Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
Sigurður Þorsteinsson skrifar frá Qsló:
Einskonar
sæluvika
Aö undanförnu hafa staöið hér
yfir Oslódagarnir, sem svo eru
nefndir. Þetta eru hátíðahöld í
svipuðum stíl og sæluvikan á
Sauðárkróki, nema hlutföllin eru
vitanlega miðuð við að hér er um
höfuðborg að ræða.
Leikhúsin og Óperan hafa kom-
ið út undir beran himin og ieikið á
Youngs-torginu. Lifandi fílar ver-
ið notaðir við óperusýningu og
annað eftir því. Þó fer svo oft, að
það sem minna ber á veður eftir-
minnilegra. Píanótónleikar Kjell
Bækkelund í gömlu stofunni á
Bogstad Gaard, voru kannske sá
viðburður er lengst verður munað-
ur af þeim sem þangað komu, þótt
þeir væru aðeins 40 manns. Kjell
bókstaflega töfraði áheyrendur
sína, sem fóru heim í sæluvímu
fullvissir þess, að slíkt mundu þeir
tæpast upplifa oftar.
Norsk Konsertdireksjon a/s
verður 25 ára í haust og þá skal
vanda mikið til hátíðahaldanna.
Fyrstu tónleikarnir verða 27. sept-
ember í Konserthúsinu hér í Osló,
þar sem Vladimir Ashkenazy flyt-
ur verk eftur Schubert og Schu-
mann. Vladimir þarf ekki að
kynna fyrir íslendingum og tæp-
ast Norðmönnum heldur, svo oft
hefir hann verið hér. Fyrsta mars
mun svo gítarleikarinn Julian
Briem halda tónleika af þessu til-
efni og lokatónleikarnir verða svo
tólfta mars er kammersveitin frá
Akademíunni St. Martin-in-the-
Fields leikur undir stjórn Iona
Brown í Konserthúsinu, en sveit
þessi verður einmitt 25 ára á ár-
inu, svo þar verður um tvöfalt af-
mæli að ræð.
Lciklistin
Þá hefir ekki verið minna um að
vera í leiklistarheiminum. Uppi í
Mariudal er nýlokið sýningum á
leikritinu „Svarti dauðinn" eftir
Carl Fr. Engelstad. Er þetta eitt
þriggja leikrita er hann hefir gert
um sögu dalsins og Margaretha-
kirkjunnar sem eitt sinn stóð þar.
Eru þessi leikrit leikin í rústum
kirkjunnar í ágúst á ári hverju.
Þetta erí 10. sinn sem leikflokkur
áhugamanna úr dalnum setur upp
eitthvert þessara verka, en leik-
stjóri var að þessu sinni Stein
Winge frá leikhúsinu á Torshov.
Leikhúsið á Torshov sýnir svo um
þessar mundir „Brúðuheimilið"
eftir Ibsen, en það heyrir undir
þjóðleikhúsið, sem um þessar
mundir sýnir „Bess“ eftir Arne
Skouen og „Good“ eftir C.P.Tayl-
or. Norska leikhúsið sýnir „Við
sem elskum mömmu" eftir Nordal
Tveit og frumsýnir á föstudaginn
„Ulysses frá íþöku" eftir Ludvig
Holberg. Óperan sýnir „Töfra-
flautuna" og „Svanavatnið". Svona
mætti lengi telja en læt ég þetta
nægja að sinni.
f Chateau Neuf hefir kannske
skeð merkasti viðburður haustins
í listamálum, en þar var frumsýnd
í vikunni „Chorus Line“, söngleik-
urinn sem þegar hefir gengið
stanslaust í fleiri ár í Bandarfkj-
unum og víðar. Gagnrýnendur eru
allir sammála. Það gat ekki tekist
betur og 20.000 miðar eru þegar
seldir, sem tryggir að sýnigar
verða að minnsta kosti í heilan
mánuð. Auk þess mun svo koma
góður sprettur í miðasöluna eftir
umsagnirnar, sem blöðin hafa birt
núna fyrir helgina.
Þá er einnig Tramteatret með
söngleik er nefnist „Det gaar altid
et korstog", í Chat Noir, sem hefir
einnig verið tekið eindæma vel.
Síðan „Chorus Line“ var frumsýnt
á Broadway 1975 hefir það stöðugt
verið sýnt í Bandaríkjunum og
latnesku Ameríku. Þá hafa ferðir
verið farnar með það til London og
Stokkhólms og víðar um heim.
Þess má og geta, að þetta er eini
söngleikurinn sem unnið hefir
Pulitzer-verðlaunin. Söngleikur-
inn var ekki skrifaður heldur
skapaður smám saman af Michael
Bennett, Marvin Hamlisch og
Edward Kleban. Leikararnir segja
sögu sína um starf sitt og baráttu
á sviðinu og sýna hana. Þetta er
saga þess að vera dansari og leik-
ari. Eins og einn gagnrýnandinn
sagði: „Það er ástin til dansins,
leikhússins og spennan, sem
verkið snýst um. Við sjáum hina
hörðu og miskunnarlaustu baráttu
er 30 dansarar berjast um átta
stöður.“
Kjell Bækkelund
Málverk og höggmyndir
Þá hefir málverkasýning
tveggja kvenna í Blaafarveværket
á Modum einnig vakið mikla at-
hygli, en það eru Harriet Backer
og Kitty Kielland sem þar sýna
myndir sínar. Þær hafa verið
valdar saman til að sýna hversu
líkt þær skilja verkefnin sem þær
mála.
Ekki verður svo skilið við þenn-
an pistil að ekki sé getið norrænu
höggmyndasýningarinnar í
Drammen. Þar sýnir Sigrún Guð-
mundsdóttir verk sín og segir Erik
Egeland um hana í Aftenposten:
„Hún sýnir þessa tvo formheima,
mannsins og listarinnar, hinnar
organiska og stærðfræðilega á
makalausan hátt. Gegn barkar-
þöktum tréhlýjum tjáningum set-
ur hún litlar stengur úr ryðfríu
stáli." Margt fleira hefir verið
Vladimir Ashkenazy
sagt um verk hennar og þeim vel
tekið.
Ætlunin er að senda öðru hvoru
í vetur þætti af þessu tagi héðan
frá Osló. Reynt verður að gefa les-
endum smáyfirsýn yfir hvað hér
er að gerast á sviði lista og bók-
mennta, en einmitt þessa dagana
hefir haustbókaflóðið verið að
skella yfir. Reið Gyldendal Norsk
Forlag þar á vaðið eins og við var
að búast, ásamt Cappelen. Næst
koma svo Aschehaug og Háskóla-
forlagið sem sínar bækur á mark-
aðinn.
Hvað mestar heilur hefir vakið
bók Jan Otto Johansen, ritstjóra
Dagblaðsins, „Min Jödiske krig“,
sem er síðust í triologiu hans.
Fyrri bækurnar heita „Min jidd-
ische mamma" og „Min jödiske
reise“. Hafa allar þessar bækur
hlotið mikið lof gagnrýnenda, en
nú kom babb í bátinn.
Osló 3. september 1983.
Marteinn M. Skaftfells:
ATHUGIÐ!
erum flutt að
Skúlatúni 4
Ný námskeið hefjast mánudaginn 19. september.
Leikfimi
Morgun-, dag- og kvöldtímar. Mjög gott kerfi fyrir
konur á öllum aldri.
Jazzballett
Byrjenda- og framhaldsflokkar fyrir stráka og
stelpur frá 13 ára aldri.
Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—18 e.
hádegi.
Ivikani«|>jál l*n ii
Itul lctt^kola
lldilii wSelicvini;
SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350
„Lífskraftur, bók
um áttræðan ungling“
Þetta er fyrirsögn í Mbl. 1. sept.
um bókina „Noel segir frá því
hvernig hann breyttist úr gam-
almenni, sem ekkert mátti gera, í
eldhressan öldung ... þessa miklu
breytingu vill Noel að miklu leyti
þakkað því, að hann hóf að borða
blómafræfla."
í sannleika sagt á ég erfitt með
að trúa, að Noel hafi nokkru sinni
sagt, að hann hafi „borðað blóma-
fræfla". Blómafræflarnir eru
tengdir bæklingi með þessu nafni,
sem dreift hefur verið undanfarna
mánuði. Og þar er sagt, að „hun-
angsflugan safni fræflum af
10.000 blómum, að fræflarnir sjá-
ist aðeins greinilega í smásjá, og
að fræflar séu karlfræ blómsins".
Allt er þetta misskilningur.
Hunangsflugan safnar ekki fræfl-
um. Fræfla sjá sjáandi með berum
augum. Og fræflar eru ekki
karlfræ blómsins.
Fræfill er hið karllega æxlun-
arfæri blómsins, og fræva hið
kvenlega. — Sá, sem skrifaði
bæklinginn, hefur í ógáti ruglað
saman fræfli og fræi, sem er tvennt,
en ekki eitt og hið sama.
Þegar bæklingurinn er lesinn,
kemur hið rétta í ljós. Þar er
minnst á „Bee Pollen" og „Pollen"
frjóduft blóma. Og auðvitað hafa
það verið Pollentöflur, sem hinn
„eldhressi öldungur" borðaði og er
svo fenginn hingað til lands til að
auglýsa undir röngu nafni, en að
sjálfsögðu óviljandi, þar eð fræ var
gert að fræfli. Mistök, sem hent
geta ágætismenn.
Þessi villa er án efa ekki komin
frá framleiðanda í Bandaríkjun-
um. Hennar hefði strax verið getið
í bandarískum heilsuritum — og
leiðrétt. — Pollen mun hvergi,
nema hér, selt undir röngu nafni.
f bæklingnum er hvorki getið
framleiðanda né innflytjanda. En
þar er staðhæft, að aðrar Pollent-
öflur, sem standi nokkra mánuði í
hillum, pakkaðar í glös, glati
50—60% af næringargildi sínu. —
Hvort framleiðandi beitir svona
„óheflaðri" sölubrellu f samkeppni
við aðrar Pollentegundir, veit ég
ekki. Hitt veit ég, að hún er réttu
mjög fjarri.
Og hvort þessi bandaríska Poll-
entegund hefur verið meðhöndluð
þannig, að hún þurfi að vera í
„frysti", veit ég heldur ekki. En
náttúran geymir ekki frjóduft í
„frysti". Og ég veit engar aðrar
Pollentöflur, sem þörf er að geyma
þannig.
Ein síða bæklingsins er inni-
haldsgreining þessara Pollen-
taflna. Ég tel líklegt, að efnin séu
enn fleiri, eins og í öðrum Pollen-
töflum. — En er það ekki hæpin
staðhæfing, að Pollen sé fullkomin
næring? Trúi fólk því, óttast ég að
ýmsir brenni sig á þeirri trú, —
þótt víst sé, að hvert frjókorn í
örsmæð sinni (14.000—300.000
frjókorn í eitt gramm) sé undra-
heimur fjölþættra lífefna. Og
óhætt er að fullyrða, að góð Poll-
enefni eru öllum mjög gagnleg,
slfkur sem efnafjöldinn er. En
magn hvers þeirra um sig er svo
lítið, að teljast verður hættulega
rangt að halda því fram, að við
þörfnumst ekki einnig annarra
vítamína og steinefna.
Ummæli vísindamannanna, sem
vitnað er til, eru um Pollenefni yf-
irleitt, — en ekki neina sérstaka
tegund. Og að flétta fræflunum inn
f þau, er að sjálfsögðu rangt.
„Fræflarnir" eru sem sagt
venjulegar Pollentöflur, og hrá-
efninu í þær safnað, sennilega
fremur af býflugunni en hunangs-
flugunni, úr 10.000 blómum, segir í
bæklingnum. En frjóduft blóma er
eðlilega mismunandi. — Þetta
vissi hinn sænski snillingur Gösta
Carlsson, sem þekkti flestum bet-
ur líf og háttu býflugunnar. — Og
er hann hafði leyst hina „óleysan-
legu“ þraut að finna upp tæki til
að safna frjódufti blóma í tuga
tonnatali, ákvað hann að hefja
lífræna ræktun á völdum jurtum
til að tryggja gæði hráefnisins.
Síðan hefur hann framleitt marg-
ar tegundir af Pollentöflum: Polli-
tabs, Pollitabs Sport, Pollitabs
Special, Pollitabs Reforma o.fl.
framleiddar af AB Cernelle, sem
er trygging fyrir úrvalsvörum,
enda seldar vítt og breitt um Evr-
ópu, vestur til Ameríku og austur
til Japan. Og fyrir hendi er fjöldi
af rannsóknarskýrslum og fyrir-
lestrum næringarfræðinga, lækna
og íþróttafrömuða. Pollitabs Sport
er notað af íþróttafólki í fjölda
landa. — Og tilraunir kunnra
lækna sýni, að þeir, sem fengu lika
„Stark Protein" frá sama firma,
efldust meir að þreki og þoli en
aðrir.
Api Pollen (þýskar) og Pollen
Energy (enskar) eru líka góðar, en
ekki eins sterkar. Og Melbrosia
(austurrískar) blandaðar „Royal
Jelly" (býdrottningarfæðunni) eru
afbragðsgóðar. Allar þessar teg-
undir fást i verslunum, en ekki
„fræflarnir" sennilega vegna þess,
hve miklu dýrari þeir eru. En það
er ekki sök innflytjanda, þótt inn-
kaupsverðið sé hátt. En nafnið
ætti hann að leiðrétta.