Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 38

Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 Minning: Vilhjálmur Bjarnar bókavörður í íþöku Fæddur 21. marz 1920. Dáinn 30. ágúst 1983. Vilhjálmur Bjarnar bókavörður við Fiske-safnið i íþöku í New York-ríki andaðist þann 30. ágúst sl. Um ætt hans og uppruna hefur frændi hans, dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, fjall- að í Morgunblaðinu þann 6. sept- ember sl. Árið 1943 hóf Vilhjálmur nám í deild íslenzkra fræða við Háskóla íslands, og þegar hann lauk fyrra hluta prófs í þeirri grein, hafði hann þegar getið sér orðstír fyrir námsafrek og fræðaiðkun, en auk háskólanáms hafði hann þá ann- azt undirbúning að útgáfu Flat- eyjarbókar með Finnboga Guð- mundssyni, en þeir unnu það starf undir yfirumsjón Sigurðar Nor- dals. Háskólaferill Vilhjálms hér á landi varð þó ekki langur. Árið 1947 fluttist hann til Bandaríkj- anna og átti þá fyrir höndum langvinna baráttu við berklaveiki. Af þeirri sök dvaldist hann um árabil á sjúkrahúsum, gekk tví- vegis undir meiri háttar aðgerð, en vann loks tímabundinn sigur á erfiðum sjúkdómi með aðstoð eig- inkonu sinnar, frú Halldóru Ei- ríksson Bjarnar, en þau giftust ár- ið 1946, og með óbilandi viljastyrk að vopni. Áður fyrr var því trúað að hraust fólk og heilsugott væri sízt óhultara gegn berklaveiki en þeir sem veikbyggðari voru. Má í því sambandi geta þess að í æsku var Vilhjálmur með hraustari mönn- um, hneigður fyrir fþróttir og lík- legur til frama á þeim vettvangi. Eftir sjúkrahúsdvölina vestra varð líkamsþróttur hans aldrei nema brot af æskuþrekinu. Sálar- styrkur hans var þó hinn sami og fyrr, og árið 1955 hóf hann há- skólanám að nýju, þessu sinni við háskóla Minnesótaríkis. B.A.-prófi lauk hann frá þeirri stofnun tveimur árum síðar með svo hárri meðaleinkunn að hann var kjörinn í Phi Beta Kappa, Lambda Alpha Psi, sem er félag útvaldra í hinum akademíska heimi Bandaríkjanna. Var þetta afrek Vilhjálms haft mjög að orði, ekki sízt vegna þess að þrátt fyrir tæpa heilsu skaraði hann fram úr við stofnun sem er þekkt fyrir strangar kröfur. Árið 1957 lauk Vilhjálmur M.A.-prófi frá sama háskóla með bókasafns- fræði sem aðalgrein. Næstu árin vann hann í bókasafni Minnesóta- háskólans og annaðist þar jafn- framt um nokkurt skeið kennslu i forníslenzku í deild norrænna fræða. Árið 1960 var hann skipað- ur bókavörður við Fiske-safnið ís- lenzka í Cornell og gegndi því starfi til dauðadags. Ég kynntist Vilhjálmi fyrst þeg- ar hann hafði nýlokið námi við Minnesótaháskólann og síðar heimsótti ég þau hjónin, hann og frú Halldóru, alloft eftir að þau fluttust til íþöku. Þar bjuggu þau fyrstu árin miðsvæðis í bænum, en reistu sér síðar hús við bæjar- mörkin og voru þá nánast sagt komin út í sveit. Vilhjálmur Bjarnar var íslenzk- ur að allri gerð og hygg ég að út- synningur við Faxaflóa hafi verið honum meira að skapi en logn- mistur New York-ríkis. Engu að síður átti hann góða vist í fþöku. Þar var starfsaðstaða eins og best verður á kosið. Þar bjuggu þau hjón farsælu búi, og þar uxu úr grasi börn þeirra þrjú, Erik Thor, Jón Ingi og Svava. f Cornell eignaðist Vilhjálmur marga vini, ekki sízt ýmsa úr þeim sundurleita hópi sem jafnan kom saman í Fiske-safninu á sumrin. Þar á meðal voru norður-amerísk- ir germanistar sem eitthvað voru að skrifa um íslensk fræði. Reyndu þeir stundum á þolrifin í Vilhjálmi með afbrigðilegum spurningum og skrýtnum erinda- gerðum. Minnist ég þess til dæmis að eitt sinn þuldi prófessor einn frá Tennessee yfir Vilhálmi safn íslenzkra nýyrða sem hann hafði verið að dunda sér við að smíða í hitunum þar suðurfrá. Þá brá fyrir kátínu í svip Vilhjálms, en hvorki bar hann lof né last á ný- yrðasmíðina. Öðru sinni bar að garði í Fiske-safni atorkusama menntakonu. Hafði sú varið mik- illi orku í að þýða Sturlungu á ensku og leitaði nú ásjár Vil- hjálms um erfiðar klásúlur. Vil- hjálmur las fáeinar blaðsíður vandlega og sagði konunni á sinn kurteisa hátt að frumskylda hvers þýðanda væri að afla sér hald- góðrar þekkingar í þeirri tungu sem þýtt væri úr. Hjá honum fór enginn bónleiður til búðar, heldur veitti hann öllum nokkra úrlausn af alúð og hófsemi. Störf Vilhjálms við Cornell- háskólann voru tvíþætt. Hann hafði yfirumsjón með Fiske-safn- inu, annaðist skráningu aðfanga og ritstjórn Islandica, hinnar þekktu ritraðar um íslensk fræði. Auk þess kenndi hann íslenzku i deild germanskra fræða við Corn- ell, og hafa ýmsir hinna yngri úr hópi bandarískra germönskufræð- inga hjá honum numið. Þess ber einnig að geta að um skeið var Vilhjálmur oft kvaddur til starfa í aðalbókasafni háskólans. Við allt þetta bættust, eins og áður var látið að liggja, upplýsingastörf af ýmsu tagi og liðveizla við vísinda- menn sem vildu forvitnast um ís- lenzk efni. Vilhjálmur var með afbrigðum vandvirkur maður, hvort sem um var að ræða störf i safninu eða kennslu. Nemendur munu ávallt virða hann mikils. Hann var þeim, hvort tveggja í senn, ljúfur og kröfuharður fræðari. Málvöndunarmaður var Vil- hjálmur, hvort sem um var að ræða íslenzka tungu eða enska. Fannst mér með hreinum ólfkind- um að íslenzkt tungutak hans skyldi ei sýna þess nein merki að talsvert á fjórða áratug átti hann þess sjaldan kost að nota móður- mál sitt í daglegu tali. Kunnáttu hans í ensku dró enginn í efa. Fyrir mörgum árum þýddi hann íslenzka menningu eftir Sigurð Nordal á þá tungu og fannst vin- um hans að um þá þýðingu yrði ekk bætt. Vilhjálmur var þó sjálf- ur á annarri skoðun. Að hætti góðskáldanna fannst honum sem lengi mætti betrumbæta eigin verk. Tel ég víst að Cornell-há- skólinn muni brátt gefa út þessa þýðingu til minningar um Vil- hjálm og lærimeistara hans og höfund verksins, Sigurð Nordal. í sumarleyfum skruppu þau hjón, Vilhjálmur og Dóra, stund- um í heimsókn til móður hennar, frú Regínu Eiríksson í Minneapol- is. Hringdi hann þá til mín í Winnipeg og höfðum við þann hátt á að verja saman stund úr degi miðja vegu milli þessara borga. Síðan ók hann í norðurátt en ég suður á bóginn og bar fundum saman í Fargo, en sú borg markar helmingaskipti nefndrar leiðar. Þar röltum við svo um í sumar- blíðunni og snæddum saman kvöldverð að skilnaði. Síðast hitti ég Vilhjám á þess- um slóðum fyrir tveimur árum. Greindi ég þá að líkamlegur þrótt- ur hans var mjög tekinn að þverra. Lét hann sjálfur þó á engu bera, var glaður og reifur og ræddi um þau áhugamál sín sem hann ætlaði að sinna eftir að hann næði fullum starfsaldri í Cornell. Haustið var skammt undan og bændur í óða önn að hirða upp- skeru sína. Ylmur af nýþresktu hveiti barst inn yfir borgina, og í fjarska grillti í bleika akra sem brugðu yfir sig fölrauðri slikju í aftanskininu. A heimleiðinni um kvöldið bauð mér í grun að fundir okkar Vilhjálms yrðu ekki fleiri. Sá grunur reyndist réttur því nú er hann allur. Minningin um hann er undir mörgum þáttum og þessa þeirra allra. Þeim sem bezt þekktu þennan sérstæða mann er nú ljós- ara en nokkru sinni fyrr að hann var sá sem var flestum öðrum fremri í þeirri list að ráða hvers- dagsrúnir við birtu ljúfmennsk- unnar og vinna sigra í kyrrþey. Ég votta öllum aðstandendum Vilhjálms djúpa samúð. Haraldur Bessason Hinn 30. ágúst síðastliðinn lézt í íþöku í Bandaríkjum Norður- Ameríku góðvinur minn, Vil- hjálmur Þ. Bjarnar, bókavörður Fiske-safnsins við Cornell-há- skóla, 63 ára að aldri. Enda þótt frændi hans og vinur, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, hafi þegar minnzt þessa mæta manns, sem nú er genginn, á þann veg sem veðugt er, langar mig engu að síður til að mæla eftir hann fáein orð, þegar leiðir skilur. f áðurgreindum minningarorðum er getið ættar og uppruna Vil- hjálms Bjarnar, svo að hér verður sneitt hjá því atriði í þessum orð- um. Við Vilhjálmur vorum nær jafn- aldra og sátum í sama bekk þrjá vetur í Menntaskólanum í Reykja- vík og urðum samstúdentar vorið 1942. Kynni okkar höfðu því varað nær hálfan fimmta tug ára, þegar hann féll frá, og aldrei borið skugga á vináttu okkar, þótt við værum ólíkir um margt. Vilhjálmur tók gagnfræðapróf vorið 1939 utanskóla með mjög hárri 1. einkunn og settist um haustið í IV. bekk máladeildar. Kom og brátt í ljos, að hér fór enginn meðalmaður, hvorki um andlegt né líkamlegt atgervi. Hann var í reynd jafnvígur á allar námsgreinar, og skipti þar engu, hvort um var að ræða hugvísindi eða raungreinar, svo sem þetta er nú nefnt. Þá var hann og ágætur íþróttamaður á yngri árum. Ég hygg þó, að málanám hafi legið alveg sérstaklega vel fyrir honum. Hann var frábær íslenzkumaður og mikill smekkmaður á íslenzkt mál. Vilhjálmur reyndist hinn drengilegasti félagi og svo látlaus í allri framkomu og hlýr í viðmóti, að menn löðuðust af honum og fundu til öryggis í návist hans. Hygg ég þess vegna, að allir þessir eiginleikar hans hafi stuðlað að því, að hann var öfundarlaus af bekkjarfélögum sínum þrátt fyrir geysimikla velgengni í námi. Svo fór og, að hann varð dúx mála- deildar vorið 1942 og hlaut ágætis- einkunn. Ekki man ég lengur, hvenær eða hvernig sérstakur kunningsskapur okkar Vilhjálms hófst, en senni- lega hefur áhugi okkar á íslenzkri tungu átt þar einhvern þátt í. Vandi ég brátt komur mínar heim að Rauðará, en þar bjó móðir hans ekkja með börnum sínum fjórum. Svo fór og, að við lásum mikið saman undir stúdentspróf vorið 1942. Er ég ekki í minnsta vafa um, að sá samlestur varð mér árangursríkur á marga lund. Oft er það svo, þegar menn eru jafnvígir á flesta grein, að þeir eiga í ákveðnum erfiðleikum með að velja sérnámsbraut eftir stúd- entspróf. Þannig var því einnig háttað með Vilhjálm. Hér verður og að hafa í huga, að við urðum stúdentar mitt í þeim darraðar- dansi, sem skók heimsbvggðina fyrir fjórum áratugum. Áttu ís- lenzkir stúdentar þá ekki kost á námi við aðra háskóla utan ís- lands en í Englandi eða Ameríku. Ég hygg, að samstúdentum Vil- hjálms fleirum er mér hafi þótt nær einsætt, að hann veldi sér húmanísk fræði til háskólanáms og þá ekki sízt íslenzk fræði, eins og þau hétu þá, hér við Háskóla ísland. Svo fór þó ekki, og má segja, að það hafi skipt sköpum í lífi hans, þótt enginn sæi það fyrir þá. Ég man enn í dag, hversu undr- andi ég varð, þegar Vilhjálmur sagði mér, að hann ætlaði að leggja stund á skógfræði og halda til Bandaríkjanna. Vafalaust hef- ur hér komið fram ást sú á ís- lenzkri náttúru og gróðurmold, sem lengi hefur búið með ætt- mennum Vilhjálms. Afi háns og nafni, Vilhjálmur Bjarnarson frá Laufási við Eyjafjörð, varð kunn- ur bóndi í Kaupangi í Eyjafirði og síðar á Rauðará við Reykjavík. Afabróðir hans, Þórhallur biskup Bjarnarson, rak stórbú hér í Lauf- ási í Reykjavík og ræktaði upp landið sunnan við Tjörnina. Þá var Þorlákur, faðir Vilhjálms, mikill búhöldur eftir föður sinn á Rauðará, og ekki má gleyma Hall- dóri, skólastjóra á Hvanneyri, sem var einnig sonur Vilhjálms á Rauðará. Allt er þetta vísbending um það eðli, sem blundað í brjósti þess vinar, sem hér er minnzt. Vilhjálmur hélt til Ameríku haustið 1942 og tók að leggja stund á skógfræði við Minnesota- háskóla í Minneapolis. Fljótlega mun vinur minn hafa komizt að raun um, að þetta nám hentaði honum ekki alls kostar, enda sneri hann heim árið eftir og settist í heimspekideild Háskóla íslands haustið 1943 og tók að nema fs- lenzk fræði. En þá voru örlög hans þegar ráðin. Þennan vetur í Minneapolis kynntist hann elsku- legri vetur-íslenzkri stúlku, Dóru Erickson, og var heitbundinn henni, þegar hann hélt heim aftur. Gengu þau í hjónaband hér heima vorið 1946, og sfoð Dóra siðan við t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ELÍS BJARNASON, Fálkagötu 23 A, lóst aö heimili sínu 9. september sl. Kristrún Guönadóttir, Ólína Elísdóttir, Guðmundur Magnússon, Elísabet Birna Elísdóttir, Jóhann Sigurðsson, Svanur Elísson, Anna Margrét Jóhannsdóttir og barnabörn. t JÓN ÓLAFSSON, bakari, Blönduhlið 13, lést í Landspítalanum, 11. september. Ágústa Jónsdóttir, Guömundur Jónsson, Magnús Einarsson. hlið Vilhjálms í blíðu og stríðu, þar til yfir lauk. Vilhjálmur veiktist af berklum 1944, en faðir hans hafði látizt úr þessum geigvæna sjúkdómi 12 ár- um áður. Raunar hafði Vilhjálmur kennt þessa sjúkdóms fyrr, en nú varð hann að fara á Vífilsstaða- hæli og dveljast þar um hríð. Enda þótt hann kæmist aftur til ótrúlegrar heilsu, má segja, að hann hafi búið í skugga við þenn- an vágest alla tfð eða afleiðingar hans. Vilhjálmur lauk fyrra hluta prófi í íslenzku hér við Háskóla Islands með miklu lofi, en þá varð hann að hætta námi um hríð. Þau hjónin héldu vestur um haf vorið 1947 og settust að í heimaborg Dóru, Minneapolis. Næstu árin urðu mörg vini mínum erfið, og háði hann harða baráttu við sjúk- dóm sinn. Áttum við á þessum ár- um saman löng og mikil bréfa- skipti, og dáðist ég alltaf að hug- rekki hans og lífsvilja. En hér má ekki gleyma því, hvern lífsföru- naut hann hafði sér við hlið, sem létti honum andróðurinn. Að vonum varð lítið úr sam- felldu námi Vilhjlms á þessum ár- um, en hann hóf það aftur, um leið og af honum bráði. Hann lauk BA-prófi við Minnesota-háskóla 1956 og meistaraprófi árið eftir með bókasafnsfræði sem aðal- grein. Um þetta leyti hafði hann náð allgóðri heilsu. Árið 1960 varð Vilhjálmur bókavörður við hið ágæta islenzka bókasafn við Cornell-háskóla, sem kennt er við Willard Fiske. Þessu starfi gegndi hann til æviloka. Jafnframt því kenndi hann ís- lenzka tungu við háskólann. Þar hygg ég hann hafi notið sín sér- lega vel og e.t.v. bezt, jafn-áhuga- samur og hann var um tungu sína og vandlátur um meðferð hennar. Glöggt vitni um þetta var það, að hann hélt alla ævi sínu vandaða málfari og framburði svo hrein- um, að enginn gat merkt það, að hann hefði dvalizt með framandi þjóð um áratugi og auðvitað talað mál hennar daglega. Slíkum hreinleika halda ekki nema afbuðamenn. Vafalítið hefði Vil- hjálmur kosið að geta starfað hér heima að hugðarefnum sínum, þótt forlögin höguðu því svo, að hann eyddi ævi sinni að mestu fjarri fósturjarðar ströndum. Hinu má svo ekki gleyma, að ís- lenzk þjóð átti góðan og gegnan þegn á vesturslóðum, þar sem Vilhjlmur var. Um þá hlið munu aðrir menn mér fróðari getað bor- ið vitni. Enda þótt Vilhjálmur væri bú- settur erlendis meiri hluta ævi sinnar, leitaði hugar hans oft hingað heim til ættmenna sinna og margra vina, en þá átti hann fjölmarga. Var það sízt að undra, því að hann var í eðli sínu félags- lyndur, þótt hann tranaði sér aldr- ei fram. Hann kom líka nokkrum sinnum hingað til lands, eftir að heilsa hans varð betri, og hafði samband við kunningja og vini. Hann var líka alls staðar aufúsu- gestur. Síðast kom hann hingað vorið 1982 og tók þátt í fagnaði okkar 40 ára stúdenta frá MR. Var okkur öllum það ánægjuefni mik- ið, enda þótt ljost væri, að nú hefði heilsu hans hrakað svo, að tæplega yrði að vænta langrar samfylgdar með honum úr þessu. Engu að síður naut hann þess að vera í hópi með sínum gömlu skólafélögum og rifja upp minn- ingar frá skemmtilegum stundum á vori lífsins. Hann lagði það jafn- vel á sig að ferðast dagstund með okkur austur undir Eyjafjöll og njóta enn einu sinni nokkurra stunda úti í íslenzkri náttúru, en hennil unni hann mjög. Og nú er ævi þessa ógleymanlega skóla- bróður öll. Það er þó mikil huggun í söknuði okkar allra að eiga hug- ljúfar minningar um hinn gengna bróður. Ég veit ég mæli fyrir munn allra skólafélaga minna, þegar ég færi Vilhjlmi Þ. Bjarnar frá Rauð- ará hugheilar þakkir fyrir áratuga vináttu og votta um leið Dóru og börnunum þremur og öðrum ást- vinum samúð okkar allra við frá- fall hans. Jón Aðalsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.