýrs, smákrókódíls, sem dóttir
Kendall hjónanna hefur mikið dá-
læti á.
Faðirinn er ekki á sama máli og
skolar krókódílnum niður um sal-
ernið dag einn. Krókódíllinn endar
ferðina í ræsum New York og lifir
þar góðu lífi á hundahræum, sem
hent er frá tilraunastofu eftir að
sprautað hefur verið í þau stækk-
unarhormón. Og krókódíllinn
stækkar uns hann vantar meiri
fæðu og fer á flakk.
Leikstjóri myndarinnar er Lew-
is Teague, en með aðalhlutverk
fara þau Robert Forster, Robin
Biker og Perry Lang.
haust. Að sögn Þórðar Eyþórssonar,
deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, er það svipaður fjöldi og í fyrra.
Síldveiðar í lagnet hófust 1.
september síðastliðinn. Eru þær
veiðar aðallega fyrir Norður- og
Austurlandi. Lítill afli fékkst
framan af, en er nú farinn að
glæðast. Tii að fá leyfi til veiða í
iagnet mega bátar ekki vera
stærri en 50 lestir og til þessa
hafa 127 bátar fengið slík veiði-
leyfi.
Veiðar í reknet og hringnót
mega hefjast 2. október, klukkan
18. 75 skip hafa leyfi til veiða í
hringnót, samkvæmt skiptingu frá
því í fyrra, en þá var hringnót-
arskipum skipt í tvennt og fékk
annar hlutinn leyfi þá, en hinn nú.
Þá hafa um 50 skip fengið leyfi til
veiða í reknet. Er það svipaður
fjöldi og í fyrra, enda er leyfi til
reknetaveiða háð því skilyrði, að
viðkomandi skip hafi stundað þær
veiðar á síðustu vertíð.
Datalife merkið
sem tryggir þér gæðin
Datalife
Góð varðveisla gagna er ákaflega mikilvæg.
Glötud gögn eru glatað fé og glataður tími.
Datalife
OMNca*
Þess vegna er mikilvægt að gögn séu
geymd á diskettum, sem tryggja mikla
endingu og öryggi við gagnaskráningu,
lestur og varðveislu gagna. Datalife diskett-
urnar eru framleiddar eftir kröfum, sem eru
langtum strangari en gerðar eru til venju-
legra disketta.
Pað er því engin furða að Datalife diskettur
eru þær diskettur sem aðrir miða sig við.
Prófaðu Datalife disketturnar og þú kemst
að raun um að þetta er satt.
ÞOR^
ARMÚLA11 SllVll B15QO
Yngri
ELDRI BORGARAR
Mallorkaferð
27. sept. — 18. okt.
/
Enn á ný hefur feröaskrifstofan Atlantik í boöi Mallorkaferð fyrir fulloröiö fólk. Ferðin
er kjörin fyrir þá er vilja lengja sumariö og njóta veðurblíðu síösumarsins viö Miöjarö-
arhafsströnd.
Gist veröur í hinu glæsilega íbúöarhóteli Royal Playa de Palma, en þar er öll aöstaöa
hin ákjósanlegasta til aö njóta hvíldar og hressingar.
NÝJUNG
Boðið veröur upp á stutt fræðsluerindi og umræöur um
málefni aldraöra, heilsurækt o.fl.
Verð miöaö viö 2 í stúdíói eða 3 í íbúö eöa 4 er kr. 25.800.-. Innifalið í verðinu er hálft
fæöi.
Fararstjóri veröur Þórir S. Guðbergsson félagsráógjafi.
Meö í ferðinni veröur hjúkrunarfræöingur.
Fararstjóri veröur til viötals á skrifstofunni í dag og á morgun frá kl. 4 til 6.
mfhvw
Ferðaskrifstofa, iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1, símar 28388 og
28580.
I I
i 1 í J
j,1 Metsölublcu) á hverjum degi!
Halló
krakkar
og allir
unglingar!
Nú loksins eru Kolla og
Hebba byrjaðar að
kenna
meö splunkunýju formi
meö frábæra dansa
meö öliu eins og þiö og viö viljum hafa þaö.
Ath.: Við byrjum að kenna fimmtudaginn 22. sept.
Dans-nýjung!
nefnum viö skólann okkar. Hann býöur ykkur uppá aö
setja saman dansana sem viö kennum í sýningardansa og
svo keppum viö í hópum um brons-, silfur- og gullverö-
laun. Gaman gaman. Allir með.
Við kennum í Tónabæ, Fellahelli og Þróttheim-
um. — Sjáumst.
Innritun kl. 10—12 og 1—7 alla daga nema sunnudaga
í síma 46219 — 76261.
Kær kveðja. Kolla og Hebba.