Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
HINRIK ELBERGSSON,
Hjallabraut 35, Hafnarfiröi,
andaöist í Landspítalanum 12. september.
Ragnheiður Ásgeirsdóttír,
Ágúsfa Hinriksdóttir, Ragnheiöur Berg,
Ása Hinriksdóttir,
bór Hinriksson.
Maöurinn minn, faöir okkar, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi,
BRAGI JÓNSSON,
Skipasundi 3,
lést 11. september. Útförin auglýst síðar.
Gíslína Árnadóttir,
Þórunn Bragadóttir, Halldór Stefánsson,
Jónas Bragason,
Kristín Björnsdóttir,
Viöar Björnsson,
Sigurjón Björnsson
og barnabörn.
+
Sonur okkar og bróöir,
HALLGRÍMUR PÉTURSSON,
andaöist á heimili sínu 20. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram.
Fyrir hönd vandamanna,
Pótur Ragnarsson,
Guöríóur B. Gunnarsdóttir og börn.
+
Faöir minn,
ÞORGÍMUR ÞORSTEINSSON,
Drumboddsstööum,
andaöist í sjúkrahúsi Selfoss þann 24. ágúst.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Ormar Þorgrímsson.
+
Dóttir okkar,
ÞORBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR,
andaóist í svefni 10. september.
Útför ákveöin föstudaglnn 16. september kl. 13.30 frá Dómkirkj-
unni. Þeim sem vilju mlnnast hennar er bent á iþróttafélag
fatlaöra, co. Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra.
Þorbjörg Pálsdóttir,
Andrós Ásmundsson.
+
Útför fööur okkar, afa og langafa,
GUÐJÓNS BJARNASONAR,
múrarameistara,
Lógabergi 4,
fyrrverandi söngstjóra barnakórsins Sólskinsdeildarinnar,
fer fram frá Fossvogskapellu, flmmtudaglnn 15. september kl.
3.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vilja minnast hans
láti Krabbameinsfélag islands njóta þess.
Börn, barnabörn og
barnabarnabörn.
+
Útför móöur minnar og ömmu,
INGIBJARGAR GUDMUNDSÓTTUR,
Snorrabraut 33,
veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. september kl.
10.30 f.h.
Gunnar Hvammdal Sigurösson og
daetur.
+
Innilegar þakkir fœrum viö öllum, sem vottuöu okkur hluttekningu
og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og
ömmu,
RAGNHEIÐAR LÝÐSDÓTTUR,
Kirkjubóli, Strandasýslu.
Grímur Benediktsson, Kristjana Ingólfsdóttir.
Siguröur Benediktsson, Sigrún Valdimarsdóttir,
Lýóur Benediktsson, Helga Valdimarsdóttir,
Rósa Benediktsdóttir
og barnabörn.
Eiríkur Kristinsson
flugumferðarstjóri
Fteddur 25. maí 1941
Dáinn 4. sepL 1983
Við Eiríkur Kristinsson kvödd-
umst á Þingvöllum þann 5. sept-
ember sl. Hann hvarf af fundi
okkar til að takast á við heillandi
verkefni, þá krefjandi þolraun að
byggja upp nýtt fyrirtæki. En eng-
inn má sköpum renna, aðeins um
stundu síðar var Eiríkur allur.
í september í fyrra auglýsti
Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í
landshlutum eftir fólki með
hugmyndir um að setja á stofn
smáfyrirtæki, eða sem vildi þróa
nýjungar í þegar starfandi fyrir-
tækjum.
Fundum okkar Eiríks heitins
bar fyrst saman þegar hann svar-
aði þessu kalli. A einu ári hittust
þátttakendur og leiðbeinendur á
fjórum þriggja daga vinnufund-
um, þar sem unnið var að upp-
byggingu fyrirtækja. Á fundunum
og milli þeirra var krafist mikillar
vinnu af þátttakendum. Þeir
kynntu hugmyndir sínar hver
fyrir öðrum, þær voru brotnar til
mergjar, gagnrýndar, þeim breytt
með tilliti til nýrra upplýsinga og
settar fram áætlanir um að
hrinda þeim í framkvæmd.
Það leiddi af tilhögun verkefnis-
ins að kynni okkar sem að því
unnum urðu mjög náin. Það er nú
einu sinni svo að eiginleikar
manna koma oft best í ljós þegar á
reynir. Eiríkur var allan tímann
kappsamur og vann allt frá upp-
hafi til loka verkefnisins mjög
gott starf.
Við lok verkefnisins var haldinn
blaðamannafundur og komu þar
fram þeir sem tilbúnir voru að
kynna fyrirtæki sín. Eiríkur var
einn þeirra. Kynning hans var
með þeim hressileika sem honum
var lagið. Þar fór maður sem
horfði á árangur starfs sem unnið
var af dugnaði og þrautseigju,
maður sem horfði björtum augum
fram á veginn. Það hvarflaði ekki
að okkur sem hlýddum á mál
hans, að á leiðinni heim ætti hann
eftir að hitta manninn með ljáinn.
Fyrir hönd þeirra sem stóðu að
smáiðnaðarverkefninu vil ég votta
eiginkonu, börnum og öðrum að-
standendum hins látna okkar
dýpstu samúð, um leið og við
kveðjum góðan dreng og félaga og
þökkum honum góð, en alltof stutt
kynni.
Halldór Árnason
Undarlegt er það hve dauðinn
kemur alltaf jafn mikið á óvart.
Undarlegt fyrir þá sök að hann er
það eina sem allir ganga að sem
vísu. Undarlegt fyrir þá sök að
nálægð hans og háskinn sem hon-
um fylgir gerir lífið að því ævin-
týri sem það er, öllu öðru dýrmæt-
ara. En skyndilega er öllu lokið.
Dauðinn hefur kvatt dyra með
lamandi ógn. Héðan af verður
engu breytt, ekkert sem betur
mátti fara lagfært, ekkert endur-
tekið.
Það getur tekið langan tíma að
trúa því ótrúlega, og það er erfitt
að trúa því að hann Eiríkur Krist-
insson, mágur minn, skuli fallinn
frá langt um aldur fram. Hann
Eiríkur, sem var svo fullur af óbil-
andi lífsorku og krafti. Hann Ei-
ríkur sem ég hitti fyrir nokkrum
dögum með skjalatöskuna fulla af
skjölum og pappírum, framtíðar-
áformum varðandi fyrirtækið
nýja sem hann og Axel, sonur
hans, höfðu komið á fót.
Hann var að fara á ráðstefnu á
Valhölll á Þingvöllum, þar sem
þátttakendur í iðnaðarátaki ætl-
uðu að bera saman bækur sínar.
Árs undirbúningur var að baki,
framleiðslan komin í fullan gang
og brautin framundan blasti við
greið. Hann sýndi mér yfirlit yfir
stöðu mála, og framleiðsluáætlan-
ir fyrirtækisins með stolti og gleði
þess sem unnið hefur að settu
marki af alúð, og sér fram á
drauma sína rætast.
+
Útför
GUNNARS E. GUÐMUNDSSONAR,
málara,
Bræöraborgarstíg 53,
fer fram frá Fossvogsklrkju flmmtudaglnn 15. september kl. 13.30.
Systkini hins litna.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
kvenna
Aðalfundur félagsins var
haldinn sl. mánudag i Domus
Medica. Ingunn Hoffman sem
verið hefir formaður sl. sex ár
lét af störfum og var Sigrún
Pétursdóttir kjörin í hennar
stað. Valgerður Kristjánsdóttir
var kosin ritari og Gerður ísberg
gjaldkeri.
Þriggja kvölda tvímenningur
hefst á mánudaginn kemur, 19.
september. Verður fyrsta kvöld-
ið spilað í Hótel Heklu en annars
verður spilað öll kvöld í Domus
Medica eins og undanfarin ár.
Keppnin hefst kl. 19.30.
Konur eru beðnar að tilkynna
þátttöku sem allra fyrst í síma
81889 eða 43474. Keppnisstjóri
verður Agnar Jörgenson.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Starfsemi TBK hefst í vetur
með einskvölda tvímenningi,
fimmtudaginn 15. september.
Spilað verður í Domus Medica og
hefst spilamennskan kl. 19.30.
Keppnisstjóri verður Agnar
Jörgenson.
Dagskrá vetrarins verður nán-
ar auglýst seinna. Mætum öll á
fyrsta spilakvöldið. Allir vel-
komnir.
Bridgefélag
Kópavogs
Vetrarstarfsemi BK hefst
fimmtudaginn 15. september.
Spilað er í Þinghóli við Hamra-
borg og hefjast spilakvöld kl.
20.00, stundvíslega. Spilaáætlun
fram að áramótum er eftirfar-
andi:
15.09. Eins kvölda tvímenningur.
22.09. Eins kvölda tvímenningur.
22.09.—20.10. Aðaltvímenningur
BK.
27.10.—17./24.11. Hraðsveita-
keppni.
08.12.—15.12. Jólatvímenningur.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Vetrarspilamennska deildar-
innar hefst næstkomandi
fimmtudagskvöld þann 15. sept-
ember kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu,
með tvímenningskeppni. Allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Keppnisstjóri verður Guðmund-
ur Hermannsson.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Vetrarstarf Bridgefélags
Hafnarfjarðar hefst mánudag-
inn 19. september. Byrjað verður
á léttri upphitun, t.d. eins kvölda
tvímenningum en fljótlega hefst
svo aðaltvímenningurinn. Að
venju er byrjað stundvíslega kl.
hálf átta í íþróttahúsinu við
Strandgötu.
Ég mun ekki í þessum fátæk-
legu kveðjuorðum rekja lífshlaup
Eiríks Kristinssonar. Hann lifði í
vissum skilningi hraðar en flestir
aðrir. Hinn ótrúlegi lífskraftur
hans birtist allsstaðar hvort held-
ur hann var að byggja yfir sig hús,
skemmta sér, eða stofnsetja nýtt
fyrirtæki. Þegar hratt er lifað
verður háskinn samfara lífinu
meiri. Það var engin tilviljun að
Eiríkur Kristinsson varð fyrstur
allra íslendinga til þess að læra
fallhlífarstökk. Hann þurfti engan
umhugsunartíma þegar Flug-
björgunarsveitinni bauðst að
senda mann utan til þess að læra
fallhlífarstökk og afla sér
kennsluréttinda. Hann sló strax
til og um árabil þjálfaði hann fé-
laga í Flugbjörgunarsveitinni,
sveif um loftin blá og sýndi fall-
hlífarstökk meðan vinir og vanda-
menn stóðu skjalfandi beinum á
fósturjörðinni.
Eiríkur Kristinsson var ekki
fullkominn frekar en við hin, en
það sem hann tók sér fyrir hendur
gerði hann af slíkum krafti og
vandvirkni að til var tekið.
Nú þegar ekkert fær haggað
þeirri staðreynd að tveggja ára-
tuga kynni eru á enda runnin er
ekki annað eftir en að þakka fyrir
allt hið gamla og góða og biðja
þeirrar blessunar er hinn eilífi
friður einn veitir.
Halldór Guðmundsson
Á köldum vetrardegi í nóvember
sl. mættust rúmir þrír tugir
manna á Hallormsstað. Hér voru
samankomnir leiðbeinendur og
nemendur í námskeiðaröð um
þróun og stofnun smáfyrirtækja í
iðnaði. Við, nemendurnir, komum
hvert og eitt með okkar hugmynd,
misjafnlega hugsaða og útfærða.
Samstarfi okkar lauk á Þing-
völlum 3—5. sept. sl., var það
fjórði starfsfundur okkar. Þá
hafði þegar fjórði hluti þátttak-
enda náð þeim árangri að geta
kynnt á blaðamannafundi fram-
leiðslu sína. Og áður en við skild-
um mánud. 5. sept. ákváðum við að
hittast að ári liðnu og bera saman
bækurnar; þiggja ráð hvert af
öðru eins og við höfðum ætíð gert
í þessum starfssama og sam-
heldna hópi.
Á þeirri stundu flaug mér í hug
hvort allir í hópnum yrðu lífs og
gætu mætt á þeim tíma. Að þessi
sami dagur yrði ekki að kvöldi
kominn þegar einn úr hópnum
yrði látinn óraði engan fyrir, en
svo fór samt. Eiríkur Kristinsson
flugumferðarstjóri lést skömmu
eftir að til höfuðborgarinnar kom.
Eftirá sáum við, sem störfuðum
með Eiríki á námskeiðinu, að ekki
var allt með felldu með heilsu
hans á blaðamannafundinum á
Þingvöllum, skömmu fyrir brott-
för.
Hann lýsti sinni vöru, en ekki
með þeirri hressilegu framkomu
sem við vorum vön af hans hálfu.
Það verður ætíð takmarkað sem
menn kynnast á slíkum vinnu-
Leiðrétting
Við lok minningargreinar Har-
aldar Bessasonar í blaðinu í gær
um Vilhjálm Bjarnar bókavörð ,
varð meinleg prentvilla. Þannig á
þessi málsgrein að hljóða:
Minningin um hann er undin
mörgum þáttum og þessa stundina
er söknuður ívaf þeirra allra.