Morgunblaðið - 13.09.1983, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
„ Bc> veit ekki hver er.' HanK\ vtnr
pamz. pegar 'eg Uzknahi i rnorc?un."
er...
... að vera hvort öðru trú.
TM Rea U S. Pat Off —all rlghts reserved
©1983 Los Angeles Times Syndicate
i
85H
Ég er komin til að kvarta yfir þess-
um kveikjara. Það er ekki hægt að
lækka eldsúluna.
Með
morgunkaffinu
Hæ, þú. Þú ert of stnávaxin enn
sem komið er til þess að sýna bý-
fiugunum áhuga!
HÖGNI HREKKVlSI
Þjóðir sem leyfa
fóstureyðingar eru
fátækastar allra
Lesandi skrifar:
Kæri Velvakandi.
Morgunblaðið á þakkir skilið
fyrir einkar fróðlegar greinar
nokkra föstudaga í ágúst og
september um uppeldi og
barnsfæðingar. Þar voru mörg
gullkorn sem vert væri að skoða
nánar. Ég vil aðeins minnast á
viðtalið við sænska prófessorinn
Gunnar Björck. Þann pistil ættu
öll hjón að lesa. „Ekkert getur
komið í staðinn fyrir fjölskyld-
una,“ segir Björck og skýrir frá
því hver þróunin hefur orðið í
Svíþjóð: Þjóðfélagið á að gera
þetta og gera hitt, hugsa um
börn og gamalmenni, „en sjálf
eigum við helst ekki að gera
neitt".
Nú fækkar Svíum og ætti eng-
an að undra þegar hugsunar-
hátturinn er orðinn svona. „í
Svíþjóð er meðaltal fóstureyð-
inga á hverja konu 0,6, en það er
einmitt sú tala sem vantar á
fjölda nýfæddra barna svo að
okkur fjölgi." En hann bætir við:
„En fóstureyðingar eru eitt af
þeim málum sem ekki má ræða í
Svíþjóð."
Samkvæmt Mbl. er 354 ófædd-
um börnum í Svíþjóð grandað,
einu á móti hverjum 1000 sem
fæðast þar. Þetta eru hræði-
legar tölur.
íslenska kirkjan hefur sagt
álit sitt á fóstureyðingum og
lýst þeirri skoðun sinni að fóstr-
inu beri að veita fyllstu vernd.
En það er langt síðan sú yfirlýs-
ing kom, og vil ég skora á presta
og leikmenn sem láta sér annt
um að efla kristilega siðgæðis-
vitund að kveðja sér hljóðs. Það
má ekki þegja yfir þessu alvar-
lega máli. Það er ekki „sænskt".
Það er orðið rammíslenskt. Hér
á landi eru hlutföllin (1982)
125,9 fóstureyðingar á móti
hverjum 1000 nýfæddum.
Hvatning Gunnars Björcks er
tímabær: Við þurfum að breyta
verðmætamatinu.
Strax í fornöld fóru kristnir
menn að veita leiðbeiningar
varðandi rétta afstöðu í þessu
máli. Til er rit frá fyrri hluta
annarrar aldar e.Kr., kallað
Bréf Barnabasar. Það fjallar
einkum um samband gyðing-
dóms og kristinnar trúar, en í
lokin er kafli um siðgæði. Þar er
talað um „veg ljóssins" og „veg
myrkursins" og m.a. lagt bann
við fóstureyðingum. Didake er
annað fornt rit, frá því um 150
e.Kr., einnig nefnt „Kenning
drottins til heiðingjanna fyrir
munn postulanna tólf“. Didake
hefst á kafla um vegina tvo, og
þar er einnig varað við fóstur-
eyðingum. Heiðingjar losuðu sig
við fóstur eftir eigin geðþótta
eða vegna trúarbragðanna. En
þegar Kristur kom til sögunnar
og Biblían varð lifandi bók með-
al fólksins varð mannslífið
óendanlega dýrmætt. Frelsarinn
varð hin mikla fyrirmynd um
fórnandi kærleika og umhyggju.
Núna undanfarið hefur mikið
verið rætt um frið. Menn taka
höndum saman og vilja bægja
ófriðarhættunni í burtu. Vilja
þessir friðarsinnar gera sitt til
að stöðva þá styrjöld sem háð er
hér á landi og víða um heim
gegn minnsta lítilmagnanum,
ófædda barninu?
Móðir Teresa hlaut friðar-
verðlaun Nóbels 1979. Hún
sagði: „Mesta ógnun við friðinn
Mælikvarði á skemmt-
un miðast við stimping-
ar og skemmdarverk
Jónas K. skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Það var ekki laust við að mér
brygði í brún um síðustu helgi,
þegar ég átti leið niður í bæ,
aðfaranótt sunnudags. Var
mikið af ungmennum á gangi
og virtust njóta lífsins. En
þeirra aðferð við að lifa og
njóta þess er mér fyrirmunað
að skilja. í tvígang keyrði ég
fram á pilta, vart eldri en svo
að þeir stæðu upp úr skónum,
dauðadrukkna í einhverjum
fálmkenndum tilraunum til að
vera „töff“, lemjandi hver ann-
an, brjótandi flöskur, spark-
andi í ljósastaura og með ann-
ars konar kjánalæti.
,,UPPGJÖFÍ LAGlf /MOMAPI X4INNSTU 4€> HANM
HfZElHZAPl 'A AlÉR SKOLTIMKl/"
„Við krefjumst framtíðar"
nefndist hátíð sem haldin var
þetta sama kvöld í Laugar-
dalshöll. Eiga aðstandendur
þeirrar hátíðar alla þökk skilið
fyrir framtak sitt, en því miður
fékk ég ekki betur séð, á þeim
tíma sem ég var í Laugardals-
höll, en að nokkrir þeirra sem
þarna voru saman komnir
skildu ekki við hvað var átt,
allavega var margt um krakka
í svipuðu ástandi og ég hef lýst
hér að ofan. Það eru þau sem
landið eiga að erfa, en hvernig
framtíð þessi yngsta kynslóð
hefur hugsað sér, get ég ekki
áttað mig á. Varanlegur friður
er það sem hver maður þráir,
burtséð frá þjóðfélagsstöðu
hans eða pólitík. Hverskyns
ofbeldi er viðurstyggilegt og
því get ég ekki annað sagt en
að unga fólkið í þessu landi
megi fara að hugsa sinn gang.
Kjánalæti eru kjánalæti, en
þegar mælikvarði barna á því
hvað er skemmtun og hvað ekki
miðast við stimpingar og
skemmdarverk, þá er ekki von
á bjartri framtíð.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir búa í sitthvoru húsi.
Rétt væri: Þeir búa í sínu húsinu hvor.
(Þó mun ekki talið rangt að segja: Þeir búa sinn í
hvoru húsi.)