Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 Evrópukeppnin í knattspyrnu hófst í gær: 124 lið taka þátt í keppninni að þessu sinni • V-þýska liöið Hamborg SV sigradi í Evrópukeppni meistaraliða á síðasta keppnistímabili. Hér má sjá þá Felix Magath og Ernst Happel þjálfara liösins með hinn eftirsótta Evrópubikar. Tekst þeim aö verja titilinn? Hamborg situr hjá í fyrstu umferöinni. EVRÓPUKEPPNIN í knattspyrnu hófst í gærkvöldi, að vísu fóru ekki margir leikir fram, því aö flestir þeirra eru á dagskrá í kvöld. Leikiö er heima og heiman. Þrjú liö frá íslandi taka þátt í keppninni. Víkingar leika gegn Raba Györ frá Ungverja- landi í keppni meistaraliöa, ÍA leikur gegn Aberdeen, og ÍBV lék í gærkvöldi gegn Carl Zeiss Jena í UEFA-keppninni. í fyrstu umferð keppninnar fara fram 15 leikir í keppni meistaraliöa, Evrópu- meistararnir frá því í fyrra, Ham- borg SV, sitja hjá í fyrstu umferð. í keppni bikarhafa fara fram 16 leikir og í UEFA-keppninni fara fram hvorki meira né minna en 32 leikir. Alls 62 leikir. Leikiö er meö útsláttarfyrirkomulagi. Þaö liö sem hefur fleiri stig eöa hagstæðara markahlutfall kemst áfram í keppninni. Veröi liöin jöfn aö stig- um og markahlutfalli gilda mörk skoruö á útivelli. Viö skulum líta á nokkra leiki sem fram fara í kvöld. Sænska liö- iö IFK leikur gegn Roma í Róma- borg í keppni meistaraliöa. í sömu keppni mætast danska liöiö Odense og Liverpool í Danmörku. Ajax leikur í Grikklandi gegn Olympiakos. I keppni bikarhafa leika meöal annars Juventus og Lech Danzig, Man. Utd. gegn Dukla Prag, í UEFA-keppninni mætir Stuttgart liöi Levski Spartak, Bayern Munchen leikur á Kýpur, Aston Villa fer til Portúgal, Antwerp leikur í Sviss gegn Zurich, og svona mætti lengi telja. Sem sagt margir spennandi leikir á dagskrá. Úrslit í öllum Evrópuleikjunum veröa á íþróttasíöum Mbl. á morgun. — ÞR. • Höröur Helgason og kona hans fengu málverk aö gjöf frá knattspyrnuráði Akraness, hér er verið aö afhenda Heröi málverkiö. Sigurhátíð á Skaganum Akranesi, 12. september. BÆJARSTJÓRN Akraness hélt mikla sigurveislu til heiöurs nýbökuðum íslands- og bikar- meisturum í knattspyrnu sl. sunnudag. Til veislunnar var boðið knattspyrnumönnunum og mökum þeirra, ásamt fleiri gestum. Guömundur Vésteins- son, sem gegnir störfum forseta bæjarstjórnar í fjarveru Valdi- mars Indriöasonar, var veislu- stjóri og ávarpaöi knattspyrnu- mennina og flutti þeim ham- ingjuóskir bæjarstjórnar svo og allra bæjarbúa. Aö loknu boröhaldi tók bæjar- stjórinn, Ingimundur Sigurpáls- son, til máls, ítrekaöi árnaöar- óskir og afhenti knattspyrnuráöi Akraness aö gjöf kr. 60.000 sem viöurkenningu og þakklætisvott frá Akraneskaupstaö. Haraldur Sturlaugsson form. knattspyrnu- ráös veitti gjöfinni viötöku og þakkaöi bæjaryfirvöldum viöur- kenninguna svo og margvíslegan stuöning á liönum árum. Því næst ávarpaði Haraldur sérstak- lega Hörö Helgason þjálfara og konu hans, Sigrúnu Siguröar- dóttur, og afhenti þeim aö gjöf málverk frá knattspyrnuráöi Akraness. Höröur þakkaöi gjöf- ina og sagöi aö hann liti á hana sem viðurkenningu til allra þeirra mörgu sem unniö heföu margvís- leg störf í knattspyrnunni til aö gera þennan glæsilega árangur aö veruleika. Andrés Ólafsson form. íþróttabandalags Akraness sagöi nokkur orö að lokum, ósk- aöi knattspyrnumönnunum til hamingju meö sigrana og jafn- framt þakkaði hann bæjaryfir- völdum skilning þeirra á gildi íþróttastarfsins. Meisturunum barst mikill fjöldi skeyta og blóma víösvegar aö, bæöi innanlands og utan. Aö loknu boröhaldi og ræöuhöldum var stiginn dans fram á nótt. JG • John Hewitt, einn af efnilegustu leikmönnum Skotlands í dag. Það var einmitt Hewitt sem skoraöi sigurmark Aberdeen gegn Real Madrid í úrslitaleiknum í Evrópubikarkeppninni. Aberdeen er besta lið Skotlands í dag SÉRFRÆÐINGAR eru á einu máli um það að Aberdeen sé bezta liö Skotlands í dag, og hafi þar meö rofiö margra áratuga veldi Celtic og Rangers. Liöiö er blanda yngri og eldri leikmanna og því er spáö mikilli velgengni á næstu árum. Alls hafa 8 leikmenn liðsins leikiö í skozka landsliðinu og eigi færri en 5 leikmenn liösins voru í skozka landsliöinu gegn Kanada- mönnum sl. vor. Vörn liðsins er byggö í kringum miöveröina sterku Willie Miller og Alex McLeish og í markinu hefur Jim Leighton fest sig í sessi. Á miðj- unni er hinn rauðhæröi Gordon Strachan óþreytandi, ótvírætt bezti knattspyrnumaöur Skot- lands. Leikmenn Aberdeen: Mark- veröir: Jim Leighton 24 ára, 6 landsleíkir, Bryan Gunn, 19 ára. unglingalandsl. Varnarmenn: Al- ex McLeish 24 ára, 22 landsl., Willie Miller 28 ára, 25 landsl., Stuart Kennedy 30 ára, 6 landsl., Doug Rougvie 27 ára, John McMaster 28 ára. Tengiliöir: Neil Simpson 21 árs, 1 landsl., Neale Cooper 19 ára, 21 árs, 1 landsl., Neale Cooper, 19 ára, 21 árs landsl., Dougie Bell, 23 ára. Fram- línumenn: Eric Black 19 ára, 21 árs landsl., Mark McGhee 26 ára, 2 landsl., John Hewitt 20 ára, 21 árs landsl., Peter Weir, 25 ára, 5 landsl. John Hewitt og Eric Black eru taldir meö efnilegustu knatt- spyrnumönnum Skotlands í dag og margir spá því aö Eric Black taki við stööu Kenny Dalglish í skozka landsliöinu. Fyrirliöi Ab- erdeen er Willie Miller og hann er jafnframt fyrirliði skozka lands- liösins um þessar mundir. Landsleikurinn gegn írum: Heimsfrægir leikmenn koma hingað til lands ÍRSKA landsliöiö í knattspyrnu sem leikur gegn íslandi í næstu viku hefur verið tilkynnt. Þar er ekkert smálið á ferðinni. í liöinu eru margir heimsfrægir leikmenn og allir eru þeir vel þekktir hér á landi. Sjaldan eöa aldrei hafa jafn snjallir kappar leikiö hér á landi. Má nefna kappa eins og Liam • Frank Stapleton, Man- chester United. Miöherji sem á fáa sína líka, haröskeyttur og fylginn sér. Ákaflega leik- inn meö boltann. Lék áöur með Arsenal. Brady sem leikur núna á italíu, Frank Stapleton, Man. Utd., Tony Grealish, Mark Lawrenson, besta varnarmann í Englandi og þó víó- ar væri leitað, Kevin Moran, Man. Utd., David O’Leary, Arsenal. Já, þaó eru sterkir leikmenn sem skipa lið íra. • Liam Brady, Sampdoria, ít- alíu, einn fremsti miðvallar- leikmaöur heims. Lék áöur meö Arsenal. Var buröarásinn í liöi Juventus áöur en hann fór til Sampdoria. Firmakeppni GR um helgina Á LAUGARDAGINN fer fram loka- spretturinn í firmakeppni GR en hún hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Úrslitakeppnin sem veróur á laugardaginn veröur þannig að 12 bestu fyrirtækin keppa og eru það eingöngu meistaraflokksmenn sem keppa fyrir þeirra hönd. Þetta er í 39. skiptiö sem firma- keppni GR er haldin og eru 250 fyrirtæki sem taka þátt í mótinu aö þessu sinni og hafa sum þeirra verið meö allt frá upphafi eða frá árinu 1944. Keppnin á laugardag- inn hefst kl. 14 og má vænta þess aö fyrstu menn komi inn um kl. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.