Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 Átti von á einu barni en ól fjögur Truro, 13. september. AP. KONA, sem læknar höfrtu tjáö að mundi fæða eitt stórt barn, ól í dag fjórbura, sjálfri sér og læknum hennar til mikillar undrunar. Þegar Ann Young, eiginkona símvirkjans Bob Young, kom á fæðingardeild á sunnudagskvöld bjóst hún við að fæða strák, sem yrði talsvert yfir meðalstærð, en þau hjónin áttu fyrir átta ára dóttur, Carrie. En 20 mínútum seinna hófst eðlileg fæðing og þegar upp var staðið hafði frú Young, sem stend- ur á þrítugu, alið tvo syni og tvær dætur. Hún hafði ekki neytt frjó- semislyfja. Veit vart hvert hann á að fara Miaini, Florida, 13. september. AP. TVÍHÖFDA vatnasnákur er hrókur alls fagnaðar í dýragarði nokkrum í Miami í Florida. Snákurinn er sagður éta allt að sex gullfiska í einu, þrjá með hvorum kjafti, en bæði höfuð dýrsins virðast starfa eðlilega. Hins vegar er snákurinn að því er virðist oft í vafa hvert skal haldið og bæði höfuðin hika. Snákurinn er nú orðinn 3 ára gamall, en hann var snemma skýrður Hatfield and McCoy, í höfuðið á tveimur fjölskyldum í Virginiu-fylki sem urðu lands- frægar fyrir erjur sínar í eina tíð. Ungur piltur fann HAM í Virginu fyrir þremur árum og var hann þá aðeins 15 sentimetra langur. Nú er hann um einn met- er á lengd. Gæslumaður HAM er Nancy Harrel, hún segir skriðkvikindið búa í fallegu litlu einbýli með snotrum garði og einkasundlaug. „Hann er gráðugur og étur allt að sex gullfiska í einu, þrjá með hvorum kjafti. Vinstra höfuðið virðist ráðríkara ef á heildina er litið, en hægra höfuðið á þó oft til frumkvæði. Ef dýrið liggur í hvíld, er það vinstra höfuðið sem virðist nær því að vera rétt mið- að við líkamslagið. Hins vegar blakta tungurnar í báðum kjöft- unum og ef sett er dula fyrir aug- un á öðru höfuðinu, sér hitt vel eftir sem áður,“ segir Harrel. Rændi sjö milljónum dollara West Hart/ord, 13. september. AP. ÖRYGGISVÖRÐUR brynvarins vagns Wells Fargo-fyrirtækisins, sem tekur að sér að flytja mikil verðmæti milli banka og fyrirtækja, yfirbugaði bfl- stjóra bifreiðarinnar og framkvæmda- stjóra í einu útibúi Wells Fargo, og komst undan með sjö milljónir dollara í reiðufé. Er þetta mesti þjófnaður, sem um getur, frá því 11,1 milljón dollara var stolið úr brynvarinni bifreið í New York fyrir tæpu ári. Talið er að öryggisvörðurinn hafi ekki verið einn að verki, heldur hafi fleiri verið í vitorði með honum. Ránið hófst með því að öryggis- verðinum tókst að afvopna bílstjór- ann, miðaði síðan byssunni að höfði hans og hótaði að drepa hann og framkvæmdastjórann ef þeir sýndu mótspyrnu. Batt hann hendur þeirra og fætur og sprautaði þá síðan með deyfilyfi. Vörðurinn heitir Victor M. Gerena og er 25 ára. Ránið átti sér stað klukkan níu að staðartíma í gær- kvöldi, en tveimur stundum seinna tókst bílstjóranum og framkvæmda- stjóranum að gera viðvart, og var þá hafin eftirgrennslan eftir ræningj- anum. „ í * * . j | | fc 500 milljónir í happdrætti ÞAU duttu heldur betur í lukkupottinn í síðustu viku er þau unnu 18 milljónir dollara, eða rúmar 500 milljónir króna, I ríkishappdrættinu í Pennsylvaníu. Þremenningarnir eru (f.v.) Frú Sandra Mahoney frá Har- leysville, frú Barbara Kinsella frá Philadelphíu og Leonard A. Wall frá Pittsburgh. Þau skipta verðlaunaupphæðinni sín á milli og koma þvf sex milljónir dollara í hlut hvers þeirra. Fjárupphæðin verður greidd út með árlegri ávísun á 21 ári og ávísun hvers þeirra því 288.300,18 dollarar. Ríkissjóður Bandaríkjanna tekur 20% verðlaunafjárins í sína vörzlu. Verðlaunaupphæðin er sú mesta, sem unnið hefur verið til í happdrætti í Bandaríkjunum. Þotumálið: Búist við splengju- faraldri í Belfast Belfast, 13. september. AP. ÖRYGGISVERÐIR í Belfast og víðar á Norður-írlandi óttast mjög að skæru- liðar IRA og fleiri hryðjuverkasamtaka á Norður-írlandi láti til skarar skríða á næstunni og hefji mikinn sprengjufaraldur, svona rétt til að sýna fram á að þeir séu ennþá til, en höggvin hafa verið stór skörð í sveitir þeirra að unanförnu fyrir tilstilli skæruliða sem gengið hafa löggjafanum til aðstoðar. Frá lokum ársins 1980 hafa alls 20 skæruliðar séð að sér og gefið yfirvöldum upplýsingar sem leitt hafa til handtöku 300 meintra skæruliða. Margir þeirra hafa fengið dóma, þannig var nær gengið af IRA dauðum í norður- hluta Belfast með tvennum rétt- arhöldum fyrir skömmu. Umrædd öryggisyfirvöld telja að sprengjufaraldurinn muni einkum og sér í lagi dynja yfir höfuðborgina Belfast, en skot- mörk á meginlandi Bretlands hins vegar sleppa. Níu meintir skæruliðar til við- bótar, sjö karlmenn og tvær kon- ur, voru ákærð fyrir hryðjuverk í Belfast í gær fyrir orð Roberts Lean, fyrrverandi hryðjuverka- manns. Sextán hryðjuverkamenn aðrir hafa áður verið hnepptir í varðhald eftir að Lean benti á þá. KGB treystir tök sín í innanríkisráðuneytinu Mookvu, 13. september. AP. FYRRUM aðstoðarforingi sovézku leynilögreglunnar (KGB) og annar fyrrum hátlsettur starfsmaður hcnnar hafa verið gerðir að aðstoðarráðherrum í innan- ríkisráðuneytinu, að því er kom í Ijós í dag við eftirgrennslan AP-fréttastofunn- ar. Ekki hafði verið skýrt frá þessum breytingum í æðstu röðum í innanríkisráðu- neytinu, en talið að þær hafi átt sér stað í sumar. Talið að hér sé um að ræða lið í hreinsunum, sem Yuri Andropov forseti hefur beitt sér fyrir, til að uppræta spillingu í lögreglu lands- ins, með því að treysta tök leyni- lögreglunnar í ráðuneytinu. Nýju aðstoðarráðherrarnir, sem um ræðir, eru Vasily Ya. Lezhep- okov og Kuril B. Vostrikov. Lezhep- okov var aðstoðaryfirmaður KGB. Fyrst var tekið eftir Vostrikov 1966, þegar hann sem miðnefndarmaður var settur yfir ráðuneytisdeild „gegn þjófnaði á eigum sósíalista". Refsiadgerðirnar að komast í fullan gang l.undúnum, Bungkok. Seoul, og viúar. 13. september. AP. l.undúnum, Bangkok. Seoul, og viúar. 13. september. AP. BRESKA tryggingarfélagið Lloyds og fleiri tryggingarfélög greiddu kóre- anska flugfélaginu í gær 26,8 milljónir dollara í skaðabætur fyrir farþegaþot- una sem Sovétmenn skutu niður á dögunum. Þotan var mctin á 35 milljónir dollara. Viðbrögð ýmissa aðila við verknaði Sovétmanna eru enn í deiglunni. Til dæmis var hand- sprengju varpað inn í aðalskrif- stofu Aeroflot í Bangkok í Thai- landi og olli hún talsverðu tjóni. Engan mann sakaði, en yfirvöld töldu fullvíst að um hefndarað- gerð vegna kóreönsku þotunar hafi verið að ræða. Sprengjunni var kastað þrátt fyrir öfluga gæslu sem verið hefur um skrif- stofur flugfélagsins í borginni síð- ustu dagana. Suður-Kóreumenn, sem áttu farþegaþotuna, fordæmdu í gær Sovétmenn fyrir að beita neitun- arvaldi sínu gegn tillögu í öryggis- nefnd Sameinuðu þjóðanna þar sem stungið var upp á nákvæmri rannsókn á málinu. Kóreumenn þökkuðu fulltrúum þeirra níu þjóða sem greiddu tillögunni at- kvæði sitt, en drógu í efa tilgang öryggisráðsins þegar neitunarvald eins gæti siglt stórmálum í strand. Kanadíska þingið fjallaði um þotumálið í gær og var samþykkt nær einróma að fordæma Sovét- menn harkalega fyrir framferði þeirra. Hins vegar vildu þingmenn ekki fyrir nokkurn mun að atburð- urinn yrði til þess að stofna af- vopnunarviðræðum í hættu. Danir gengu í gær til liðs við þær þjóðir sem hafa rift flug- samgöngum við Sovétríkin næstu tvær vikurnar. Uffe Elleman- Jensen utanríkisráðherra til- kynnti það í gær, en í fréttatil- kynningu kom fram að Sovétmenn hefðu „dælt lygum í okkur" og því væri nóg komið. Norðmenn létu sitt ekki eftir liggja, þeir til- kynntu í gær formlega að þeir yrðu með í hinu hálfs mánaðar flugbanni. Fimm sinnum í viku er flogið frá Osló til Moskvu, þrisvar sjá þotur Aeroflot um flugið. Loks má geta Frakka, en stjórn- völd þar í landi létu sér nægja að fordæma verknaðinn. Félagi franskra atvinnuflugmanna fannst það hins vegar ekki nóg, því félagar þess ákváðu í samein- ingu að fljúga ekki Moskvuflug franska flugfélagsins. í gær fór þó frönsk farþegaþota áleiðis frá Orly til Moskvu. Var henni flogið af flugmönnum sem standa utan verkalýðsfélaga. Eigi að síður munu aðgerðir flugmannanna hafa mikil áhrif. Segja þotuflugmann hafa reynt að komast undan Moskvu, Wakkanui, 13. ueptember. AP. TVEIR sovézkir orrustuflugmenn héldu því fram í dag að flugstjóri kóreönsku farþegaþotunnar, sem Rússar skutu niður, hafi tekið „villtar" beygjur til þess að hrista af sér eltiflugvélarnar, áður en ein þeirra grandaði þotunni. Flugmennirnir héldu því fram að farþegaþotan hefði verið send til að njósna um loftvarnir Sov- étmanna. Rússar hafa viður- kennt að hafa skotið þotuna niður, en segjast hafa talið þarna vera á ferðinni banda- ríska RC-135 njósnaflugvél. Rússar stunduðu heræfingar á þeim slóðum þar sem talið er að kóreanska þotan hafi hrapað í hafið, og var raunverulegum SKILRÍKI Mary Jane Hendrie frá Ottawa, kanadísks farþega, sem fórst með kóreönsku farþegaþotunni, sem Rússar skutu niður á dögunum. Nafnskír- teinið fannst rekið á fjörur á Horonai-ströndinni á eynni Hokkaido, nyrst í Japan. skotum og sprengjum skotið, að sögn heimilda í her Japans. Fengu japanskir sjómenn fyrir- mæli frá Rússum um að halda sig í öruggri fjarlægð. Á sama tíma og Rússar skjóta sprengjum vestur af Moner- on-eyju heldur jarðneskum leif- um farþega þotunnar og braki úr henni áfram að skola á fjörur í norðurhluta Japan. I dag rak eyra eins farþeganna á land og hefur þá þrjú illa leikin lík rekið á land og sex líkams- hluta aðra. Bandaríkjaþing hefur komið saman eftir sumarhlé og eru þar í undirbúningi tillögur vegna kóreönsku þotunnar, sem Rússar skutu niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.