Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
Jón Sveinsson og Bergsteinn Gunnarsson, framleiðslustjóri, viö raösmíða-
skipið, sem Stálvík er nú með í smíðum. Sagði Jón að hann hefði gert 10
samninga um sölu skipsins en þeir hafa allir verið felldir. Moritunblaðið/Emilia.
Höfum misst tökin
á fjárhagslegu
sjálfstæði okkar
— segir Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur
„HINGAÐ til hefur einungs verið
kostur á mjög dýrum lánum fyrir
útgerðina til skipakaupa eða dollara-
lánum á um 21% vöxtum. Það ræður
útgerðin alls ekki við. Ef ég hins
vegar byggi íbúðarhús fæ ég lán með
3,5% vöxtum. í öðrum löndum eru
vextir af lánum til útgerðar yfirleitt
um 8%,“ sagði Jón Sveinsson, for-
stjóri Stálvíkur hf. í Garðabæ, meðai
annars í samtali við Morgunblaðið.
„í öllum þessum tilfellum er
miðað við verðtryggingu lána en
ég er í vafa um að hægt sé að
halda verðtryggingu lána í verð-
bólgu eins og hér er til lengri
tíma. Þess vegna leituðum við eft-
ir Export Finans-láni í Noregi á
þær vörur, sem keyptar eru þaðan
og fékkst það á síðasta ári. Það lán
er á 8,75% vöxtum, sem er miklum
mun minna en 21%. Með því að fá
þetta lán er smfði þessa raðsmíða-
skips fjármögnuð á eftirfarandi
hátt: Afurðalán, 46%, Export
Finans-lán 20%, erlent lán 14%,
Byggðasjóður 5% og eigin fjár-
mögnun 15%. Vextir af afurðalán-
um eru nú 29% og af Export
Finans-láninu 8,75%. Fjármögnun
við verklok og sölu er hins vegar á
þessa leið: Fiskveiðasjóður 60%,
Byggðasjóður 5%, Export Fin-
Gámarn-
ir voru
tryggðir
EKKI er aö fullu Ijóst hversu mikið
tjón hlaust af því að fjóra gáma tók
út af Eyrarfossi á útleið í aftakaveðri
í síðustu viku og sagt var frá í Morg-
unblaðinu í gær, en einn gámurinn
fannst á reki og var dreginn til hafn-
ar í Vestmannaeyjum.
Einn gámurinn mun hafa verið
hlaðinn frystum fiski, annar salt-
fiski, sá þriðji lýsi og sá fjórði var
tómur. Gámarnir og innihald
þeirra var tryggt að fullu.
ans-lán 20% og eigið framlag
kaupenda 15%.
Þetta hefur leitt til þess, að að
öðru jöfnu er frekar keypt efni til
skipasmíða frá Noregi. Það er
rétt, sem Sigurður Sveinbjörnsson
segir í grein um þetta mál, að
norsk spil hafi verið sett í skip,
sem smíðuð hafa verið hér, en slík
spil hefði Sigurður vafalaust getað
smíðað og boðið þau ódýrari en við
fáum þau frá Noregi. Eg vil vegna
þessa láta reyna á það, hvort ekki
er hægt að fjármagna skipasmíðar
af einhverju viti hér heima. Þetta
er bara eitt dæmi um þá afskræm-
ingu, sem verðbólgan veldur og
sýnir að við höfum misst tökin á
fjárhagslegu sjálfstæði okkar.
Mér finnst þetta vera mjög alvar-
legt mál í heild. Skipasmíðastöðv-
ar í landinu hafa átt við mjög lítið'
öryggi að búa og átt örðugt með að
fá verkefni þrátt fyrir stóran
markað, sem ætti að vera auðvelt
að stjórna. Á siðasta ári voru
keyptir 7 togarar að utan og tveir
í ár, auk þess sem nú er verið að
smíða þrjú skip fyrir íslendinga i
Póllandi. Ég sé því ekki betur, en
að undanfarið hafi um 150 manns
unnið við að smíða skip fyrir
okkur, en á sama tíma hefur
starfsmönnum vjð skipasmíðar við
Faxaflóa fækkað um 300. Þetta er
enn ein afleiðing verðbólgunnar.
Því hefur verið lýst í fjölmiðlum í
hvaða erfiðleikum sjávarútvegur,
Iandbúnaður, iðnaður, samanber
verksmiðjur SÍS á Akureyri, og
jafnvel hitaveitur eins og Hita-
veita Akureyrar eiga vegna verð-
bólgu og mikils fjármagnskostn-
aðar af hennar völdum.
Með þessu vil ég segja að við
verðum að ná verðbólgunni niður.
Þó að það komi illa við okkur í bili,
verður sú barátta að vinnast. Síð-
astliðið vor vorum við áttunda
mesta verðbólguþjóð veraldar og
vorum við þá í hópi stríðshrjáðra
þjóða eins og ísraels, Argentínu
og Uganda, sem verið hefur í sár-
um vegna borgarstríðs og fyrrver-
andi stjórnar Idi Amin. Gjaldmið-
ill okkar er ekki virtur af okkur
sjálfum og heldur ekki öðrum
þjóðum. Það verður því að ráða
bót á þessu ástandi áður en það
hefur enn meiri og verri áhrif á
land og þjóð,“ sagði Jón Sveinsson.
Eggjainnflutningur og
flutningur matvæla út af
Keflavíkurflugvelli óheimill
— segja skrifstofustjórar tollgæslunnar og landbúnaðarráðuneytisins
EINS OG fram hefur komið í frétt-
um hér í blaðinu undanfarna daga,
þá flytja Flugleiðir inn til landsins
frá Luxemborg talsvert magn af
eggjum, allt að tveimur tonnum á
mánuði yfir háannatímann en minna
á öðrum tímum ársins, til notkunar í
flugeldhúsi félagsins á Keflavíkur-
velli. Telja Flugleiðamenn sér heim-
ilt að gera þetta, eggin fari i raun
ekki inn í landið þar sem þau séu
notuð í millilandaflugvélum félags-
ins, enda séu eggin skráð á farmbréf
og fái meöferð tolls og löglegra yfir-
valda hér á landi. Samband eggja-
framleiðenda telur hinsvegar að
þessi eggjainnflutningur Flugleiða
sé ólöglegur og vísa í því sambandi
til algers banns við innflutningi
landbúnaðarafurða sem í gildi er.
Hefur samband eggjaframleiðenda
margoft mótmælt þessum eggja-
innflutningi Flugleiða við stjórnvöld,
svo og innflutningi á vinnsluvöru úr
eggjum, svo sem eggjadufti og eggja-
massa.
Mbl. leitaði álits Hermanns
Guðmundssonar, skrifstofustjóra
tollgæslunnar, á þessu máli. Sagði
hann að tolleftirlit á Keflavikur-
flugvelli heyrði undir Varnar-
máladeild utanríkisráðuneytisins
en sagði að tvímælalaust væri
slíkur innflutningur bannaður,
nema viðkomandi aðili hefði til
þess sérstök leyfi landbúnaðar-
ráðuneytisins.
Sama sagði hann að ætti við um
flutning á matvælum út af Kefla-
Erling Aspelund framkvæmdastjóri
stjórnunarsviðs Flugleiða:
Eggin fá meö-
ferd löglegra
yfirvalda hér
Eingöngu not- lí
uð í flugeldhús- ™
inu í Keflavík ”■
\ftalf undur StéttarsamL
Komtó verfti i««
fvrir búvörusmyg
Fjnar Eiriksson formaður Sambands eggjaframleiðenda:
| Teljum eggjainnflutning
Flugleiöa vera óheimilan
lhand8 bmivl*
n 1*0 kilo yflr rrturinn ÁU*ti
fyrir þti aA þrlla byrjaAi á ainum
var aú. aA t >i»um limabilum
þnaum innflutningi viA
hbadi i MihlaholulM-lli I Hraua aljérnvold *n þvi hefAi rkki vvriA
(rrAMhrrpai i aamiali viA MM. rr ainnt. Einar nairAi að bð væri ef lil
. ... þann háll aA þrtU væri lAnaAar
Olafur I. Hannesson settur lögreglustjón á Keflavíkurflugvelli: -vniVr.r *kk. h*yri u~>ér
------------------------------------------*-------------------------------*------- viðkomandi hann viA innflutnmgi
U ng aiaArryndin n
VII) HOITM UIM okkur I
tmm fyrir þvi aA Flu(lnAir kafl I
þrasi iaa am alllaad akrrA aukkarl m
Fimmtíu mönnum heimilt aö *•
flytja varning út af svæöinu
á að þarna væri um
rtooainnfluinina aA rata ag
hrfAu fleiri litiA tro á. meAal ann
ara yfirdyralækmr. og væri þeaai
innflulaiamir þ»l ekki hr.mill
_»Ml IKid M rhái * ------,—
Ml rhki i »Ula»| ár,- mgti f)W/ k»M. « aí vHhnaM
...... fNafur aagAi aflur á mðti aA 40
handanahir alarfamrnn VarnnrliA
irMi a* hjWI .nr. am|(M éi af Krfla leyfi nl aA flylja toHfryálaan vamlnu
.fharfla(vrlh. m á aaalfandi swiiar ul af vrllinum fyr.r aic <m fjðlakyIdur
anmhnnda bvnda fyrir vhammu rMlyni «inar fyr.r tkvrAna upphmð l 'pp
rtaa lundarmaana a* aiatfamrnn -all h.eAin ven andvirAi 125 dollara fyrir
•0 dnllarar fyrrrr hwrt barn
uAi Utirlili '*n þannif M
innflullu rmoanna. m.AaA v.A þnu
arm h*r rru framlr.dd. aa«Ai Bn
m hr.mill aA flyuTá '»ri hægt Úlvr*.
af vrllinum yafnl » m P''1"' rIOt
m mrðnflokk.
víkurflugvelli og væri alveg sama og fram kom hér í blaðinu í gær,
hvort Bandaríkjamaður eða ls- þá líta lögegluyfirvöld á Keflavík-
lendingur ætti þar i hlut. En eins urflugvelli svo á, að 50 tilteknum
Prestafélag Vestfjarða:
Mótmælir byggingu rat-
sjárstödvar á Vestfjörðum
AÐALFUNDUR Prestafélags Vestfjarða, sem haldinn var á ísafirði hinn 7.
september sl„ ályktaði meðal annars um friðarmál, ratsjárstöð á Vestfjörðum
og kjarnorkuvígbúnað. í ályktuninni segir meðal annars:
„Aðalfundur Prestafélags Vest-
fjarða skorar á ríkisstjórn fslands
að stuðla að friði hérlendis og á
alþjóðavettvangi með því að ...:
1 ... þrýsta á ráðstafanir til út-
rýmingar á öllum kjarnorkuvopn-
um innan fimm ára.
2 ... stuðla að kjarnorkuvopna-
lausum svæðum, m.a. kjarnorku-
vopnalausum Norðurlöndum og
friðlýsingu Norður-Atlantshafs-
ins.
3 ... hvetja til þess að útgjöld-
um vegna hernaðar og tækni verði
beint að friðsamlegri framleiðslu
og þá sérstaklega með þarfir fá-
tæks fólks í heiminum f huga.
Við mótmælum hugmyndum um
aukin hernaðarumsvif hér á landi
svo sem byggingu ratsjárstöðvar
hér á Vestfjörðum."
Lárus Þ. Guðmundsson í Holti í
Önundarfirði sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins, að
ályktunin hefði verið samþykkt
samhljóða. Tveir prestar hefðu
fyrst gert uppkast að ályktuninni,
sem síðan var lögð fram til um-
ræðu og breytinga uns hún fékk á
sig endanlega mynd. Þá var hún
borin upp og samþykkt samhljóða.
Lárus sagði Prestafélag Vest-
fjarða taka yfir ísafjarðar- og
Barðastrandarprófastsdæmi, og
væru í því níu prestar. Sjö þeirra
hefðu sótt aðalfundinn á lsafirði.
Auk þess sem hér er að framan
birt úr ályktuninni, var minnt á
helstu atriði ályktunar Heims-
þings kirkjunnar í Uppsölum í
Svíþjóð í vor og sagði Lárus álykt-
unina frá ísafirði býggða á henni.
Friðarhugsjónina getum
við aldrei takmarkað
— segir herra Pétur
„PRESTUM eins og öðrum er
heimilt að tjá sig um sína sam-
visku og sannfæringu, það er
þeirra skýlausi réttur eins og ann-
arra manna,“ sagði Pétur Sigur-
geirsson biskup, er ályktun Presta-
félags Vestfjarða var borin undir
hann. „Ég tek undir þær friðarósk-
ir sem fram eru settar í ályktun-
inni, og þeir telja sig byggja á
ályktun Prestastefnunnar á Hólum
um friðarmál.
Það er siðferðileg skylda
kirkjunnar og kirkjunnar manna
að láta í ljósi skoðanir sínar, og
hvar sem tekið er í friðarstreng,
Sigurgeirsson biskup
getur kirkjan ekki annað en tek-
ið undir það. Friðarboðskapur-
inn er slíkt aðalatriði í kenning-
um Jesú Krists. Ég er því að
sjálfsögðu fylgjandi að dregið
verði úr hernaðarumsvifum alls
staðar í heiminum. En það er
einmitt aðalatriði þessa máls, að
það verður að vera algjör friður,
takmarkaður friður er í rauninni
ekki til. Friður og afvopnun
verður að ná til allra hinna
stríðandi aðila, það er ekki nóg
að annar aðilinn afvopnist. Ný-
leg dæmi höfum við um það
hvernig farið gæti, ef annar aðil-
inn afvopnast en hinn ekki, svo
sem er farþegaþotan var skotin
niður. Að ætlast til þess að að-
eins annar aðilinn afvopnist er
líkt og að segja við hægri hönd-
ina: Þú skalt ekki bera vopn, en
ég læt mig engu skipta hvað sú
vinstri gerir.
Friðarhugsjónin er og á að
vera gagnkvæm, það gengur ekki
að aðeins annar aðilinn afvopn-
ist. Það er spor í rétta átt ef
tekst að friðlýsa ákveðin svæði,
en friðarhugsjónina getum við
aldrei takmarkað við þjóðir eða
landsvæði, hún verður að ná til
allra rnanna," sagði herra Pétur
Sigurgeirsson biskup að lokum.