Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 36
„Atvinnumannalandsliðin“
ÍSLAND Er?
ÍRLAND „L
^Ayglýsinga-
síminn er 2 24 80
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
Vaðandi síld inn
um alla Austfirði
— Veiðum verður tæpast flýtt þó sfldin sé söltunarhæf
„NÚ EK vaðandi síld ura allan
Norðfjarðarflóa, Mjóafjörð og víðar
inni á fjörðum. Sfldin er þegar orðin
18% feit og því söltunarhæf. Hins
vegar er ekki leyft að veiða hana í
því magni, sem nauðsynlegt er til
þess að söltun verði raunhæf fvrr en
eftir þrjár vikur,“ sagði Olafur
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað, er
Morgunblaðið spurði hann frétta.
Ólafur sagði ennfremur, að
nokkrir bátar frá Neskaupstað
væru nú byrjaðir veiðar í lagnet, en
þeir væru ekki fleiri en það, að ekki
væri raunhæft að hefja söltun. Því
væri síldin nú fryst í beitu. Sam-
kvæmt ákvörðun ráðuneytisins
mætti ekki hefja veiðar í reknet og
hringnót fyrr en 2. október og hefði
sú dagsetning verið færð aftur frá
því, sem verið hefði. Nær væri að
miða upphaf þessara veiða við það,
hvenær síldin kæmi á miðin og
væri söltunarhæf.
Vegna þessa ræddi Morgunblaðið
við Halidór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, og innti hann eftir
því, hvort til greina kæmi, að síld-
veiðar í reknet og hringnót hæfust
fyrr en ákveðið hefði verið. Halldór
sagðist ekki reikna með því að svo
yrði. Margar ástæður hefðu verið
til þess, að þessi dagsetning hefði
verið ákveðin. 1 fyrsta lagi hefði
verið mikil óvissa um sölu, í öðru
lagi hefði verð á síld ekki verið
ákveðið enn og f þriðja lagi hefði
verið talið mjög mikilvægt að
stytta veiðitíma skipanna til þess
að veiðar yrðu hagkvæmari. Hins
vegar væri nú heimilt að veiða síld
í lagnet og ekkert nýtt væri þó síld
væri vaðandi inni á fjörðum á þess-
um árstíma.
Símamannavinnuflokkur frá .Sauðárkróki fann þennan fálka á flögri á
Höfðaströndinni, auðsj'-nlega særðan. Þeim tókst að handsama hann
og höfðu hann með sér til Sauðárkróks þar sem dýralæknir skoðaði
hann. Hann sagði að fuglinn væri óbrotinn, en særður, sennilega eftir
að hafa flogið á vír. Um ungan fugl væri að ræða og vel á sig kominn og
mætti sleppa honum eftir nokkra daga. Á myndinni má sjá Rúnar
Björnsson, símaverkstjóra, með fálkann, en hann handsamaði hann.
Ljósmynd Mor^unblaósins Kári.
Rotaður og síðan
sleginn í andlitið
með stálhnúðum
Særður fálki
Rætt við Egil Þorfinnsson, sem aðfaranótt
sl. sunnudags varð fyrir fólskulegri árás
Þeir sletta skyrinu ...
SKÓLAR landsins byrja nú hver af öðrum þessa dagana. í framhaldsskólunum er það orðin hefð að vígja nýnema
með ýmsum hætti og tíðkast sinn siðurinn í skóla hverjum. Busavígsla fór í gær fram í Fjölbrautaskólanum {
Breiðholti og þar á bæ var skyrinu óspart slett á nýgræðingana. Morminbi>«ið/EBB.
„STRÁKURINN hrinti mér svo ég
féll aftur fyrir mig; hef líklega lent
með höfuðið á steini, því ég vankað-
ist. Ég man það síðast, að strákurinn
vafði belti með stálhnúðum um
hendi sér. Það leið yfir mig, ég vissi
ekki þegar hann sló mig nokkrum
sinnum í andlitið,“ sagði Egill Þor-
finnsson, tvítugur maður, sem
Endurskoðun á aðalsamningi við Svissneska álfélagið:
Steftit er að verð-
tryggðri orkusölu
Fyrri áfangi stækkunar álversins tekin í notkun 1987—88
í bráðabirgðasamkomulagi því, álfélagið, sem m.a. felur í sér tafar-
sem gert hefur verið við svissneska lausa hækkun raforkuverðsins til
álfélagið fallast aðilar á að taka upp ÍSAL í 9,5 mill, auk hálfs mills
hækkunarheimildar síðar. Umsam-
in raforkuverðshækkun í bráða-
birgðasamkomulaginu er að sögn
samninga um víðtæka endurskoðun á
aðalsamningi. Gert er ráð fyrir að
orkuverð samkvæmt nýjum aðal-
samningi verði fullverðtryggt. Sam-
komulagið gerir einnig ráð fyrir að í
heildarendurskoðuninni, sem hefst
með fundi aðila 28. október nk., verði
teknir upp samningar um stækkun
álbræðslunnar í tveimur áföngum,
þar sem fyrsti áfanginn kæmi til
framkvæmda á árunum 1987 og 1988.
Þá verði skattaákvæði aðalsamnings-
ins tekin til endurskoðunar.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær-
morgun fyrir íslands hönd bráða-
birgðasamkomulag við svissneska
háðar samþykki Alþingis og munu
ekki koma til framkvæmda, nema
samningar takist um fyrirhugaða
heildarendurskoðun gildandi samn-
inga.
Auk framantalinna atriða eru að-
ilar sammála um að taka skatta-
deilur út úr hinum alþjóðlega gerð-
ardómi, sem henni var vísað i, en
leysa hana í stað þess í einföldum
dómnefndum.
Sjá nánar á miðopnu blaðsins.
aðfaranótt sunnudagsins varð fyrir
ruddalegri árás fyrir utan veitinga-
húsið Sigtún.
„Ég var á leið frá veitingahúsinu,
ekki ölvaður og gekk áleiðis að bíla-
stæðunum þegar ég mætti þremur
strákum — Iíklega 17 ára gömlum.
Algerlega óviðbúinn fékk ég mikið
högg í magann, en ég geri mér ekki
grein fyrir hvort um viljaverk var
að ræða eða ekki. Ég spurði hvat-
skeytslega hvað þetta ætti að þýða
— hvort þeir gætu ekki horft í
kring um sig.
Þeir hótuðu að slá mig. Ég svar-
aði a móti en svo var mér hrint og
ég féll aftur fyrir mig; ég hef lík-
lega lent með höfuðið á steini, því
ég vankaðist, og hafði ekki rænu á
að bera hönd fyrir höfuð mér. Ég
man það síðast að strákurinn vafði
beiti með stálhnúðum um hendi
sér.
Ég kom til sjálfs mín skömmu
áður en komið var með mig í slysa-
deild Borgarspítalans. Það þurfti
að sauma 3 spor í efri vörina og það
brotnaði upp úr fjórum tönnum.
Bólgurnar komu svo í gær; augað
beinlínis hvarf og ég afmyndaðist
allur í andliti og átti mjög erfitt
með að tala,“ sagöi Egill að lokum.
iðnaðarraðuneytisins samsvarandi
54% hækkun frá núgildandi verði
og á einu ári nemur tekjuaukning
Landsvirkjunar af því 136 milljón-
um króna á núgildandi gengi.
Þá er gert ráð fyrir að Alusuisse
fái heimild til þess að selja ailt að
50% af hlutafé sínu til þriðja aðila,
sem ríkisstjórn fslands samþykkir.
Ennfremur að hlutafé Alusuisse
megi vera í höndum dótturfyrir-
tækis og fyrirtækja í þess eigu.
Þessar síðasttöldu breytingar eru
Tuttugu skjálftar á dag
SKJÁLFTAVIKKNI hefur aukist í
Mývatnssveitinni undanfarin hálfan
mánuð og er nú svo komið að vart
verður við allt upp í 20 skjálfta á
dag, þá stærstu um 2,5 stig á Rich-
ter-kvarða, en þegar þeirri stærð er
náð fer fólk að verða vart skjálftana.
Landris byrjaði fyrir hálfum
mánuði og síðan hefur skjálfta-
virkni farið vaxandi. Það sama
hefur tvívegis áður gerst á þessu
ári, nú síðast í júní, en þá hjaðnaði
virknin í bæði skiptin niður og
varð ekki meira úr henni.
Ármann Pétursson í Reynihlíð
sagði, að ef virknin færi ekki að
hjaðna á nýjan leik, gæti þetta
merkt að ef til vill væri von á gosi.