Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 39

Morgunblaðið - 13.09.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 39 Minning: Jón Kerúlf Guðmundsson skyldurnar sameiginlega að út- gerðinni og verkun aflans. Jón Kerúlf var einn af stofnend- um samvinnufélags útgerðar- manna i Neskaupsstað. Það þótti mikið í ráðist, á þeim árum á móti kaupmannavaldinu á staðnum. Eg kynntist þessari fjölskyldu fyrst 1940, er ég kom á heimili þeirra. Ég hafði kynnst fósturdóttur þeirra, Aðalbjörgu, er síðar varð konan mín. Fjölskyldan hafði þá árið áður flutt til Reykjavíkur frá Neskaupsstað aðallega vegna langvarandi veikinda Hjálmfríðar sem þurfti stöðugt að vera undir læknishendi. í kreppunni miklu misstu marg- ir eigur sínar, þar á meðal Jón. Þau hjónin Jón og Hjálmfríður voru ekki rík af veraldarauði, þó voru þau alltaf veitendur. Með dugnaði og sparsemi komust þau vel af. Hjálmfríður var sérstak- lega listhneigð og velvirk, lék allt í höndum hennar sem hún snerti á. Hún var skapmikil mannkosta- kona sem allir báru virðingu fyrir. Hún reyndist mér og minni fjöl- skyldu vel og best þegar mest þurfti með. Jón var ákaflega* traustur maður, fríður og ásjá- legur á velli. Hann var vinur vina sinna, en ekki allra. Mörgum virt- ist hann hrjúfur, en það var bara skrápur utan á. Hann var tilfinn- ingamaður mikill. Lengstan tíma eftir að til Reykjavíkur kom, vann hann hjá SÍS sem lagermaður. Siðustu árin bjó hann á Hrafn- t Dóttlr okkar, ' ÞORBJÖRG ANORÉSDÓTTIR, andaðist í svefnl 10. september. Útför ákveöin föstudaginn 16. september kl. 13.30 frá Dómkirkj- unnl. Þorbjörg Pálsdóttír, Andrés Ásmundsson. t Útför bróöur okkar, GUDMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Ásvallagötu 49, veröur gerö frá Dómkirkjunni miövikudaglnn 14. september kl. 13.30. Steinunn Eiríksdóttir, Ágúst Eiríksson. t Innilegar þakkir fyrir alla hjálp, auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins mtns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÞÓRARINSSONAR, Víöilundi 2 F, Akureyri. Eydts Einarsdóttir, Siguróur B. Jónsson, Alda Ingimarsdóttir, Ólafur B. Jónsson, Jóna Anna Stefánsdóttir, Þórarinn B. Jónsson, Hulda Vilhjélmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fæddur 13. aprfl 1895. Dáinn 4. september 1983. Þeir hníga til moldarinnar alda- mótamennirnir, rúnir að kröftum, harðduglegu erfiðismennirnir, sem hlífðu hvorki sér né öðrum í vinnuþrældóminum og hugsuðu um það eitt að vinna sig úr fátækt til bjargálna og lögðu nótt við dag. Það var aðeins hraustasta og dugmesta fólkið sem lifði þetta af. Jón var einn af þessum hraustu dugmiklu mönnum. Hann var fljótt eftirsóttur, vinnuhagur, fljótvirkur, samviskusamur og því vel til forustu fallinn. Islenska þjóðin á þakkarskuld að gjalda, þessu dugmikla fólki, sem lagði hornstein að því velferðarþjóðfé- lagi sem við búum við í dag. Jón var af góðu bergi brotinn, austfirskra ætta. Foreldrar hans voru Guðrún Friðrika Þórarins- dóttir og Guðmundur Guðmunds- son. Þau fluttu rétt fyrir aldamót- in 1900 ofan frá Skriðdal niður á Neskaupsstað. Guðrún og Guð- mundur eignuðust sex börn en tvö af þeim dóu í bernsku. Þau sem upp komust til fullorðinsára, hétu Soffía, Jón, Aðalbjörg og Þóra sem er ein eftir á lífi. Guðmundur faðir þeirra var góður smiður, jafnt á tré og járn. Hann byggði sér fljótlega ibúðarhús sem nefnt var Melur. Guðrún á Mel þótti myndar- og rausnarkona, gjafmild og gestrisin. 1918 giftist Jón Hjálmfríði Hjálmarsdóttur, fríð- leiks- og myndarkonu, ættaðri frá Vestmannaeyjum. Þau byrja búskap fyrst heima á Mel en síðar byggði Jón hús sem fékk nafnið Ásbyrgi. Sama árið og Jón og Hjálmfríður byrjuðu búskap, deyr Aðalbjörg systir Jóns frá nýfædd- um tvíburasystrum. Telpurnar voru skírðar eftir móður sinni. Ungu hjónin tóku aðra telpuna og ólu upp til fullorðinsára, Aðal- björgu Guðnýju, enda virti hún þau og elskaði sem sína foreldra, og þau litu á hana sem sína eigin dóttur. Jón og Hjálmfríður eign- uðust tvær dætur, Hrefnu, sem dó í bernsku, og Guðrúnu Friðriku, sem giftist Ingólfi Þórðarsyni skipstjóra og kennara við Stýri- mannaskólann, og eru þau bæði látin. Jón gerði út bát með mági sínum í nokkur ár og þá unnu fjöl- Lánasjóður ísl. námsmanna: 47 milljónir vantar upp í skuldbindingar istu. Hjálmfríði konu sína missti Jón eftir langvarandi veikindi 1960. Fyrir fjórum árum missti svo Jón telpurnar sínar báðar, Að- albjörgu og Friðriku. Það var mánuður á milli þeirra, mér fannst Jón aldrei ná sér eftir það. Það sá enginn á þessum manni, hann bar allt með stakri ró og karlmennsku. Þó sagði hann ný- lega við mig, nú er allt farið sem mér þótti vænst um í lífinu. Hann bar mikla umhyggju fyrir afkom- endum sínum og vinum og gladd- ist þegar þeim vegnaði vel. Nú er þessi gamli góði vinur minn farinn yfir móðuna miklu sem allir fara yfir að lokum. Ég óska honum fararheilla, um leið og ég þakka alla hans tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Arinbjörn E. Kúld Stúdentaráð HSÍ: Fjöldatakmarkanir leysa engan vanda MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun Stúdentaráðs Háskóla íslands: Meiri hluti háskólaráðs hefur undanfarin ár samþykkt fjölda- takmarkanir í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlæknisfræði. Komið hefur fram tillaga frá lyfjafræði lyfsala um fjöldatak- markanir þar og uppi eru hug- myndir um fjöldatakmarkanir í byggingaverkfræði. Þar að auki hefur komið fram tillaga í háskólaráði um að takmarka al- mennt aðgang að háskólanum. SHÍ hefur ætíð verið andvígt fjöldatakmörkunum í hvaða mynd sem er og mótmælir harðlega öll- um hugmyndum þar að lútandi. SHÍ vill minna á að fjöldatak- markanir leysa engan vanda held- ur séu þær einungis til að velta vandanum á undan sér. SHÍ ítrekar þá afstöðu sína að fjöldatakmarkanir séu uppgjöf í baráttunni við ríkisvaldið fyrir auknu fjármagni til HÍ og þar með bættri aðstöðu til kennslu og rannsókna. SHÍ bendir á að hérlendis er ekki nein heildarstefna í mennta- málum og það sé algjörlega út í hött að láta það bitna á nemend- um sem æskja háskólanáms. MORGUNBLAÐINU hefur borizt ályktun stjórnar Lánasjóðs íslenzkra námsmanna vegna fjárhagsvanda sjóðsins við úthlutun lána haustið 1983. Ályktunin, sem er í 8 liðum, er svohljóðandi: 1. Hinn 16. júní sl. skýrði stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) menntamálaráðherra frá því að áætlanir bentu til að LÍN þarfnaðist um 182 mkr. umfram fjárlög til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar á þessu ári. Jafnframt var þess óskað, að veitt yrði aukafjárveiting, sem þessari upphæð næmi. Hér er um venjubundna fyrirgreiðslu að ræða, þar sem það hefur verið nánast árvisst, að LÍN hafi óskað eftir og fengið verulega aukafjárveitingu, eða lán til að mæta aukinni fjárþörf vegna þróunar verðlags og gengis um- fram áætlun fjárlaga. 2. Með bréfi dagsettu 11.08. sl. kynnti menntamálaráðuneytið síðan lánasjóðnum, að honum hefði verið veitt aukafjárveiting að upphæð 135 mkr. á þessu ári. Jafnframt var þess farið á leit, að stjórn LÍN semdi sérstakar reglur um hvernig haga skyldi veitingu námslána á haust- misseri 1983. 3. Stjórn LÍN hefur á undanförn- um fundum sínum fjallað um tilmæli menntamálaráðherra og þá alvarlegu stöðu, sem fjármál- um sjóðsins virðist nú stefnt í. 4. Um lánveitingar LÍN gilda mjög ýtarlegar reglur, sem felast m.a. í lögum um námslán og náms- styrki nr. 72/1982, reglugerð um sama efni og opinberum úthlut- unarreglum, sem ráðherra stað- festir. Stjórn LÍN hefur komist að þeirri niðurstöðu, að innan ramma þessara reglna sé að svo stöddu óverulegt svigrúm til að lækka námslán. 5. 1 þessu sambandi minnir stjórn LIN á, að löggjafinn hefur nú um margra ára skeið fjallað rækilega og ítrekað um lög um námslán og námsstyrki án þess að hann hafi séð ástæðu til að draga úr skuldbindingum sjóðs- ins. Þvert á móti hefur þessi rækilega skoðun leitt til þess, að skuldbindingar LÍN hafa verið auknar og gerðar afdráttar- lausari. Síðast voru lög um námslán og námsstyrki til um- fjöllunar á alþingi 1982. Þá voru reglur um endurgreiðslur námslánanna hertar verulega en sjóðurinn jafnframt skuld- bundinn til þess með lögum að hækka lánahlutfallið (af reikn- aðri fjárþörf þ.e. framfærsla — tekjur) í 95% árið 1983 og 100% árið 1984. . Stjórn LÍN telur jafnframt, að við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1983 hafi löggjafinn staðfest vilja sinn til að standa við ofangreind lagaákvæði og út- hlutunarreglurnar, sem á þeim byggjast. 6. Eins og fram hefur komið vant- ar LÍN um 47 mkr. til að unnt sé að mæta skuldbindingum sjóðs- ins á haustmisseri. Til að ná endum saman á þessu ári, á því stjórn LÍN ekki annars úrkosti en að reyna eftir megni að fresta útgreiðslu hluta námslána þar til fjármagn fæst, m.a. með því ferðakostnaður verði ekki greiddur á haustmisseri til námsmanna á 1. ári erlendis, víxillán til 1. árs nema á íslandi verði takmörkuð við 75% af reiknuðu láni, bókakostnaður verði takmarkaður við 75% og breytt verði meðferð tekna áður en nám hefst og í námsleyfum. Þessi leið felur þó ekki í sér lausn á fjárhagsvanda LÍN, ein- ungis tilfærsju hans í tíma. 7. Stjórn sjóðsins mun leita eftir lánum til að mæta því sem á vantar til að hægt sé að greiða haustlán að fullu. 8. Stjórn LÍN hlýtur því að treysta á, að alþingi taki þetta mál til meðferðar eins skjótt og unnt er og veiti LÍN annaðhvort nægi- legt fé til þess að unnt sé að standa við lög um námslán og námsstyrki eða breyti ákvæðum þeirra. Við kappkostum að hafa ávallt til afgreiðslu flestar dekkja- stærðir fyrir lyftara, stærri tæki og vélar. Bjóðum dekk frá Þýskalandi, Taiwan, Frakklandi og Ameríku. Sérpöntum með stuttum fyrirvara „massív“ dekk. Sölusíminn er 91-28411 frá 8.30-18.00. 18x7-8 14 PR 700x15 12 PR 500-8 8PR 750x15 12 PR 600-9 10 PR 825x15 12 PR 650-10 10 PR 600-15 8PR 23x9-10 16 PR 10.5x18 8PR 750-10 12 PR 12.0-18 12 PR 700-12 12 PR 10.5x20 10 PR 27x1012 12 PR 12.5x20 10 PR 16/70x20 10 PR 14.5x20 10 PR HRINGIÐI I i91-28411i og talið við Hilmar, ■hann veit allt um dekkin I yu Aislurbakki hf. M B BORGARTÚNI 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.